Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Fréttir Rekstur Herjólfs hefur gengið brösulega undanfarin ár: Einkennst af deilum og uppsögnum starfsmanna - skipstjórinn með efasemdir um að nýja skipið væri nógu gott Forráðamenn Vegagerðarinnar og Herjólfs hf. skrifuðu í fyrradag undir samning um að Vegagerðin yfirtæki allar skuldir fyrirtækisins og afskrifaði viðskiptaskuld þess gegn því að Herjólfur afsalaði sér skipinu til Vegagerðarinnar. Skipið er þar með komið að fullu í eigu rík- isins. Hið opinbera greiðir 78 millj- ónir til reksturs ferjunnar á ári en Herjólfur hf. mun sjá um fram- kvæmdina. Segja má að þar með sé kominn lokapunkturinn í brösótt- um rekstri Herjólfs en á ýmsu hefur gengið undanfarin ár. í lok síðasta áratugar hófust um- ræður um nýja ferju milli lands og eyja en gamla ferjan hafði verið í siglingum frá 1976. Ákvörðun var tekin um að láta byggja nýtt 79 metra langt skip hjá norskri skipa- smíðastöð en teikningum var snar- lega breytt eftir að ríkisstjórnin ákvað að skipið yrði aðeins 70,5 metrar. Eftir að skipið kom til landsins í júníbyrjun 1992 kom í ljós að það var of stutt miðað við breidd og lýsti skipstjórinn áhyggjum sín- um vegna þessa. „Bili uggarnir líst mér illa á mál- ið. Þá myndum við veltast hér um hafið eins og korktappi. Ég er af- skaplega daufur og leiður yfir þvi Vinningshafi 21. des. 1995: JÓN HALLDÓR GUÐMUNDSSON Mulavegi 7 - Seyðisfirði VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekið þátt í jólaleik Bónus Radfó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja í síma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glæsilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM símar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem erfullbúin CMC margmidlunartölva að verömæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 Verð 39,90 mínútan J hvernig þetta fallega skip lætur í sjó,“ sagði Jón Eyjólfsson, þáver- andi skipstjóri á Herjólfi, við DV á þessum tíma. Fljótlega hófust deilur um það hver hefði hannað skipið og sakaði Sigurður Ingvason skipaarkitekt fyrirtækið Skipatækni hf. um að stela hugmyndum, sem hann hafði einkaleyfi á, við hönnun á Herjólfi og fór hann í málarekstur vegna þessa. Skipatækni hélt hins vegar fram að Sigurður Karlsson hefði hannað skipið og hótaði meiðyrða- máli. Tveir reknir Launa- og starfsmannadeilur hafa sett mark sitt á rekstur Herjólfs. Vorið 1990 kröfðust yfirmenn á skipinu þess að fá sömu hækkun og undirmenn höfðu fengið og hótuðu verkfalli. í febrúar 1993 hófst verk- fall stýrimanna og var því haldið fram að aðeins tveir menn stöðvuðu skipið með verkfallsaðgerðum sín- um fram á vor. Eftir að stjórn Herj- ólfs hf. hafði afturkallað uppsagnir Saga Herjólfs 1975-1977 Gamli Herjólfur byrjar siglingar 1985-1990 Ákveðið að hanna og smíða nýtt skiph Ákveöiö aö hafa ferjuna 70 metra langa í slað 79 metra Vorið 1990 Kjaradeilur. Æ9*m ■' íffi iFMm' "'iil Júní 1982 Of stuttur Herjólfur kemur jjj landsins. Vorið 1993 Verkfall stýrimanna. Stýrimanni og skipstjóra sagt upp. Gerðardómur og samið um áramót. DV þerna og háseta á Herjólfi var stýri- manni sagt upp vegna verkfallsins og skipstjórinn rekinn. Hann sakaði stjórnendur fyrirtækisins um að koma fram við áhöfn skipsins með hroka. Samkvæmt gerðardómi, sem féll sumarið 1993 og gilti til áramóta, var svokölluð tvíborgun undir- manna afnumin en þeir höfðu feng- ið greiddan einn unninn yfirvinnu- tíma á dag auk launahækkunar. Um áramót náðist samkomulag í kjara- deilu við undirmenn. Ríkti friður milli starfsmanna og stjórnenda þar til ferðir milli lands og eyja stöðvuð- ust í sumar vegna verkfalls skip- stjóra, stýrimanna og bryta á far- skipum um allt land. Kostnaður nam 1,6 milljörðum Hið opinbera hefur sett háar fjár- hæðir í rekstur Herjólfs frá því fyrsta Vestmannaeyjaferjan var tek- in i notkun um miðjan áttunda ára- tuginn. Bygging nýju ferjunnar kostaði tæpa 1,3 milljarða króna fyr- ir utan ýmsan kostnað í landi. Kostnaður var því samtals um 1,6 milljaröar að þávirði. Ríkið hefur styrkt rekstur ferjunnar frá þessum tíma. -GHS Miklar skemmdir urðu á kirkjugarðinum á Flateyri þegar snjóflóðið féll á staðinn í október. Snjólaust er þar nú og þá koma skemmdirnar berlega í Ijós. DV-mynd Guðmundur Miklar skemmdir á kirkjugarðinum á Flateyri: Flestir legsteinar fallnir og girðingin einnig „Við vinnum að hreinsun eins og hægt er fram á veturinn. Við erum nýbúin að breiða yfir mestu haug- ana með síldarnót til að varna foki. Við erum þessa dagana að vinna að hreinsun jaöranna," segir Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flat- eyri, um hreinsunarstarf eftir eyði- leggingar snjóflóðsins sem féll í okt- óber sl. Jörð er nú að mestu auð á Flateyri og afleiðingar snjóflóðsins hafa verið að koma í Ijós smátt og smátt. Kirkju- garðurinn er kominn undan snjó og þar er eyðileggingin hrikaleg. „Kirkjugarðurinn er mjög illa far- inn. Það eru flestir legsteinar skemmdir og girðingin fallin. Þá eru miklar gróðurskemmdir," segir Kristján. Húnvetnskir hestamenn sameinast: Hrossasamtök í eina sæng - stefnt að skilvirkni í vinnu um héruð víð „Víða um héruð eru menn að gera sömu verkin á tvennum víg- stöðum. Með sameiningu viljum við tengja betur saman ræktunina og markaðsmálin. Með því að nýta krafta manna betur má búast við að skilvirkni í vinnubrögðum aukist,“ segir Þórir fsólfsson, bóndi á Lækja- móti í V- Húnavatnssýslu. Gengið var frá sameiningu Félags hrossabænda í V-Húnavatnssýslu og Hrossaræktarsambands V-Húna- vatnssýslu þann 18. desember síð- astliðinn á Laugarbakka. Nýju sam- tökin bera nafnið Hrossaræktar- samtök V-Húnavatnssýslu þegar þau taka formlega til starfa um ára- mótin. Þórir mun gegna formennsku í samtökunum en hann var áður for- maður Hrossaræktarsambandsins. Formaður Félags hrossabænda, Bjöm Sigurvaldason, bóndi á Litlu- Ásgeirsá, verður meðstjórnandi. Að sögn Þóris hefur aðalfundir Félags hrossabænda og Hrossarækt- arsambands íslands samþykkt til- lögu um að árið 1996 verði notað til að sameina félögin heima í héruð- um. „Ég á því von á að fleiri komi í kjölfarið," segir Þórir. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.