Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
4
FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1996
27
íþróttir
íþróttir
Borðtennis:
Guðmundur og
Lilja sigruðu
Guömundur Stephensen sigr-
aði Kristján Jónasson, 2-0, í úr-
slitaleik í meistaraflokki karla á
LA Café-mótinu í borðtennis sem
fram fór í TBR-húsinu á laug-
ardaginn. Lilja Rós Jóhannes-
dóttir sigraöi Evu Jósteinsdótt-
ur, 2-1, í úrslitaleik í meistara-
flokki kvenna.
Bergur Konráðsson sigraði í
I. flokki karla, Kjartan Baldurs-
son í 2. flokki og Pétur Ó. Steph-
ensen í eldri flokki karla. Allir
þessir keppendur eru úr Víkingi.
Enska knattspyrnan:
Stoke varð
fyrir áfalli
Stoke City, lið Lárusar Orra
Sigurðssonar, vai'ð fyrir miklu
áfalli í gær. I ljós kom að aðal-
markaskorari liðsins, Kanada-
maðurinn Paul Peschisolido, er
meiddur á ökkla og verður frá
keppni í að minnsta kosti einn
mánuð. -DÓ
Vinny fékk 4
leiki í bann
Vinny Jones, fyrirliði Wimble-
don, var í gær dæmdur í fjögurra
leikja bann ensku knattspyrn-
unni. Vinny'var rekinn af velli í
II. skipti á ferlinum um jólin
fyrir að skella Ruud Gullit hjá
Chelsea hressilega. Að auki
gagnrýndi hann útlendinga í
deildinni fyrir leikaraskap og
fékk þyngri refsingu fyrir það.
Frjálsar íþróttir:
Ragnheiður og
Kristján þjálfa
Frjálsíþróttasamband íslands
hefur ákveðið að skipta starfi
landsliðsþjálfara i þrennt. Það er
ólympíuhópur FRI og ólympíu-
leikarnir í Atlanta, A-landslið
íslands og svo unglingahópar
FRÍ 2000 og Sydneyhópur FRÍ
2000. FRÍ hefur ráðiö Ragnheiði
Ólafsdóttur sem verkefnisstjóra
vegna unglingahópa og Sydney-
hóps og Kristján Harðarson hef-
ur verið ráðinn verkefnisstjóri
vegna verkefna landsliðsins á
árinu, en þau eru EM innnhúss
og Evrópubikarkeppni félagsliða.
Ólympíuleikarnir:
Aldrei fleiri
þjóðir með
Ailar þjóðir innan raða AI-
þjóða ólympíusambandsins hafa
tilkynnt þátttöku í ólympíu-
leikunum í Atlanta sem fram
fara í sumar. Síðasta þjóðin til
að tilkynna þátttöku var Norður-
Kórea og þar með veröa
keppendur frá 197 sem taka þátt
í ólympíuleikunum og er það
metþátttaka.
Jafntefli í
Skotlandi
Rangers og Celtic gerðu
markalaust jafntefli í skosku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í
gær. Þar með heldur Rangers
átta stiga forskoti á Celtic en
hefur leikið tveimur leikjum
fleira.Þrátt fyrir markaleysið var
leikurinn fjörugur og átti bæði
lið góð færi.
I kvöld
DHL-deildin í körfubolta
ÍA-Þór, Ak..............20.00
Grindavík-Valur.........20.00
Keflavík-Breiðablik.....20.00
KR-Skallagrímur.........20.00
Haukar-Tindastóll.......20.00
Forkeppni að HM ’97 í Japan:
Alvöruleikir
hér á landi
næsta haust
Eftir uppákomu þá í gær, þar sem
í ljós kemur að aðeins fimm efstu
þjóðirnar frá Evrópumótinu á Spáni
tryggi sér þátttökurétt í heimsmeist-
arakeppninni í Japan, gefur það ís-
lenska landsliðinu í handknattleik
næg verkefni á þessu ári. Hand-
knattleikssamband Evrópu (EHF)
gaf HSÍ í gær þær upplýsingar að
þetta væri niðurstaðan, aðeins fimm
efstu þjóðimar frá Spáni fari beint
til Japans. Aðrar Evrópuþjóðir fara
í forkeppni I haust. Þetta mun EHF
staðfesta í dag í símbréfi til HSÍ.
