Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 48
56 leikhús. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 menning______________________ Heimur án jóla - tónlist eftir Giya Kancheli Tíðar og opinskáar skírskotanir nokkurra fyrrum sovéskra tón- skálda til æðri máttarvalda í verk- um sínum hefur komið okkur trú- lausum Vesturlandabúum í opna skjöldu. Var ekki verið að frelsa þessa menn undan alræði öreiganna til að þeir gætu neytt ávaxtanna af skilningstré vestræns kapítalisma og lifað síðan hamingjusömu lífi alla sína daga? Það kemur sem sagt í ljós að mörgum austurevrópskum listamönnum þykir það andlega frelsi sem boðið er upp á hér á Vest- urlöndum æði skilyrt. Nauðugir viljugir þiggja þeir þó vestrænan beina, til dæmis uppihald við þýska eða franska tónlistarskóla, þar sem vaxandi markaðshyggjan heima er búin að úthýsa þeim sem áður voru á ríkisstyrkjum við að semja „erf- iða“ tónlist. Löngun þessara burt- fluttu listamanna eftir samastað, i andlegum sem landfræðilegum skilningi, birtist ekki sist í sláandi og mjög svo persónulegum umritun- um þeirra á trúarlegri tónlist. Hér vil ég sérstaklega nefna eistneska tónskáldið Arvo Párt, þýsk-rúss- neska tónskáldið Alfred Schnittke, Edison Denisov, Georgiumanninn Giya Kancheli og að vissu marki, tatarakonuna Sofla Goubadullina. Margbrotinn einfaldleiki En það er ekki aðeins hið trúar- lega inntak þessarar nýju tónlistar, heldur einnig einfaldleiki hennar, sem farið hefur soldið í taugarnar á veraldarvönum hlustendum á Vest- urlöndum. íslenskt tónskáld hafði mörg orð i mín eyru um „meðvitaða bernsku" hennar og afneitun á „vitsmunalegum" tjáningarmáta og átti þá að ég held ekki síst við Párt, sem beitir oft löngum þögnum og bjölluhljóman til að skapa andakt- ugar stemningar. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfssnn Einfaldleikinn er lika eitt af að- alsmerkjum Giya Kanchelis, sem nú dvelur í „útlegð" í Belgíu, en Manf- red Eicher hjá ECM-útgáfunni hefur gefið út frábærlega fallega útlítandi og hljómandi geislaplötur með tón- list hans. (Ein þeirra, Abii ne vider- em, skartar m.a.s. ljósmynd frá ís- landi.) Hins vegar hefur hlustand- inn á tiifmningunni að einfaldleik- inn í tónlist Kanchelis verði til eftir mikinn og sársaukafullan niður- skurð uns eftir stendur harður og tær kjarni upphafningar eða skiln- ings. Þessi einfaldleiki er ekki alltaf auðskiljanlegur og á heldur ekki að vera það. Ihugun og tilfinningar Eitt þekktasta verk Kanchelis, Heimur án jóla (sjá Abii ne vider- em), öðlast einmitt áhrifamátt sinn fyrir þá tónklasa og tóneffekta sem ekki eru til staðar. Eftir stendur mettuð dauðaþögnin, rofin af sker- andi hljóðum úr hversdagsleikan- um eða angurværum drengjarödd- um. Heimur án jóla, og þar með án trúar, er ömuleikinn uppmálaður. Vissulega fer Kancheli stundum út á ystu nöf í manípúlasjón tilflnn- inga, keyrir upp angist og trega, en nemur staðar áður en tónmál hans snýst upp í klisjur. Áhrifamest er tónlist Kanchelis þar sem stakri sópran- eða drengja- rödd eða kvartett (t.d. Hilliard kvar- tettinum) er teflt gegn lítilli strengjasveit, ef til vill með ívafi hljóðeffekta af segulbandi. Þar fer hann af miklu öryggi bil beggja milli íhugunar og mikilla tilfinn- inga. Giya Kancheli - Abii ne viderem Kim Kashkashian, Hilliard En- semble, Stuttgart Kammerorkest- er o.fl. ECM 1510 Giya Kancheli - Exil Verk fyrir sópran, flautur og strengjasveit ECM 1535 Umboð á