Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgjalds. Hættuleg skilaboð Lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefur sent þau hættulegu skilaboð til erlendra fikniefnasmyglara, að óhætt sé að flytja slík efni til íslands, því að ekkert sé gert í málinu, þótt upp komist. Um áramótin lét embætt- ið lausa ítalska konu, sem staðin hafði verið að verki. Konan flutti nærri hálft kíló af hassi landsins á leið sinni frá Indlandi um Amsterdam til íslands. Starfsmenn tollgæzlunnar á Keflavíkurvelli gripu konuna, sem var úrskurðuð í rúmlega viku gæzluvarðhald. Við yfir- heyrslur sagðist hún hafa ætlað að nota allt hassið sjálf. Erfitt er að sjá fyrir sér slika stærðargráðu í einka- neyzlu af hálfu ferðamanns. Samt var konunni sleppt úr haldi hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík án dóms, án frávísunar og án kyrrsetningar. Hún var einfaldlega látin sleppa og tók fyrsta flug til Amsterdam. Konan var ekki afhent ítölskum yfirvöldum, svo að marklítið er að segja, að mál hennar verði sent til Ítalíu til refsiákvörðunar. Það er einsdæmi, að glæpamönnum, sem staðnir hafa verið að verki í einu landi, sé sjálfum falið að skila sér til yfirvalda í allt öðru landi. Þótt málið sé upplýst, er ekki vitað, að málsskjöl séu komin frá lögreglustjóranum til ríkissaksóknara. Virðist svo sem það eigi að gerast eftir dúk og disk og að síðan eigi að senda niðurstöðuna í pósti til yfirvalda á Ítalíu, sem þurfa þá að byrja á að reyna að finna konuna. Erfitt er að sjá fyrir sér, að yfirvöld á Ítalíu muni leggja mikla áherzlu á að reyna að hafa hendur í hári konu, sem smyglaði fíkniefnum milli Amsterdam og ís- lands og sem vafalaust verður ekki tagltæk á Ítalíu fyrr en mál þetta er fyrir löngu gleymt og grafið. Ríkisvaldið á íslandi hefur ekkert betra við peninga sína að gera en að nota þá til að fylgja stranglega eftir gildandi lögum og reglum um fíkniefnasmygl. Afgreiðsla lögreglustjóraembættisins í Reykjavík byggist því annað hvort á greindarskorti eða á hagsmunaárekstri. Dómsmálaráðuneytinu ber nú að rannsaka meðferð lögreglustjóraembættisins á málinu. Mikilvægt er að finna, hvers eðlis mistökin eru, svo að unnt sé að koma í veg fyrir endurtekningu. Og mikilvægt er að láta emb- ættið skilja, að svona getur það ekki hagað sér. Mikilvægast af öllu er þó, að dómsmálaráðuneytið eyði á tvímælalausan hátt þeim misskilningi, sem lög- reglustjóraembættið hefur stofnað til, að erlendum fíkni- efnasmyglurum sé óhætt að smygla fíkniefnum til ís- lands. Brýnt er að eyða þeim misskilningi strax. Slík aðgerð ráðuneytisins mundi líka eyða þeirri til- finningu tollvarða á KeflavíkurveHi, að tHgangslaust sé að leita þar að fíkniefnum, af því að ekkert sé gert með niðurstöðuna. Nauðsynlegt er þvert á móti að efla varn- ir, sem hafa hingað tH verið aUt of litlar þar. Athygli hefur vakið, hversu lítið hefur verið tekið af fíkniefnum á KeflavíkurveUi undanfarin misseri. Það stafar ekki af litlum innflutningi, því að nóg er tH af eitr- inu í þjóðfélaginu, heldur af of litlum áherzlum á varnir í flugstöðinni. Nýja málið bætir sízt úr þeirri skák. Bæta þarf leitartækjakostinn á KeflavíkurveUi, nota leitarhunda í auknum mæli og auka þjálfun