Strax daginn eftir og Evrópumót-
inu lýkur á Spáni 2. júní veröur
dregið í sex riðla og verða í hverjum
þeirra fiórar þjóðir. Þessi keppni
hefst í byrjun október og verður
leikið með sama sniði og í riðla-
keppni Evrópumóts landsliða, leikir
heima og að heiman og á forkeppn-
inni að ljúka fyrstu vikuna í desem-
ber. Allt eins er búist við að þátttak-
an verði meiri en 24 þjóðir og ef það
kemur á daginn er ekki vitað hvern-
ig EHF bregst við þvi. Eftir þvi sem
DV komst næst í gærkvöldi gæti
þátttökufiöldi farið upp í 35 þjóðir,
þá yrði jafnvel liðum fiölgað í riðl-
unum.
Efstu þjóðirnar i riðlunum fiórum
þegar upp verður staðið í desember
tryggja sér sæti í heimsmeistara-
keppninni í Japan en hinar sitja eft-
ir. Niðurstaðan er því sú að níu Evr-
ópuþjóðir verða á HM í Japan, fimm
frá EM á Spáni og fiórar frá for-
keppninni sem hefst í október.
Með þessu fyrirkomulagi hefur
landsliöið í næg hom að líta á þessu
ári. Liðið tekur þátt í Lottó-mótinu í
Noregi í lok janúar og verða þar
leiknir fiórir leikir við Norðmenn,
Dani, Rúmena og Júgóslava. Til
stendur einnig að þiggja boð móts-
haldara fyrir HM ’97 í Japan en þeir
hafa boðið til 7-8 landa móts í vor.
-JKS
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Chicago enn osigrað heima
Michael Jordan átti mjög góðan
leik er Chicago Bulls tók Houston
Rockets í bakaríið i nótt í NBA-deild-
inni. Lið Chicago virðist ósigrandi
um þessar mundir og hefur ekki enn
tapað leik á heimavelli á leiktíðinni.
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt:
Boston-Portland 110-114 (frl.)
Orlando-Toronto • 121-110
Chicago-Houston 100-86
Milwaukee-Detroit 96-82
SA Spurs-Utah Jazz 111-97
LA Clippers-Indiana 94-110
Golden State-76ers 122-111
• Toni Kukoc skoraði 19 stig fyrir •
Chicago og Scottie Pippen 16. Hakeem
Olajuwon skoraði 23 stig fyrir Hous-
ton, Mario Elie 15 og Sam Cassell 14.
„Þetta var versti leikur okkar á tíma-
bilinu. Við lékum sem einstaklingar
en ekki sem lið og þegar við leikum
ekki sem liðsheild erum við bara
meðalmenn,“ sagði Hakeem Ola-
juwon eftir leikinn.
•Orlando er annað lið í deildinni
sem kannast ekki við ósigur á leiktíð-
inni á heimavelli. Anfernee Hardaway
og Shaquille O’Neal fara á kostum
þessa dagana og Orlando er til stórra
hluta líklegt er vorar. Hardaway skor-
aði 34 stig og Shaq var með 26, Dennis
Scott 18 og Nick Anderson 17. Alvin
Robertson skoraði 27 stig fyrir Tor-
onto. Nýliðinn Damon Stoudamire
skoraði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar.
• Illa gengur hjá Boston eins og
áður og Rod Strickland skoraði 27 stig
í framlengda leiknum i nótt. Arvydas
Sabonis var með 24 stig og Clifford
Robinson 23. Dino Radja skoraði 24
stig fyrir Boston og þeir Dana Barros
og Rick Fox 22 hvor.
