Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 26
26 tónlist LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 £ (SS Topplag Topplagið á hljómsveitin Cardigans frá Malmö í Svíþjóð. Þetta er annað lagið sem Cardig- ans á á íslenska listanum en í haust komst lagið Carneval inn á listann. Sveitin kemur hingað til lands 22. febrúar og leikur á Hótel íslandi og í Sjallanum á Akureyri. Hástökkið Hæsta nýja lag síðustu viku er lagið Let Me Live með ekki ófrægari hljómsveit en Queen. Það fer hratt upp listann eða stekkur um tíu sæti, úr 32. sæti í 22. Lagið er af plötunni Made in Heaven sem sveitin gaf út fyr- ir jólin. Lagið söng Eddie Merc- ury rétt áður en hann dó. Hæsta nýja lagið Lagið Do You Wanna Party með hljómsveitinni Molella & Outhere Brothers er nýtt á lista og stekkur beint í sautjánda sæti. Hljómsveitin Outhere Brothers hefur áður komið við sögu íslenska listans og síðast með lagið Búmm, búmm, búmm. Snoop að sleppa? Útlitið er heldur að skána hjá Snoop Doggy Dogg í réttarhöld- unum sem standa yfir honum og lífverði hans í Los Angeles vegna morðs á Philip nokkrum Waldemariam. Einn af kunn- ingjum Waldemariams, sem var nærstaddur þegar skotið var á hann, viðurkenndi við réttar- höldin að hann hefði fjarlægt byssu úr fórum Waldemariams þar sem hann lá í blóði sínu í þeim tilgangi að láta líta út fyr- ir að hann hefði verið óvopnað- ur. Með þessum vitnisburði aukast líkurnar á því að Snoop og lifvörðurinn geti varist á grundvelli sjálfsvarnar. Therapy? án trommara Fyfe Ewing trommuleikari hljómsveitarinnar Therapy? hefur sagt skilið við félaga sína og ber því við að hann sé gjör- samlega búinn að fá nóg af enda- lausum tónleikaferðum. Þessi tilkynning hans kom mjög flatt upp á félaga hans í Therapy? að sögn talsmanna sveitarinnar en þeir segjast virða ákvörðun Ewings og eru þegar byrjaðir að svipast um eftir nýjum trymbli. í boði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 ÍS L EJ tfSIO Ij) IN NR. : L56 vikuna 11 y u . - ll ^ * ir% tfy r A V h U u U. y V V r SÍÐASTA VIKA 1 íi ri¥ II áW H9 /ÍA ’ljX ÞESSI VIKA FYRIR 2 VIK 11. 9. B *at W ™ ^ « r ... 1. VIKA NR. 1... © 5 7 3 SICK ANDTIRED CARDIGANS G) 4 32 4 ONE OF US JOAN OSBORNE - G) 6 6 4 1979 SMASHING PUMKINS 4 1 1 8 EARTH SONG MICHAEL JACKSON 5 2 3 6 DISCO 2000 PULP G) 8 19 3 DON'T CRY SEAL G) 9 - 2 DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS 8 7 - 2 QUEER GARBAGE G) 11 20 4 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH 10 10 10 6 I THINK OF ANGELS KK 8. ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR (íD 17 29 3 SPACEMAN BABYLON ZOO G) 18 - 2 MINNING VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR 13 3 2 6 BULLET WITH BUTTERFLY WINGS SMASHING PUMPKINS 14 13 8 8 FATHER AND SON BOYZONE 15 12 15 3 CANCION DEL MARIACHI LOS LOBOS & ANTONIO BANDERAS 21 2íL . 