Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 20
20 unglingaspjall
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996
Hetja úr N8A sem kvenmaður í eigin sjónvarpsþætti?
Dennis Rodman
vill koma fram
sem kvenmaður
Körfuboltahetjan Dennis Rodman
á erfitt með aö vera eins og fólk er
flest.
í gegnum árin hefur þessi snjalli
og umtalaði körfuknattleiksmaður
hneykslað almenning með furðuleg-
um uppátækjum og nýjasta hug-
mynd frákastarans mikla úr
NBA-deildinni á örugglega eftir að
vekja undrun og hneykslan margra.
Rodman dreymir um að koma á
laggirnar eigin sjónvarpsþætti að
hætti hinnar frægu Oprah Winfrey.
Þar með er ekki öll sagan sögð því
Rodman vill endilega koma fram í
þættinum í kvenmannsfötum sem
einskonar klæðskiptingur. Rodman
segist elska það að klæðast eins og
kvenmaður og eins að hanga á veit-
ingastöðum sem samkynhneigt fólk
sækir.
Þrátt fyrir þessar ástir Rodmans
fullyrða allir sem til þekkja að hann
sé ekkert annað en venjulegur karl-
maður og hafi einungis gaman af
því að hneyksla alla þá sem í kring-
um hann eru. Vist er að með. þessu
síðasta uppátæki sínu hefur Rodm-
an tekist að hneyksla marga.
Kvikmynd og bók
í burðarliðnum
Að sögn fjölmiðla í Bandaríkjun-
um eru nokkrar líkur á því að af
þessu uppátæki verði og samninga-
viðræður Rodmans við sjónvarps-
stöð eru langt komnar.
Þá er Rodman með bók í burðar-
liðnum og er talið vist að hún muni
vekja mikil viðbrögð enda mun
hann ekki fara neinum silkihönsk-
um um þá hluti sem teknir verða
fyrir í bókinni. Loks má geta þess
að Rodman hefúr fengið hlutverk í
nýrri kvikmynd þar sem Whoopie
Goldberg kemur mikið við sögu en
kvikmyndin mun fjalla um fræga
körfuknattleikshetju.
Einn mesti frákastari
allra tíma í
NBA—deildinni
Rodman, sem er 34 ára gamall, er
þekktastur fyrir að taka fleiri frá-
köst í NBA-deildinni en nokkur
annar leikmaður og það er í sjálfu
sér ekki minna afrek en að skora 40
stig í leik og því siður er mikilvægi
in hliðin
Hin hliðin:
Leiðinlegast að vakna á morgnana
- segir Þórir Sigurjónsson
Þórir Snær Sigurjónsson er bók-
menntafræöinemi og framleiðandi
sjónvarpsþáttanna Taka tvö sem
verður hleypt af stokkunum á Stöð
2 innan skamms. Hann var einn af
eigendum Rauða dregilsins en hef-
ur nýlega dregið sig úr því sam-
starfi og sett á fót annað fyrirtæki
sem vinnur í kvikmyndagerð og
heitir Zik Zak. Þórir er sonur Sig-
urjóns Sighvatssonar, kvikmynda-
gerðamanns í Los Angeles. Nú er
hann farinn að feta í fótspor föður-
ins og hefur sótt um styrk til Kvik-
myndasjóðs fyrir væntanlega
kvikmynd sína.
Fullt nafh: Þórir Snær Sigur-
jónsson.
Fæðingardagur og ár: 12.
ágúst 1973.
Kærasta: Hanna Lilja Jóhanns-
dóttir.
Börn: Engin.
Bifreið: BMW, árgerð ’88.
Starf: Nemi og sjónvarpsþátta-
gerðamaður.
Laun: Misjöfn.
Áhugamál: íþróttir og kvik-
myndir.
Hefur þú unnið í happdrætti
eða lottói? Ég hef mest fengið
þrjár tölur réttar í lottóinu.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Horfa á góðan fót-
bolta eða kvikmyndir.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Vakna á morgnana.
Uppáhaldsmatur: Allur ítalsk-
ur matur.
Uppáhaldsdrykkur: ískalt ís-
lenskt vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? George Weah.
Uppáhaldstímarit: Details og
Variety.
Hver er fallegasta kona sem
þú hefúr séð fyrir utan kærust-
una? Sú franska Irene Jakob.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjórninni? Andvígur.
Hvaða persónu langar þig
mest að hitta? Mig hefur alltaf
langað til að hitta Stanley
Kubrick.
Uppáhaldsleikari: Jeff Bridges.
Uppáhaldsleikkona: Susan
Sarandon.
Uppáhaldssöngvari: David
Bowie.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Jón Baldvin Hannibalsson.
Uppáhaldsteikni-
myndapersóna:
Gaifield.
Uppáhalds-
sjónvarpsefni:
X-Files eða
Ráðgátur
eins og þátt-
urinn er
kallaður hér.
Uppá-
haldsveit-
ingahús: ítal-
ía.
Hvaða bók
langar þig
mest að lesa?
Mesta áskorunin
væri að lesa
Gravitys Rainbow
eftir Thomas
Pynchon.
Hver útvarps-
rásanna finnst
þér best? X
ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Þossi og Simmi.
Hvort horfir þú meira á Sjón-
varpið eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Sigmundur Ernir.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Asti’ó er i mestu uppáhaldi núna.
Uppáháldsfélag í íþróttum:
Stjaman.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Að vera
ánægður i starfi og leik.
Hvað gerðir þú 1 sumarfríinu?
Skrapp til San Francisco til að
slappa af. -pp
Þórir Sigurjóns-
son fetar í fót-
spor föðurins.
DV-mynd GS
• Dennis Rodman mátar kvenmannsfötin. Þessi mikla körfuboltastjarna hef-
ur enn einn ganginn hneykslað fólk með furðulegu uppátæki.
frákastanna minna en stiganna.
Hann er talinn einn mesti frákast-
ari sem leikið hefur í NBA- deild-
inni frá upphafi.
Hætti við að fremja
sjálfsmorð
Rodman hefur haft það fyrir sið
að lita hár sitt í óhefðbundnum lit-
um og síðast er hann sást opinber-
lega var það appelsínugult.
Þykir mörgum það merki um
ómælt sjálfsálit og sjálfstraust hans
hefur lengi einkennt Rodman en
hann hefur einnig átt sína erfiðu
tíma og þunglyndi hefur skotið upp
kollinum. Ekki er langt síðan að
einn félagi hans kom að honum í bíl
hans með byssu í hendi og hafði
Rodman í hótunum um að fremja
sjálfsmorð. Hann lét ekki verða af
því og stefnir nú að því að verða
stórstjarna bæði innan körfubolta-
vallarins og utan hans.