Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 DV UV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 37 Umdeildur og klokur politikus - nærmynd af Davíð Oddssyni forsætisráðherra og hugsanlegum forsetaframbjóðanda Óhætt er að fullyrða að Davíð Oddsson forsætisráðherra er um- deildur maður. Af samtölum við vini hans og samferðamenn kemur fram að hann er vinur vina sinna. Þeir sem ekki hafa lent upp á kant við hann telja hann sanngjarnan and- stæðing í pólitík en fæstir vilja vera í þeim sporum að verða óvinir hans. Skemmtilegur, gáfaður, skarpur, góðviljaður, traustur, einstrengings- legur, hefnigjarn, óbilgjarn og lang- rækinn eru aðeins brot þeirra lýsing- arorða sem samferðamenn hans í gegnum tíðina nota um hann. Davíð hefur verið sterklega orðað- ur við forsetaframboð allt frá því Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands, lýsti því yfir að hún hygðist ekki gefa kost á sér. Samkvæmt skoðanakönn- unum DV hefur Davíð verið í þriðja sæti í hugum þjóðarinnar, með 12 til 15 prósenta fylgi þeirra sem afstöðu taka, allt frá því fyrsta skoðanakönn- unin var gerð um miðjan október. Davíð hefur hvorki viljað svara ját- andi né neitandi hvort hann ætli að gefa kost á sér í embætti. Davíð hefur sagt að forsetakosn- ingaslagurinn ætti ekki að standa í meira en mánuð. Haft hefur verið á orði að hann gefi sér þetta rúman tíma til umhugsunar vegna þess hve miklu hann hefur að tapa ef hann fer fram og nær ekki kjöri, ólíkt öðrum stjórnmálamönnum. Sömu menn segja að því fleiri sem fari í framboð því meiri líku séu á því að Davíð geti náð kjöri. Kann að verja sig Vinir og nánir samstarfsmenn eru á eitt sáttir um ágæti hans. Hannes Hólmsteinn Gissurarson kynntist Davíð fyrst í Menntaskólanum í Reykjavik undir lok sjöunda áratug- arins. Þeir urðu síðan vinir er þeir störfuðu saman innan Vöku í Háskól- anum árið 1974. Hannes segir Davíð sérstakan, gáfaðan og ftjótan að hugsa. Hann sé mikill mannþekkjari, reynsluríkur, góðviljaður og hlýr. „Það er mikill misskilningur að hann sé grimmur. Hann kann hins vegar að verja sig ef á hann er ráðist. Hann er kænn stjórnmálamaður þannig að menn geta ekki búist við því að hann hnipri sig saman úti í horni og biðjist vægðar ef á hann er ráðist. Miklu frekar gerir hann gagn- árás. Það þýðir samt ekki að hann sé kaldrifjaöur og illgjarn." Hannes segir aðspurður það mik- inn misskilning að Davíð sé langræk- inn og hefnigjarn. Þessi misskilning- ur sé líklega til kominn vegna þess hve minnugur Davíð sé - sem hafi jú komið honum vel. „Davíð er það sjóaður í stjórnmál- um að hann veit að stjórnmál snúast ekki um að hefna sín eða ná sér niðri á öðrum. Hann veit að stjórnmál snú- ast um það að hafa taumhald á sjálf- um sér og sigla áfallalítið í gegnum ólgusjó stjórnmálanna.“' Þannig segir Hannes líkingamál Platons lýsa vel þróunarferli Daviðs þegar Platon segir að tilfinningar og skapsmunir séu eins og ótemja sem þurfi að beisla. Það sem geti beislað þetta sé skynsemin. „í upphafi kann að vera að Davíð hafi verið eins og ótaminn hestur sem sprettir úr spori en nú er hann orðinn gæðingur sem kann bæði að hlaupa hægt og hratt ef því er að skipta.