Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 56
1* wmmmgjmtf V&tm viðkúinjn) víimingi Föstudagur 9.2/96 (21) o® KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð daqblað LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1996 Grunur um bankarán: Manninum sleppt úr varðhaldi t Rannsóknarlögregla ríkisins sleppti í gær úr gæsluvarðhaldi manninum sem grunaður var um bankarán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu og tryggingasvik. Mað- urinn, sem er á þrítugsaldri, hafði setið í varðhaldi frá 17. janúar sl, þar af síðasta hálfa mánuðinn vegna rannsóknar á meintri aðild að bankaráninu. Aðild hans að trygg- ingasvikunum margfrægu er hins vegar sönnuð. Að sögn Harðar Jóhannssonar, yfirlögregluþjóns hjá RLR, þóttu ekki efni til að halda manninum lengur í haldi og því var honum sleppt. Bankaránið telst því enn óupplýst. -bjb gröfu- Fékk skóflu á sig Karlmaður um þrítugt slasaðist alvarlega þegar hann fékk gröfu- skóflu á sig á vinnuvélaverkstæði í Njarðvík í gærmorgun. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja til aðhlynningar. Verið var að hífa upp gröfuskófl- una þegar lyftubúnaður brotnaði með þeim afleiðingum að skóflan féll nið- ur á manninn, sem var að vinna und- ir henni. Manninum tókst að forða sér undan mesta farginu en tennur á skóflunni lentu á baki hans. -bjb Tugum þúsunda króna stolið Tugum þúsunda króna í pening- um var stolið úr íbúðarhúsi í Hóla- hverfi í Reykjavík í fyrrakvöld. Þjóf- urinn, eða þjófarnir, létu allt annað fémætt í húsinu í friði. Málið er í rannsókn hjá RLR og var óupplýst síðdegis í gær. -bjb rafverktokar r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Sími 5544566 Rjæei 4!ut Sími 533 2000 Ókeypis heimsending ÞAÐ GETA EKKI ALLIR BREYTT VATNI í VÍN! Fékk lapþunnt skolvatn í stað guðaveiga úr Ríkinu: Engir timburmenn að lokinni afmælisveislu tryggjum að þetta gerist ekki oftar, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR „Það er rétt að við höfum rann- sakað þetta mál en vitum ekki fyrir víst hvernig það hefur gerst að vatn komst á einhverjar flösk- ur. Það eru merkingar sem sýna hvenær áfenginu var tappað á flöskur og við teljum okkur geta tryggt að þetta gerist ekki oftar,“ segir Þór Oddgeirsson, aðstoðar- forstjóri Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins, í samtali við DV. Einhverjir viðskiptavinir ÁTVR munu hafa orðið fyrir því að hafa ætlað sér að gera sér glaðan dag en aðeins fengið lapþunnt skol- vatn í stað guðaveiganna. Eitt dæmi sem DV veit um var um karlmann á besta aldri sem keypti krapið til þess að nota í bollu í afmælisveislu. Gestirnir munu ekki þurft að hafa áhyggjur af timburmönnum að skrallinu loknu. „Við höfum gengið úr skugga um að þetta er ekki frá okkur komið. Við höfum tappað áfengi á flöskur fyrir þetta fyrirtæki frá í haust en ekki þessari tegund,“ seg- ir Jón Guðmundsson hjá Mjólkur- samlagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Árni Helgason, framkvæmda- stjóri hjá Katko, sem sér um að dreifa Jöklakrapi, vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. Bragð- daufu veigarnar munu vera frá Eldhaka en Katko tók við dreifing- unni af því fyrmefnda. -GK/-sv V ' - - ~ Glæsilegur íshellir Fíkniefnamál á Akureyri: Varðhalds krafist yfir þremur piltum Breiðá í Breiðamerkurjökli breytti skyndilega um farveg í árslok 1995 og braust út með látum á nýjum stað. Þar sem áin rann áður skildi hún eftir sig glæsilegan íshelli sem nær meira en 100 metra inn í jökulinn og er 15 metra breið- ur. Sá flottasti í heimi og enn einn töfrastaðurinn í Öræfum. Sigurður í Hofsnesi og Hálfdán á Kvískerjum eru þarna í hellinum. Sjá nánar bls. 4 DV-mynd Eris, Öræfum Rannsóknarlögreglan á Akureyri fór í gær fram á sjö daga gæsluvarð- hald yflr þremur piltum sem grun- aðir eru um flkniefnamisferli og auðgunarbrot í bænum. Dómari tók sér frest þar til um miðjan dag í dag að kveða upp úrskurð. Alls tengjast fimm manns um tvítugt málinu. Stúlku var sleppt á fimmtudags- kvöldið en fjórði pilturinn var hand- tekinn í gær. I kvöld liggur fyrir hvort gæsluvarðhalds verður kraf- ist yfir honum. Málið hófst með því að þrír voru handteknir um miðjan dag á fimmtudag. í framhaldi af því var gerð húsleit á Akureyri. Þar fund- ust 12 grömm af amfetamíni, 20 grömm af hassi og tæki og tól til fíkniefnaneyslu. Einn var handtek- inn til viðbótar um kvöldið og sá fimmti í gær. Þá liggur játning fyrir hjá einu ungmennanna á neyslu á E-pillunni. -bjb * V Sunnudagur Mánudagur Veðrið á sunnudag og mánudag: Lettskyjaö vestan til A sunnudag verður austlæg átt, kaldi suðvestanlands en annars fremur hæg átt. Norðanlands verður skýjað með köflum en él annars staðar. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Á mánudaginn verður hæg austlæg átt og dálítil él austan til á landinu en léttskýjað vestan til. Hiti verður nálægt frostmarki allra austast en annars verður frost á bilinu 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðvestan til. Veðrið í dag er á bls. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.