íslandi: JAPIS Andlát Sveinn H.M. Ólafsson, fyrrverandi brunavörður, Bústaðavegi 75, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 8. febrúar. Lára Guðbjörg Kristjánsdóttir, Mávakletti 12, Borgarnesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. febrúar. Guðfríður Kristín Jóhannesdótt- ir, Hrafnistu, lést 8. febrúar. Andlát Kristmundur Anton Jónasson framreiðslumaður verður jarðsung- UPPBOÐ Eftirtaldir munir verða boðnir í uppboðssal í Tollhúsinu við Tryggvagötu laugardaginn 17. febrúar 1996, kl. 13.30: 1 cl. ballvalves 80 kg, 10 stk. snittvélar, 14 IBM-tölvur, 17 rörtengur o.fl., 18 hótelrúm, eldhúsinnrétting, víxill, kr. 210.000, útg. af Gunnari G. Gunnars- syni en samþykktur af Perlu hf., greiðsludagur 15.11 .’94, Europa rafstöðv- ar, Eskofot plöturammi, EX-tölva, Fantataka eftir Jerzy Kowsenski, 400 bækur, fatahengi, fatnaður, faxtæki, Feste vals, fjallareiðhjól, 21 gírs, fjöl- rása upptökutæki, Fostex E16, flökunarvél, framköllunarvél, framlnr. 604917, framleiðsluverkfæri, 2 dælur og 2 blöndunarpottar, Frostwear kæliskápur, frystiborð, fundarborð, geisladrif, power DC, geisladrif, geipla- spilari, gervitunglaloftnet, 180 cm, gínur, gínustandar, glasiringavél, gler- borð, glerhillur, Globe kæliskápur, grasstrá, greni, gufuofn, Becck FCV-4, Harteck afgreiðslutæki, hausklofningsvél, hátalarar, háþrýstidæla, Gerní, háþrýstidælur, háþrýstiþvottatæki og rafsuðutæki, Hewlett Packard leysi- prentari, Hewlett Packard Vectra VL tölvur, hillur, hillusamstæða, hilluuppi- stöður, hitablásarar, hitamælar, híasintur, hjólainnivinnupallar, hjólsög í borði, hleðsluborvél, hliðarborð, hljóðblöndunarborð af gerð Cadac, hljóðmixer, Soundcraft Series 2400 28/24, hljóðmælitæki, hljómflutnings- tæki, hlutabréf í Kaupgarói hf. að nafnvirði kr. 4.000, Hobart 2 stk., 80 stk. stólar, 20 stk. borð, Hobart hrærivélar, hornsófar, sófasett, borð, hraðbátur úr trefjaplasti, hvítur, 14fet, hringborð, Husqvarna ofnar, húsgögn, húshlut- ar, Hyuandai tölvur, höggborvél, IBM 4019 leysiprentari, IBM 486 tölva með prentara, IBM AS 400 tölva, Image nálaprentari, Inno- hit 2, sjónvarp, innréttingar í verslun, ITEK 975 PFA prentvél, ísskápur, ísvélar, Electrofric, járngrind, jólaskraut, jólastjörnur, JRC JFV-216 Color Echo Sounder, Jun air loftpressur, Jun air maxi loftpressa, kaffivélar, kantpússivél, kastari, kál- far, keflaþjappa o.fl., Kells Sail, 1500 kg, Kemp suðuvél, kommóða, Konica 550 Ijósritunarvélar, Kvikk hausklofningarvél, kvikmyndatökuvél, kæliborð, kæliskápur, lampar, leysiprentari, teg. HP, leysiprentari, QMS 420, lágborð, leiktæki, listaverk, listaverkið „Fyrirmæli óskast", litaskjár, litatæki, Electro Teck, litatæki, Finlux 22, litatæki, ITT, litatæki, Kolster, litatæki, Mark, lita- tæki, Multi-Tec, litatæki, Nordmende, litatæki, Philips, litatæki, Samsung, litatæki, Sony, litatæki, teg. Grund, litsjónvarp, teg. Finlux, litsjónvarp, teg. Samsung, líkamsræktartæki, Ijósabúnaður, Ijósarammi, Ijóskastarar, Ijós- myndavörur, Ijósritunarvél, Sharp, Ijósritunarvél, Mita DC-1205, Lockfor- mer lásavél, Lovero HM-450 pökkunarvélar, Luxor sjónvarp, lýsingarkassi, DUPLEX helioprint, Macintosh Color Classic tölva, Macintosh Plus tölva, matarstell, Suomi, fyrir 12 manns, Maxima Front prentvél, málmklefi, mál- verk eftir Axel Einarsson, „Sólarlag", og málverk eftir Gunnar Örn (hálf- brjósta kona), málverk eftir Jóhannes Kjarval, 120x150 cm, málverk eftir Sigurð