“ Hannes segir Davíð að vísu mikinn tilfinningamann. Honum geti sárnað og runnið í skap en það sé mjög áber- andi hin síðari ár hvað hann sé sátt- ur við sjálfan sig. Vinir Davíðs telja að þau gildi sem hann hafi í hávegum séu frjálslyndi og umburðarlyndi en um leið íhalds- semi - frjálslyndið og íhaldssemin séu sáttir pólar í huga hans. Einn vina hans telur hann húmanista. „Selfmade man" „Þótt Davíð geti verið harður í horn að taka þá er hann friðarhöfð- ingi í sér. Hann fer ekki í vandræði nema hann þurfi óhjákvæmilega á því að halda,“ segir Hrafn Gunn- laugsson, einn af æskufélögum Dav- íðs, en frægt er orðið samstarf þeirra félaga og Þórarins Eldjárns í Útvarp Matthildi. Hrafn Gunnlaugsson segir itarlega frá samskiptum þeirra Davíðs á ung- lingsárunum í bókinni Krumma sem Árni Þórarinsson skrifaði. Kynni Davíðs og Hrafns hófust í Hagaskóla er þeir léku saman í leik- riti sem Hörður Bergmann stjórnaði. „Þegar við kynntumst var Davíð í leiklistarskóla Ævars Kvarans. Hluti af þessari öruggu og glæsilegu fram- komu sem Davíð hefur er eflaust að einhverju leyti tilkomin af því að hann lærði hjá Ævari kornungur." Á þessum árum bjó Davíð á Fálka- götunni. Davíð sá sér sjálfur fyrir vasapeningum og þurfti að hafa fyrir hlutunum. Segir Hrafn Davíð hafa þann reynsluheim sem margan ís- lenskan pólitíkus skorti. „í pólitík er Davíð því sér á parti. Hann er það sem Bandaríkjamenn kalla „seifmade man“. Hann er ekki Morgunblaðsegg eða afsprengi póliti- skra samtaka eins og Heimdallar og SUS. Hann hefur sjálfur þurft að hafa fyrir sínum frarna." Sem unglingur segir Hrafn Davíð hafa getað verið mjög djarfan og hug- myndaríkan en jaifnframt fastan fyr- ir. „Hann hafði mikla stöðuorku. Dav- íð og Vilmundur Gylfason eru líkir að mörgu leyti en Vilmundur var meiri leiftursóknarmaður og skorti svo oft úthaldið og stöðuorkuna en Davíð hefur stöðuorkuna og teflir sið- ur fram nema til vinnings. Vilmund- ur elskaði hins vegar leiftursóknina og hraðskákina." - Að þessu sögðu telurðu líklegt eða ekki að Davíð gefi kost á sér í for- setakjöri? „Ég held að Davíð einn viti það.“ „Eftir því sem hann styrkist sjálfur í sessi því rólegri og landsföðurlegri verður hann. Meðan hann er að slást fyrir sínu rými þá beitir hann olnboganum mikið.“ Hrafn segir engan mann hæfari til að vera forseti' en það sé spurning hvort það sé ekki meiri þörf á Davíð í öðru embætti en forsetaembættinu. Að þessu muni margir spyrja sig, meðal annars Davíð. Felldi sitjandi formann Davíð Oddsson er 48 ára gamall, giftur Ástríði Thorarensen hjúkrun- arfræðingi. Saman eiga þau einn son, Þorstein, sem er 24 ára gamall. Davíð er lögfræðingur að mennt og hóf snemma afskipti af stjórnmálum. Hann var kosinn í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973 og árið eftir varð hann borgarfulltrúi. Árin 1978 til 1982 var hann oddviti minnihluta Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn og varð borgarstjóri árið 1982. Níu árum seinna felldi hann í kosningum sitjandi formann Sjálfstæðisflokks- ins, Þorstein Páls- son, og sama ár var hann kjörinn á þing og varð for- sætisráðherra. Vex við hverja raun Forsætisráðherrahjónin, Davíð og Ástríður, með forsetahjónum