Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
Fréttir_____________________. ____________________
Ólgan innan Langholtssóknar breiðist út:
Deilan hefur áhrif á samskipti
æðstu embættismanna kirkjunnar
- efasemdir um hæfni biskups í málinu
Mikið hefur undanfarið verið
rætt og ritað um trúmál, kirkjunnar
menn, sóknarnefndir og annað er
viðkemur trúnni sem þorri þjóðar-
innar játar. Það ætti auðvitað að
vera fagnaðarefni ef umræðan væri
ekki öll á neikvæðum nótum.
I þessari umræðu um kirkjunnar
mál ber hæst áralangar deilur í
Langholtskirkju þar sem að vísu
virðist ekkert saknæmt hægt að
finna, hvorki hjá prestinum, séra
Flóka Kristinssyni, eða kórstjóran-
um og organistanum, Jóni Stefáns-
syni. Þeir virðast einfaldlega ekki
geta unnið saman. Organistinn er í
fríi og segist ekki treysta sér til að
vinna með prestinum.
Biskup hefur leitað til Þorsteins
Pálssonar dóms- og kirkjumálaráð-
herra vegna málsins og leitar nú að
manni utan kirkjunnar, sem er vel
að sér í stjómsýslu og þekkir vel
hefðir um kirkjulega þjónustu, til
að benda á leiðir til lausnar.
Þola ekki hvor annan
Séra Flóki er sagður greindur
maður, góður ræðusmiður, tónviss
og messugjörð hans_öll í góðu lagi.
Eitthvað er hann þó sagður eiga
erfitt með mannleg samskipti. Jón
Stefánsson hefur um árabil stjórnað
umfangsmiklu og heilladrjúgu tón-
listarstarfi í kirkjunni. Séra Flóki
hefur fundið að því að veraldleg tón-
list hafl skipað of háan sess þar. Jón
er búinn að vera mun lengur við
kirkjuna en séra Flóki og virðist
hvorugur tilbúinn að láta sig fyrir
hinum og einfaldlega ekki þola hvor
annan.
Allt hefur þetta haft þau áhrif að
kirkjusókn hefur stórlega minnkað
í kirkjunni og í messunum um jól
og áramót komu ekki nema 2-300
manns í messu þegar kirkjusókn er
víðast það mikil að ekki fá allir
sæti.
Þetta er ekki eina dæmið um mis-
klíð manna þegar kemur að málefn-
um kirkjunnar. Þar er af nógu að
taka. Ekki er langt síðan allt ætlaði
um koll að keyra á Seltjarnarnesi
þegar upp komst um hjúskapar-
vandræði sóknarprestsins og hann
fór í tímabundið leyfi meðan reynt
var að greiða úr málum.
Bróðurkærleikur og fyrir-
gefning
Nú er ólga vegna vals á presti að
Staðastað á Snæfellsnesi og eru ekki
allir sammála um hver sé þar verð-
ugastur. Séra Jón Ragnarsson var
kallaður til Hveragerðis á síðasta
ári. Þá varð mikið fjaðrafok hjá
söfnuðinum.
Einnig var síðastliðið vor mikil
óánægja í Möðruvallasókn þegar
hluti safnaðarins taldi sig ekki geta
unað framkomu sóknarprests síns,
séra Torfa Hjaltalíns Stefánssonar.
Þá er ekki heldur langt síðan erf-
iðleikar voru milli prests og safnað-
Frétfaljós
Þuríður Kristjánsdóttir
ar í Keflavík og svo mætti áfram
telja.
Ætla mætti að auðveldara væri
að setja niður deilur innan kirkj-
unnar en annars staðar þar sem
kirkjan hefur á sínum snærum
þrautþjálfað og hámenntað fólk í
þvi einmitt að sætta menn. Prestum
verður gjarnan tíðrætt um bróður-
kærleika og fyrirgefningu og brýna
fyrir sóknarbörnum sínum úr
predikunarstólnum að ástunda
þessar dyggðir en eitthvað virðist
fyrirgefningin og bróðurkærleikur-
inn eiga erfitt uppdráttar hjá þeim
sjálfum þegar til kastanna kemur.
Biskup gagnrýndur
Öll þessi umræða hefur verið fyr-
irferðarmikil í fjölmiðlum og látið
hefur verið að því liggja að bisk-
upinn, herra Ólafur Skúlason, sé
ekki vandanum vaxinn.
