Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 32
40 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Sviðsljós Linda eyddi fé til einskis Linda McCartney, eiginkona Pauls, snaraði fram þrjú þúsund pundum um daginn tU að bjarga verðlaunakalkúna frá bráðum jólabana, að hún hélt og aðrir sömuleiðis. Nú hefúr hins vegar komið á daginn að meintir væntanlegir morðingjar fugls- ins, veitingamaður nokkur og starfsfólk hans, ætluðu sér aldrei að slátra gripnum heldur gefa hann skóla einum bömun- um tU skemmtunar tU fuglsins æviloka. Angela ánægð meo ákvörðun Leikkonan Angela Lansbury, sem allir þekkja í hlutverki Jessicu Fletcher, rithöfundar og afskiptaskjóðu í Morðgátum, er ansi ánægð með þá hjá CBS sjónvarpsrisanum í Ameríku. Þátturinn verður nefnUega flutt- ur aftur yfir á gamla sunnudags- tímann sinn í janúarbyrjun. „Eg lít á þetta sem nýársgjöf til áhorfenda," sagði hún. Jack Lemmon með ógeð á ofbeldi Jack Lemmon, óumdeilanlega einn af gömlu risunum í leikara- stéttinni í Hollywood, segist líta með söknuði tU þeirra daga þegar kvikmyndirnar voru bara sögur af fólki. „Kvikmyndagerðin hefur breyst. Eitt af því sem setur svip sinn á kvikmyndir nú er ofgnótt kynlífs og ofbeldis, sérstaklega ofbeldisins, sprenginganna, bellibragðanna þeg- ar fólk er sprengt í tætlur. Ég tel að aUt of mikið sé um ofbeldið og per- sónulega finnst mér það viðbjóðs- legt. Ég mundi hafna slíkum hlutverkum. En það er sosum ekki mikið sóst eftir mér í þannig myndir. Ég sakna bara frásagna af fólki,“ segir Jack Lemmon, önnur aðal hetjan í væntanlegri gam- anmynd, Fúlli á móti, þar sem hann leikur á móti gömlum og góðum vini sínum, Walter Matthau. Jack segist þó merkja að bók- menntalegri handrit, ef svo má að orði komast, séu að sækja í sig veðrið. „Ég held að pendúllinn sé að sveifl- ast til baka,“ segir Lemmon, sem sjálfur útskrif- aðist frá hin- um virta Harvard- háskóla og er þekktur fyr- ir túlkun sína á flóknum persónum. Og aUtaf skal hann vera jafn stráks- legur og fyrir 40 árum þegar hann haslaði sér völl innan kvikmynd- anna. í byrjun þessa áratugar leit ekki út fyrir annað en að Jack Lemmon mundi aðeins leika pínulítil hlut- verk þar til hann settist alveg í helg- an stein. Það breyttist þó árið 1992 þegar Jack var 67 ára. Þá fékk hann stórt hlutverk í mynd Davids Mamets, Glengarry Glen Ross, og sýndi þar gömlu taktana sem hann er svo elskaður og dáður fyrir. - En Jack er ekki hættur að kiífa brattann, því hann hefur fallist á að vera með ' í Hamlet sem sá breski snillingur Kenneth Branagh ætlar að gera á næsta ári. Það verður í fyrsta sinn sem hann leikur Shakespeare. Þang- að til verðum við þó að láta okkur nægja að hlæja að honum í nýju myndinni um fúlu karlana eða bara í gömlu meistara- verkun- um. Jack Lemmon og Ann-Margret láta vel hvort að öðru, enda leika þau hér hjón í myndinni Fúlli á móti sem verður frumsýnd vestra á næstunni. Þar leikur Lemmon enn einu sinni á móti fornvininum Walter Matthau. sem fylgdi 25. nóvember og hringdu í s. 904-1750 og taktu þátt í jólaleiknum Jólaleikur^^* Skoðaðu Jólagjafahandbók YOKO YPR-200 FM stereo útvarpstæki með segul bandi, hvert að verðmæti kr. 3.9p0. jlfc -AFFINITY 930 GSM símar, hver að verðmæti kr. 54.890. Þetta eru öflugir símar með 60 númert símaskrá með nöfnum, 15 mismunandi hringingum, dagsetningu og klukku, 5 styrkstillingar o.fl. Og aðalvinningurinn sem dreginr verður út á Þorláksmessu: 486DX4/100 fullbúin margmiðlunar ilva með 8 MB vinnsluminni, 540 MB diski. Tölvunni fylgir PCI skjákort, 16 bita hljóðkort, innbyggt 4 hraða geisladrif CD ROM, tveir 40 vatta hátalarar, Samsung 17" Gli Sync Master S-VGS lágútgeislunar litaskjár 28800 bps modem, Internet- tenging í 1 mánuð, 2 raðtengi, 1 hliðtengi, 1 leikja- tengi, straumlínulaga mús, músarmotta og Windows 95. Nöfn vinningshafa verða birt daglega í DV til 23. desember. Jólaleikur Bónus Radíó - Hringdu í 904-1750 - Verð 39,90 mínútan Þegar kemur að auglýsingum er allt reynt og ólfklegustu staðir notaðir. Hér stendur Aki Alma, dansmey í spílavíti Stardust-hótelsins í Las Vegas, á væng þotu þar sem mynd af henni í fullum skrúða hefur verið máluð á sté- lið. Þotan er í eigu Western Pacific flugfélagsins en myndskreyting stélsins er sú nýjasta í röð augiýsinga utan á vélum félagsins. Símamynd Reuter Geena Davis gefur sjóræn- ingjakjólinn sinn Geena Davis, leikkonan leggja- langa, hefur fengið þá ósk sína um að leika í sjóræningjamynd uppfyllta. Hún lék undir stjórn eiginmannsins, finnska stjórans Rennys Harlins, í myndinni Cutt- hroat Island, eða Morðingjaeyju, og fór með hlutverk sjóræn- ingjastýru. Á þessari mynd eru þau Geena og Renny með kjól- 'inn hennar Geenu úr myndinni á milli sfn. Kjóiinn gáfu þau minja- safni Planet Hollywood veitinga- staðarins í Hollywood fyrr í vik- unni. Myndin sjálf verður frum- sýnd vestur í Bandaríkjunum í kvöld og veröur þá væntanlega mikið um dýrðir. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.