Bandaríkjanna, Bill ogHillary Clinton. Myndin var tekin í tilefni af '50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Birni Bjarna- syni menntamála- ráðherra finnst Davíð vera maður sem vex við hverja raun og því treysti hann honum til allra þeirra starfa sem hann bjóði sig fram tU. Björn telur kosti Davíðs felast í því hve glöggur hann sé og að hann nálg- ist mál oft frá öðrum sjónarhóli en aðrir. „Þetta ýtir undir að ólík sjónarmið komist að og að menn komist að skynsamlegri niðurstöðu. Hann legg- ur einnig rækt við fólk. Þegar hann er að vinna erfið mál gerir hann það með sínum hætti og í kyrrþey en þeir sem starfa með honum vita að málið er í öruggum höndum." Björn telur galla Davíðs helst felast í því að hann geti stundum sagt hluti sem koma þannig út gagnvart öðrum að þeir valdi óþarfa titringi. „Og menn geta notað slík ummæli eða viðbrögð gegn honum ef þeir vilja. Hann getur verið hvatvís. En það er nú stundum nauðsynlegt í hita leiksins." Andrés Magnússon HeimdeUingur hefur verið í forystusveit ungra sjálf- stæðismanna. Brást hörðum nöglum „Þegar Davíð kemur.inn í lands- málapólitíkina þá gustar ekki eins mikið um hann og gerði í borgarmál- unum. Og fyrir harða nagla eins og mig þá voru það mjög mikil von- brigði, til dæmis þegar ekki gerðist sá skurkur í landbúnaðarmálum sem ég hefði kosið. Hann er auðvitað for- maður flokksins og lét þá hagsmuni ráða. Hann var afdráttarlausari í borgarstjórn en í landsmálapólitík- inni. Eftir að hann fór í landsmálapóli- tíkina eru það Qeiri hagsmunir sem hann þarf að taka tillit tU.“ Andrés segist hafa mikla trú á Davíð í forsetaemhættinu af því að Davíð sé pólitíkus. „Mér finnst allt að því synd hvern- ig forsetaembættið hefur orðið valda- minna. Forsetinn hefur hætt að skipta sér af landsmálum og ég sé Davíð Oddsson ekki fyrir mér sitj- andi hjá. AUir forsetar hafa auðvitað breytt embættinu og ég held að Dav- íð myndi gera það á mjög hollan hátt. Hann myndi veita stjórnmálamönn- um ákveðið aðhald sem er skylda for- seta en hefur ekki verið nógu vel sinnt.“ Andrés telur líklegt að Björn Bjarnason muni taka formennsku- sæti Davíðs ef sá síðarnefndi flyst í Bessastaði. A Ahugamaður um trjárækt Að sögn vina Daviðs eru áhugamál hans fjölmörg. Má þar nefna laxveiði, bridge, lestur góðra bóka og þá þykir honum gaman að horfa á fræðslu- þætti og sögulega þætti í sjónvarpi. Þá hafa þau hjónin lagt alúð við trjá- rækt við sumarbústað sinn á Suður- landi. Davíð er mjög listhneigður maður. Þegar hefur komið fram leiklistará- hugi hans á unglingsaldri. Þá hefur hann skrifað leikrit fyrir svið og sjónvarp, texta við tónlist, kvik- myndahandrit og fengist talsvert við ljóðagerð. Prinsipp-maður Jón Steinar Gunnlaugsson lögmað- ur segist ekki hvetja vin sinn Davíð Oddsson til að fara í framboð því hann vill að Davíð gegni áfram því starfi sem hann er í. Slíkt sé brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina. Hann telur helstu kosti Davíð fel- ast í heiðarleika hans, stefnufestu og ákveðni. „Hann heldur fast í sín grundvall- arprinsipp og vinnur með miklu út- haldi á þann hátt þó hann þurfi kannski, eins og aðrir stjórnmála- menn, á stundum að hliðra til fyrir öðrum sjónarmiðum. En hann lætur ekki hlut sinn fyrir einhverjum dæg- urstraumum nema auðvitað að því marki sem það er nauðsynlegt af praktískum ástæðum." Aðspurður hvort Davíð sé lang- rækinn telur Jón Steinar, líkt og Hannes Hólmsteinn, það mikinn mis- skilning. Davíð hafi gott minni og gleymi hvorki því sem vel er gert né illa. „Ég tel það ekki galla enda er hann ekki ósáttfús.