Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Jj’V sælkerinn strengjabaunir soðnar svo og kúr- bítur þar til hann mýkist. Hitið smjörið og olíuna og svissið lauk og hvítlauk án þess að taka lit. Bætið selleríinu og steinselju út i og látið malla í nokkrar mínútur. Þá er kjúklingateningurinn settur út í og soðna grænmetið. Bragðbætið með salti og pipar og hitið sósuna. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Sigtið það og blandið grænmetinu saman við. Leggið ólífur ofan á og stráið ostinum yfir. Spagettí með kræklingum - fyrir fjóra 350 g spagetti vatn, salt 1 dós af kræklingum (sa 400 g) 4 msk. ólífuolía 1-2 hvítlauksgeirar 1 lítill chilipipar eða örlítið cayennepipar steinselja Setjið vel af vatni í pott, saltið eða notið pastatening og sjóðið spaghet- tíið eftir leiðbeiningum á pakkan- um. Brúnið pressaðan hvítlaukinn í ólífuolíu og bætið kræklingum og soði af þeim á pönnuna. Látið smámalla í 5-10 mínútur og látið chilipiparinn út í en hann er síðan fjarlægður. Blandið síðan sósunni saman við nýsoðið spaghettíið. Strá- iö steinselju yfir og gjarnan par- mesanosti. -ELA Góðir pastaréttir Sennilega vilja flestir fá sér eitt- hvað létt núna fyrstu dagana á nýju ári. Menn hafa kýlt vömbina yfir hátíðisdagana og hugsa sér gott til glóðarinnar að taka sér tak í mat- aræöi og hreyfingu. Þá koma fyrst upp í hugann góðir pasta- eða fisk- réttir. Hér koma nokkrar góðar upp- skriftir að pastaréttum sem bæði eru einfaldir og góðir. Pastaslaufur með grænmetissósu - fyrir fjóra 500 g pastaslaufur 1 gulrót, skorin í teninga 100 g djúpfrystar baunir 1 pakki djúpfrystar strengjabaunir 1 kúrbítur í teningum 1 msk. smjör 2 msk. ólífuolía 1 laukur, skorinn í þunnar skifur 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1 grein selleri, fínsöx- uð 1 msk. hökkuð stein- selja 1/2 kjúklingateningur 1/2 tsk. salt pipar framan á hnífsoddi 8-10’ólífur rifinn parmesanostur Byrjið á sósunni. Sjóð- ið gulræturnar í vatni í 2-3 mínútur. Takið þær upp og látið renna af þeim. Sjóðið því næst baunirnar í 2-3 mínútur, takið þær síðan upp og látið renna af þeim. Þá eru matgæðingur vikunnar Appelsínu- og rækjusalat Hér kemur uppskrift að rækjusalati með appel- sínum sem ætti að vera góður réttur nú í ársbyrj- un, léttur, hollur og ein- faldur. Rétturinn er mið- aður við fjóra. 3 appelsínur 3 blóðappelsínur 3 rauðir grapeávextir 400 g rækjur grænt salat ferkst estragon Salat- sósa 1 dl ólífuolía 4 msk. lime eða sítrónusafa 2 tsk. balsamic edik 1 msk. fínhakkað estragon 1 finhakkaður vorlaukur Leggið salatblöð í botn- inn á skálinni. Afhýðið og skerið ávextina í báta, raðið þeim í skálina og rækjunum ofan á. Bland- ið öllu saman í salatoli- una og hellið yfir salatið. Loðnuhrogn og lamba- hryggur með myntu „Eg hef lengi haft áhuga á matar- gerð, les mikið af uppskriftum og fæ hugmyndir. Ég hef verið jafndugleg- ur að elda á mínu heimili og eigin- konan,“ segir Jón G. Kristjánsson, lögfræðingur og matgæðingur vik- unnar. „Ég hef mjög gaman af að prófa eitthvað nýtt og á orðið mikið safn af uppskriftum," segir Jón enn- fremur. Hann ætlar að bjóða lesendum upp á loðnuhrogn sem hann segist fá nið- ur á Granda þegar loðnuvertíðin hefst en einnig er oft hægt að nálgast þau i fiskbúðum. „Þetta er einfaldur forréttur og mjög góður, að minnsta kosti hefur hann gert lukku í matar- boðum hjá mér.