Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 15 Hjóla- og göngubrú: Afangi í umhverfismálum Opnun göngu- og hjólreiðabraut- ar yfir Kringlumýrarbraut f'. sunnudag markar tímamót. Síð- ustu alvarlegu hindruninni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á leið úr Skerjafirði að Elliðavatni hefur nú verið rutt úr vegi. Án efa mun þetta merka samgöngumann- virki ýta mjög undir hjólreiðar - ekki bara til heilsubótar og skemmtunar heldur sem sam- göngutækis. Það skiptir líka máli varðandi þetta nýja umferðarmannvirki að Vegagerðin féllst á að greiða kostnað af brúnni. Vegagerðin mun því í framtíðinni ekki einung- is greiða fyrir þjóðvegi í þéttbýli fyrir bíla heldur líka fyrir aðra umferð - enda komið inn í vegaá- ætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Jafnvægi á milli umferöar- þátta Það gefur auga leið að brúin mun auka öryggi þeirra sem áður reyndu að sæta lagi við að komast yfir allar sex akbrautirnar - og sumir urðu frá að hverfa - en það liggur ekki eins í augum uppi að brýr af þessu tagi munu bæta um- hverfl okkar verulega. Reykjavík setti sér ekki aðeins það markmið að verða menningar- borg Evrópu árið 2000. Hún stefnir einnig að því að bjóða upp á eftir- sóknarverðustu gæði framtíðar- innar - hreina og ómengaða borg. 80% af mengun í heiminum er frá einkabílunum og hér í Reykjavík er meiri umferð en í borgum af svipaðri stærð. Raunar eins mikil að jafnaði og hér byggju 300 þús- und manns en ekki rúmlega 100 þúsund. Þess vegna skiptir það okkur verulegu máli að ná jafn- vægi á milli allra þátta umferðar- innar. Reykjavík - vistvæn höfuðborg norðursins, hreinasta höfuðborg í norðri, er okkar framtíðarsýn. Sú framtiðarsýn kallar á breyttar áherslur í umferðarmálum og nýj- ar leiðir í framkvæmdum. Með Dagskrá 21 samþ. í Ríó skuldbund- um við okkur til að stuðla að því að loftmengun um aldamót verði ekki meiri en hún var árið 1992. Rétt er jafnframt að minna á Brundtlandskýrsluna góðu: Okkar sameiginlega framtið. Kjallarinn Guðrún Ágústsdóttir formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur vinnustaða og skóla þannig að hjólreiðar geti orðið raunhæft val á ferðamáta í stað einkabílsins. í annarri skýrslunni er gerð út- tekt á núverandi ástandi og lagðar fram tillögur til úrbóta. Þar er líka að fmna tillögu að stofnbrauta- kerfi hjólreiða. Hin skýrslan er kostnaðaráætlun og þar er tillög- um að verkþáttum raðað í for- gangsröð. Þar kemur fram að heildarkostnaður við að byggja ónum króna til margs konar lag- færinga á stígum og gangstéttum auk lagningar á nýjum stígum. All- ar þessar aðgeröir nýtast líka hreyfihömluðum - og til þess er leikurinn auðvitað líka gerður. í hópi þeirra sem fyrstur fór yfir brúna var einn af forustumönnum fatlaðra sem brenndi yfir brúna í hjólastól. Skýrslurnar tvær sýna vel hvernig hægt er að bæta aðstæður „Reykjavík - vistvæn höfuðborg norðurs- ins, hreinasta höfuðborg í norðri, er okk- ar framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn kallar á breyttar áherslur í umferðarmálum og nýjar leiðir í framkvæmdum.