Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Menning Nútímaklassík Þeir Siguröur Halldórsson sellóleikari og Daniel Þorsteinsson píanó- leikari hafa sent frá sér geislaplötu. Fyrirtækið Skref gefur út, en á þess vegum hafa fjölmargar plötur komið út nú fyrir þessi jól. Á plötunni eru tuttugustu aldar verk, allt þó músík sem orðin er klas- sík í dag utan eitt smáverk eftir ungan íslenskan tónhöfund, Svein Lúð- vík Björnsson. Verkin eru mjög ólík innbyrðis, en mynda engu að síöur góða og skemmtilega heild. Fyrsta verkið er Sónata fyrir selló og'píanó eftir Claude Debussy. Verkið, sem er þriggja þátta, var samið árið 1915, en Debussy var þá orð- inn alvarlega sjúkur. Þessi sónata varð ein af þremur sem hann náði að ljúka, en hann hafði ráðgert að semja sex sónötur, hverja fyrir sitt hljóð- færið, til minningar um konu sína. Verkið er fyrir löngu búið að vinna sér sess á tónleikaskrám og er nú meðal þeirra verka fyrir selló og píanó sem hvað mest eru leikin. Þeir Sigurður og Daníel hafa starfað saman um árabil og komið ----------- fram á tónleikum viða. Þeir eru báðir meðlimir í Caput-hópnum. Leik- ur þeirra er vandaður og músíkalskur og þeir eru samhentir bæði í tón og túlkun verksins. Svipað má í raun segja um hin verkin á plötunni. Tvö verk eftir Paul Hindemith koma næst, Phantasiestúck op. 8, nr. 2 og „A frog he went a-courting“ - tilbrigði yfir gamla enska barnagælu. Það síðara er bráðskemmtilegt, en það fylgir barnagælunni í hörgul og hægt er að fylgjast með þvi, erindi fyrir erindi. Verkið er og skemmti- lega túlkað af þeim félögum, Sigurði og Daníel. Smitgát heitir smáverk eftir Svein Lúðvík Björnsson sem næst kemur. Þetta er þokkaleg tón- smíð og mjög vel útfærð af flytjendunum. Stutt Moderato og bráðfallegt eftir Dmitri Sjostakovitsj brúar síðan bilið yfir í Sónötu fyrir selló og pí- anó frá árinu 1978 eftir Rússann Alfred Schnittke. Þetta er þriggja þátta verk, hlaðið tilfinningum og átökum og er það vel leikið hér, þótt dýpt- ir þess séu ekki fullkannaðar í þessari upptöku. Upptakan er lýtalaus og útlit skemmtilegt og smekklegt. Hljómplötur Áskell Másson Þegar allar stíflur bresta Undir fjalaketti eftir Gunnar Gunnarsson er saga sem grípur mann strax á fyrstu síðum með skemmtilega kæruleysislegum hú- mor. Höfundur lýsir fólki sem teng- ist innbyrðis þessum svokölluðu fjölskyldu- eða vináttuböndum sem eru í meðförum Gunnars ekkert sérlega einlæg, svo ekki sé meira sagt. Samskipti. þess einkennast af leiðindum og skyldurækni fremur en vináttu og ást og þegar leiðindin eru að bera menn ofurliði er þeim drekkt í slatta af viskíi eða vodka. Aðalpersónumar Guðlaugur Berg- mann Lárusson og kona hans Her- dís stofna til hjónabands í að þvi er virðist einskæru bríarí og eins og við má búast af slíkum hjónaböndum fer fljótlega að hrikta í ýmsum stoðum. Guðlaugur er leikari sem er best þekktur fyr- ir sinn dillandi hlátur, þykir annars lítt liðtækur á sviðinu. Herdísi kynnist hann á leikferð um landið en hún eltir hann frá einum stað til annars, hugfang- in af „snilld" hans og af því hún er svo hrifin finnst honum ekki annað koma til greina en bindast henni! En skjótt fer hin blinda hrifning konunnar þverr- andi, hún lærir íslensku og ensku við háskólann og er mun uppteknari af lærðum greinum en eiginmannsgreyinu sem þráir hana á sinn hátt þó hann skilji í rauninni ekkert hvers vegna. Og því meira sem hann þrá- ir, þvi meiri höfnun fær hann og sú höfnun nær hámarki í framhjá- haldi konunnar sem hún reynir ekkert að leyna. Staða Guðlaugs innan leikfélagsins er ekki ýkja sterk en ekki batnar ástandið þegar kona