Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 51
DV LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 aftnæíi Guðmundur Þorbjörn Harðarson Guðmundur Þorbjörn Harðar- son, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, Lerkihlíð 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk íþrótta- kennaraprófi frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1965, var við framhaldsnám í Kaliforníuhá- skóla í Long Beach, Bandaríkjun- um, á árunum 1967-1968, i fram- haldsnámi 1973-1975, sem lauk með BS- prófi í íþróttakennslu og heilsufræði, við Alabamaháskólan- um í Tuscaloosa, Bandaríkjunum. Guðmundur var sundkennari við Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík 1965-1967, íþróttakenari við Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1963-1980, náms- stjóri í sundi hjá menntamálaráðu- neytinu 1975-1980 og í hlutastarfi aftur 1985-1987, sundþjálfari í fullu starfi hjá sundfélaginu Neptún í Randers í Danmörku 1980- 1985, rak eigin heildverslun 1985-1993 og hefur verið forstöðumaður Sund- laugar Kópavogs frá 1993. Guð- mundur var sundþjálfari hjá Sund- félaginu Ægi í Reykjavík frá 1965-1980, landsliðsþjálfari i sundi hjá Sundsambandi íslands 1969-1980, m.a. þjálfari í sundi á ólympíuleikunum 1972 og 1976, aft- ur landsliðsþjálfari í sundi hjá Sundsambandi íslands frá 1985- 1988 og þjálfaði í sundi á ólympíu- leikunum 1988, landsliðsþjálfari danska unglingalandsliðsins í sundi 1981- 1985. Guðmundur sat í stjórn Sundfé- lagsins Ægis frá 1960-1979, í stjórn Sundráðs Reykjavikur frá 1960-1973. Einnig hefur hann unnið nefndastörf í fjölda neftida á vegum Sundsambands íslands frá 1965, s.s. landsliðsnefnd, fræðslunefnd og setið í þjálfararáði, hann var for- maður í Samtökum sundþjálfara 1971-1975, gjaldkeri í stjórn danska sundþjálfarasambandsins frá 1981-1985 og formaður í Samtökum forstöðumanna sundstaða á Islandi frá stofnun í mars 1995. Þá hefur Guðmundur skrifað fjölda bæklinga og námsefni fyrir íþróttakennara um sund og sund- kennslu. Allt það efni var gefið út af menntamálaráðuneytinu. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 22. júní 1968 Rögnu Maríu Ragnarsdóttur, f. 12.1. 1948. Foreldrar hennar Mar- ía Halldórsdóttir og Ragnar Á. Bjarnason sem lést 1948. Þau bjuggu í Reykjavík. Uppeldisfaðir Rögnu var Kolbeinn K.G. Jónsson sem lést 1975. Börn Guðmundar og Rögnu eru Ragnar, f. 2.4. 1968, íþróttakennari, hann lauk prófi frá Kölnarháskóla 1994 og starfar sem sundþjálfari í fullu starfi í Hjörring í Danmörku, sambýliskona hans er Nicol Cordes íþróttakennari; Þórunn Kristín, f. 28.5. 1969, lyfjafræðingur, lauk námi frá Háskóla Islands 1994 og stundar framhaldsnám í Edinborg í Skotlandi; Hörður, f. 10.2. 1974, nemi, býr í foreldrahúsum; María Björk, f. 24.5. 1982, grunnskóla- nemi. Systkini Guðmundar eru Odd- fríður Lilja, f. 1941, hjúkrunarfæð- ingur í Reykjavík; Kristján, f. 1948, bifvélavirki í Neskaupstað. Foreldrar Guðmundar eru Hörð- ur Guðmundsson, f. 7.5. 1918, bak- arameistari, og Steinunn Kristjáns- dóttir, f. 5.4. 