“ Stofnbrautakerfi hjólreiða Nokkrum dögum fyrir opnun nýju brúarinnar voru kynntar tvær skýrslur um stofnbrautakerfi hjólareiða sem unnin var fyrir skipulagsnefnd Reykjavíkur. Sér- stökum vinnuhópi var falið að vinna áætlun um úrbætur fyrir hjólaumferð þar sem litið væri á hjólið sem samgöngutæki og að gera jafnframt tillögur um greið- færar hjólaleiðir milli heimilis og upp nær fullkomið kerfi fyrir hjól- reiðamenn er tæpir 2 milljarðar. Þar eru brýr og undirgöng lang- dýrasti þátturinn eða rúma 800 milljónir. Til verndunar umhverfi Reykjavíkurborg hefur þegar varið umtalsverðum fjármunum í lagningu göngu- og hjólreiðastíga og mun að sjálfsögðu haida því áfram. Sem dæmi má nefna að bara á þessu ári var varið 30 millj- hjólandi fólks hér í borg verulega. Þær munu verða fylgigögn með Aðalskipulagi Reykjavíkur sem nú er verið að endurskoða. Þar verð- ur í fyrsta sinn litið á umferð hjólandi fólks sem hluta af umferð- arkafla aðalskipulags. Það er fyllsta ástæða til að óska borgarbú- um til hamingju með nýju brúna - hún er merkt framlag til verndun- ar umhverfi. Guðrún Ágústsdóttir Brýr af þessu tagi munu bæta umhverfi okkar verulega", segir m.a. í grein Guðrúnar. reiðabraut yfir Kringlumýrarbraut. - Nýopnuð göngu- og hjól- Skerðingarákvæði burt - besta jólagjöfin Á dögunum hélt stjórn Öryrkja- bandalags íslands fund en þar eiga sæti fulltrúar 22ja félaga fatlaðra innan bandalagsins og mála sann- ast að þar eru fulltrúar nær allra fötlunarhópa. Meginefni þessa stjórnarfundar sneri að fjárjaga- frumvarpi næsta árs og áformum núverandi ríkisstjórnar varðandi kjör lífeyrisþega. Áhyggjur fólks voru ærnar þrátt fyrir nokkra bragarbót sem fyrst og síðast, má rekja til athyglis launþegahreyfingarinnar í land- inu. Ýmislegt stendur þó enn út af og menn voru einhuga um þau meginatriði sem helst þyrfti að leggja áherslu á nú á lokapsretti. Engin athugasemd? í fyrsta lagi varðar það afteng- ingu bóta við almenna launaþróun í landinu, afnám þess ákvæðis al- mannatryggingalaga sem kveður á um þessa lífsnauðsynlegu tenginu sem svo lengi hefur gilt og allir talið eðlileg og sjálfsögð mannrétt- indi þessa hóps sem ekki á sinn beina samningsrétt um kaup og kjör. Þegar ríkisstjómin gaf út í yfir- lýsingu sinni til aðila vinnumark- aðarins að 450 millj. kr. yrði skilað til baka inn í almannatrygginga- kerfið með því þá að hækka bætur almannatrygginga um 3,5% um næstu áramót héldu menn í ein- lægni að þar með myndi ríkis- stjórnin hætta við að afnema ákvæðið um tengingu bóta við launaþróun í landinu eða s.s. fjár- Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ málaljósin orða það: „rjúfa sjálf- virk tengsl". Ef af aftengingu verður mun geðþótti stjórnvalda við fjárlagaaf- greiðslu einn ráða og stjórnar- menn Öryrkjabandalagsins voru á einu máli um það að skýrt lagaá- kvæði væri ólíkt öruggara til af- komutryggingar en sá geðþótti. í öðru lagi eru það fjár- magnstekjurnar og hver áhrif þær eiga að hafa á hag lífeyrisþega. Það virðist sem svo að loks nú þeg- ar fjármagnstekjur verða teknar í alvöru inn í skattamyndina þá ger- ist það tvennt að lífeyrisþegar muni greiða skatt af fjár- magnstekjum sínum eins og aðrir og við það engin athugasemd gerð en til viðbótar er áætlað að skerða bætur lífeyrisþega og þá í ýmsum tilvikum krónu fyrir krónu. Og þessu fylgir sú, að þvi er virðist, ófrávíkjanlega ákvörðun að áður en gengið verður til hinnar al- mennu skatttöku skuli fara að skerða bætur lífeyrisþega, þ.e. 1. sept. á næsta ári þegar hin al- menna endurskoðun fer fpam skv. skattskrá. Til of mikils mælst? Hér hlýtur í raun að vera brotið á jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar og mun á það látið reyna, ef svo fer fram sem horfir, að einn hópur verður alveg sérstaklega lagður í einelti á þennan hátt - og það ein- mitt þessi hópur. En þarna hafa fjármálaljósin sem sé fundið hina einu sönnu matarholu. f þriðja