Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Page 7
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
7
Fréttir
Stjórnarmenn Fiskiðjusamlags Húsavíkur:
Aðalfundur hækkaði laun stjórnar-
manna um hundruð prósenta
- siðlaust, segir formaður Verkalýðsfélagsins
DV, Akureyri:
„Mér finnst þetta siðlaust, þótt
auðvitað eigi að greiða stjórnendum
fyrirtækisins góð laun fyrir ábyrgð-
arstörf," segir Aöalsteinn Baldurs-
son, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, um þá ákvörðun að
hækka laun stjórnarmanna fyrir-
tækisins verulega, eða um nokkur
hundruð prósent.
Ákvörðunin um launahækkun til
stjórnarmanna og stjórnarformanns
var tekin á aðalfundi fyrirtækisins
nýlega. Laun stjórnarmanna, sem
verið hafa 45 þúsund krónur á ári,
hækka í 150 þúsund, eða um 233%,
en laun stjórnarformanns, sem ver-
iö hafa 55 þúsund krónur, hækka í
300 þúsund krónur, eða um 445%.
„Þetta er alveg út úr kortinu, á
sama tíma og laun fiskverkafólksins
eru ekki mannsæmandi. Viðbrögðin
eru mikil og lýsa mikilli óánægju,
enda er launafólk að fá um 5%
hækkun á sama tíma og þetta á sér
stað,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Aðalfundur Fiskvinnsludeildar
Verkalýðsfélagsins átaldi þessa
ákvörðun harðlega í ályktun þar
sem sagði m.a.: „Fundurinn efast
ekki um ábyrgð stjórnar og telur að
laun hennar eigi að vera í samræmi
við það. Ábyrgð annarra starfs-
manna er sömuleiðis mikil, þrátt
fyrir það búa þeir við launakjör sem
varla teljast mannsæmandi. Auk
þess hafa þeir ekki aðstöðu til að
skammta sér laun sjálfir." Þá beindi
fundurinn þeim tilmælum til stjórn-
ar Verkalýðsfélagsins að þess verði
krafist að starfsmenn fyrirtækisins
fái sambærilegar hækkanir og
stjóm fyrirtækisins telur sér hæfa.
„Það var verið að reyna að laga
laun stjórnar fyrirtækisins að því
sem er í sambærilegum fyrirtækj-
um, laun stjórnarmanna fara
þannig í 150 þúsund krónur á ári en
eru t.d. 210 þúsund hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa, svipuð hjá Þor-
móði ramma en miklu hærri t.d. hjá
Granda," segir Einar Njálsson, for-
maður stjórnar Fiskiðjusamlagsins.
Einar segir að hægt sé að reikna
dæmið eins og gert hafi verið og fá
þannig út háa prósentuhækkun.
Það hafi hins vegar einungis verið
aflað upplýsinga um greiðslur hjá
öðrum svipuðum fyrirtækjum og
laun stjórnarmanna FH löguð að
þeim þótt launin hafi ekki verið
hækkuð eins mikið og þurft hefði til
að ná þeim launum sem greidd eru
annars staðar. -gk
Feðgin saman
á dvalarheimili
DV, Hvolsvelli:
Ágústa Jónsdóttir, sem er 94 ára
Og bjó í Miðkoti í Vestur-Landeyj-
um, eyðir ævikvöldinu með syni
sínum, Tómasi KristinSsyni, sem er
71 árs, á Dvalarheimilinu Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli og mun slíkt vera
mjög fátítt ef ekki einsdæmi hér á
landi.
Eiginmaður Agústu var Kristinn
Þorsteinsson frá Árgilsstöðum á
Hvolsvelli. Þau eignuðust sjö börn
og sex komust til fullorðinsára.
Tómas er þeirra elstur og það er
eins og aldursmunur minnki' með
árunum því elsti sonur hennar er
nú fluttur til hennar. Þau hafa
margt að rifja upp og eldast saman
án þess að taka eftir því.
Síritar í 1%
vinnuvéla
DV-mynd JBen
Þrátt fyrir aö reglur um að síritar
skuli vera í vinnuvélum hafi tekið
gildi 15. nóvember sl. er, að sögn
Kristínar Sigurðardóttur, fram-
kvæmdastjóra Félags vinnuvélaeig-
enda, aðeins eitt prósent þeirra sem
eiga að vera með þá. Ástæða þess er
að fá verkstæði hafa leyfi til að setja
þá í bílana, þeir eru dýrir, kosta
70-90 þúsund komnir í, og svo eru
menn að halda að sér höndum í
þeirri von að reglunum verði breytt.
Kristin sagðist vera hrædd um að
reyndin yrði sú að þetta kæmi með
tímanum.
Ekki hefur enn sem komið er ver-
ið tekið hart á að síritarnir séu ekki
í bílum en Kristín sagði að þeir sem
færu með bíla sína í skoðun yrðu að
sýna fram á að þeir heföu pantað
tíma fyrir ísetningu.
-ÞK
REYKJAVIK OG NAGRENNI
áerindi við þig
milljóniróskiptar
a einn mi
ur mi
i. ianuar
ar
vinna
Aðalumboð
Suðurgötu 10,
sími 552-3130
Verslunin
Grettisgötu 26
sími551-3665
Blómabúðin Iðna Lísa
Hverafold 1-3,
Grafarvogi,
sími 567-6320
Breiðholtskjör
Arnarbakka 4-6,
sími 557-4700
Griffill sf.
Síðumúla 35,
sími 533-1010
Bókabúð Árbœjar
sími 587-3355
Bókabúð Fossvogs
Grímsbæ,
sími 568-6145
Happahúsið
Kringlunni,
sími 568-9780
Verslunin
Straumnes
Vesturbergi 76,
sími 557-2800
Neskjör
Ægissíðu 123,
sími 551-9292
Úlfarsfell
Hagamel 67,
sími 552-4960
Verslunin Snotra
Alfheimum 4
sími 553-5920
Teigakjör
Laugateigi 24,
sími 553-9840
Kópavogur:
Borgarbúðin,
Hófgerði 30, sími 554-2630
Videómarkaðurinn,
Hamraborg-20A, sími 554-6777
Garðabœr:
Bókabúðin Gríma,
Garðatorgi 3, sími 565-6020
SÍBS-deildin, Vífilsstöðum,
sími 560-2800
Hafnarfjörður:
Bókabúð Olivers Steins,
Vilborg Sigurjónsdóttir,
sími 555-0045
Mosfellsbœr:
Bókabúðin Ásfell,
Háholti 14, sími 566-6620
SÍBS-deiIdin, Reykjalundi,
sími 566-6200
Einstakir aukavinningar:
Handrit íslenskra rithöfunda
Hœstu vinningarnir ganga örugglega út - oft upphœkkaðir
Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti
HAPPDRÆTTI K
V,SA Óbreytt miðaverð: 600 kr.
...fyrir lífið sjálft