“ Loðnuhrogn Jón segir að loðnuhrognin séu bragðminni en t.d. laxahrogn, sem eru eftirlæti hans. „Þau eru þó mjög góð og með þeim ber ég ristað hvitt brauð og sósu sem búin er til úr sýrðum rjóma, örlítið salt, hvítan pipar og töluvert mikið af smátt klipptum graslauk. Það er líka ágætt að hafa sítrónusneið með. Þetta er fljótlagaður réttur. Það er skemmtilegt að borða hrognin því það brakar í þeim þegar maður tygg- ur þau.“ Þá ætlar Jón að bjóða upp á lamba- hrygg með myntusósu. „Lambahrygginn snyrti ég vel og sker burt fitu. Síðan ber ég á hann ólífuolíu, salta hann og pipra. Síðan er hann þakinn myntu, best er að nota ferska myntu, og látinn standa í 10-20 tíma með kryddinu á. Sósa Sósuna geri ég ekki alltaf eins Stundum geri ég soð úr teningum en einnig sýð ég líka bein og bý til mitt eigið soð með lauk, selleríi, sell- erírót, lárviðarlaufum og timian. Beinin eru brúnuð og síðan soðin með grænmetinu þannig aö úr verði sterkur kjötkraftur. Soðið er soðið góðan tíma en síðan er allt síað úr því og þá er það soðið niður með smávegis púrtvíni. Þá er myntu- hlaupi bætt í. í lokin er söxuð mynta sett út í. Stundum hef ég þetta sem soðsósu eða ég-þykki hana örlítið með maizena. Mjög áriðandi er að sjóða soðið vel niður þannig að sósan verði kraftmikil en hún á ekki að vera þykk. Einnig set ég sósu- lit í hana og geri hana dökka því þá koma myntublöðin skemmtilega í gegn. Lambahryggur með myntu Lambahryggurinn er steiktur í ofni á venjulegum hita eða á útigrilli en þá verður að passa að ekki logi í honum. Þeir sem vilja geta úrbeinað hrygginn. Mér finnst gott að hafa bragðmikla og stökka pöru. 1 Með þessu er gott að hafa bakaðar kartöflur eða pönnusteiktar og árs- tíðabundið grænmeti. Jón ætlar að skora á mág sinn, Helmout Kreidler sjóntækjasérfræð- ing, að vera næsti matgæðingur. „Þegar hann tekur sig til er hann mikill snillingur í matargerð." -ELA Jón G. Kristjánsson lögfræðingur er matgæðingur vikunnar. Það er sagt að svo vel eigi basil og tómatar saman að um hjónaband geti verið að ræða. Basil kemur upprunalega frá Indlandi. Basil barst til Evrópu á sautjándu öld og hefur verið ómissandi með tómötum síðan þá og þá sérstaklega hjá ítölum. Á ítaliu er basil notað i margar gerðir pastasósa og einnig út á tómatsalöt. Einhver frægasta basilsósan er pestó, blanda af fersku basil, furuhnetum, parmesanosti, hvítlauk og ólífu- olíu. En basil hefur einnig verið vinsælt krydd í Austurlöndum þar sem kryddjurtin er bragð- mikil og því notuð í „heita“ rétti. Basil er c-vítamíhríkt og því gott fyrir húðina og heilsuna. í blómapotti Ef menn geta náo sér í ferskt basil í potti skal plantan geymd á björtum stað þar sem gustar ekki um hana. Plantan þarf reglulega og góða vökvun til að lifa. Tómatsúpa Þessi heimsfræga súpa er alltaf jafhvinsæl en hún er gerð úr tómötum, rauðri papriku og basil. Þessi skammtur er miðað- ur viö fjóra. 3 msk. olía 1/2 laukur, hakkaður 450 g ferskir tómatar, flysjaðir og skomir í bita 2 rauðar niðurskomar paprik- ur 850 ml kjúklinga- eöa græn- metissoð 5 lauf basil, hökkuð salt og pipar Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn mjúkan en brúnið ekki. Færið hann yfir í pott. Setjið tómatana og paprikurnar á pönnuna og steikið þar til allt verður mjúkt en færið síðan yfir í pottinn. Setjið soðið yfir og lát- iö suðuna koma upp. Lækkið hit- ann og látið malla áfram í 10 mínútur. Setjið súpuna í matvinnsluvél og maukið hana. Setjið hana aft- ur í hreinan pott og bætið basil út í. Kryddið með salti og pipar. Látið suðuna aftur koma upp og berið súpuna heita á borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.