Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Eru íslensku jólasveinarnir illa klæddir? Jólasveinar í lörfum „Mér leiöast þessir larfar sem vesalingarnir klæðast í Þjóö- minjasafninu." Ólína Þorvarðardóttir, í Tímanum. Hvaða stofnar eru í hættu? „Skipum er markvisst beint í veiðar á öðrum stofnum sem eru bersýnilega við hrun.“ Sölvi Pálsson skipstjóri, f DV. Ummæli Islenska karnívalið „Þorláksmessa er hið íslenska karníval, skemmtilegasti dagur ársins fyrir alla þá sem hafa bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamenn.“ Guðmundur Andri Thorsson, í Alþýðublaðinu." Alþýðuflokks-uppar „Þetta snýst bara að einum Hrafni (Jökulssyni) og engir aðr- ir alþýðuflokksmenn en hann og nokkrir Alþýðuflokks-uppar hafa staðið fyrir pólitískri aðför að mér.“ Guðni Ágústsson, f Helgarpóstinum. Jólatré (grenitré) urðu ekki al- geng hér á landi fyrr en um 1940. Jólasveinar og jólatré í hinni merku bók Sögu dag- anna eftir Árna Björnsson segir að Grýla sé þekkt sem flagð frá 13. öld og er á 17.-18. öld barna- æta sem tengd er jólunum. Blessuð veröldin Fyrstu sögur um jólasvein eru frá 17. öld og þá er hann af- kvæmi Grýlu. Á 19. öld taka þeir nokkuð að mildast, koma þá ým- ist af fjöllum eða af hafi, eru oft- ast 9 eða 13. Spurnir eru af rúm- lega sjötíu jólasveinanöfnum. Seint á 19. öld tekur eðli jóla- sveina og útlit að blandast dönskum jólanissum annars veg- ar en evrópskum og amerískum jólakarli hins vegar. Um 1930 verður sú aðlögun að jólasvein- arnir koma fram í rauðum al- þjóðaklæðnaði og verða gjafmild- ir en halda íslenskum sérnöfnum og fjölda. Um miðja 20. öld fóru jólasveinarnir að gefa börnum í skóinn að norður-evrópskum sið. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA VINNINGSNUMER DAGSINS: 39355 Ef þú finnur þetta númer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: BÓKAÚTTEKT AD ANDVIRDI 10.000 KR. Bókaútgefendur Éljagangur fyrir norðan og austan Yfir Austur-Grænlandi er 1030 millíbara hæð og skammt suður af íslandi er grunnt lægðardrag sem fer hægt í vestur. Milli Jan Mayen og Noregs er 992 millíbara lægð sem þokast suður á bóginn. í dag verður austan- og norðaustankaldi. Élja- Veðrið í dag gangur norðan- og austanlands og einnig við suðurströndina. Vestan- lands verður skýjað með köflum og úrkomulaust að mestu. Frost 5 til 15 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- og norðaustankaldi og létt- skýjað fram eftir morgni en síðan skýjað með köflum og ef til vill smá- él. Frost 6 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavik: 15.31. Sólarupprás á morgun: 11.22. Síðdegisflóð f Reykjavík: 18.37 Árdegisflóð á morgun: 7.03. Heimild: Almanak Háskólans. Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó -.9 Akurnes heióskírt . -8 Bergsstadir léttskýjað -13 Bolungarvík léttskýjaó -7 Egilsstaðir skýjaó -11 Keflavíkurflugv. léttskýjað -8 Kirkjubœjarkl. skýjaó -9 Raufarhöfn alskýjaó -9 Reykjavik heióskírt -10 Stórhöfði alskýjaó -4 Bergen snjóél -5 Helsinki ísnálar -21 Kaupmannah. þokumóóa -5 Ósló léttskýjaö -14 Stokkhólmur heiöskírt -16 Þórshöfn snjókoma -3 Amsterdam súld 1 Barcelona léttskýjaó 8 Chicago alskýjaö -6 Feneyjar þokumóóa 5 Frankfurt súld 1 Glasgow rigning 2 Hamborg skýjaó -5- London rigning 12 Los Angeles skýjaó 13 Lúxemborg súld 7 Malaga þokumóöa 10 Mallorca ■ lágþokubl. 13 New York skýjaó -1 Nice skýjaó 9 Nuuk heióskírt -5 Orlando alskýjaö 8 París rigning 10 Róm skýjaó 13 Valencia heiðskírt 12 Vín alskýjaó -2 Winnipeg léttskýjaó -14 Guðlaug Runólfsdóttir, starfsmaður Mæðrastyrksnefndar: Erum hlekkur í stórri keðju Það hefur verið mikið að gera hjá Mæðrastyrksnefnd undanfarna daga eins og alltaf fyrir hver jól en nefndin úthlutar til einstæðra mæðra, sem þess þurfa, ýmsum nauðsynjum. Sönnun þess að Mæðrastyrksnefnd er að gera þeim sem til hennar leita lífið bærilegra er hversu mikill fjöldi leitar til nefndarinnar ár hvert og einnig það hversu vel fyrirtæki og ein- staklingar styðja við bakið á nefnd- inni. Guðlaug Runólfsdóttir er starfsmaður Mæðrastyrksnefndar og var hún fengin í stutt spjall um störf Mæðrastyrksnefndar: Maður dagsins „Við erum þessa stundina að af- greiða það sem eftir er og það er fullt út úr dyrum hjá okkur. Við vorum að fá þriðju sendinguna af Frónkexi. Við erum búin að koma út 350 lærum sem Ingvar Helgason afhenti okkur og er allur matur sem við höfum fengið farinn út og nú bið ég bara til guðs að við fáum meira af peningum til að borga þá matarmiða sem við höfum verið að Guðlaug Runólfsdóttir. hjálpa fólki um, en svo þröngt hef- ur þetta verið hjá okkur í ár að við höfum þurft að minnka um helm- ing þann skammt." Guðlaug sagði að Mæðrastyrks- nefnd væri búin að afgreiða um 800 heimili og það sem henni væri efst í huga er hversu fólk er velvilj- að nefndinni. „Ég er búin að vera hér í 22 ár, hef séð um skrifstofuna og það er alltaf sama traölkin fyr- ir jólin, en ég er samt alltaf að vona að það komi slíkt góðæri að við þurfum ekki á þessum gjöfum að halda." Guðlaug sagði aðspurð að fjöld- inn sem leitaði til þeirra væri álíka og í fyrra: „í fyrra voru það rúmlega þúsund heimili sem við aðstoðuðum og ég held að það verði álíka nú, en dagurinn í dag er sá síðasti sem við erum við út- hlutum." Guðlaug var spurð hvað tæki við hjá Mæðrastyrksnefnd þegar þessari törn lyki: „Þá tekur við hefðbundið starf. Við érum með lögfræðiþjónustu og við erum með fataúthlutun einu sinni í viku. Skrifstofan er opin tvisvar í viku, auk þess reynum við að hjálpa sængurkonum og mæðrum eftir því sem við best getum. Það er mikið leitað til okkar en við höfum ekki bolmagn til að verða við öll- um beiðnum, enda leitar fólk til Félagsmálastofnunar þegar um mikla erfiðleika er að ræða, en það má segja að við séum hlekkur í stórri keðju." Myndgátan Hægrihandarakstur Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki Jólasýning helguð jólaljósum Árleg jólasýning Þjóðminja- safnsins stendur nú yfir. Að þessu sinni er sýningin í Boga- salnum og er hún helguð jólaljós- um. Sýndar eru lýsiskolur og kerti af ýmsum gerðum, olíu- Sýningar lampar, gaslukt og tírur. Einnig sjást ýmsar gerðir af rafljósaser- íum fyrir jólatré, glugga og kaffi- borð og eru hinar elstu frá því um 1930. Nokkrar gerðir af jólatrjám og aðventukrönsum eru sýndar og loks má geta að út- búin hefur verið jólastofa frá því um 1930. Sýning þessi stendur til 6. janúar. Skák Ágúst Sindri Karlsson hafði hvítt og átti ieik í meðfylgjandi stöðu gegn Sigurbirni Björnssyni á Guð- mundar Arasonar mótinu sem lýk- ur í Hafnarfirði í dag. Hvítur hefur byggt upp skemmtilega sóknarstöðu og lauk nú skákinni snaggaralega: 20. Rxh7! bxa4 Ef 20. - Kxh7 21. Rg5+ Kg8 22. Dh3 og óverjandi mát. 21. Hxd7! og svartur gafst upp. Svar- ið við 21. - Dxd7 yrði auðvitað 22. Rf6+ og eftirleikurinn er auðveldur. Jón L. Árnason Bridge Hverju ætti vestur aö spila út gegn 6 hjörtum eftir þessar sagnir? Austur gjafari og allir á hættu: 4 -- V KD108 ♦ K72 * ÁKD1054 4 10764 * -- ♦ D10964 * G876 4 ÁKD92 «4 ÁG54 4 G83 4 9 4 G853 «4 97632 4 Á5 4 32 Austur Suður Vestur Norður pass 14 pass 24 pass 2*4 pass 3*4 pass 44 pass 44 pass 44 pass 54 pass 5*4 pass 6*4 p/h Þegar maður er með 5 tromp í vörn- inni, gefst það oft vel að sjá um að and- stæðingarnir þurfl aö nota tvö tromp fyrir hvert eitt sem þú átt. I þessu til- felli hefði það gefist vel að spila út trompi í upphafi, sem hnekkir samn- ingnum. En Vestur stóðst ekki freist- inguna á að spila út tígulásnum í upp- hafi og síðan meiri tígli. Spilið kom fyrir í sveitakeppni í Danmörku og sagnhafi var Steffen Holm Pedersen. Hann drap á tígulkóng og fékk vondu fréttirnar í trompinu þegar hann lagði niður hjartakóng. Hann tók nú ÁK í laufi, trompaði lauf með hjartagosa (ef austur hefði sýnt eyðu, hefði samning- urinn veriö auðveldur), en vestur henti spaða í laufið. En sagnhafi slapp með skrekkinn þegar vestur varö að fylgja lit í 3 hæstu spaöana. Með þeirri spilamennsku gat sagnhafi fengiö af- ganginn af slögunum með víxltromp- un og hjartasvíningu í næstsíðasta slag. Þrátt fyrir að sagnhafi hafi slopp- ið heim, hefði verið nákvæmar að taka aðeins einu sinni lauf, trompa síðan lauf og spila síðan spöðum ofanfrá. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.