• David Robinson skoraði 31 stig í
nótt fyrir Spurs gegn Utah og Vinny
Del Negro var með 28. Skammt undan
kom Sean Elliott með 24 stig. Að auki
hélt hann Karli Malone í 14 stigum
sem teljast verður til mikilla afreka.
Sannaðist nú enn einu sinni að leiki
Malone illa tapar Utah Jazz. Chris
Morris skoraði 22 stig fyrir Utah og
John Stockton 21.
• Glenn Robinson skoraði 19 stig
fyrir Milwaukee, Vin Baker 18 og
Benoit Benjamin 16. Alan Houston
skoraði 17 stig fyrir Detroit.
• Rony Seikaly skoraði 21 stig og
Joe Smith og Latrell Sprewell 19 hvor
er Golden State vann 76ers. Trevor
Ruffin skoraði 27 stig fyrir 76ers.
• Rik Smits skoraði 25 stig og Ricky
Pierce 19 fyrir Indiana gegn Clippers
þar sem Loy Vaught var stigahæstur
með 25 stig. -SK
íþróttamaður ársins:
Hver hreppir
titilinn eftir-
sótta í kvöld?
Útnefning á íþróttamanni ársins Birkir Kristinsson .knattspyma
1995 fer fram í kvöld og verður Eydis Konráðsdóttir..sund
kjörinu lýst í hófi sem verður haldið Geir Sveinsson.handknattleikur
á Hótel Loftleiðum. Það eru Samtök Jón Amar Magnússon . frjálsar íþróttir
íþróttafréttamanna sem standa að Kristinn Bjömsson ..skíði
kjörinu en þau hafa gert það allar Magnús Scheving.þolfimi
götur síðan 1956. Þetta er því í 40. Patrekur Jóhannesson handknattleikur
skipti sem kjörið fer fram. Sigurður Jónsson...knattspyrna
Nöfn tíu efstu íþróttamanna hafa Teitur Örlygsson .... körfuknattleikur
verið birt og til upprifiunar er það Athöfnin hefst klukkan 20.30 og
þessir, í stafrófsröð. verður hún sýnd í beinni útsend-
Arnar Gunnlaugsson .... knattspyma ingu í Ríkissjónvarpinu.
Grófur leikur
í Eyjum
- þegar ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu
dv e um- prýddu liði gestanna. Vörn ÍBV var
—’ yium:-------------------- hins vegar í molum en frábær mark-
Afturelding mátti svq sannarlega varsla Sigmars Þrastar hélt ÍBV á
hafa fyrir hlutunum þegar Eyja- floti. Dagskipun Aftureldingar var
menn voru lagðir í Eyjum, 23-20, í greinilega að þjarma vel að óreyndu
einhverjum grófasta og ljótasta Eyjaliði og mátti Bergsveinn mark-
handboltaleik sem sést hefur í Eyj- vörður hrósa happi að fá ekki rauða
um í seinni tíð. Dómararnir misstu spjaldið þegar hann hljóp út á móti
leikinn strax úr höndunum og tíðir og keyrði niður Ingólf, hornamann
brottrekstrar liðanna segja aðeins ÍBV.
litla sögu um ástandið inni á vellin- í seinni hálfleik var þrek ÍBV á
um. En það var Einar Þorvarðarson enda og Afturelding átti ekki í telj-
sem hrósaði sigri í uppgjöri fyrrver- andi vandræðum með að innbyrða
andi landsliðsþjálfaranna sem sigurinn í lokin en þá hrökk Berg-
þarna mættust í fyrsta sinn með fé- sveinn í gang og varði mjög vel. ÍBV
lagslið sín. gerði einfaldlega of mörg sóknarmi-
ÍBV var hálfvængbrotið enda án stök í leiknum og var grimmilega
Rússans Dudkins sem verður frá refsað með hraðaupphlaupum.
