Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 13
UV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 13 Eina bigbandið á Islandi með afmælistónleika - stórsveit Reykjavíkur fjögura ára Sæbjöm og Stefán með Stórsveit Reykjavíkur á bak við sig. DV-mynd ÞÖK Stórsveit Reykjavíkur, eina starf- andi bigbandiö hérlendis, heldur nk. þriðjudag afmælistónleika í Borgarleikhúsinu í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Sæ- bjöm Jónsson, aðalhljómsveitar- stjóri Stórsveitarinnar, stofnaði bandið. Það má segja að það teljist til tíðinda þegar stórsveitin kveður sér hljóðs en hún heldur aðeins nokkra tónleika á ári. „Fyrir fjórum ámm datt mér í hug að gera eina tilraun enn til að stofna svona band og skipa það at- vinnumönnum, mönnum sem eru menntaðir í jassinum eins mikið og hægt er, reyndar hvöttu menn mig til þess. Nú er þetta fólk til, sem ekki var mikið um fyrir 15 áram. Þetta unga fólk er að koma úr há- skólanámi í Bandaríkjunum þannig að ég fór af stað og hóaði mönnum saman. Þetta var fólk sem ég þekkti vel, bæði „fullorðnir" menn á aldur við mig og svo kemur líka ungt fólk inn í þetta. Sumir sem eru í þessum hópi vom hjá mér i tónlistarskóla frá átta ára aldri, fóru út að læra og eru komnir heim aftur sem fulltíða menn. Nú er ásóknin það mikil að komast í sveitina að fólk bíðúr í röð eftir því,“ segir Sæbjöm Jónsson en hann hefur starfað sem tónlistar- kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur í fjölda ára, auk þess að vera trompetleikari við Sinfóníu- hljómsveit íslands. Fjórar söngkonur Tónleikamir á þriðjudaginn eru liður í tónleikaröð Borgarleikhúss- ins. Auk Stórsveitarinnar koma fram fjórar söngkonur, þær Andrea Gylfadóttir, sem reyndar varð fyrsta söngkonan til að syngja með Stór- sveitinni, Berglind Björk Jónasdótt- ir, Edda Borg og Ellen Kristjánsdótt- ir. Sæbjörn, sem verið hefur frá tón- listcirstörfum um skeið vegna veik- inda sem hann er að ná sér af, mun einungis koma og stjórna einu verki. Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari mun að öðru leyti stýra hljómsveitinni á þessum tónleikum eins og hann hefur gert undanfarið. Sæbjöm mun hins vegar að öllum líkindum taka við stjórninni á ný á vori komanda. „í þetta skiptið verðum við ein- göngu með erlend lög því það kost- ar svo mikið að útsetja íslenska tón- list fyrir svona stóra hljómsveit. Við höfum bara ekki fjármagn til þess. Einn dýrasti liðurinn em nótna- kaupin, þótt við kaupum þær er- lendis frá þá kosta þær sitt. Ein- hvem tíman kemur vonandi að því að einhverjir styrki okkur svo við getum leikið íslenska tónlist." Stórsveit er ákveðin stærð af hljómsveit þar sem átján hljóðfæra- leikarar spila: fimm saxófónar, íjór- ir trompetar, fjórar hásúnur, trommur, bassi, gítar og píanó. Stór- sveit Reykjavíkur hefur að vísu bætt við sig einum trompetleikara og einum básúnuleikara. í ljósi stærðar hljómsveitarinnar er lítið um að hún leiki opinberlega fyrir greiðslu, þ.e. einstaklingar í hljóm- sveitinni fá ekki greitt fyrir vinnu sína. Sæbjöm segist vona að hugar- farsbreyting verði gagnvart þessum þætti. Hann segist greina mikinn áhuga fólks á tónlistinni sem sveit- in leikur. Til marks um það bendir hann á að hljómdiskur, sem Stór- sveitin gaf út sl. haust, hafi selst vel. Tónleikamir nk. þriðjudag hefj- ast klukkan 20.30 í Borgarleikhús- inu og kynnir á tónleikunum er jasssérfræðingurinn Vernharður Linnet. -pp Vinsælustu 36” og 38” radíaldekkin á íslandi. Pantanir óskast sóttar. Dekkjaviðgerð- arsett fylgir hverjum umgangi af 38” Mudder eða Dick Cepek ^EPEK ÚT FEBRÚAR Vagnhöfði 23 - Sfmi 587-0-587 HVORT VILTU HELDUR? - sama sjónvarpstækið - sitthvort útlitið - SMmRRFJitBSTOBIN r r r SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 Við vorum að fá takmarkað magn af 28" Kolster litsjónvarps- tækjum, þar sem þú getur valið um tvo möguleika á útliti - með sömu eiginleikum! TÆKNILEGAR UPPLÝSÍNGAR: • Black Line - Svartur myndlampi • 40 w Nicam Stereo Surround hljómgæði • íslenskt textavarp • 40 stöðva minni • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Svefnrofi 15-120 mín. • Allar aðgerðir birtast á skjá • Persónulegt minni á lit, birtu og hljóði • 2 Scart-tengi • Heyrnartóistengi • Tengi fyrir auka hátalara nvarp - Black Line - Svartur myndlampi - Nicam Stereo Surround hljómgæði ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.900 STGR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.