Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 19 Fréttir Geysilegt magn af þorski út af Vestfjörðum og Norðvesturlandi: Með friðun áfram gengur þorsk- urinn á rækjuna - auka á kvótann um 50-70 þúsund, segir Bjarni Bjarnason DV, Akureyri: „Þorskurinn er i miklu magni al- veg út á 300 faðma norður af Horni sem er mjög óvenjulegt og út af Vestfjörðum og Húnaflóa er mjög mikið um þorsk. Ég held það sé tími til kominn til að auka þorskkvótann í ljósi þessa og það ekki seinna en strax. Það er geysilega mikið af þorski og ef þessi friðun heldur áfram verður ein afleiðing þess sú að hann gengur á rækjuna og þá sjá allir hvemig fer fyrir henni. Það er auðvitað tóm vitleysaáð vera að ala upp mjög stóran þorskstofn og láta það bitna á öllu öðru,“ segir Bjami Bjarnason, skipstjóri á Súlunni frá Akureyri. Súlan hefur verið á rækjuveiðum undanfarna mánuði og Bjarni segir það ekki hafa farið fram hjá sér sem rætt hefur verið um undanfarna daga að geysilegt magn sé af þorski út af Vestur- og Norðvesturlandi. „Maður hefur líka aldrei heyrt um aðra eins veiðimennsku og hjá Sléttanesinu sem sagt var frá í DV þegar þeir eru að fá tonn á mínút- una sem togað er. En það er alltaf eins þegar fréttir koma að svona fiskgengd og veiði- skap þá eru viðbrögðin frá þessum háu herrum hjá Hafrannsóknastofn- un alltaf þau að draga úr, segja að þorskur hafl þétt sig áður á ísland- smiðum og fleira í þeim dúr. Þeir slá alltaf um sig vamarmúr en virð- ast aldrei geta glaðst yflr fréttum eins og þeim sem nú berast af mið- unum. Það á auðvitað að bæta 50-70 þús- und tonnum við þorskkvótann. En eina ferðina enn ætla þeir hjá Hafró að bíða með að skoða ástandið á miðunum þangað til þeim hentar. Og þá er ekki víst að þeir finni neinn þorsk, það er nefnilega ekki hægt að skoða þetta þegar fiskurinn finnst ekki og þorskurinn hagar sér ekkert eftir áformum fiskifræðing- anna um hugsanlegar rannsóknir," segir Bjarni. -gk Mæðrastyrksnefnd fékk í vikunni alls 300 kjötlæri að gjöf frá Ingvari Helgasyni hf. Lærunum var þegar úthlutað til skjólstæðinga nefndarinnar sem eru einkum efnalitlar einstæðar mæður. Á myndinni sjást þau Ingvar Helgason forstjóri og Sigrfður Guðmundsdóttir, eiginkona hans, afhenda Unni Jónsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar gjöfina. í dag klukkan 15 til 18 mun nefndin úthluta fötum til skjólstæðinga sinna í síðasta sinn fyrir þessi jól. Aukin ásókn hefur verið í aðstoð og margir nýir skjólstæðingar leitað á náðir nefndarinnar. En þó þörfin fyrir aðstoð hafi aukist hefur dreg- ið úr framlögum. „Engu að síður reynum við að aðstoða alla sem til okkar leita,“ segir Unnur. DV-mynd GS Friðrik Karlsson gítarleikari: Freista gæfunnar erlendis „Eg hef fengið svo mörg atvinnu- tilboð að ég er að hugsa um að freista gæfunnar og flytjast búferl- um til London á næsta ári,“ sagði Friðrik Karlsson, gítarleikari í Mezzoforte. Fyrr á þessu ári fékk Friðrik boð um að spila á gítar í kvikmyndinni Evitu þar sem Madonna og Antonio Banderas fóru með aðalhlutverkin. „Ég ætla að flytja til útlanda i eitt ár til að byrja með, en ef dæmið gengur upp og ég fæ nóg að gera get- ur verið að ég flytji alfarið utan,“ sagði Friðrik. -ÍS LEYNDARDOMURINN: Svert og teygjanlegt mittisband sem tryggir fullkomna setu buxnanna. Meðalþétt teygja sem gerir mittið granntog tígulegt. Stuðningur um magann gefur glæsileika. Sérstök teygjubönd sem lyfta rassinum,o.g gera hann fegurri. Mótandi teygja fyrir mjaðmirog læri. 40 Meðalþétt teygjubönd sem hindra fellingar. 40Breytiiegur þéttleiki veitir róandi nudd á fótleggjunum. SEM ft • Vfövvín " b&íll lllliP’' L ODpioneer The Art of Entertainment Þar sem gæðin skipta máli Aldrei meira úrval RAÐGREfÐSLUR V/SA —Ml , . , TIL 24 MÁNAO/X Euro raðgreiðslur til allt að 36 mán. VERSLUNIN MBÆRf Skeifunni 7 - Sími 533 2500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.