samkvæmt læknisráði allan janúar. Bjarki Sigurðsson var langbestur
Hefur Zoltan Belánýi verið kallaður í liði Aftureldingar og Róbert átti
frá Ungverjalandi til að fyfla skarð- góða spretti. Hjá ÍBV var Sigmar
ið en hann er enn að jafha sig eftir Þröstur besti maðúr og Amar lék
slæm meiðsli. En táningarnir í lengst af frábærlega en klúðraði
hreinræktuðu Eyjaliðinu spiluðu leiknum af hálfu ÍBV i lokin.
fyrri hálfleikinn af miklum eldmóði -ÞoGu
og stóðu uppi í hárinu á stjömu
Jón Arnar tekur við DV-verðlaununum
Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi tók í gær við verðlaunum sínum sem íþróttamaður ársins 1995 hjá DV. Eins og fram kom í blaðinu á þriðjudag hlaut Jón
Arnar fiest atkvæði í kjöri lesenda DV og hann fékk að launum íslandssögu a-ö eftir Einar Laxness, sem gefin er út af Vöku-Helgafelli. Hulda Ingibjörg Skúladóttir,
eiginkona Jóns, og mánaðargamall og nýskírður sonur þeirra, Krister Blær, komu með honum á ritstjórn DV . DV-mynd Brynjar Gauti
ÍBV-Afturelding
(13-12) 20-23
1-1, 4-2, 10-10 (13-12), 14-12,15-17,
16-20, 18-21, 19-21, 19-23, 20-23.
Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 9/4,
Gunnar B. Viktorsson 5, Haraldur
Hannesson 3, Svavar Vignisson 2,
Davíð Hallgrímsson 1.
Varin skot: Sigmar 19/2.
Mörk Aftureldingar: Bjarki
Sigurðsson 5/1, Ingimundur Helgason
5/5, Alexei Trufan 3, Páll Þórólfsson
2, Róbert Sighvatsson 2, Þorkell
Guðbrandsson 2, Gunnar Andrésson
2, Jóhann Samúlesson 1, Bergsveinn
Bergsveinsson 1.
Varin skot: Bergsveinn 13.
Brottvisanir: ÍBV 6 mín., UMFA
12.
Dómarar: Sigfús og Gunnlaugur,
slökustu menn vallarins.
Áhorfendur: 325
Maður leiksins: Sigmar Þröstur.
Staðan
Valur 11
KA 10
Haukar 11
Stjarnan 11
FH 11
Aftureld. 11
Grótta 11
Selfoss 11
1 272-241 19
1 285-255 18
2 290-254 17
3 289-261 15
4 284-269 11
5 268-266 11
5 262-265 10
7 250-291 8
ÍBV 10 3 1 6 237-249 7
ÍR 11 3 1 7 235-262 7
Víkingur 11 3 0 8 248-257 6
KR 11 0 1 10 249-319 1
• Næstu leikir þann 14. janúar:
Valur-Stjarnan, Afturelding-
KA, Víkingur-Haukar, FH-KR,
Selfoss-Grótta, ÍR-ÍBV.
Allir leikirnir hefiast kl. 20.
Þjóðverjar vissu
þessa samþykkt
Nokkrar þjóðir, sem kepptu á heims-
meistaramótinu í handknattleik á ís-
landi, var fullljóst eftir hana að haldin
yrði sérstök forkeppni að heimsmeistara-
mótinu í Japan 1997. Þær töldu að þegar
hefði verið samþykkt að aðeins fimm
efstu þjóðirnar frá Evrópumótinu á
Spáni myndi fara beint á HM ’97 í Japan.
Svo virðist sem skilningur á þessari sam-
þykkt frá EM-þinginu í Frakklandi 1994
hafi ekki verið víðtækur, þar á meðal ís-
lendinga. Uppákomur innan handboltans
hafa oft verið kátlegar en þessi slær lík-
lega allt út.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Framkvæmdastjóri Örebro:
„Vonandi orö-
ið klárt með
skiptin"
Sigurður og ÍA semja í kvöld
Nú þykir fullvíst að Sigurður gangi ■
raðir sænska liðsins Örebro.