starfsliðs, um leið og fylgt verði í kerfinu vel eftir þeim árangri, sem þar næst. Við megum tH með að senda skýr og hörð skUaboð tU glæpahringja fíkniefnaheimsins. Fíkniefnaneyzla er mikið og vaxandi vandamál hér á landi, enda þótt við búum á eylandi, sem gerir landa- mæravörzlu auðveldari hér en hún er annars staðar. Jónas Kristjánsson Njósnaáburður Walesa á forsætisráðherra Við embættistöku nýkjörins for- seta Póllands, Alexanders Kwasni- ewskis, á Þorláksmessu, var fyrir- rennari hans, Lech Walesa, ekki viðstaddur. Hann fór úr forseta- höllinni heim til sín daginn áður án þess að kveðja aðra en nánasta starfslið sitt. Skiljanlegt er að Walesa, for- ingja verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu sem átti mestan þátt í að binda enda á yfirráð kommún- ista í Póllandi, sviði að tapa for- setakosningu fyrir manni sem kemur úr þeirra röðum. En við- brögðin við ósigrinum gefa líka vísbendingu um hvers vegna meirihluti pólskra kjósenda hafði fengið nóg af Walesa á forsetastóli eftir eitt kjörtímabil. Auk þess að neita að vera við- staddur embættistöku eftirmanns síns, setti Walesa pólsk stjórnmál i uppnám, og ekki í fyrsta skipti. Nokkrum dögum fyrir forseta- skiptin kallaði hann æðstu menn helstu stofnana ríkisins á sinn fund til að skýra þeim frá að gögn sem hann hefði undir höndum sýndu að pólskt þjóðaröryggi væri í hættu vegna þess að Jozef Oleksy forsætisráðherra, flokks- hróðir nýja forsetans, hefði árum saman stundað njósnir fyrir er- lenda aðila. Brátt kom í ljós að átt var við leyniþjónustur Sovétrlkj- anna og síðar Rússlands. Svo vill til að það var fyrir til- verknað Walesa- sem Oleksy komst á stól forsætisráðherra. Eft- ir kosningasigur Lýðræðislega vinstrahandalagsins undir forustu Kwasniewskis í þingkosningum 1993 myndaði það samsteypu- stjórn með Bændaflokknum undir forsæti foringja síns, Waldemars Pawlaks. Vandkvæði reyndust brátt á stjórnarforustu hans, sér í lagi gætti tilhneigingar til fráhvarfs frá þeirri stefnu aðhalds í fjármál- um og einkavæðingar sem virðist ætla að rífa Pólland upp úr efna- hagslægð hraðar en önnur ríki í svipaðri aðstöðu. Varð þetta til þess að Walesa gerði harða hríð að Pawlak til að hrekja hann úr forsætisráðherraembætti. Slíkt var í samræmi við fyrri framkomu Walesa, sem allt kjör- tímabilið hefur átt í illdeilum bæði við þing og ríkisstjórnir, og að jafnaði vegna tilhneigingar hans til að gera kröfu til miklu víðtækara forsetavalds en stjórn- skipan Póllands gerir ráð fyrir. Hefur álit á Walesa í Póllandi aldrei rétt við eftir að hann hrakti félaga sinn úr Samstöðu, Tadeusz Mazowiecki, úr forsætisráðherra- embætti með refjum í upphafi for- setaferils síns. Hvað Pawlak snerti vakti það fyrst og fremst fyrir Walesa að fá fyrrum kommúnista til að taka Erlend tíðindi Magnús Torfi Úlafsson beina ábyrgð á ríkisstjórninni á erfiðum tímum. Því hætti hann við áform um að rjúfa þing, þegar stjórnarflokkarnir féllust á að færa Oleksy úr forsæti þingsins á forsætisráðherrastól. Þar hefur hann einbeitt sér að efnahagsmálum með það fyrir augum að greiða fyrir inngöngu Póllands í ESB við fyrsta tæki- færi. Svo hefur til tekist að horfur eru á að hagvöxtur í Póllandi verði sex