Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 2
2 ’réttir LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 JLlV Líffæraflutningar til Svíþjóöar: Dagur á gjörgæslu kostar 300 þúsund - sjúklingar geta verið rólegir, segir Karl Steinar Guönason „Dagurinn á gjörgæslu í Svíþjóð kostar 300.000 krónur svo þetta er fljótt að fara í háar tölur. Heil- brigðisráðherra átti væntanlega við að einn einstaklingur hefði kostað íslenska ríkið allt að eitt hundrað milijónir króna. Kostnað- urinn var vegna aðgerðar og eftir- meðferðar vegna höfnunar á liffær- um og umönnun í sambandi við það,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sagði í ræöu á fimmtudagskvöld að einn einstak- lingur gæti kostað íslenska ríkið allt að 100 milljónum króna. Sam- kvæmt heimildum DV var einung- is um eitt svo dýrt tilfelli að ræða. Hagræðingar leitað Tryggingastofnun og heilbrigð- isráðuneytið hafa sagt upp samn- ingmn við Sahlgrenska sjúkrahús- ið í Gautaborg um líffæraflutn- inga. Verið er að reyna að ná samningum við Svíana um lægra verð. Karl Steinar sagði í samtali við DV að enginn fótur væri fyrir því að Svíar borguðu lægra verð en við íslendingar fyrir líffæra- flutninga. Hann sagði að málið væri þó í athugun. Meðcdverð á hjartaígræðslu er átta milljónir, lifrarígræðslu sex milljónir, nýrna- ígræðslu þrjár milljónir og mer- gígræðslu átta milljónir sam- kvæmt tölum frá Tryggingastofn- un ríkisins. Þessar tölur eru mið- aðar við að allt gangi vel. Kostn- aður eykst gífurlega ef eftirmeð- ferðin lengist. Þess vegna ætlar nefnd á vegum Tryggingastofnun- ar að leita hagræðingar um eftir- og fyrirmeðferð. „Sumir þurfa fyrst að fara út í nokkurs konar mat hjá læknum sem gera aðgerðimar. Það getur kostað í kringum tvær milljónir. Samtals var rúmlega 320 milljón- um varið í líffæraígræðslu á síð- asta ári. Sjúklingar sem bíða núna þurfa ekki að vera kvíðnir því að ekki verði staðið við skuldbinding- ar. Það verður gert,“ segir Karl Steinar. Verið er að tala um hagræðingu en ekki niðurskurð þannig að sjúk- lingamir þurfi ekki að líöa. Nefnd frá Tryggingastofnun er að störf- um og leitar hún leiða um hvort gera megi aðgerðimar á ódýrari hátt án þess að það komi niður á gæðum. Eitt af því sem verið er að Leigubílaakstur ríkisins: Ríkiskaup sömdu við BSH Skrifað var undir samning hjá Ríkiskaupum í gærmorgun við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, BSH, um leigubílaakstur á höf- uðborgarsvæðinu fyrir stofnanir ríkisins aðrar en Ríkisspltalana. Samið var um 21% afslátt af hverjum akstri. Samningurinn tekur gildi í áfongum þar sem í dag eru ein- ungir 25 bílar hjá BSH. Fyrst í stað mun hann taka til aksturs I Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi auk akst- urs fyrir Ríkisútvarpið. Póstur og sími bætist við 1. mars og 1. apríl öll ráðuneyti og aðrar rík- isstofnanir. Eins og fram hefur komið í DV höfnuðu Ríkiskaup öllum til- boðum í leigubílaaksturinn en samningur upp á 35,5% afslátt hjá Hreyfli rann út um síðustu mánaðamót. Hreyfill og BSR buðu saman í aksturinn með 10% afslætti. BSH tók ekki þátt í útboðinu og gengu Ríkiskaup til samninga við þá stöð með fyrr- greindum árangri. -bjb Eldur í Fljótshlíð: Mikill reykur frá hálmi Þegar bóndinn á Rauðuskrið- um í Fljótshlíð kom út frá síð- degiskaffinu í gær sá hann mikinn reyk stíga frá gömlu fjárhúsi sem er sambyggt við fjósið á bænum. Eldur hafði komið upp í hálmhrúgu inni í fjárhúsinu. Slökkviliðið á Hvolsvelli var kvatt á vettvang og tókst því að slökkva eldinn á skömmum tíma. Ábúendur náðu að koma kúnum út úr fjósinu og varð þeim ekki meint af reyknum. Skemmdir reyndust minni en á horfðist. Sperrur í þaki fjárhússins sviðnuðu og reykræsta þurfti fjósið. -bjb