Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 56
1* wmmmgjmtf
V&tm viðkúinjn) víimingi
Föstudagur
9.2/96
(21) o®
KIN
FRETTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð daqblað
LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1996
Grunur um bankarán:
Manninum
sleppt úr
varðhaldi
t Rannsóknarlögregla ríkisins
sleppti í gær úr gæsluvarðhaldi
manninum sem grunaður var um
bankarán í Búnaðarbankanum á
Vesturgötu og tryggingasvik. Mað-
urinn, sem er á þrítugsaldri, hafði
setið í varðhaldi frá 17. janúar sl,
þar af síðasta hálfa mánuðinn vegna
rannsóknar á meintri aðild að
bankaráninu. Aðild hans að trygg-
ingasvikunum margfrægu er hins
vegar sönnuð.
Að sögn Harðar Jóhannssonar,
yfirlögregluþjóns hjá RLR, þóttu
ekki efni til að halda manninum
lengur í haldi og því var honum
sleppt. Bankaránið telst því enn
óupplýst. -bjb
gröfu-
Fékk
skóflu á sig
Karlmaður um þrítugt slasaðist
alvarlega þegar hann fékk gröfu-
skóflu á sig á vinnuvélaverkstæði í
Njarðvík í gærmorgun. Maðurinn
er ekki talinn í lífshættu en hann
var fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja
til aðhlynningar.
Verið var að hífa upp gröfuskófl-
una þegar lyftubúnaður brotnaði með
þeim afleiðingum að skóflan féll nið-
ur á manninn, sem var að vinna und-
ir henni. Manninum tókst að forða
sér undan mesta farginu en tennur á
skóflunni lentu á baki hans. -bjb
Tugum þúsunda
króna stolið
Tugum þúsunda króna í pening-
um var stolið úr íbúðarhúsi í Hóla-
hverfi í Reykjavík í fyrrakvöld. Þjóf-
urinn, eða þjófarnir, létu allt annað
fémætt í húsinu í friði. Málið er í
rannsókn hjá RLR og var óupplýst
síðdegis í gær. -bjb
rafverktokar
r a f k ó p
samvirki
Skemmuvegi 30 - 200 Kóp.
Sími 5544566
Rjæei
4!ut
Sími 533 2000
Ókeypis heimsending
ÞAÐ GETA EKKI
ALLIR BREYTT
VATNI í VÍN!
Fékk lapþunnt skolvatn í stað guðaveiga úr Ríkinu:
Engir timburmenn að
lokinni afmælisveislu
tryggjum að þetta gerist ekki oftar, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR
„Það er rétt að við höfum rann-
sakað þetta mál en vitum ekki
fyrir víst hvernig það hefur gerst
að vatn komst á einhverjar flösk-
ur. Það eru merkingar sem sýna
hvenær áfenginu var tappað á
flöskur og við teljum okkur geta
tryggt að þetta gerist ekki oftar,“
segir Þór Oddgeirsson, aðstoðar-
forstjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins, í samtali við DV.
Einhverjir viðskiptavinir ÁTVR
munu hafa orðið fyrir því að hafa
ætlað sér að gera sér glaðan dag
en aðeins fengið lapþunnt skol-
vatn í stað guðaveiganna.
Eitt dæmi sem DV veit um var
um karlmann á besta aldri sem
keypti krapið til þess að nota í
bollu í afmælisveislu. Gestirnir
munu ekki þurft að hafa áhyggjur
af timburmönnum að skrallinu
loknu.
„Við höfum gengið úr skugga
um að þetta er ekki frá okkur
komið. Við höfum tappað áfengi á
flöskur fyrir þetta fyrirtæki frá í
haust en ekki þessari tegund,“ seg-
ir Jón Guðmundsson hjá Mjólkur-
samlagi Borgfirðinga í Borgarnesi.
Árni Helgason, framkvæmda-
stjóri hjá Katko, sem sér um að
dreifa Jöklakrapi, vildi ekkert láta
hafa eftir sér um þetta mál. Bragð-
daufu veigarnar munu vera frá
Eldhaka en Katko tók við dreifing-
unni af því fyrmefnda.
-GK/-sv
V
' - - ~
Glæsilegur
íshellir
Fíkniefnamál á Akureyri:
Varðhalds
krafist yfir
þremur
piltum
Breiðá í Breiðamerkurjökli breytti skyndilega um farveg í árslok 1995 og braust út með látum á nýjum stað. Þar sem
áin rann áður skildi hún eftir sig glæsilegan íshelli sem nær meira en 100 metra inn í jökulinn og er 15 metra breið-
ur. Sá flottasti í heimi og enn einn töfrastaðurinn í Öræfum. Sigurður í Hofsnesi og Hálfdán á Kvískerjum eru þarna
í hellinum. Sjá nánar bls. 4 DV-mynd Eris, Öræfum
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
fór í gær fram á sjö daga gæsluvarð-
hald yflr þremur piltum sem grun-
aðir eru um flkniefnamisferli og
auðgunarbrot í bænum. Dómari tók
sér frest þar til um miðjan dag í dag
að kveða upp úrskurð. Alls tengjast
fimm manns um tvítugt málinu.
Stúlku var sleppt á fimmtudags-
kvöldið en fjórði pilturinn var hand-
tekinn í gær. I kvöld liggur fyrir
hvort gæsluvarðhalds verður kraf-
ist yfir honum.
Málið hófst með því að þrír voru
handteknir um miðjan dag á
fimmtudag. í framhaldi af því var
gerð húsleit á Akureyri. Þar fund-
ust 12 grömm af amfetamíni, 20
grömm af hassi og tæki og tól til
fíkniefnaneyslu. Einn var handtek-
inn til viðbótar um kvöldið og sá
fimmti í gær. Þá liggur játning fyrir
hjá einu ungmennanna á neyslu á
E-pillunni.
-bjb
*
V
Sunnudagur
Mánudagur
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Lettskyjaö vestan til
A sunnudag verður austlæg átt, kaldi suðvestanlands en annars fremur hæg átt. Norðanlands verður skýjað með köflum en él annars staðar.
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á mánudaginn verður hæg austlæg átt og dálítil él austan til á landinu en léttskýjað vestan til. Hiti verður nálægt frostmarki allra austast en
annars verður frost á bilinu 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðvestan til.
Veðrið í dag er á bls. 61