Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 15 „Eigum við ekki að drífa í því að leigja slatta af kvótanum, Nonni minn? Vísareikningurinn er kominn og orðið frekar lélegt ástand á ávísanareikningnum hjá okkur,“ sagði frúin við eiginmann- inn í byrjun mánaðarins. Eigin- maðurinn, sem hafði eytt undan- fornum árum í að spila golf hér- lendis og erlendis, leit á konu sína. „Það er ekki tímabært ennþá, hann Diddi hjá samtökunum segir að þorskkvótinn eigi eftir að fara upp fyrir hundraðkallinn á næst- unni. Við skulum frekar taka út af bókinni eitthvert smáræði til að komast af.“ Hjónin lifa ágætu lífi í 300 fer- metra villu í útjaðri höfuðborgar- innar. Hún er á kafi í góðgerðar- starfsemi en hann á fullu í nota- legum íþróttum. „Hábölvað kerfi" Jón var svo heppinn að faðir hans var útgerðarmaður á Suður- nesjum 1983 þegar kvótakerfið var sett á. Sá gamli hafði af harðfylgi sótt sjó um árabil og átti bát sinn skuldiítinn þegar sameigninni var skipt upp meðal útgerðarmanna. Gamli maðurinn varð æfur þegar kerfinu var smellt á. Hann fann því allt til foráttu og benti ósjald- an á það fyrstu árin að það leiddi til þess eins að hneppa sanna sjó- ara og útgerðarmenn í fjötra. Slíkt gæti ekki leitt til annars en hnign- unar í greininni og á endanum yrðu allir dallarnir bundnir og út- gerð legðist af. „Þetta er hábölvað kerfi og engum til góðs,“ var við- kvæðið hjá honum. Árin liðu og sá 1000 tonna kvóti sem hann fékk í sinn hlut rýrnaði. Árið 1990 varð gamli maðurinn svo bráðkvaddur þar sem hann var að bogra með flskikar um borð í skipi sínu. Einkasonurinn tók samdægurs við rekstrinum. Hann sá lítinn tilgang í að standa í út- gerðarbasli og hugurinn stefndi annað. Hann var stúdent og hafði gert ótal tilraunir til að nema ýms- ar greinar við Háskóla íslands. Þar var þó á brattann að sækja og hann hraktist úr einu faginu í annað án þess að hægt væri að merkja árangur. Fyrst var það 'verkfræði, síðan tannlækningar og loks lögfræði en ekkert gekk. Hann náði engu marktæku prófi þrátt fyrir að vera sæmilegur í stæröfræði og kunna skil á marg- földun, deilingu og jafnvel kvaðratrót. Háskólinn kvaddur Á endanum voru hann og skóla- yfirvöld sammála um að hollast væri fyrir hann að snúa sér að öðru í lífinu: „Ég reikna með að snúa mér að útgerðinni með pabba. Þar liggja ýmsir möguleik- ar og það er best að rífa fyrirtæk- ið upp,“ sagði Jón við félaga sinn, tannlæknanema á þriðja ári. Samstarf feðganna fékk svo skjótan endi við fráfall gamla mannsins skömmu síðar. Jón komst fljótlega að raun um að upp úr hefðbundinni útgerð var lítið að hafa annað en baslið og slor- lyktin.a. Það var óþægilegt að þurfa að þvælast á bryggjum hvernig sem viðraði til að taka á móti landfestunum. Svo þurfti hefðu eingöngu verið sett til að friða krata og blekkja þjóðina. „Það eru að sjálfsögðu engir færari um að passa upp á fiski- stofnana en við útgerðarmenn. Það blasir hreinn voði við ef aðrir fara að skipta sér af þessu," sagði hann og uppskar fagnaðaróp ann- ara starfsmanna samtakanna. Skordýrafræðingur, sem hann hafði ráðið sér við hlið til að rita gáfulegar greinar um ástand og viðkomu fiskistofna, kinkaði svo ákaft kolli að gleraugun duttu af nefi hans. Nokkrir feitlagnir hag- fræðingar, sem önnuðust það verk að halda á lofti tapi á einstökum útgerðarflokkum, hrópuðú: „Heyr, heyr“. Forsetinn leit föðurlega yfir hópinn og mildin skein úr ásjónu hans. Hann lyfti hendi til að þagga niður fagnaðarlætin og allt féll í dúnalogn. Hann fór svo lauslega yfir viðskiptin með veiðiheimild- irnar og sagði mönnum, þeim til nokkurrar undrunar, að nú kost- aði rétt tæpar 100 krónur að leigja eitt kíló af óveiddum þorski í eitt ár. Vandræðin væru aftur á móti í ýsunni og ufsanum sem gengju að- eins á 5 til 10 krónur kílóið. 50 milljónir í árstekjur Þetta var nánast sama verð og fékkst fyrir veiddan fisk. Á þess- um tímapunkti opnuðust augu Jóns. Hann gæti auðvitað losað sig undan öllu veseninu með því að leigja kvótann sinn. Hann reikn- aði saman í huganum. Þetta voru um 500 tonn af þorski sem stóðu eftir af upphaflega kvótanum. Hann dró upp vasatölvuna til ör- yggis og sló inn tölunum. Viti menn, þetta voru rétt tæpar 50 milljónir króna í árstekjur. „Nú þarf ég ekki framar að norpa iskaldur niðri við höfn og hlusta á röflið í þessum sjóurum," sagði hann glaðhlakkalegur við konu sína þegar hann kom heim af fundinum. „Við erum laus við þetta lið fyrir fullt og allt og þurf- um ekki lengur að kaupa olíu og veiðarfæri. Ég get ábyggilega los- að mig við sálfræðinginn," bætti hann við. Áhöfninni sagt upp Daginn eftir sagði hann áhöfn- inni upp störfum og fór á pósthús- ið og birgði sig upp af gíróseðlum. Það hlakkaði i honum og hann var allur léttari en hann hafði verið í mörg ár. „Það er ómögulegt að þurfa að vera sífellt að kaupa þessa miða. Láttu mig hafa þúsund stykki," sagði hann við afgreiðslumanninn og brosti. Þegar hann kom heim fékk hann sér blað og penna og æfði rithönd bæjarstjórans og for- manns verkalýðsfélagsins. „Það er best að hafa þessi viðskipti eins einfóld og mögulegt er. Það er út í hött að vera sífellt að.ónáða strák- ana þegar við erum að selja slatta hingað og þangað," sagði hann og tók utan um eiginkonuna í fyrsta sinn í mörg ár. Hann hringdi svo í Samtökin og tilkynnti að kvótinn væri allur til leigu á sánngjörnum kjörum. „Það eru allar millifærslur uppáskrifað- ar. Þið bjargið því sem upp á vant- ar. Loksins get ég lifað áhyggju- lausu lífi,“ sagöi Jón. „Nú þarf ég ekki framar að norpa ískaldur niðri við höfn og hlusta á röflið í þessum sjóurum," sagði Jón glað- hlakkalegur við konu sína þegar hann kom heim af fundinum. „Við erum laus við þetta lið fyrir fullt og allt og þurfum ekki lengur að kaupa olíu og veiðarfæri. Ég get svo ábyggilega losað mig við sálfræðinginn," bætti hann við. Aðlifa áhyggjulausu lífi hann að standa í alls kyns útreikn- ingum og launagreiðslum eins og gengur hjá fyrirtækjum. Þetta ástand var orðið mjög alvarlegt og hann gekk orðið reglulega til sál- fræðings þar sem hann þuldi upp raunir sínar fyrir 5 þúsund kall á tímann. Hjónabandið var á góðri leið í hundana og það kallaði svo á enn meiri sálgæslu. „Ég þoli þetta ekki lengur. Þetta endar með því að ég geng í sjóinn og hengi mig,“ sagði hann við sálfræðinginn sinn þar sem hann lá á bekknum. Sálfræðingur- inn hummaði og spurði hvort þetta væri ekki fullróttæk ráðstöf- un. Það hlytu að vera tU aðrar leiðir til að komast út úr þessari krísu hins hefðbundna atvinnu- lífs. Eftir tímann hjá sálfræðingnum var örlítið bjartara í sálarkitru Jóns. Hann íhugaði á leið sinni. heim tU hvaða ráðstafana hann gæti gripið. Hugsunin um aðra vinnu var honum óbærUeg og hann sá í hendi sér að ef hann seldi útgerðina yrði höfuðstóllinn ekki nægur tU að vextimir gætu haldið honum og fjölskyldunni á floti fjárhagslega. Það varð að finna aðrar leiðir til að skapa eðli- leg lífsskUyrði. Samtök um séreign Jón var meðlimur í samtökum útgerðarmanna, sem hétu einfald- lega Samtök um séreign eða SS. Á fundi með þeim daginn eftir tára- flóðið hjá sálfræðingnum laust niður í huga hans lausninni. Á fundinum kom til umræðu að samtökin væru þau langöflugustu í landinu hvað varðar brask með veiðiheimildir. Forsetinn gerði stólpagrín að þeim vitleysingum sem héldu þvi fram að fiskistofnar á íslandsmiðum væru sameign þjóðarinnar. Lög þau sem héldu slíku fram hefðu enga þýðingu og Laugardagspistill Reynir Traustason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.