Örlygsson (Reiðhjól í talíu), MCS486 SX20 tölva, Microtec borðs- kanni, mótahreinsivél, Europa, mótorskemmtibátur, 4000 kg, móttökuborð, myndbandstæki, Sony Betacam 40, myndvinnslutæki, Multiflex 2000, Nas- hua Ijósritunarvél, nálaprentari af Apple-gerð, Nescoxenon, New life rönt- gentæki, Novell netbúnaður, Obi leysiprentari, offsetmyndavél, offsetprent- vél, Heidelberg, 5 lita, teg. MOFPP, Oki prentarar, 2. stk., Otari MTR-90 fjölrásasegulbandstæki, óþekkt vara, pallar, Panasonic klippisett, pappaprufur, pappír o.fl., pappírsskurðarhnífur, IDEAL, PC tölva, gerð XT- 486, peningakassi, peningaskápar, Peugeot 1976, Philips sjónvarp, Pitney Bows 1861 pökkunarsamstæða, plaköt í ramma, plasmaskurðarvél og kol- sýruvél, plötuþjappa, Power Macintosh tölva, póstfax, prentarar, prentvél, ADAST Dominant, prentvél, frnr. 5160, prentvél, einlita, frnr. 5160, putta- beygjuvél, QMS geislaspilari, PS-410, QMS leysiprentari, PS-410, QMS PS410 prentari, Rafha eldavélar, Rainbow ryksuga, rakatæki, rammar, reiðhjól, reiknivél, repromaster, Richmac peningakassar, ritvél, Rival púss- vél, Roller handsnitti, Rosenthal vasar, róðrarvél, rósabúnt, rósir, ryksuga, SCM-kantlímingarvél, seglskútan Svalan (16 feta), Serial nr. mx 2428- 0135, setningartölva, Siemens eldavél, Sissons gólfstandandi ruslakvörn, Sissons ruslakvörn í vask, sími, símkerfi, trilla: Hanna Vigdís, sk.skr.nr. 6588, Tulip 486 tölva, tveggja hausa Jun air loftpressur, tvær tölvur, PC486, tveggja skerma, tvö reykköfunartæki, Appareil Respiradire, töflust- and, tölva 486 megah. MH2 með prentara, tölva, AST power Premium, tölva, Huyndai 486, tölva, Macintosh, tölva XT 286, 21190276, tölva, IBM, Seikosh prentari, Sharp faxtæki, tölvuborð, tölvubúnaður, tölvusetningar- vél, Linotype Mergenthaler, tölvuteiknari, tölvuvigt, töskur, umbúðir, Unitron tölva, Unitron PC tölva með skjá, Universal suðuvél, uppþvottavél af gerð- inni Vexiodisk, uppþvottavél, Hobart HX40, uppþvottavél, Vexiodisk, upp- þvottavélarborð og fylgihl., útgáfusamningar: Hótel Færeyjar, bein leið, og Súkkat dúett, útvarp af gerðinni Sailor R-106, varahlutir, vatnaliljur, vatns- hitari, vegghillur, Venturi, Franke-ofn, afgreiðsluborð í bakaríi, verkfæri, vélahlutar, vélar, vélpressa, Victor VP 05 L leysiprentari, videotökuvél, Cannon, viðarhillur, vinnupallar, vinnuskúrar, vörulager á 10 brettum af 2,5” kínverskum rakettum, vörur, Waxstation tölvubúnaður, Winkzlin matar- stell, WLS- útrúllunarvél, World class dragvél, Xerox Ijósritunarvél, Zanussi ísskápur/frystir, Zusuki Ijósavél, þakhellur, þokuúðunartæki, þvottavél frá Imanuel, þykktarhefill, ökutæki, TE-406, sem er í smápörtum, og ölkælir, bifreið, IB-654 (R-33818) Fiat Panda, árg. ’87, gólfbón og gólfsápa, þjófa- varnarkerfi fyrir heimili, mælitæki fyrir örbylgjuofna, fatnaður, myndavél, faxtæki, leikföng, Dantax- hátalarar, bílabón, sjampó og hreinsiefni, 2 bretti eldhúsvörur. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK LEIKFÉLAG REYKJAVÍPJR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau 10/2, fáein sæti laus, lau. 17/2, lau. 24/2. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laugard. 10/2., fáein sæti laus, sun. 18/2, uppselt, sun. 25/2, fáein sæti laus. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fösd. 16/2, fös. 23/2, aukasýningar. Pú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Lau. 10/2, uppselt, fid. 15/2, fáein sæti laus, föd. 16/2, uppselt, laud. 17/2, uppselt, aukasýning fimmtud. 