“ Ráðríkur og óbilgjarn Jóhanna Sigurðardóttir starfaði undir stjórn Davíðs í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks þar til hún lét af ráðherraembætti vegna ágreinings við formann Al- þýðuflokksins. Oft hafði Jóhanna hót- að afsögn ef hennar mál næðu ekki fram að ganga. Hún segist ekkert hafa út á samstarf þeirra Davíðs að setja í ríkisstjórn. „Það er hins vegar ljóst að Davíð Oddsson getur verið mjög óbilgjarn andstæðingur og honum er mjög um- hugað um eigin völd. Ég sé bæði kosti og galla í því að stjórnmálamað- ur setjist í stól forseta. En ég tel að gallarnir séu fleiri, sérstaklega þegar mjög umdeildur stjórnmálamaður eins og Davíð Oddsson á í hlut. Ég tel að öðru jöfnu að forseti eigi að koma úr ópólitísku umhverfi og að það sér farsælast fyrir embættið." Ónefndur stjórnarþingmaður á síð- asta kjörtímabili sagði í samtali við DV að það væri númer eitt hjá Davíð að vera ráðríkur. „Út af fyrir sig getur það verið gott og blessað. Þó verður að hlusta á rök annarra og fara eftir því sem er skyn- samlegt sem þeir segja en ekki bregð- ast við þannig að vilja lítt við þá tala sem hafa ekki látið í öllu eftir hans vUja. Hann vill að allir sínir stuðn- ingsmenn séu hlýðnir. Honum er af- skaplega lítið um þá sem ekki eru það.“ Sami maður telur stöðu Sjálfstæð- isflokksins lítt skaðast þótt Davíð fari í framboð. Davíð hafi vissulega verið sterkur í flokknum. Árangur hans verði hins vegar að skoða í því ljósi að hann tók við af formanni sem reyndist illa. Auk þess hafi stjórnar- andstaðan í ríkisstjórnartíð Davíðs reynst handónýt og því ekki verið nein ógnun við Sjálfstæðisflokkinn. Jón Baldvin Hannibalsson alþing- ismaður starfaði náið með Davíð í rykkjóttu stjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar. Vart gekk hnífurinn á milli þeirra í upphafi stjórnarsam- starfsins en brestir komu í samstarf þeirra þegar áherslumunur í stefnu- málum kom í ljós. Jón Baldvin hefur í fjölmiðlum lýst yfir að hann sé and- vígur Davíð á forsetastóli. Hann segir þann helstan kost í fari Davíðs hversu rífandi skemmtilegur hann geti verið á góðri stundu. „Hann er gæddur galgopahúmor, frásagnargaldri og eftirhermulist. Sá eiginleiki að sjá hið spaugilega í til- verunni er verðmætur. En ef það er verið að spýrja um hvaða kostir eigi einkum að prýða þann sem gefur sig fram sem sameiningartákn þjóðar- innar í embætti forseta þá snýst það kannski um eitthvað annað. Af þeim sem orðaðir hafa verið við framboð þá sker Davíð sig úr að því leyti að hann er flokksleiðtogi. Hann er há- pólitískur maður og auðvitað fulltrúi síns flokks og þeirra miklu hags- muna og valdakerfis sem að baki býr. Pólitísk reynsla er forseta verðmæt því að hluta til er forsetaembættið pólitískt. Hins vegar er munur á því að hafa að baki pólitíska reynslu eða að