Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 30
38 unglingaspjall LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 J Skíðasvæðið í Bláfjöilum: Ætla að kenna unglingum á snjóbretti - og vera með skíðakennslu fyrir allan aldur „Við erum fluttir úr Skálafelli yfir í Bláfjöll og ætlum að vera með mjög viðtæka skíðakennslu fyrir allan aldur og byrjum strax í dag. Margar nýjungar verða, eins og snjóbrettakennsla fyrir unglingana og skíðaleikskóli fyrir börn á aldr- inum 3-7 ára. Það hefur ekki þekkst hér áður en er víða erlendis á skíða- svæðum," segir Þorgrímur Krist- jánsson skíðakennari sem hefur, ásamt Sturlu Sigurðarsyni, Einari Karlssyni og bræðrunum Garðari og Örnólfi Þorvarðarsonum komið upp skíðakennslu í Bláfjöllum í samstarfi við Bláfjallanefnd. Þeir sem áhuga hafa á að læra á skíðum eða snjóbrettum geta haft samband við fólksvangsvörðinn eða komið á svæðið en kennslan byrjar klukkan ellefu á morgnana um helgar og á frídögum. Kennararnir eru allir menntaðir kennarar, annaðhvort úr Kerlingafjöllum eða frá austurríska skíðaskólanum. Skíðaskóli þeirra nefnist Snæfríð- ur og átti tíu ára afmæli á síðasta ári. „Þetta er allt orðið miklu stærra dæmi en áður og við viljum endilega hvetja fólk á öllum aldri til að prófa skíðaíþróttina. í samstarfi við Skátabúðinu munum við lána Fyrirsætan Cindy Crawford var á 400 forsíðum á síðasta ári. Stærsta ósk Cindy Crawford: Langar að eignast mörg böm „Ég var á fjögur hundruð forsíð- um á síðasta ári, það er sennilega met,“ segir súperfyrirsætan Cindy Crawford, 29 ára, en hún er vin- sælasta fyrirsæta heims. Cindy get- ur vart kvartað yfir aðgerðaleysi því hún þeytist á milli heimshluta í ljósmyndatökur og til að sýna fót á tískusýningum helstu tískuhúsa Parísar. Þá er Cindy á samningi við Revlon snyrtivörufyrirtækið en ein- ungis hann gefur henni 140 milljón- ir í aðra hönd fyrir tuttugu daga starf. Hún hefur einnig gefið Prince hugmynd að lagi, George Michael fékk hana til að vera á myndbandi sínu og Pepsi Cola hefur gert við hana auglýsingasamning. „Þegar ég var lítil langaði mig að verða fyrsti kvenforseti Bandarikj- anna,“ segir fyrirsætan. „En ég átti líka draum um að verða læknir. Það var í rauninni algjör tilviljun að fyr- irsætustarfið varð að aðafatvinnu minni. Þegar maður fær vel borgað freistast maður til að halda áfram þrátt fyrir mikið stress. Flestir halda sjálfsagt að starfið sé dans á rósum en svo er ekki. Það þarf mik- ið að leggja á sig fyrir þetta starf. Ég þarf alltaf að vera í góðu formi og þarf þar af leiðandi að neita mér um ýmislegt." Cindy Crawford hefur einnig fengið fjölda tilboða um kvikmynda- leik og hefur þegar leikið í kvik- myndinni Fairgame á móti Billy Baldwin. Þá er hún með þátt á sjón- varpsrásinni MTV. Fyrirsætan hef- ur þó önnur plön um framtíðina. Hún á að baki misheppnað hjóna- band með leikaranum Richard Gere en stærsta ósk hennar er að giftast og eignast mörg börn í framtíðinni. Þorgrímur Kristjánsson skíðakennari hefur verið með kennslu í Skálafelli en hefur nú flutt sig í Bláfjöil ásamt fleiri skíðakennurum. þeim skíði sem vilja prófa,“ segir Þorgrímur. Hressir og kætir Hann segir að skíðaíþróttin sé bæði holl vegna hreyfingarinnar en ekki síður vegna útiverunnar. „Fólk er frískt og glatt eftir að hafa reynt svolítið á sig í brekkunum," segir hann. „Við viljum fá unglinga og fullorðið fólk í kennslu því það er alltaf hægt að læra meira. Snjóbrett- in eru algjört æði um þessar mund- ir og krakkarnir ættu endilega að koma og læra að nota þau.