22/2, föst. 23/2, uppselt, lau. 24/2, uppselt. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright 30. sýn. laud. 10/2 kl. 23.00, fáein sæti laus, föst. 16/2, uppselt, lau 17/2 kl. 23.00, fáein sæti laus, fös. 23/2, fáein sæti laus, lau. 24/2 kl. 23.00, fáein sæti laus. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30. Þriðjud. 13. feb. Stórsveit Reykjavíkur ásamt söngkonum. Miðaverð kr. 1.000. Fyrir börnin: Línu-ópal, Lfnu-bolir og Lmu-púsluspil. Miðasalan er opín alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk pess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLAC MOSFELLSSVEITAR sýnir gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni f Bæjarleikhúsinu. Sýningar hefjast kl. 20.30. Laugardaginn 10. febr. Föstudaginn 16. febr. Sunnudaginn 18. febr. Föstudaglnn 23. febr. Sunnudaginn 25. febrúar. Miðaverð kr. 1200. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. inn frá Dómkirkjunni i Reykjavík mánudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Helga Rósa Ingvarsdóttir, Vall- holti 3, Ólafsvík, veröur jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Sigrún Guðjónsdóttir frá Vatns- nesi í Grímsnesi verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Ólafur Vigfússon, Safamýri 46, áður bóndi á Þverá, verður jarð- sunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Ásmundur Hálfdán Magnússon, ÞJÓDLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, fid. 15/2, uppselt, föd. 16/2, uppselt, fid. 22/2, uppselt, Id. 24/2, uppselt, fld. 29/2, nokkur sæti laus. GLERBROT eftir Arthur Miller Á morgun, Id. 17/2, næstsíöasta sýning, sud. 25/2, sfðasta sýning. DONJUAN eftir Moliére Sun. 18/2, næstsíðasta sýning, föd. 23/2, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag, uppselt, á morgun, uppselt, Id. 17/2, uppselt, sud. 18/2, uppseit, Id. 24/2, örfá sæti laus, sud. 25/2, uppselt. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN Á morgun, uppselt, Id. 17/2, uppselt, sud. 18/2, uppselt, mvd. 21/2, laus sæti, föd. 23/2, uppselt, sud. 25/2, laus sætl. Athugið að ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: Leigjandinn eftir Simon Burke Á morgun, nokkur sæti laus, Id. 17/2, sud. 18/2, föd. 23/2, sud. 25/2. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ÁSTARBRÉF með sunnudagskaffinu. kl. 15.00 í Leikhúskjallaranum. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöfl Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Sími miðasölu 551 1200 - Sími ‘ skrifstofu 551 1204. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! MADAMA BUTTERFLY eftir Giacomo Puccini Sun. 11/2 kl. 20, síðasta sýning. HANS OG GRÉTA eftir Engilbert Humperdinck Sun. 11/2 kl. 15.00, síðasta sýning. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, laugar- daga og sunnudaga kl. 13-19 og sýningarkvöld er opið til kl. 20. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Eyrarstíg 1, Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðar- kirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Pétur Tryggvi Pétursson, Græna- garði, verður jarðsunginn frá ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Jóna Sigríður Ólafsdóttir, Þúfu, Vestur-Landeyjum, verður jarð- sungin frá Voðmúlastaðakapellu í Austur-Landeyjum laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Eygló Kristjánsdóttir verður jarð- sungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.