Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1996, Side 28
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttáskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
550 5000
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,6háð dagblað
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
Úrval-Útsýn
yfirtók Alís
Úrval-Útsýn yfírtók eignir og
starfsemi Ferðaskrifstofunnar Alís í
Hafnarfirði um áramótin. Nafni fyr-
^*irtækisins var breytt í Plúsferðir og
verður starfsmannahald óbreytt
fyrst um sinn. Laufey Jóhannsdótt-
ir, eigandi Alís, staðfesti þetta í
samtali við DV, en hún mun stýra
Plúsferðum. Alís hefur sérhæft sig í
sölu á ferðum til Newcastle í
Englandi og Billund í Danmörku
auk annarrar almennrar ferðaskrif-
stofustarfsemi. Laufey sagði starf-
semina verða óbreytta. -bjb
Columbia Aluminum:
Ákvörðun innan
þriggja vikna
„Við erum að fara vandlega yfir
kosti þess og galla að reisa álverið,
hvort heldur sem er í Venesúela eða
á íslandi. Við ætluðum að vera bún-
ir að þessu um áramótin en þetta er
stór ákvörðun og mun væntanlega
ekki liggja fyrir strax. Ætli það
verði ekki innan þriggja vikna,“
sagði James Hensel, yfirmaður
nýrra verkefna hjá Columbia Alum-
inum, í samtali við DV í gærkvöld.
Ákvörðunar fyrirtækisins er beðið
með mikilii eftirvæntingu, hvort 60
þúsund tonna álver rísi á Grundar-
tanga eða ekki. -bjb
Flóki vill ekki Jón aftur:
Ekki hægt að
reiða sig á slíkan
starfskraft
Eiríkur Tómasson prófessor hef-
ur, að beiðni biskups Islands, tekið
að sér að kynna sér deiluna í Lang-
holtssókn og benda á leiðir til lausn-
ar. Jón Stefánsson var spurður
hvemig honum litist á það. „Mér líst
mjög vel á það. Ég kem til starfa aft-
ur í kirkjunni með kórinn þann 15.
janúar og æfingar hefjast fyrr. Ég hef
talað við formann sóknamefndar og
'hann var ánægður með það.“
Jón sagðist í samtali við DV ekki
hafa rætt þessa ákvörðun sina við
séra Flóka enda töluðust þeir ekki
við. „Auðvitað verður þetta erfitt en
það er hægt að standa af sér nokkr-
ar messur, ég hef áður leikið við erf-
iðar aðstæður, til dæmis jarðarfarir
nákominna," sagði Jón.
Séra Flóki Kristinsson var spurð-
ur hvemig honum litist á það að
Jón sneri aftur. „Mér finnst ótrúlegt
að söfnuðurinn sætti sig við að mað-
ur sem tvisvar hefur hótað að koma
jólahaidi í uppnám með því að fara,
og gert alvöru úr þvi í seinna sinn-
ið, komi aftur til starfa. Það er aug-
jljóst að ekki er hægt að reiða sig á
slíkan starfskraft."
-ÞK
L O K I
Ungur maöur dæmdur í átta mánaöa fangelsi:
Seldi ungmenn-
um mjög hættu-
leg fíkniefni
- einn kaupendanna er nafngreindur 17 ára piltur
23 ára Eskfirðingur, Björn
Kristjánsson, hefur verið dæmdur
í átta mánaða fangelsi fyrir sölu á
talsverðu magni af hættulegum
fikniefnum á fyrri hluta ársins
1995. Hann var dæmdur fyrir að
hafa haft í vörslum sínum 40
grömm af amfetamíni, 17 töflur af
metýlendíoximetamfetamíni og 40
grömm af hassi.
Björn seldi nafngi-eindum 17
ára pilti 3 grömm af amfetamíni, 3
grömm af hassi og 4 töflur af
MDMA. Hann seldi síðan nafn-
greindum 19 ára pilti 2 grömm af
amfetamíni og 4 töflur af MDMA.
Þriðja aðilanum, 24 ára karl-
manni, seldi Bjöm 25 grömm af
amfetamíni, um 30 grömm af
hassi ig 9 töflur af MDMA.
Þremenningarnir greiddu
4.000- 4.500 krónur fyrir hveija
töflu af MDMA, 4.000-5.000 krónur
fyrir grammið af amfetamini og
1.300 krónur fyrir grammið af
hassi.