af hundraði á nýbyrjuðu ári, hinn mesti í Evrópu. Þessi árangur átti sinn þátt í að Kwaniewski, flokksbróðir Oleksys í Sósíaldemókrataflokki fyrrum kommúnista, sigraði Walesa með 51,7% atkvæða móti 48,3% í for- setakosningunum. Eftir þau úrslit lýsti Walesa yfir að hann myndi snúa sér að því að taka forustu fyrir harðri stjórnarandstöðu. Atlagan að Oleksy miðar að því að hrekja hann úr embætti. Hvorki ríkisstjórn, þing né sak- sóknari hersins sem fer með ákæruvald í þjóðaröryggismálum telur þó fyrirliggjandi gögn nægja til að aðhafast neitt í málinu. Oleksy heldur fram sakleysi sínu af njósnum fyrir leyniþjónustur í Moskvu og kveðst hafa slitið sam- bandi við Rússa sem hann átti forðum samskipti við á öðrum for- sendum, þegar pólskir aðilar vör- uðu hann við að þar væru á ferð- inni leyniþjónustumenn undir fölsku flaggi. Pólska gagnnjósnaþjónustan hefur frest fram tÚ 20. janúar að leggja fram frekari gögn til að styðja sakargiftir á hendur Oleksy og segir aðstoðaryfirmaður stofn- unarinnar að henni muni ekki verða skotaskuld úr því. Það nýjasta í málinu er svo að Rúss- inn Vladimir Alganof, sem njósn- aði í Varsjá í áratug fram til 1992, en er nú orðinn kaupsýslumaður eins og svo margir aðrir úr þess- ari grein þar eystra, kveðst geta sýnt fram á að pólska leyniþjón- ustan hafi verið að falsa gögn gegn Oleksy. Hafi hann segul- bandsupptökur til að sanna að til sín hafi verið leitað um aðstoð við þá iðju. Walesa yfirgefur ríkisstjórnarfund daginn eftir að hann bar fram ásakan- ir um að öryggi ríkisins stafaði hætta af Oleksy forsætisráðherra. Símamynd Reuter skoðanir annarra Beiskur sigur Sigur múslíma í kosningunum í Tyrklandi var beiskur sigur fyrir alla svartsýna. Það er vatn á myliu vestrænna gagnrýnenda á tollabandalag j Tyrklands og Evrópubandalagsins. Litið er á Vel- ferðarflokk múslíma sem ógn gegn lýðræðisþróun. Áhrifaríkir menn í öðrum flokkum hafa beðið for- I setann að sjá til þess að leiðtogi Velferðarflokks Imúslíma komist ekki nálægt embætti forsætisráð- herra. Slíkt grefur undan bæði siðferði og trúnni á lýðræðið. Úr forystugrein Expressen 28. desember. I Skjalasöfnin opnuö Þegar upplýsingaskylda stjómvalda varð að veru- 1 leika á áttunda áratugnum.fengu borgararnir loks 1 aðgang að sínum eigin leyniskjölum. Himinninn j hmndi ekki og þegnar í öðrum lýðræðisríkjum I kröfðust sama réttar. Það er líklegt að þannig verði það einnig með tilkomu laganna um opnun skjala- safna Bandaríkjastjórnar fyrir almenningi. Leynd getur ekki ótakinarkað hulið framferði stjórnarinn- ar á komandi árum. Úr forystugrein New York Times 4. janúar. Hætta frá Indlandi Nú berast þær fregnir frá Indiandi, sem fram- kvæmdi sína einu kjarnorkutilraun 1974, að þar séu menn að huga að nýjum tilraunum. Og það sem verra er, indversk yfirvöld gefa í skyn að þau ætli ekki að undirrita bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn þrátt fyrir stuðning við slíkt samkomulag í langan tíma. Skoðanakönnun virts indversks timarits sýnir að 62 prósent aðspurðra era fylgjandi tilraunum. Indversk stjórnvöld ættu að berjast gegn slíkum þrýstingi heima fyrir. Úr forystugrein New York Times 1. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.