Geir Waage, formaður Prestafé-
lags íslands, og Sigurður Sigurðar-
son, vigslubiskup í Skálholti, hafa
gagnrýnt biskup fyrir að leita til
ráðherra vegna deilunnar í Lang-
holtskirkju í stað þess að leysa hana
sjálfur en það sé hans hlutverk. Þeir
segja báðir að þar sem séra Flóki
hafi ekkert brotið af sér og organist-
inn sé farinn sé málið í raun búið
og beri að fá nýjan organista.
Séra Flóki Kristinsson segir að
andlegt kennivald biskups sé í réttu
hlutfalli við andlegan styrk hans.
Hann er sammála Geir Waage og
Sigurði Sigurðarsyni um að ekki
hafi verið rétt af biskupi að fara
með málið til ráðherra. Ekki verður
annað séð en þeir efist um hæfni
biskups til að leysa mál af þessum
toga. .
Þreyttur á hvernig hann læt-
ur alltaf
Herra Ólafur Skúlason biskup ber
sig vel í fjölmiðlum og er ekki ann-
að á honum að heyra en hann telji
sig réttan mann á réttum stað. Hann
segist vera orðinn þreyttur á hvern-
ig formaður Prestafélags Islands
lætur alltaf og er þar að vísa til
gagnrýni hans á sig vegna meðferð-
ar Langholtskirkjudeilunnar. Deil-
an í Langholtssókn sé hins vegar
komin á það stig að réttast sé að
ráðherra fylgist með. Sjálfsagt sé að
ræða við hann um málið, til þess sé
hann. Tveir prófastar hafi án árang-
urs unnið í málinu, engin bein sök
sé hjá deiluaðilum og þess vegna sé
nú leitað að manni utan kirkjunnar
tO að benda á lausnir.
Allt virðist stefna í deOu miUi for-
manns Prestafélags Islands og bisk-
ups þar sem kveðjurnar sem þeir
senda hvor öðrum í fjölmiðlum eru
kaldar, svo ekki sé meira sagt.
Aðspurður segir Sigurður Sigurð-
arson víglubiskup að ólgan innan
kirkjunnar nú sé ekki meiri en hún
hefur verið. Hún sé hins vegar
meiri á yfirborðinu og þar eigi fjöl-
miðlar drjúgan þátt.
Sundurorða í skrúðhúsinu
„Fyrir jólin varð prestinum og
organistanum I Langholtskirkju
sundurorða I skrúðhúsinu og hvor-
ugur var vaknaður daginn eftir þeg-
ar þetta var komið í útvarpinu. Sá
sem fer með svona lagað í fjölmiðla
ætti að gefa sig fram,“ segir Sigurð-
ur Sigurðarson.
Svo virðist sem reglur þær sem
gOda um val á prestum séu til þess
faOnar að vekja upp deilur. Sóknar-
nefndir velja prest og ef söfnuður-
inn unir því ekki verða 25% hans að
mótmæla valinu. Þá fer fram kosn-
ing og eins og alkunna er myndast
þá oft sár sem seint gróa þegar söfn-
uðurinn skiptist í fylkingar um
frambjóðendur. Margir eru óánægð-
ir með þetta fyrirkomulag. Vígslu-
biskupinn í Skálholti telur betra að
sleppa kosningum og í stað þeirra
veita prestsembættin.
Það er álit presta og annarra að
kirkjusókn hafi farið vaxandi í
landinu á síöustu árum. Kannski
eru þessar ýfingar innan kirkjunn-
ar merki um að trúarlíf í landinu sé
að vakna eftir fremur daufa tima.
Að minnsta kosti virðist ekki skorta
áhugann á því sem er að gerast inn-
an íslensku þjóðkirkjunnar.
Dagfari__________________________
Opal skapar atvinnu
Samkvæmt nýjustu fréttum hef-
ur Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna
keypt rekstur sælgætisverksmiðj-
unnar Opal hf. og endurselt síðan
fyrirtækið til Nóa Siríusar hf. með
því skilyrði að Nói Síríus flytji
starfsemina til Akureyrar. Með
þessu hefur SH skapað tuttugu ný
störf fyrir norðan. Þetta mun gert
samkvæmt þeim samningum sem
gerðir voru í fyrra þegar Útgerðar-
félag Akureyrar tók þá ákvörðun
að halda viðskiptum sínum við SH
í stað þess að flytja útflutninginn
yfir tO íslenskra sjávarafurða.
