Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Page 2
2 ’réttir LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 JLlV Líffæraflutningar til Svíþjóöar: Dagur á gjörgæslu kostar 300 þúsund - sjúklingar geta verið rólegir, segir Karl Steinar Guönason „Dagurinn á gjörgæslu í Svíþjóð kostar 300.000 krónur svo þetta er fljótt að fara í háar tölur. Heil- brigðisráðherra átti væntanlega við að einn einstaklingur hefði kostað íslenska ríkið allt að eitt hundrað milijónir króna. Kostnað- urinn var vegna aðgerðar og eftir- meðferðar vegna höfnunar á liffær- um og umönnun í sambandi við það,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkis- ins. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sagði í ræöu á fimmtudagskvöld að einn einstak- lingur gæti kostað íslenska ríkið allt að 100 milljónum króna. Sam- kvæmt heimildum DV var einung- is um eitt svo dýrt tilfelli að ræða. Hagræðingar leitað Tryggingastofnun og heilbrigð- isráðuneytið hafa sagt upp samn- ingmn við Sahlgrenska sjúkrahús- ið í Gautaborg um líffæraflutn- inga. Verið er að reyna að ná samningum við Svíana um lægra verð. Karl Steinar sagði í samtali við DV að enginn fótur væri fyrir því að Svíar borguðu lægra verð en við íslendingar fyrir líffæra- flutninga. Hann sagði að málið væri þó í athugun. Meðcdverð á hjartaígræðslu er átta milljónir, lifrarígræðslu sex milljónir, nýrna- ígræðslu þrjár milljónir og mer- gígræðslu átta milljónir sam- kvæmt tölum frá Tryggingastofn- un ríkisins. Þessar tölur eru mið- aðar við að allt gangi vel. Kostn- aður eykst gífurlega ef eftirmeð- ferðin lengist. Þess vegna ætlar nefnd á vegum Tryggingastofnun- ar að leita hagræðingar um eftir- og fyrirmeðferð. „Sumir þurfa fyrst að fara út í nokkurs konar mat hjá læknum sem gera aðgerðimar. Það getur kostað í kringum tvær milljónir. Samtals var rúmlega 320 milljón- um varið í líffæraígræðslu á síð- asta ári. Sjúklingar sem bíða núna þurfa ekki að vera kvíðnir því að ekki verði staðið við skuldbinding- ar. Það verður gert,“ segir Karl Steinar. Verið er að tala um hagræðingu en ekki niðurskurð þannig að sjúk- lingamir þurfi ekki að líöa. Nefnd frá Tryggingastofnun er að störf- um og leitar hún leiða um hvort gera megi aðgerðimar á ódýrari hátt án þess að það komi niður á gæðum. Eitt af því sem verið er að Leigubílaakstur ríkisins: Ríkiskaup sömdu við BSH Skrifað var undir samning hjá Ríkiskaupum í gærmorgun við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, BSH, um leigubílaakstur á höf- uðborgarsvæðinu fyrir stofnanir ríkisins aðrar en Ríkisspltalana. Samið var um 21% afslátt af hverjum akstri. Samningurinn tekur gildi í áfongum þar sem í dag eru ein- ungir 25 bílar hjá BSH. Fyrst í stað mun hann taka til aksturs I Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi auk akst- urs fyrir Ríkisútvarpið. Póstur og sími bætist við 1. mars og 1. apríl öll ráðuneyti og aðrar rík- isstofnanir. Eins og fram hefur komið í DV höfnuðu Ríkiskaup öllum til- boðum í leigubílaaksturinn en samningur upp á 35,5% afslátt hjá Hreyfli rann út um síðustu mánaðamót. Hreyfill og BSR buðu saman í aksturinn með 10% afslætti. BSH tók ekki þátt í útboðinu og gengu Ríkiskaup til samninga við þá stöð með fyrr- greindum árangri. -bjb Eldur í Fljótshlíð: Mikill reykur frá hálmi Þegar bóndinn á Rauðuskrið- um í Fljótshlíð kom út frá síð- degiskaffinu í gær sá hann mikinn reyk stíga frá gömlu fjárhúsi sem er sambyggt við fjósið á bænum. Eldur hafði komið upp í hálmhrúgu inni í fjárhúsinu. Slökkviliðið á Hvolsvelli var kvatt á vettvang og tókst því að slökkva eldinn á skömmum tíma. Ábúendur náðu að koma kúnum út úr fjósinu og varð þeim ekki meint af reyknum. Skemmdir reyndust minni en á horfðist. Sperrur í þaki fjárhússins sviðnuðu og