hans gerist leik- listargagnrýnandi og fer að skrifa eitraðar og harð- orðar greinar um leikhúslífið í landinu. Líf Guðlaugs verður óbærilegra með hverjum deginum, félagar hans í leikhúsinu líta hann hornauga, eiginkonan er köld, forhert og miklu klárari en hann. Hann er bara lítill og lélegur leikari sem getur þó ekki hugsað sér aðra tilveru en lífið í leikhúsinu og heldur dauða- haldi í drauminn um frægð og frama. Draumurinn verður þó að engu þegar honum er sagt upp störfum og þá er stutt í óumflýjanlegt uppgjör sem hér verður að sjálfsögðu ekki gefið upp. Stefn- an sem sagan tekur kemur skemmtilega á óvart, er bæði fynd- in, afkáraleg en um leið dálítið sjokkerandi. Sorgin, afbrýðisemin og minnimáttarkenndin, sem Guð- laugur er búinn að vera að berjast á móti bókina út í gegn, brýst út með ofsafengnum hætti. Sá ofsi er að vísu í hróplegu ósamræmi við uppburðarlitla persónu hans en slær mann þó ekki út af laginu, segir meira um hvert örvæntingin getur leitt menn þegar allar stíflur bresta. Guðlaugur er á margan hátt kunnugleg persóna sem á sér stóra drauma sem hann týnir í vand- ræðagangi, drykkjuskap og sjálfsvorkunn og sem slíkur er hann nokkuð sannfærandi. Aðrar pérsónur falla hins vegar í skugga Guðlaugs, virðast lítt út- pældar og yfirborðskenndar fyrir utan Herdísi sem vissulega veldur smá heilabrotum. Maður veit ekki almennilega hvort persónu hennar á að afgreiöa sem hverja aðra klisju eða taka það trúanlegt að svona manneskja geti virkilega verið til. Hún lætur tilfinn- ingarnar ekki stöðva sig í framagirninni, stjórnast af hroka og menntasnobbi, æðir yfir allt og alla og hagg- ast ekki á hverju sem gengur. En þrátt fyrir kuldann er í henni ein- hver sérkennileg dýpt og orka sem lesandinn meðtekur í gegnum sárs- auka Guðlaugs þegar hann er smátt og smátt að uppgötva að hann virðist hvergi passa, hvorki í eigin lífi né annarra og getur illa gert það upp við sig hvort hann langar meira að lifa eða deyja. Örvænting hans síast inn í lesandann í gegnum kómískar að- stæður sem þó bera textann oft á tíðum ofurliði ásamt langdregnum lýsingum og orðmörgum og inni- haldslitlum samtölum sem draga hið spennandi loka- uppgjör allt of mikið á langinn. Undir fjalaketti er að mörgu leyti frumleg saga en ég er ekki frá þvi að færri brandarar og meira nostur við persónusköpun hefðu gert frambærilega sögu að afbragðs bók. Undir fjalaketti. Gunnar Gunnarsson. Ormstunga 1995. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir „Ennþá heyri ég þá rödd“ Ég kyssi fótspor þín. Failegt nafn á einlægri bók, seinna bind- inu af ljóðsögu Þorsteins Stefáns- sonar en fyrra bindið, Þú sem komst, kom út á síðasta ári. Ég kyssi fótspor þín er fyrst og Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatiIboðsverði, kr. 7.650, - eða kr. 8.530,- /?omx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 síðast ástarsaga, segir af sam- bandi höfundar við stóru ástina í lífi sínu og samskiptum hans við hana í gleði og sorg. Hér eru það smáu hlutirnir í lífinu sem skipta máli, daglegt amstur eins og sam- eiginlegt borðhald, hjólreiðatúrar í veðurblíðu og notalegt spjall. Svo er skroppið í útilegu með nýja tjaldið en þó sú útilega sé ekki eins og best verður á kosið má alltaf hlæja . . . seinna! Stundum kastast í kekki en það lagast, eftir situr gleðin og þörfin fyrir að vera saman. Það er heilmikil gleði í þessari bók en líka depurð og djúp Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir sorg enda fjallar síðasti hluti bók- ar um baráttu konunnar við krabbamein. í þeim hluta ríkir sterk togstreita milli væntinga og vonbrigða, örvæntingar