Skagamaðurinn Sigurður Jóns-
son og forráðamenn sænska úrvals-
deildarliðsins Örebro ræddu saman
í gær um væntanleg félagaskipti
hans frá ÍA til Örebro en eins og
kunnugt er hafa Sigurður og knatt-
spymudeild ÍA ekki komist að sam-
komulagi hvemig staðið verði að
málum um félagaskiptin.
„Sigurður tjáði okkur að hann
myndi ganga frá samningi við ÍA
annað kvöld (í kvöld) og því er það
vonandi orðið klárt að hann gangi í
raðir Örebro. Það ríkir mikil
ánægja með þessa niðurstöðu í
stjórninni. Við höfum þurft að bíða
lengi með þetta mál og vorum orðn-
ir ansi óþolinmóðir,” sagði Kenneth
Karlsson, framkvæmdastjóri
Örebro, við DV í gærkvöldi.
Þrátt fyrir ítrekar tilraunir blaðs-
ins tókst ekki að hafa upp á Sigurði
til að ræða þetta mál í gærkvöldi.
-GH/EH-Sviþjóð
Möguleiki á þátttöku á HM í Japan:
„Þetta gefur
okkurný
sóknarfæri"
- segir Örn Magnússon hjá HSÍ
Segja má með sanni að forsvars-
menn Handknattleikssambands ís-
lands hafi rekið upp stór augu síð-
degis í gær þegar í ljós kom að
möguleikar íslenska landsliðsins
um að tryggja sér þátttökurétt í
næstu heimsmeistarakeppni í Japan
1997 eru enn fyrir hendi. Þennan
möguleika töldu menn endanlega
úti eftir riðlakeppni Evrópumótsins
nú í nóvember þar sem íslendingar
lentu í þriðja sæti í sínum riðli.
Ljóst var þá að ísland yrði ekki með
á stórmótum fyrr en eftir HM í Jap-
an 1997.
Þessi sýn snerist alveg við í gær
þegar í ljós kom að aðeins fimm
efstu þjóðimar frá Evrópumótinu á
Spáni í maí tryggja sér þátttökurétt
á HM í Japan. Aðrar þjóðir í Evrópu
taka síöan þátt í forkeppni sem hefst
í október með sex fiögurra þjóða
riðlum. Nánar er fiallað um þessa
keppni annars staðar í opnunni.
„Upplýsingaflæðið
hefur kannski brugðist"
„Á Evrópusambandsþinginu sem
fram fór í Frakklandi 1994 var þetta
mál rætt og sátu þingið fimm full-
trúar frá HSÍ. Þar var málinu, það
er að segja þessari staðreynd sem
við stöndum frammi fyrir núna, vís-
að í nefnd. Okkar skilningur, og
greinilega Norðmanna einnig, er sá
að nefndin leggi þetta fyrir þingið
núna í mars og það fari í fram-
kvæmd fyrir heimsmeistarakeppn-
ina 1999. Ekki þá keppni sem haldin
verði í Japan á næsta ári.
Það sem gerist er að þessi milli-
þinganefnd virðist hafa vald til þess
að ákveða þetta nú þegar. Þama
kemur misskilningurinn. Við töld-
um nefndina alls ekki hafa vald til
þess en greinilega hefur hún haft
það. Þar af leiðandi er búið að taka
ákvörðun um þetta fyrr en við
bjuggumst við. Við vissum að taka
þetta myndi koma en ekki fyrr en
eftir HM í Japan. Ég minni á það að
Norðmenn eru í sömu sporam og
við. Þeir töldu sig úti til ársins 1998.
Það getur vel verið að upplýsinga-
flæðið frá EHF hafi eitthvað brugð-
ist og eins það að einhvers miskiln-
ings hafi gætt hjá okkur. Þessi
möguleiki gefur okkur hjá HSÍ
ákveðiö sóknarfæri með alvöruleikj-
um í haust. Þetta er mikið gleði-
efni,“ sagði Örn Magnússon, fram-
kvæmdasfióri HSÍ, í samtali við DV
í gærkvöldi.
