Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Blaðsíða 23
23 Barna- og unglingaflokkar Áhugavert og þroskandi starf þar sem börnin dansa innlenda og erlenda þjóðdansa, syngja og læra ógrynni af vísum. Kennsla fer fram síðdegis á þriðjudögum og laugardagsmorgnum. Þrír aldurshópar: 3-5 ára; 6-8 ára; 9 ára og eldri. Kennari er Elín Svava Elíasdóttir og hefst kennslan þriðjudaginn 9. janúar. ,JTOFN^n * /ÚNl Allt dansáhugafólk velkomið!! Upplýsingar og innritun í síma 587-1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur /,-^OFNN®, ' 10N\ ^ eskimo models MÓDELNÁMSKEIÐ námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á módelstörfum og einnig til að efla.sjálfstraust og bæta framkomu. Model: Sunna, Guðjón, Halldóra, Eva, Robbi og Hrafnhildur UNGFRÚ ÍSLAND GEFUR GÓÐ RÁÐ ALLIR NEMENDUR FARAÁ SKRÁ FYRIR SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR OG MARGT FLEIRA Upplýsingar og skráning í Bankastræti 6, sími 552-8011 SKRÁNING ER HAFIN FYRIR NÁMSKEIÐ SEM BYRJA 13/14 JANÚAR JjV LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Snorralaug í Reykholti og Snorragöng í baksýn. DV-mynd Olgeir Helgi í DAG byrJAR langub laogabdagub LEÐURLINAN LAUGAVEGI 66, SÍMI 552-3560 Hvítá beljar undir steinboga í gljúfrinu neðan við Barnafoss. DV-mynd Olgeir Helgi Söguperlur í Borgarfjarðarháraði: Snorralaug og Snorragöng DV, Borgamesi:_____________________ Snorralaug er forn hringlaga set- laug í Reykholti og er hún við munna Snorraganga en hvoru- tveggja er kennt við Snorra Sturlu- son sem sat í Reykholti á árunum 1206 til 1241 eða þar til Gissur jarl Þorvaldsson fór að honum að nóttu til og lét taka hann af lífi í Reyk- holti. Snorri var höfundur heims- kringlu og Eddu og fleiri rita auk þess sem margir telja hann höfund Egils sögu Skallagi'imssonar. Snorri var einn Sturlunga, voldugustu ætt- ar á íslandi að fornu. í Snorragöngum er stutt greinar- gerð um Snorralaug: „í Landnámu er getið um laug í Reykjaholti um miðja 10. öld. í Sturlungu er laugin nefnd hvað eftir annað, og getið er þess meðal annars árið 12228, að Snorri Sturluson sat í lauginni og menn með honum. Snorralaug er hlaðin úr höggnu hveragrjóti og hefur verið eins og hún er nú svo lengi sem menn vita. Liklega hefur hún verið hlaðin þannig þegar í fornöld en veggir lag- færðir og steinar endurnýjaðir eftir þörfum. Rækilega var gert við hana 1858 og aftur 1959. Vatnið í lauginni kemur frá hvemum Skriflu eftir fornri rennu neðanjarðar.“ Snorralaug er vinsæll viðkomu- staður ferðamanna og algengt að kastað sé í hana smápeningum þó fáum sögum fari af lækninga- eða óskamætti laugarinnar. -OHR Náttúruperlur í Borgarfjarðarhéraði: Dauðinn og Barnafoss Bamafoss er foss í Hvítá skammt ofan Hraunfossa. f fossinum fellur áin ofan í þröngt gljúfur þar sem hún beljar fram i iðuköstum. Neðan við fossinn, í gljúfrinu, er steinbogi sem áin fellur undir. Glapræði er þó að ætla að fara yfir ána á boganum því þverhníptur klettaveggur er við hann að norðanverðu og dauðinn vís falli menn í iðuna I gljúfrinu. í Heiðarvígasögu er fossinn nefndur Bjarnafoss og talað um brú á ánni hjá fossinum. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að steinbogi hafi verið á ánni sjálf- gjörður. Þá bjó kona nokkur á Hraunsási sem stendur skammt frá Hvitá ofan við Barnafoss. Einhverju sinni fór hún ásamt heimafólki til kirkju að Gilsbakka en tveir synir hennar stálpaðir urðu eftir heima. Er fólkið var farið ætluðu drengirn- ir að elta kirkjufólkið og komu að boganum og ætluðu yfir ána. Segir að boginn hafi verið mjór og hátt ofan að vatninu og foss undir. Þegar drengimir komu út á miðjan bog- ann varð þeim litið niður fyrir sig. Þá sundlaði þá er þeir sáu í iðuna undir boganum og féllu út af niður í ána. Þegar fólkið kom heim fund- ust sveinarnir hvergi en einhver átti að hafa séð til þeirra en orðið of seinn til hjálpar, Reiddist þá konan og lét höggva bogann af ánni með þeim ummælum að þar skyldi eng- inn frcunar lífs yfir komast. Segir í Þjóðsögunum að síðan heiti fossinn Barnafoss. Nokkm neðan við Barnafoss er brú á ánni, fyrst byggð árið 1891, hún er ekki bílfær. Er hún var byggð hafði ekki verið manngerð brú á Hvítá frá því á söguöld er brú var á ánni við Kljáfoss. -OHR FRAMBOÐS- FRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa alls- herjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannai'áðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1996. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunar- innar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi, þriðjudaginn 9. janúar 1996. Kjörstjórnin ÞJ OÐDANS AFEL AG REYKJAVIKUR Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar að Álfabakka 14a Gömlu dansarnir á mánudagskvöldum. Byrjendur og framhaldshópur. Kennari er Helga Þórarinsdóttir og undirleikari er Páll Kárason harmoníkuleikari. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar og er námskeiðið 12 tímar. Er þetta ekki gamall draumur sem vert er að láta rætast? Opnir tímar verða annan hvern miðvikudag kl. 20.30-23. Þú mætir þegar þú vilt og greiðir fyrir hvert skipti. Nokkrir dansar eru rifjaðir upp og síðan dansa allir af hjartans lyst. Stjórnandi er Helga Þórarinsdóttir. Fyrsta opna kvöldið verður miðvikudaginn I0. janúar. Mikið fjör!!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.