6 I DON'T WANT TO BE A STAR CORONA | ... NÝTT Á USTA ... I © NÝTT 1 IF YOU WANNA PARTY MOLELLA & OUTHERE BROTHERS (5) 20 17 10 EYES OF BLUE PAULCARRACK 19 19 34 3 RIDIN' LOW L.A.D. 8. DARVY TRAYLOR <20) 24 30 4 WONDERWALL MIKE FLOWERS POPS 21 14 11 5 EVERYBODY BE SOMEBODY RUFFNECK ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... G) 32 _ 2 LET ME LIVE QUEEN 23 16 9 9 TOO HOT COOLIO (5) 30 38 3 SOMETHIN' STUPID ALI CAMPBELL 25 15 4 13 CRAZY LOVE EMILIANA TORRINI <2fi) NÝTT 1 GOT MY SELF TOGETHER BUCKETHEADS 27 27 24 5 HEY LOVER LL COOL J <S) 31 33 8 GOOD INTENTION TOAD THE WET SPROCKET 29 22 5 9 I EMILIANA TORRINI © NÝTT 1 SITTIN' UP IN MY ROOM BRANDY © NÝTT 1 TELL ME GROOVETHEORY © NÝTT 1 SPIRITS IN THE MATERIAL WORLD PATO BANTON & STING © 36 - 2 GET TOGETHER BIG MOUNTAIN © NÝTT 1 WORLD I KNOW COLLECTIVE SOUL © 40 - 2 NAME GOO GOO DOLLS © NÝTT 1 NEVER NEVER LOVE SIMPLY RED © 39 - 2 OH VIRGINIA BLESSID UNION OF SOUL 38 35 25 9 JESUS TO A CHILD GEORGE MICHAEL © NÝTT 1 HAPPY SAD PIZZICATO FIVE © NÝTT 1 DON'T HIDE YOUR LOVE REMBRANTS Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DV í hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist a hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiadur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Nýr maður til liðsvið Suede Heldur hefur lítið farið fyrir hljómsveitinni Suede að undan- förnu en fyrir ekki svo löngu var hún lofuð og prísuð sem helsta von breska poppsins. Hljómsveit- in er þó enn á lífi og nýlega var fjölgað um einn liðsmann í sveit- inni er hljómborðsleikarinn Neil Codling gekk til liðs við Brett Anderson og félaga. Bíða menn nú spenntir eftir nýrri plötu frá sveitinni en tónlist hennar hefur að sögn kunnugra breyst talsvert frá fyrri tíð. Ozzy samur við sig Ozzy Osbourne, sá alræmdi rokkari, varð að gera stutt hlé fyr- ir skemmstu á tónleikferð sinni um Bandaríkin vegna þess að bassaleikarinn hans tók skyndi- lega pokann sinn og fór. Tals- menn Ozzys segja skýringuna þá að vinurinn hafi verið þreyttur á slarkinu en aðrar heimildir herma að hann hafi gefist upp á stjörnustælum Ozzys. Segir sag- an að á meðan Ozzy og kona hans lifðu hvarvetna á lúxushótelum í vellystingum praktuglega hafi liðsmenn hljómsveitar hans The Wizard of Ozz mátt hírast á ódýr- um gistiheimilum við rýran kost. Rapparinn í ruslið Rapparinn Tupac Shakur, sem gengur nú laus, gegn tryggingu og bíður dóms fyrir ýmis meint afbrot, var handtekinn á dögun- um fyrir að brjóta skilorð sem hann er á vegna dóms sem hann hlaut í New York í fyrra fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi. í dómnum var kveðið á um að Shakur skyldi gegna þjónustu í þágu almennings í 45 daga og verkefnið, sem hon- um var falið, var að týna upp rusl kringum hraðbrautir í Kalifor- níu! Shakur lét ekki sjá sig í rusl- inu og var því handtekinn en sleppt aftur eftir að hafa reitt fram 3,5 milljónir króna í tryggingu. Plötufráttir Cure-menn hafa verið að hljóð- rita efni á nýja plötu að undan- förnu og er búið að ákveða að gripurinn eigi að heita Wild Mood Swings og útgáfudagurinn er 6. maí næstkomandi. . . Fred Schneider, forsprakki B-52’s, er langt kominn með aö hljóðrita fyrstu sólóplötu sína en hún á ein- faldlega að lieita Just Fred... Og hljómsveitin Underworld hefur lokið við upptökur á nýrri plötu sem mun kom út í mars ef guð lofar ... -SþS- Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.