reykræsta þurfti fjósið. -bjb Jóhannes Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, fekk það verkefni að taka sokkaleistana af númera- piötu bílsins sem þjófarnir voru á þegar þeir voru gripnir glóðvolgir í innbroti. DV-mynd S Tveir þjófar gómaðir glóövolgir: Bílnúmerin hulin með sokkaleistum Lögreglan í Kópavogi gómaði tvo unga menn sl. fimmtudagsmorgun þar sem þeir voru að bera þýfi út úr íbúðarhúsi í bíl sem stóð þar fyrir utan. Lögreglan rak augun í bílinn þar sem skráningarnúmerið að aft- an var hulið með sokkaleistum! Mennirnir voru teknir til yfir- heyrslu og gátu að sjálfsögðu ekki annað en játað á sig verknaðinn. Þeir hafa ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Kópavogi. -bjb Arekstrahrina á Akureyri Skyndileg hálka á Akureyri gerði ökumönnum þar lífið leitt í gær. Frá hádegi og þar til um sexleytið síðdegis urðu sjö árekstrar í og viö bæinn. Engin slys urðu á fólki en i tveimur árekstranna urðu töluverð- ar skemmdir á farskjótum. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nel 2 | r ö d FÓLKSIN 904-160^ Hvort viltu brú eða göng undir Hvalfjörð? Skattskýrslan má bíða til mánudags Annríki var á öllum skattstofum í landinu í gær því að tími skattframtalanna er kominn og margir eflaust á síðustu stundu með framtalið. Skattstjórar hafa auglýst að undanförnu að frestur til að skila inn skattframtali renni út í dag. Samkvæmt stjórnsýslulögum er þó heimilt að skila skattframtalinu inn á mánudag. Myndin var tekin á Skattstofunni í Reykjavík við Tryggvagötu í gær þar sem fólk stóð í biðröð við að sækja um frest eða skila inn framtali. DV-mynd GS skoða er hvort eitthvað af eftir- meðferð, eftirlit eða aðgerðir verði flutt til íslands. Karl Steinar bend- ir á að mikil þekking sé til á þess- ’ um sviðum á íslandi. -em | stuttar fréttir Ómögulegt frumvarp Að mati foimannafundar ASÍ, j sem fram fór í Ölfúsborgum, þreng- ir ffumvarp um samskiptareglur á vinnumarkaði samnings- og verk- | fallsrétt og brýtur í bága viö stjóm- arskrá og mannréttindasáttmála 1 Evrópu. 8. Vaxtahækkun í bönkum Búnaðarbankinn, íslandsbanki - og sparisjóðirnir ætla að hækka vexti út- og innlána á morgun. Samkvæmt RÚV er ástæða hækk- unar aukinn verðbólga á næstu mánuðum. Sænskt fyrirtæki á Krókinn Kaupfélag Skagfirðinga á í við- ræðum um kaup á sænsku raf- einda- og stáliðnaðarfýrirtæki til Sauðárkróks. Samkvæmt frétt RÚV í gæti verið um 40 ný störf að ræða. Braggi hrundi Braggi í eigu Steypustöðvarinn- v ar í Ártúnshöfða hrundi undan | snjófargi síödegis i gær. Engin slys urðu á mönnum en til stóð að rifa | braggann, sem er nærri 50 ára, í I næstu viku. Nýr hótelstjóri KEA Elías Bj. Gíslason hefur verið ráðinn hótelstjóri á Hótel KEA á l Akureyri. Handritakomu minnst Innan skamms mun Árnastofn- Iun minnast þess að 25 ár eru liðin frá því fyrstu handritin komu til landsins frá Danmörku. Samkvæmt frétt RÚV eru enn eftir 100 handrit í Danmörku sem eiga heima á ís- 1 landi. Breyting á refsilögum Samkvæmt nýrri breytingartil- lögu á refsilögum verður óheimOt að' smána eða ráðast opinberlega á 'H samkynhneigða. Brot á þessum lög- um geta varðað allt að 2 ára fang- í elsi. Steinullargróöi A síðasta ári varð 35 milljóna króna hagnaður af rekstri Steinull- arverksmiðjunnar á Sauðárkróki. IArið 1994 varð 6,6 milljóna hagnað- ur. Línuafli til aflamarks Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að allur línuafli, sem land- að er eftir 15. febrúar, skuli reikn- ast til aflamarks fiskiskipa. | Kaupmaöur dæmdur Kaupmaður í Reykjavik hefur verið dæmdur til aö greiöa samtök- I 11111 hljómplötuútgefenda, flytjenda Íog tónskálda 20 þúsund krónur með í vöxtum fyrir að hafa opið fyrir út- varp í verslun sinni. RÚV greindi frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.