Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 ±jV Strax um morguninn átti ég fund með Sveinbimi Bjömssyni rektor og Sigmundi Guðbjarnasyni prófessor. Sigmundur er formaður undirbúningsstjómar Hollvina- samtaka Háskólans, sem vom stofnuð að frumkvæði Stúdenta- ráðs 1. desember síðastliöinn og á dagskrá fundarins voru málefni samtakanna og fyrirhuguð ráðning framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Ég svaf lítils háttar yfir mig. Ég mætti um fimmtán mínútum of seint á fundinn, en það kom ekki að sök, þar sem rektor var rétt far- inn úr frakkanum þegar ég birtist í dyragættinni. Rektor hafði lent í umferðarteppu á Kringlumýrar- braut, eins og ég sagðist þá auðvit- að hafa gert líka. Sigmundur sást hins vegar hvergi. Ég og rektor hófum fundinn, notuðum tækifærið og ræddum ýmis önnur mál. Við fómm yfir það hvenær hægt yrði að afhenda Dagur í lífi Guðmundar Steingrímssonar, formanns Stúdentaráðs: hliðina á honum, en það hafði fok- ið um nóttina. í Háskólanum líður að kosning- um. Eins og gefur að skilja er það mikið metnaðarmál á þeim tíma- punkti að koma óyggjandi til skila til kjósenda hver árangurinn af starfi okkar í vetur hefúr verið. Auk þess fer að líða að því að ég þurfi að setjast niður og skrifa yf- irgripsmikla ársskýrslu fyrir þetta starfsár. Á milli þess sem ég sinnti störfum á skrifstofunni, ásamt tveimur samstarfsmönnum mín- um, var ég þvi aö blaða í möppum og skjölum og líta yfir farinn veg. Einnig varði ég nokkrum tíma til þess að fara yfir bráðabirgðaupp- gjör Stúdentaráðs með Kamillu framkvæmdastjóra, en samkvæmt uppgjörinu er reksturinn í góðu horfi og flestir ef ekki allir afmark- aðir kostnaðarliðir, s.s. erlent sam- starf, atvinnumiðlun, menningar- mál og kynningarmál, virðast ætla Fundarseta á Alþingi og dósasöfnun deildarfélögum í skólanum að- stöðu í aðalbyggingu Háskólans, eins og Stúdentaráð hefur óskað eftir að verði gert, og síðar, þegar viö höföum beðið nokkuð eftir Sig- mundi, hófum við umræður um Hollvinasamtökin eins og til stóð. Seinna heyrði ég í Sigmundi og hann tjáði mér að hann hefði mætt stundvíslega klukkan níu, beðið í tæpar fimmtán minútur á mann- lausri skrifstofunni, þangað til hann fór. Verður það að teljast beinskeytt ádeila á stundvísi okk- ar rektors í morgunsárið. Umferð- arteppan á Kringlumýrarbrautinni var auðvitað mjög erfið. Fjölbreytt starf Starf formanns Stúdentaráðs er ákaflega fjölbreytt svo ekki sé meira sagt. Eina stundina situr hann fund með rektor um háleit- ustu málefni eða heilli nefnd á Al- þingi og talar fyrir aukinni áherslu á menntun og rannsóknir, og hina stundina svarar hann í símann á skrifstofunni, hengir upp plaköt i byggingunum eða safnar dósum meðal nemendanna. Það erum við að gera um þessar mund- ir, að safna dósum til styrktar rík- issjóði, svo ríkissjóður geti staðið straum af kostnaði við að lengja af- greiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar. Eftir fundinn með rektor fór ég einmitt að hengja upp plaköt i þeim byggingum Háskólans sem ekki eru beint á háskólasvæðinu. Ég er nefnilega svo óheppinn að vera sá eini á skrifstofunni sem á bíl. Þegar ég kom inn í VR-II vatt sér að mér húsvörðurinn, lúmskur í fasi, og spurði mig ansi óþægi- legrar spumingar. Eruð það ekki þið sem standið fyrir þessari dósa- söfnun? Jú, sagði ég. Og mig var farið að gruna hvað í vændum var. Tunnumar í þessari byggingu era allar fúllar, sagði húsvörður- inn. Jæja, sagði ég, en ánægjulegt, he, he . . . Síðan fóru í hönd talsverðar bollaleggingar húsvarðarins og min um það hvemig væri best að tæma þessar tunnur með reglu- bundnum hætti. Þetta leit út fyrir að vera stór- mál. Eitt er þó víst að ég hef ekki hugsað mér að ganga í byggingarn- ar sjálfur á hverjum einasta degi og tæma dósatunnur. Auk þess lít ég svo á að smekkfullar dósatunn- ur í hverri einustu byggingu Há- skólans hljóti að vera nægileg áskorun á stjórnvöld um að drífa í þessu máli og lengja afgreiðslu- tíma safnsins. Hér er um ákaflega smáar upphæðir að ræða og málið fer að verða neyðarlegt fyrir alla aðila, svo ekki sé meira sagt. Kosningar í nánd Ég dreif mig út úr VR-II og hélt áfram förinni niöur í Eirberg. Á leiðinni renndi ég upp að stóra dósagámnum við Hringbrautina og reisti við skiltið sem stendur við að standa undir sér og gott betur. Klukkan sjö fór ég heim til mín, náði í harmonikkuna og dreif mig niður í Þjóðleikhúskjallara. Um kvöldið var listadagskrá með ljóð- aupplestri og tónlist. Skárren ekk- ert átti að spila og það var ekki seinna vænna að taka smáæfingu. Reyndar voru þetta lög sem við sömdum allir sjálfir, þannig að það var ekki eins og við myndum klúðra þessu. Reyndar spilaði ég nokkuð margar feilnótur þegar á hólminn var komið, en það gerir ekkert til. Feilnótur era stundum betri en hitt. Finnur þú fimm breytingar? 345 Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi Fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 345 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.