Jóhannes Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, fekk það verkefni að taka sokkaleistana af númera- piötu bílsins sem þjófarnir voru á þegar þeir voru gripnir glóðvolgir í innbroti. DV-mynd S Tveir þjófar gómaðir glóövolgir: Bílnúmerin hulin með sokkaleistum Lögreglan í Kópavogi gómaði tvo unga menn sl. fimmtudagsmorgun þar sem þeir voru að bera þýfi út úr íbúðarhúsi í bíl sem stóð þar fyrir utan. Lögreglan rak augun í bílinn þar sem skráningarnúmerið að aft- an var hulið með sokkaleistum! Mennirnir voru teknir til yfir- heyrslu og gátu að sjálfsögðu ekki annað en játað á sig verknaðinn. Þeir hafa ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Kópavogi. -bjb Arekstrahrina á Akureyri Skyndileg hálka á Akureyri gerði ökumönnum þar lífið leitt í gær. Frá hádegi og þar til um sexleytið síðdegis urðu sjö árekstrar í og viö bæinn. Engin slys urðu á fólki en i tveimur árekstranna urðu töluverð- ar skemmdir á farskjótum. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nel 2 | r ö d FÓLKSIN 904-160^ Hvort viltu brú eða göng undir Hvalfjörð? Skattskýrslan má bíða til mánudags Annríki var á öllum skattstofum í landinu í gær því að tími skattframtalanna er kominn og margir eflaust á síðustu stundu með framtalið. Skattstjórar hafa auglýst að undanförnu að frestur til að skila inn skattframtali renni út í dag. Samkvæmt stjórnsýslulögum er þó heimilt að skila skattframtalinu inn á mánudag. Myndin var tekin á Skattstofunni í Reykjavík við Tryggvagötu í gær þar sem fólk stóð í biðröð við að sækja um frest eða skila inn framtali. DV-mynd GS skoða er hvort eitthvað af eftir- meðferð, eftirlit eða aðgerðir verði flutt til íslands. Karl Steinar bend- ir á að mikil þekking sé til á þess- ’ um sviðum á íslandi. -em | stuttar fréttir Ómögulegt frumvarp Að mati foimannafundar ASÍ, j sem fram fór í Ölfúsborgum, þreng- ir ffumvarp um samskiptareglur á vinnumarkaði samnings- og verk- | fallsrétt og brýtur í bága viö stjóm- arskrá og mannréttindasáttmála 1 Evrópu. 8. Vaxtahækkun í bönkum Búnaðarbankinn, íslandsbanki - og sparisjóðirnir ætla að hækka vexti út- og innlána á morgun. Samkvæmt RÚV er ástæða hækk- unar aukinn verðbólga á næstu mánuðum. Sænskt fyrirtæki á Krókinn Kaupfélag Skagfirðinga á í við- ræðum um kaup á sænsku raf- einda- og stáliðnaðarfýrirtæki til Sauðárkróks. Samkvæmt frétt RÚV í gæti verið um 40 ný störf að ræða. Braggi hrundi Braggi í eigu Steypustöðvarinn- v ar í Ártúnshöfða hrundi undan | snjófargi síödegis i gær. Engin slys urðu á mönnum en til stóð að rifa | braggann, sem er nærri 50 ára, í I næstu viku. Nýr hótelstjóri KEA Elías Bj. Gíslason hefur verið ráðinn hótelstjóri á Hótel KEA á l Akureyri. Handritakomu minnst Innan skamms mun Árnastofn- Iun minnast þess að 25 ár eru liðin frá því fyrstu handritin komu til landsins frá Danmörku. Samkvæmt frétt RÚV eru enn eftir 100 handrit í Danmörku sem eiga heima á ís- 1 landi. Breyting á refsilögum Samkvæmt nýrri breytingartil- lögu á refsilögum verður óheimOt að' smána eða ráðast opinberlega á 'H samkynhneigða. Brot á þessum lög- um geta varðað allt að 2 ára fang- í elsi. Steinullargróöi A síðasta ári varð 35 milljóna króna hagnaður af rekstri Steinull- arverksmiðjunnar á Sauðárkróki. IArið 1994 varð 6,6 milljóna hagnað- ur. Línuafli til aflamarks Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að allur línuafli, sem land- að er eftir 15. febrúar, skuli reikn- ast til aflamarks fiskiskipa. | Kaupmaöur dæmdur Kaupmaður í Reykjavik hefur verið dæmdur til aö greiöa samtök- I 11111 hljómplötuútgefenda, flytjenda Íog tónskálda 20 þúsund krónur með í vöxtum fyrir að hafa opið fyrir út- varp í verslun sinni. RÚV greindi frá þessu. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.