“ Þorgrímur er einn af fáum íslend- ingum sem er með kennararéttindí á skíðum frá Austurríki en hann er mörgum skíðamönnum að góðu kunnur úr Kerlingafjöllum þar sem hann starfaði sem skíðakennari." Að sögn Þorgríms er skíðasvæðið í Bláfjöllum sæmilegt um þessar mundir en þó .vantar meiri snjó. „Það er ágætisfæri en menn verða að fara varlega vegna grjótsins. Stólalyftan er opin og tvær aðrar lyftur en maður vonar að þetta fari að lagast og skíðaíþróttin geti hafist að fullu. Það er gríðarlegur áhugi fyrir íþróttinni. Við fundum fyrir því í fyrra hversu áhuginn er mikill og hann er ekki minni núna,“ segir Þorgrimur Kristjánsson skíðakenn- ari. -ELA hin hliðin Leiðinlegt að reka tána í þröskuldinn - segir Selma Björnsdóttir, nýr kynmr í Ó-inu Selma Björnsdóttir er nýr kynnir í ung- iingaþáttunum Ó-inu sem eru á dagskrá Sjónvarpsins. Selma tekttr þar við hlut- verki Dóru Takefusa sem er að flytja úr landi. Selma segir að hringt hafi verið í sig og óskað eftir að hún kæmi í prufu fyrir þáttinn sem síðar varð til þess að hún var ráðin. Þetta er í fyrsta skipti sem hún starfar fyrir sjónvarp og segir hún það mjög spenn- andi. Undanfarið hefur Selma leikið í söngleiknum Rocky Horror í Loftkastal- anum, sett upp dansa fyrir Cats, sem Verslunarskóli íslands er að sýna, og sungið með hljómsveitinni Fantasíu sem hefur sent frá sér plötur bæði hér heima og erlendis. Það hefur því verið nóg að gera hjá henni aö undanfornu. Það er Selma sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafh: Selma Björnsdóttir. Fæðingardagur og ár: 13. júní 1974. Maki: Enginn. Börn: Ekkert. Bifreið: Æðislegur rauður Dai- hatsu Charade árgerð 1991. Starf: Leikkona og nú dagskrár- gerðarmaður. Laun: Ágæt. Áhugamál: Kvikmyndir, tónlist, ferðalög og matur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. stjórninni? Hlut laus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar mest að hitta ófætt barn nákominnar konu. Uppáhaldsleikari: Gary Oldman. Uppáhaldsleik- kona: Lora SanG- iacomo. Uppáhaldssöngv- ari: Sting og Pava- rotti. Uppáhaldsstjórn- málamaður: Jón Baldvin Hannbals- son. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Beavis og Butthead. Uppáhaldssjón- varpsefni: Ó-ið. Uppáhaldsmatsölu- staður: Humarhús- ið. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Karlar eru frá mars og konur frá venus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég skipti sífellt á milli þeirra. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eng- inn. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldskrá: Kaffibarinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Al- veg hlutlaus. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Ég stefni á að vera hamingjusöm. Hvað ætlar þú að gera í sumar- friinu? Ég stefhi á að eiga fyrir sköttunum. -ELA Selma Björnsdóttir er nýr umsjónarmaður þáttarins Ó-ið. DV-mynd Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtfleg- ast að ferðast til útlanda og að fara út að borða. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Reka tána í þröskuldinn. Uppáhaldsmatur: Humar og all- ur ítalskur matur. Uppáhaldsdrykkur Vatn og app- elsín. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Jón Arnar Magnússon. Uppáhaldstlmarit: Ekkert sér- stakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Leikarinn Campell Scott. Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.