I umsögnum forsvarsmanna SH,
Akureyrar og Nóa Siríusar mun
þessi hrókering hjá SH efla mjög
atvinnulífið fyrir norðan. Það ger-
ist með þeim hætti að starfsmönn-
um Opaí, þrjátíu að tölu, verður
sagt upp og flestir þeirra endur-
ráðnir til starfa fyrir verksmiöjuna
fyrir norðan. Þannig flytjast mörg
störf tO Akureyrar um leið og fólk-
ið flytur sig norður yfir heiðar. Nú
kann einhver á Akureyri að segja
að þessi atvinnuaukning sé lítOs
virði fyrir norðanmenn þegar
sunnanmenn ráða sig aftur hjá
Opal.
En þá er á það að benda að Sölu-
miðstöðin samdi aldrei um það að
atvinnutækifærin sem þeir lofuðu
að skapa á Akureyri yrðu ein-
göngu fyrir noröanmenn. Langt
því frá. Aðalatriðið var að skapa
störf og SH hefur efnt það loforð
með því að kaupa Opal, sem Nói og
Siríus keypti af SH, sem keypti af
Opal!
Þessi aðferð er auðvitað guUs í
gildi í öllu atvinnuleysinu. Sölu-
miðstöðin á að snúa sér í auknum
mæli að kaupum og sölu á fyrir-
tækjum og flytja þau um set og
segja upp fólki og ráða fólk og jafn-
vel þótt það sé sama fólkið gerir
það ekkert til því með fólkinu
koma störf og með störfunum kem-
ur fólk og þannig vex bæði fólks-
fjölgunin og atvinnulífið í sam-
ræmi við fyrirtækin sem ílutt eru á
mOli staða. Þetta snjaOræði hjá SH
undirstrikar þá reynslu og þekk-
ingu sem þeir hjá Sölumiðstöðinni
hafa af fyrirtækjarekstri almennt
og þeir eru ekki síður að sér í sæl-
gætisgerð heldur en fiskútflutningi
enda skyldar atvinnugreinar að
þvi leyti að báðar atvinnugreinar
skapa störf.
Aðalatriðið er að skapa störf en
ekki hitt hvernig störfin veröa tO,
né heldur hverjir sinna þeim og í
raun og veru er það bara betra ef
það er sama fólkið sem sinnir þess-
um störfum áfram þótt fyrirtækin
flytji sig um set.
Atvinnulífið á Akureyri hefur
tekið kipp við þetta framtak SH og
enda þótt Akureyringar séu áfram
atvinnulausir upp tO hópa kemur
nú í bæinn annað fólk sem hefur
atvinnu og störfum fjölgar að mun
og þannig ber minna á þeim sem
ekki hafa atvinnu og atvinnuleysis-
skráningartalan lækkar við þessa
fólksfjölgun sem nú á sér staö fyrir
norðan í kjölfarið á komu Opal
sælgætisgerðarinnar. Norðanmenn
eiga ekki að vera súrir yfir því þótt
einhverjir sunnanmenn flytji með
Opal. Þeir eiga þvert á móti að
vera þakklátir SH fyrir að kaupa
og selja Opal tO að efna loforðið
sem þeir gáfu um fleiri störf.
Það er ekki á hverjum degi sem
eitt fyrirtæki kaupir annað fyrir-
tæki til að selja því þriðja, bara tO
þess eins að fólkið sem starfar hjá
fyrirtækinu, sem er keypt og selt,
taki sig upp með fyrirtækinu til að
geta haldið vinnunni. Það er lika
atvinnuskapandi að láta fólk halda
vinnunni. Og með því að segja upp
nógu mörgu fólki og ráða aftur er
atvinnulífið í örum vexti eins og
Akureyringar munu reyna þegar
sælgætisgerðin er flutt. Atvinna er
atvinna hver svo sem á í hlut og
hver svo sem sinnir henni. Það er
sannarlega fagnaðarefni þegar Op-
al flytur og starfsfólkið flytur og
störfunum fjölgar fyrir norðan.
Hafi SH þökk fyrir að efna loforð
sín. Nú ef Reykvíkingar kvarta má
alltaf kaupa fyrirtækið aftur til að
selja það suður!
Dagfari