og æðru- leysis og hræðslan við það óum- flýjanlega, dauðann sem kemur allt of fljótt, litar síðustu ljóðin. Og í lokin er skáldið eitt, yfirkom- ið af harmi því sameiginlegu ráða- bruggi þeirra um framtíðina er lokið: Hinn nýja veg, er leggja átti, þú fórst aldrei. En greinarnar, sem blítt handlékst, sé ég daglega. (239) En þótt konan sé farin á hann minningarnar til að ylja sér við og þeim miðlar hann til lesenda sinna með sérstæðum og eftir- minnilegum hætti enda þótt orð- ræðan sé stundum eilítið stíf. Það er ekki laust við að maður hökti á textanum sem er stundum helst til háfleygur þegar verið er að lýsa jafn fábreyttum athöfnum og raun ber vitni. Dæmi: „Komin upp úr/vatni erum,“ (15), „Hjólið þitt/— á brott er“ (15), „Dyrnar opnast/fyrr en lykilinn/tek upp.“ (17) En stíllinn venst samt gletti- lega vel og vart annað hægt en hrífast af einlægni skáldsins sem i sorg sinni grípur upp eitt minn- ingabrotið af öðru og raðar saman í mynd af konu sem elskaði lífið af öllu hjarta. í einu ljóðinu segir hann: Ennþá heyri ég þá rödd, sem ég aldrei, aldrei gleymi: Það er svo spennandi aö lifa! (19) Með einföldum myndum í lík- ingu við þessa vekur skáldið káta konu til lífsins í huga lesandans, konu sem er skemmtilegur félagi, gefandi og sjálfstæð. Hann lýsir líkamlegum kvölum hennar og eigin sársauka þegar hann sér hana smátt og smátt veslast upp og eru þær lýsingar ekki bara átakanlegar heldur þrungnar feg- urð þeirra sem elskast út yfir gröf og dauða. í Ég kyssi fótspor þín kemur Þorsteinn Stefánsson því til skila á hæglátan en eftirminnilegan hátt að góður félagi er gulli betri. Ég kyssi fótspor þin. Ljóðsaga. Þorsteinn Stefánsson. Birgitte Hövrings biblioteksforlag 1995. Orgelverk Liszts Skífan hefur gefið út geislaplötu þar sem Ragnar Björnsson leikur orgelverk eftir Franz Liszt. Hér er um að ræða þrjú af stærstu orgelverkum píanósnill- ingsins, en þau eru bæði mikil í sniðum og tæknilega erfið. Fyrst kemur Fantasía og fúga um Ad nos, ad salutaren undam. Þetta mun vera fyrsta orgelverk Liszts og jafnframt það langstærsta, raunar er það meðal lengstu orgelverka og tekur um hálftíma í flutningi. Það er tileinkað tónskáldinu Meyer- beer, en stefið, sem verkið er byggt á, er talið eftir hann. Verkið er allsérstætt, eins og flest orgelverk meistarans, en síðustu orgelverkin frá hans hendi hafa verið mönnum hrein ráðgáta, svo sérkennileg sem þau eru. Það er mikið vandaverk að regís- Hlinmrfelntlir trera Þetta unikla tónverk, svo allir mjumpiuiui kaflar þess' njóti sín til fulls Hraðavai er einnig sérlega mikil- vægt hér. Verkið var frumflutt af nemanda Liszts, árið 1856, A. Winterberger. Síðar tileinkaði Liszt þessum nemanda sinum Prelúdíu og fúgu um nóturnar B.A.C.H., en það verk kemur einmitt næst á þessari geislaplötu. Ragnar leikur verkin á Frobeníusar-orgelið í Kristskirkju og hljóma verkin mjög vel i höndum hans á það orgel. Smekkvísi í hraða- og radda- vali svo og virtuositet Ragnars njóta sín hér til fulls. Síðasta verkið á plötunni er Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen, sem er byggt á ostinato bassastefi úr kantötu eftir Bach. Verkið er til í nokkr- um útgáfum, m.a. fyrir píanó sem Liszt tileinkaði A. Rubinstein. Mun Liszt sjálfur hafa leikið verkið í þeirri útgáfu við minningarathöfn um Bach árið 1875. Verkið var skrifað árið 1863 og er upphafleg gerð þess fyrir orgel til- einkuð W. Gottschalg, sem var hirðorganisti í Weimar. Frábær leikur Ragnars í þessu fallega verki lýkur þessari plötu á einkar smekklegan hátt. Áskell Másson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.