vera á miðjum ferli sem leiðtogi flokks." Jón Baldvin segir að það sé önnur hlið á málinu - alþjóðasamskiptin. „Þar kemur að notum sú reynsla að hafa búið með öðrum þjóðum, hvort sem það er við nám eða starf. Mér hefur löngum þótt það vera mjög takmarkandi þáttur í uppeldi þeirra lögfræðinga sem hafa verið fyrirferð- armiklir í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins. Þá skortir mjög þessa reynslu. Þeir eru í þeim skilningi heimalningar og skortir einatt hvort tveggja, sjálfstraust og vald á tungu- málum til þess að njóta sín í sam- skiptum við erlenda þjóðhöfðingja og stjórnmálaleiðtoga.“ Jón segir að menn verði samt fyrst og fremst að einblína á hvort Davíð, hyggi hann á framboð, geti í ljósi reynslunnar verið sameiningartákn og gegnt forsetaembætti þannig að það verði hafið yfir flokkadrætti og stjórnmál. Beitir olnboganum Sigurjón Pétursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, starfaði með Davíð í borgarstjórn all- an þann tíma sem Davíð var borgar- fulltrúi og borgarstjóri. Hann hefur bæði reynslu af Davíð í meiri- og minnihluta. „Það er mikill kostur við Davíð að hann er bráðskemmtilegur, fyndinn og léttur. Gallarnir eru hins vegar fyrst og fremst þeir að hann er ákaf- lega fastur á sínu - einstrengingsleg- ur. Hann hefur ríka tilhneigingu til að halda hlutum frá öðrum þangað til hann er búinn að tryggja niðurstöðu og nær þannig fram því sem hann viU, að minnsta kosti á meðan hann hefur meirihluta á bak við sig. Utan starfs fór ákaflega vel á með okkur. Ég held að það væri ekki rangt að segja um Davíð að hann sé langræk- inn. En það er ekki bara á misgjörð- ir. Hann man líka mjög vel það sem vel er gert. Ég veit að ef honum finnst að menn hafi lagt honum lið, og þá fremur persónulega en pólitískt, þá gleymir hann því ekki. En hann man líka ef menn hafa gert eitthvað á móti honum, það er alveg klárt mál. Það er enginn vandi að hafa hann fyrir and- stæðing en ég held að það hljóti að vera erfitt að hafa hann fyrir óvin. Ég held að Davíð myndi nýta emb- ætti forseta meira. Mér sýnist hann hafa fingurna í flestu því sem ráð- herrarnir eru að gera, án þess að hann sé gerandi í því. Hann svona fjarstýrir með ákveðnum hætti og er á bak við þetta allt saman. Og það held ég að hann myndi líka gera sem forseti vegna þess að afskiptasemi er í eðli hans og að vilja vera þar sem hlutirnir eru að gerast. Sigurjón segist hafa tekið eftir mörgurn breytingum á Davíð á hans stjórnmálaferli. „Sem forsætisráð- herra byrjaði hann nokkuð bratt, eins og sem borgarstjóri, en hann hef- ur síðan verið að flytja sig yfir í það að verða landsföðurlegur. Það getur vel verið að þetta sé allt leiðin í Bessastaði, ég skal ekki segja um það.“ Sigurjón segist ekki geta neitað því að Davíð sé klókur stjórnmálamaður. „Eftir því sem hann styrkist sjálfur i sessi þvi rólegri og landsföðurlegri verður hann. Meðan hann er að slást fyrir sínu rými þá beitir hann oln- boganum rnikið." -pp/-ból s Ur frændffarði ænagi Davíðs Odassonar forsætisráðherra Jón Finnsson, pr. á Djúpavogi Ólöf Einarsdóttir, húsfr. á Klyppsstaó r Einar Erlendsson, b. í Hellisfírði DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.