lagi á að skerða heimild- arbætur lífeyrisþega, s.s. upphaf- legt frumvarp gerði ráð fyrir, þ.e. um 250 millj. kr„ og það munar um minna fyrir lífsafkomu þeirra fjölmörgu sem einmitt eiga sér langmesta stoð í tryggingabótum. Hér er að þeim vegið er allra lakast hafa og enn ekki trúað að svo muni fram ganga. Stjórn Ör- yrkjabandalagsins trúir því einu að á endanum megi réttlætið ráöa og ekki skertur þeirra,hlutur sem helst þurfa. Ríkisstjóm, sem hér sér ekki aðra kosti til að ná markmiðum sínum i ríkisfjármálum en leggjast á þennan lægsta garð, á sér engan tilverurétt í raun. Þess vegna von- um við að menn megi sjá að sér. Skerðingarákvæðin burt er besta jólagjöfin til þessa hóps. Er til of mikils mælst aö hún sé gefin og það með gleði? Helgi Seljan „Ef af aftengingu verður mun geðþótti stjórnvalda við fjárlagaafgreiðslu einn ráða og stjórnarmenn Öryrkjabandalags- ins voru á einu-máli um það að skýrt lagaákvæði væri ólíkt öruggara til af- komutryggingar en sá geðþótti.“- Með og ámóti Ríkisábyrgð á Hvalfjarðargöng Óhjákvæmi- legtí stöðunni „Það þyrfti nú kannski að hafa einhvern for- mála með þessu. Óskir um þessa ríkisábyrgð komu nokkuð á óvart, það er al- veg rétt. Hins vegar, þegar málið er skoðað í ljósi þess að forsendur hjá Speli hf. hafa breyst nokkuð í þessum flóknu viðræðum, tel ég óhjákvæmilegt að við veitum rík- isábyrgðina. Sérstaklega hvað varðar þann hluta sem snýr að vegtengingu að og frá Hvalfjarðar- göngunum. Það hefur alltaf legið fyrir að ríkissjóður yrði að greiða þann hluta. 1 öðru lagi er það al- veg ljóst að Spölur hf„ sem hefur staðið í þessu af mikilli framsýni, er tæpast nógu sterkur til að standa að málinu. Þá tel ég að við eigum ekki annarra kosta völ en koma inn í málið með þessum hætti. Mikilvægast er þó að þessi ríkisábyrgð, sem ekki fylgir mikil áhætta, er aðeins lítið brot af þeirri áhættu sem verktakinn og fjármögnunaraðilinn taka. Þess vegna tel ég þetta óhjákvæmilegt. Upphæðin sem um er að ræða er ekki há, aðeins þrjú hundruð milljónir. Ábyrgðin er fyrst og fremst á herðum verktakans, það er hann sem tekur áhættuna af þessu. Ég dreg samt enga dul á að þetta kom mjög óvænt. En það er nú einu sinni svo að gera veröur fleira en gott þykir og þetta er að mínu mati óhjákvæmilegt í stöð- unni.“ Einkafram- takið breyt- ist í pils- faldakapítal- isma „Það hafa komiö fram mjög margar efa- semdir í mínum huga varðandi þetta verkefni, það er að ségja Hvalfjarðargöng- in, undanfarið. Ástæðan fyrir því er sú að for- sendur í málinu hafa breyst verulega frá því að ákvörðun um þau var tekin á sínum tíma. Ég er hvorki sannfærð um að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt né að undirbyggingin sé nægilega traust til að ráðast í slíkt mannvirki. Þegar við þetta allt bætist að fram- lag ríkisins í fonni rikisábyrgðar upp á einn milljarð, sem öllum hefur verið talin trú um að þyrfti ekki að koma til, efast ég enn frek- ar. Menn telja nú þegar að þrjú hundruð milljónir muni falla á ríkissjóð með tíð og tíma.- Það er því alveg nauðsynlegt að menn hugsi sinn gang áður en gengið verður frá samningum í þessu máli. Það kemur mér reyndar ekk- ert á óvart að þessi staða komi upp, það hefur áður komið upp að einkaframtakið hafi breyst í pils- faldakapítalisma. Þetta er eins og ævinlega. Það veröa skattgreið- endur sem borga brúsann í þessu verkefni að lokum.“ -ÞK r i Jóhanna Sigurðar- dóttir, alþingismað- ur og formaöur Þjóðvaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.