-JKS
Þjálfarinn ekki
á nærbrókinni
Þjálfari þýsku meistaranna í
knattspymu, Ottmar Hitzfeld, er
enn á toppnum hvað launamál
þjálfara í þýska boltanum varð-
ar.
Hitzfeld er með litlar 135 millj-
ónir króna í árslaun en næstur
honum kemur Otto Rehagel hjá
Bayem Múnchen með 92 millj-
ónir króna. Eric Ribbeck hjá
Bayer Leverkusen er þriðji
launahæsti þjálfarinn með 6
milljónir.
Boban á leið
á Old Trafford?
Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd í enska boltanum, leitar enn
að nýjum leikmönnum. Sem fyrr
hefur hann helst augastað á leik-
mönnum utan Bretlands og nú
er Króatinn Zvonimir Boban hjá
AC Milan undir smásjánni hjá
Ferguson.
Boban hefur ekki tekist að
tryggja sér fast sæti í aðalliði
Milan og Ferguson telur að Kró-
atinn, sem er mjög öflugur
miðjumaður, geti reynst United
mikilvægur I þeim toppslag sem
fram undan er í úrvalsdeildinni.
Allt var á floti á
heimavelli Stoke
Fresta varð heimaleik Stoke
City, liði Lárusar Orra, á nýárs-
dag vegna vatnselgs á vellinum.
Stórt vatnsrör fór í sundur við
leikvöllinn og vatnið streymdi
óhindrað til leiks.
Var svo komið að 5 sm djúpt
vatn var á vellinum. Tjón Stoke
er mikið en völlurinn verður
orðinn leikhæfur á laugardag er
Stoke mætir Forest í bikarnum.
DV hefur þýska handknattleikssamband-
ið verið fullmeðvitað um að forkeppni
yrði að HM ’97 í Japan. Umræða um
þessi mál var á mifli handknattleiks-
manna í Þýskalandi strax eftir komu
landsliðs þeirra frá HM á íslandi á sl.
vori.
Júlíus Jónasson, sem leikur með Gum-
mersbach í Þýskalandi, sagði við DV
seint í gærkvöldi að þessi forkeppni hefði
ekki komið sér á óvart. Hún hefði verið á
vitorði allra innan handknattleiksins í
Þýskalandi strax eftir HM á íslandi.
-JKS
Fram missir einn til viðbótar:
Gauti í KA
- númer eitt að komast í burtu
Gauti Laxdal leikur með KA á
ný næsta sumar.
„Ég er á leið norður og ætla að
leika aftur með KA. í dag er þetta ein-
ungis spurning um vinnu en það er
ekki aðalmálið sem stendur. Númer
eitt er að komast í burtu frá Fram en
eitthvað meira en lítið er aö hjá félag-
inu. Hver leikmaðurinn á fætur öðr-
um hefur horfið frá liðinu og það er
ekkert gert í málunum. Auðvitað er
leiðinlegt að yfirgefa sökkvandi skip
en það var ekkert annað í stöðunni,”
sagði knattspyrnumaðurinn Gauti
Laxdal í samtali viö DV í gær en
hann mun spila með KA í 2. deildinni
næsta sumar.
Gauti hefur leikið með Fram síð-
ustu tvö leiktímabil og þar hóf hann
ferilinn en frá 1987 til 1993 var hann
leikmaður með KA, varð íslands-
meistari með félaginu 1989 og er nú
aftur á leið til fyrrum félaga sinna.
Hann er 29 ára gamall og á að baki
149 leiki í 1. deild, þar af 100 með Ak-
ureyrarliðinu.
„Ég þekki mig vel fyrir noröan og
það verður gaman að takast á við
þetta nýja verkefiii,” sagði Gauti Lax-
dal.
-SK