Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJanuary 1996Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1996, Qupperneq 30
34 tónlist LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1996 Enn eina ferðina taka hljómplötugagnrýnendur og aðrir tónlistarspámenn sig saman og velja bestu plötur nýliðins árs. Eins og undanfarin ár eru skoðanir manna mjög skiptar og á það sérstaklega við í erlendu deildinni þar sem eiginlega má segja að aðeins ein plata fái verulegan stuðning en það er plata Bjarkar okkar Guðmundsdóttur, Post. Mörgum kann að þykja það kyndugt að hafa Björk í hópi erlendra listamanna en skýringin er sú að platan er að öllu leyti erlend útgáfa þó svo listamaðurinn sé íslenskur. Þar að auki var talið eðlilegt að platan keppti við þær plötur sem hún hefur verið að keppa við á alþjóðamarkaði á árinu. Hvað sem því líöur fór valið fram á sama hátt og endranær; hver þátttakandi tilnefnir tíu plötur, innlendar og erlendar og plata sem tilnefnd er í fyrsta sæti fær tíu stig, sú næsta níu og svo koll af kolli niður í eitt stig fyrir tíunda sætið. Stigin eru síðan lögð saman og þá fæst sú niðurstaða að plata KK, Gleðifólkið, er valin besta innlenda plata ársins 1995 og plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, er valin besta erlenda platan. Gleðifólkið er vel að þessum titli komið; platan fær samtals 46 stig og er eina platan sem fær tilnefningu hjá öllum sem þátt tóku í valinu. Hún á því útnefninguna fyllilega skilið og fær KK bestu hamingjuóskir með árangurinn. í öðru sætinu hafnar plata Orra Harðarsonar, Stóri draumurinn, og kemur sumum kannski á óvart þar sem platan var ekki meðal þeirra söluhæstu á nýyfirstaðinni jólavertíð. Hún fékk þó yfirleitt prýðisgóða gagnrýni og fær hér samtals 33 stig í fjórum tilnefningum. Fyrsta sólóplata Emelíönu Torrini, Crougie d'oú lá, hreppir þriðja sætið og fær jafnmargar tilnefningar og plata Orra en tveimur stigum minna. Segja má að ungt tónlistarfólk, sem starfar eitt síns liðs, setji mjög svip sinn á valið að þessu sinni því í sætum fjögur og fimm eru aðrir tveir ungir einstaklingar, þau Páll Óskar með plötuna Palla og Kristín Eysteinsdóttir með fyrstu plötu sína, Liti. Plata Páls Óskars var meðal þeirra söluhæstu á liðnu ári en svipaða sögu er að segja um plötu Kristínar og Orra að þær fengu betri gagnrýni en sölu. Plöturnar náðu báðar í 26 stig en plötu Páls Óskars er raðað ofar vegna þess að hún náði þessum stigum í þremur tilnefningum en plata Kristínar í flórum. Sjötta sætið á listanum skipar platan Hittu mig með Vinum Dóra en hún nær 23 stigum í þremur tilnefningum og verður það að teljast gott þar sem Dóri var ekki mjög áberandi á árinu og platan ekki í hópi söluhæstu platna. Tveimur stigum á eftir Vinum Dóra með jafnmargar tilnefningar kemur Bogomil Font með sina fyrstu sólóplötu, Út og suður, en hún var ein þeirra sem fékk yfirleitt góðar umsagnir en seldist ekki að sama skapi vel. Sæti átta og níu skipa sameiginlega plata Ásgeirs Óskarssonar, Veröld smá og stór, og plata Súkkat, Fjap. Hlutu þær báðar 19 stig í þremur tilnefningum. Síðasta sætið á listanum að þessu sinni skipar svo ein efnilegasta ungliðasveit landsins, Botnleðja, með fyrstu plötu sína, Drullumall, en hún fékk tvær tilnefningar og samtals 12 stig. Eins og fram hefur komið var plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, valin besta erlenda plata ársins 1995 og sigrar hún með nokkrum yfirburðum. Alls fær platan fimm tilnefningar og 35 stig. Yfirburði hennar má glögglega sjá á því að næsta plata fær meira en helmingi færri stig eða aðeins 17. Engu að síður nær hún öðru sætinu vegna mikillar stigadreifingar. Þetta er plata — Gleðifólkið KK 2 Sr1rÍdAaUmurínn ■ fwufie d'oíi lá 4. - 5. L/tfr'ana T0rr/ní 4.-5. Pamn^eínsdótt/r 6 Wlóskar 6 H'ttu mig ymirDóra 7 Jtogsuður 8 . g ,,9°mil Font 9 VwóW sméo bandarísku rokksveitarinnar Hootie & The Blowfish sem selst hefur í vörubílaíormum vestanhafs en vakið minni athygli í Evrópu. Einu stigi á eftir henni á listanum er svo plata Polly Harvey en að baki því sæti eru einungis tvær tilnefningar. Og tvær tilnefningar duga Enyu líka til að hreppa fjórða sætið en sætin þar fyrir neðan skipa fimm plötur sem allar hljóta 10 stig og eiga það sameiginlegt að vera í efsta sæti hver á sínum lista gagnrýnenda. Segir það óneitanlega sína sögu um hversu smekkur manna á erlendu plötunum er skiptur. Sama er að segja um valið á björtu vonunum, bæði innlendum og erlendum. Þar er ekki hægt að segja að neitt afgerandi komi fram, og hvað innlendu deildina varðar bendir það til þess að gróskan í íslenskri tónlist hafi verið minni á nýliðnu ári en oft áður. Við skulum þó vona að Eyjólfur hressist á nýbyrjuðu ári og þar með sláum við botninn í þetta spjall um valið á bestu plötum ársins 1995. Sigurður Þór Salvarsson Boituerli tnéplijtvr 5.-9. 7 Post Björk 2 S!?ed*earV/ew 3. To Brinn vhe BI°Wfish d ->4™*yw**Vlove ÉnyaMen’orJ'ofrrees Outside fflinnggj 8 9. Fjgp f_ Súkkat 10. Drullumaii Ootnleðja '-'uisiae 5-9-Kfelce 5-9 nan Morris°n p/%?naln Tim<* 5 . , „arad'» Lost iSruHo‘Min«e Hot Chili Peppers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 5. tölublað - Helgarblað (06.01.1996)
https://timarit.is/issue/196503

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

5. tölublað - Helgarblað (06.01.1996)

Iliuutsit: