Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 39 smáskór Strákalakkskórnlr komnir aftur í stærðum 20-34. Verð 1.990 og 2.290. Smáskór v/Fákafen, sími 568 3919. Tilboösverö á loftviftum meö Ijósum með- an birgðir endast, frá kr. 8.900 með Ijósum, hvftar eða gylltar. Olíufylltir rafmagnsofnar í miklu úrvali. Póstsendum. Víkurvagnar, Síðumúla 19, sími 568 4911. @ Hjólbarðar KHANKtEK Frábær dekk á frábæru veröi! Jeppahjólbarðar. 235/75 R 15............kr. 9.180 stgr. 30x9,50 R 15...........kr. 9.855 stgr. 31x10,50 R 15.........kr. 10.755 stgr. 33x12,50 R 15.........kr. 13.480 stgr. 215/85 R 16...........kr. 10.206 stgr. 235/85 R 16 ..........kr. 11.655 stgr. Barðinn hf., Skútuvogi 2, s. 568 3080. BFGoodrích wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Dekk Gæði á góðu verði Gerið gæöa og verðsamanburö. Trail T/A 30-15”......kr. 10.795 stgr. Trail T/A 31”-15”.....kr. 11.903 stgr. Trail T/A 33”-15”.....kr. 13.482 stgr. All-Terrain 30”-15”...kr. 11.610 stgr. All-Terrain 31”-15” ..kr. 12.987 stgr. AU-Terrain 32”-15”....kr. 13.950 stgr. AU-Terrain 33”-15”....kr. 14.982 stgr. All-Terrain 35”-15”...kr. 16.985 stgr. Hjólbarðaverkstæði á staðnum. Bflabúð Benna, sími 587-0-587. Bílaleiga Nýir Toyota-bilar. Á daggjaldi án kílómetragjalds eða innifóldum allt að 100 km á dag. Þitt er valið! Bílaleiga Gullvlðis, símar 896 6047 og 554 3811. n Bllartilsölu Til sölu Volvo 740 GL station, árg. ‘87, ekinn 109.000 km. Verð 920.000. Engin skipti. Uppl. í síma 561 2002. Menning Mozart við kertaljós Camerarctica-hópurinn gekkst fyrir tónleikum í Árbæjarkirkju sl. fimmtudagskvöld undir heitinu Mozart við kertaljós - kammertónlist á aðventu 1995. Hefur hópurinn haldið þessa tónleika i þrem öðrum kirkjum áður í vikunni og ætlar sér að halda síðustu tónleikana í Dómkirkjunni á fóstudag. Á efnisskránni voru þrjú verk og hófst hún á Divertimentói nr. 3 KV 138 fyrir strengjakvartett. Þetta er þriggja þátta verk sem hefst á hröðu Allegroi, síðan kemur streymandi Andante og loks Presto- kafli. Það voru þau Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Sigurður Halldórsson sem léku og gerðu þau það af öryggi og með fallegum tón. Hljómlist Áskell Másson Hallfríður Ólafsdóttir lék síðan með strengjunum Kvartett fyrir flautu og strengi KV 285. Var leikur hennar aliur hinn fágaðasti og söng tónn hennar t.d. mjög skemmtilega í öðrum þættinum með pizzicato-bakgrunninn í strengjunum. Síðasta verkið var svo Kvintett fyrir klarínettu og strengi; KV 581, sem Ármann Helgason lék með strengjaleikurunum. Aðeins bar á slæmri inntónun í fyrsta þættinum en annars var verk- ið mjög vel flutt. Sérlega var annar þátturinn fallega leikinn og síðasti þátturinn var einnig mjög áferðarfallegur í meðferð hópsins. Þetta voru stuttir en stemningarríkir tónleikar og er það vel til fund- ið hjá þessum fríða hópi hljóðfæraleikara að bjóða upp á Mozart við kertaljós á aðventu. Orri Harðarson - Stóri draumurinn ★★★ Um drauminn að slá í gegn Árið 1995 hefur verið ár sköp- unar hjá Orra Harðarsyni. Hann stýrði upptökum þegar Kristln Eysteinsdóttir hljóðritaði sína ágætu plötu, Liti. Síðsumars og í haust tók hann síðan upp eigin plötu, Stóra drauminn, sem ný- komin er út. Orri sendi fyrir tveimur árum frá sér plötuna Drög að heim- komu sem gaf sterklega til kynna að þar fór hugmyndaríkur laga- og textasmiður og útsetjari. Orri vann þá plötu í samvinnu við Jón Ólafsson hljómborðsleikara. Að þessu sinni er hann einn við stjórnvöl- inn. Stærsta breytingin frá fyrri plötunni er sú að nú eru píanó og önn- ur hljómborðshljóðfæri í algjöru aukahlutverki, hafa orðið að víkja fyr- ir gíturum. Þá eru stílar ijölbreyttari en áður. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Orri sýndi á Drögum að heimkomu að hann er lunkinn textasmiður og honum tekst einnig ágætlega upp að þessu sinni. Platan Stóri draumurinn er að miklu leyti temaplata; fjallaö er um gamlan starfsfé- laga Orra, danskan tónlistarmann, vel af guði gerðan að öðru leyti en því að hann var ófær um að takast á við gráan hversdagsleikann. Skýrt kemur fram í þeirri mynd sem Orri dregur upp að það er sitt hvað gæfa og gjörvileiki. Við útsetningar laga á Stóra draumnum hefur Orri Harðarson gætt þess að hafa þær þannig að þær hæfðu söngrödd hans sem best. Söng- rödd hans er fremur veik og þarf hann því að miða allt við hana. Ekki ómerkari menn en Dave Gilmour, aðalsöngvari Pink Floyd og Brett Machaels, söngvari Poison, eiga við hið sama að glíma. Mun betur hef- ur tekist til með þetta atriði á Stóra draumnum en Drögum að heim- komu. Af þessari umsögn má ráða að Stóri draumurinn er um margt prýð- isplata. Orri Harðarson er tvímælalaust til afreka fallinn i framtíðinni. Borgardætur - Bitte nú ^ ★★★ I sama gamla andanum Borgardæturnar Andrea Gylfa- dóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Elien Kristjánsdóttir eru lands- mönnum löngu kunnar fyrir fag- mannlega túlkun sína á létt- djössuðum dægurlögum þriðja, flórða og fimmta áratugarins. Þær sendu fyrir tveimur árum frá sér plötuna Svo sannarlega og fylgja henni nú eftir með Bitte nú. Hér gildir fyliilega frasinn of- notaði að nýja platan er sjálfstætt framhald hinnar fyrri. Borgardæt- ur róa á sömu mið og fyrr og enn er Eyþór Gunnarsson potturinn og pannan í útsetningum og verkstjórn allri. Hann skilaði góðu verki síðast þótt platan væri tekin upp á mettíma, að því er kemur fram á um- slagi. Að þessu sinni hefur verið nostrað mun meira við lögin, hópur blásara kemur við sögu og sömuleiðis strokkvartett auk hrynsveitar- innar. Útkoman er í prýðilegasta lagi. Fylgt er upprunalegum útsetning- um gömlu laganna eins og kostur er og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hinar gömlu hafa sýnt það í áranna rás að þær standa fyrir sínu. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Nokkrar breytingar hafa orðið í textahöfundahópnum síðan síðast. Friðrik Erlingsson er höfundur flestra textanna og stendur sig þokka- lega. Einar Thoroddsen á síðan einn texta og Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir annan. Einar kom á óvart á síðustu plötu Borgardætra með hnyttna, fyndna og vel sönghæfa texta og hann sýnir að hann er enn í góðu formi með textann Karlinn minn. Ragnheiður Ásta átti textann Tungl úr bréfi á plötunni Svo sannarlega og nú yrkir hún Frelsi ég finn. Með þessum tveimur textum sést að hún er vel hagmælt og mætti gjarn- an semja meira af dægurlagatextum og hækka með því heildarstandar- dinn sem er því miður stundum nokkuð rislítill. Þeim sem höfðu gaman af tónlist Borgardætra á plötunni Svo sann- arlega ætti ekki síður að hitna um hjartarætumar við að hlusta á Bitte nú. Textar eru að vísu ekki alveg jafn fyndnir og á fyrri plötunni en í staðinn hefur meira verið vandað til undirspils og útsetninga en á þeirri fyrri. Aggi Slæ & Tamlasveitin ★★Vj2 Fagmenn Ekki er hægt að kvarta yfir söng og spilamennsku á diski Agga Slæ og Tamlasveitarinnar. Þar eru tiu lög, flest vel þekkt frá liðnum árum og áratugum og mörg í nýstárlegum útsetningum sveitarmanna. Lay, Lady, Lay eftir Dylan er til dæmis skemmtilega útsett og sömuleiðis gamli smellurinn Can’t Help Falling in Love sem þekktast er í meðförum Presleys. Þá er kó- mískt að heyra Disko Frisko eft- ir Stefán S. Stefánsson með ensk- um texta. Þessi gamla ádeila Ljósanna í bænum á diskómenningu áttunda áratugarins hljómar hreint ekki illa þótt orðin sé meira en fimmtán ára gömul. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Diskurinn Aggi Slæ og Tamlasveitin skilur eftir sig spurningu: Hver er tilgangurinn með útgáfunni? Eru hinir sprenglærðu liðsmenn sveitarinnar að sýna hvernig þeir geta útsett smelli liðirina ára og ára- tuga og gert þá að sínum? Er hljómsveitin ef til vill að minna á sig fyr- ir árshátíða- og þorrablótavertíð komandi mánaða rétt eins og sveita- ballahljómsveitir gera á sumrin? Nánast allir liðsmenn Tamlasveitar- innar eru alvanir lagasmiðir að Agga Slæ alias Agli Ólafssyni með- töldum. Þeim hefði ekki átt að verða skotaskuld úr því að snara af öfl- ugri plötu með frumsaminni tónlist ef þeir hefðu mátt vera að. Það hefði óneitanlega verið metnaðarfyllra verk en það sem þeir láta hér frá sér fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.