Allt þetta viðurkenndi sakborn-
ingurinn skýlaust fyrir dómi. Lög-
reglan lagði hald á 12 grömm af
amfetamíni og hálft gramm af
hassi við leit í bíl Bjöms þann 11.
júlí síðastliðinn.
Héraðsdómur Austurlands
komst að þeirri niðurstöðu að
Björn hefði selt töluvert magn „af
mjög hættulegum efnum“ og ekki
aðeins í eitt skipti. Við refsiá-
kvörðun var hliðsjón höfð af
þessu. Ólafur Börkur Þorvaldsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.
-Ótt
Konur eru til alls vísar eins og alkunna er og Sigríður Ólafsdóttir er þar engin undantekning. í 17 ár hefur hún ekið
öskubíl fyrir hreinsunardeild Reykjavíkurborgar og verið að „trilla í sorpinu með körlunum", eins og hún segir sjálf.
Sigríður hefur verið virk í félagsmálum og meðal annars verið í stjórn Dagsbrúnar frá 1989. Nú hefur hún ákveðið að
gefa kost á sér til varaformanns í Dagsbrún. Á myndinni má sjá Sigríði í bíl sínum ■ gær. DV-mynd GS
Veörið á morgun:
Allhvasst
og slydda
Á morgun verður norðaustan
stinningskaldi eða allhvasst og
slydda eða snjókoma á Vestfjörð-
um. Annars staðar verður aust-
angola eða kaldi. Norðanlands
verður að mestu þurrt en smá-
skúrir sunnan til.
Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig,
kaldast allra nyrst.
Veðrið í dag er á
bls. 36
* * * * * 1°
* * W* o< o
1 2° ^
V 3° • 4° /• V
w. hÆ \ 3° . \
V ^ V >]
Sundahöfn:
Hættuástand
þegar brú
svignaði
„Kraninn stendur nú á brúnni.
Stálsmiðir em nú að styrkja brúna
því að menn vilja ekki keyra tækið
fyrr en hún hefur verið styrkt. Síð-
an reikna menn með að kippa tæk-
inu aftur i land síðdegis í dag,“ seg-
ir Hjörleifur Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim-
skips.
Hættuástand skapaðist þegar flot-
brú svignaði undan 150 tonna krana
sem verið var að keyra um borð í
skip í Sundahöfn i gærkvöld. Óttuð-
ust menn að brúin gæfi sig og kran-
inn félli i sjóinn en svo fór ekki.
„Þetta er mikil handvömm hjá
Reykjavíkurborg að vita ekki hvað
mannvirki þeirra þola þegar þeir
vita hvað tækið er þungt,“ segir
Brenda Kristbjömsson, sem selt hef-
ur kranann til Bretlands og þaðan
til Taívan.
-GHS
Úrskurður Félagsdóms
Nú reynir á
samstöðu
félaganna
- segir Kristján Gunnarsson
„Það sem við gemm nú er að
kynna okkar fólki niðurstöðu Fé-
lagsdóms. Samkvæmt honum eru
hendur verkalýðsfélaganna sjálfra
bundnar út þetta ár og þá reynir á
samstöðu félaganna ef þeir vilja
fara út í baráttu. Það er kaldhæðn-
islegt að þessi úrskurður Félags-
dóms skuli koma sama dag og kjara-
nefnd úrskurðar um tugþúsunda
króna launahækkun til presta og
annarra embættismanna ríkisins,"
sagði Kristján Gunnarsson, formað-
ur Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, í samtali við DV i morg-
un um úrskurð Félagsdóms frá í
gær.
Félagsdómur úrskurðaði þá að
uppsögn kjarasamninga hjá Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur,
Verkamannafélaginu Hlíf, Verka-
mannafélaginu Dagsbrún og Verka-
lýðsfélaginu Einingu á Akureyri
væri ógild. Segir í úrskurði dómsins
að forsendur séu ekki fyrir hendi til
uppsagnar kjarasamninga.
Éins og áður hefur komið fram í
fréttum DV hafa menn í þessum
verkalýðsfélögum rætt þann mögu-
leika að setja á yfirvinnubann þegar
loðnuvertíð hefst en að sjálfsögðu
fer slíkt eftir því hvað félagsmenn
sjálfir vilja gera í þeim efnum en
ekki hvað stjómarmenn vilja.
-S.dór
btother
Litla
merkivélin
Loksins
meö ÞogÐ
JÉ
Nýbýlavegi 28-sími 554-4443