1948. Þau hafa alltaf verið búsett í Reykjavík. Guðmundur tekur á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs á afmæl- isdaginn milli klukkan 17 og 20. Aðalheiður Jónsdóttir Aðalheiður Jónsdóttir, fyrrver- andi húsmóðir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er níræð í dag. Starfsferill Aðalheiður fæddist að Hafurs- stöðum á Fellsströnd í Dalasýslu og ólst þar upp. Hún naut barna- fræðslu í heimahúsum en var ekki í farskóla. I foreldrahúsum gékk hún í öll tilfallandi sveitastörf auk húsverka. Hún vann sem ritari í kvenfélaginu á Fellsströndinni. Hún fór að heiman eftir lát föður síns 1941 og var tvö sumur við garðyrkjunám á vegum Huldu Jak- obsdóttur á Marbakka í Kópavogi. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Þórarni Kristjánssyni og hófu þau búskap á Illugástöðum í Múlasveit. Hjónin brugðu búskap á Illugastöð- um og íluttu að Hyrningsstöðum í Reykhólasveit og aftur að Hólum í sömu sveit. I Reykhólasveit vann Aðalheiður Jónsdóttir. Aðalheiður sem ritari kvenfélags- ins. Aðalheiður flutti síðan í Búðar- dal og á Akranes þar sem hún vann við húsmóðurstörf. Fjölskylda Aðalheiður giftist 4.7. 1944 Þór- arni Kristjánssyni, f. 20.06. 1907, bónda á Illugastöðum. Hann var sonur Engilberts Kristjáns Arason- ar, bónda á Illugastöðum, og Frið- riku Steinunnar Friöriksdóttur húsmóður. Aðalheiður og Þórarinn áttu eng- in börn. Systur Aðalheiðar: Mar- grét Jónsdóttir, f. 03.04. 1907, d. 23.06. 1976, búsett í Reykjavík; Kristín Jónsdóttir, f. 18.09. 1909. Hún dó i ágúst 1931. Foreldrar Aðalheiðar voru Jón Eiríksson, f. 07.03.1864, d. 16.06,1941, bóndi á Hafursstöðum á Fellsströnd, og kona hans, Jónína Ingibjörg Bæringsdóttir, f. 16.11. 1881, d. 18.06.1925, húsmóðir á Haf- ursstöðum. fréttir Kristinn Ingvarsson, háseti á aflaskipinu Breka, glaður í lestinni við loðnulöndun í Neskaupstað. DV-mynd Hjörvar Loðnan færist nær landi DV, Seyðisfirði:______________________ Það var mikill og jafn gangur í loðnuveiðunum síðasta sólarhring- inn. Skipin eru nú sem óðast að taka grynnri nætur enda er loðnan að nálgast landið. Mörg skip hafa landað hjá SR-Mjöli hér og Faxi GK kom með átulausa loðnu sem var fryst fyrir Taivan og Kóreu. Vakta- vinna er allan sólarhringinn. Þórður Jónasson kom að landi í gær og eru Japanar nú að skoða farm skipsins. Nái hrognafylling staðli verður það fyrsta frysting á Japansmarkað á vertíðinni. -JJ Til hamingju með afmælið 11. febrúar 80 ára_______________ Ársæll Pálsson, Boðahlein 30, Garðabæ. 70 ára Guðrún Hansdóttir, Eyrarvegi 18, Grundarfirði. Jón Guðjónsson, Laugabóli, Hólmavíkurhreppi. Hildegard Þórhallsson, Árskógum 6, Reykjavík. Bryndís Bjarnason, Holtsbúð 27, Garðabæ. Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 10. febrúar frá kl. 15-18 á heimili dóttur sinnar að Ásbúð 51 í Garðabæ. Skúli Jónas- son, bygginga- meistari og starfsm. Búnað- arbankans (á af- mæli 12.2), Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Kona hans er Guðrún Jóns- dóttir. Þau taka á móti gestum í AKOGES-salnum, Sigtúni 3, sunndaginn 11. febrúar frá kl. 15-18. 60 ára Indriði Indriðason, Langholtsvegi 14, Reykjavík. 50 ára__________________ Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir, Heiðarholti 3, Keflavík. 40 ára Einar Páll Svavarsson, Aflagranda 21, Reykjavík. Sighvatur E. Sighvatsson, Baughóli 48, Húsavík. Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Fögruhæð 6, Garðabæ. Ingibjörg S. Norðfjörð, Fagrabergi 46, Hafnarfírði. Guðmundur J. Halldórsson, Reykjasíðu 19, Akureyri. Sólrún Björk Valdimarsdóttir, Grenstanga, A-Landeyjahreppi. Guðlaugur Gíslason, Bræðraborgarstíg 26, Reykjavík. Rúnar Oddur Guðbrandsson, Kirkjuteigi 17, Keflavík. Brynjólfur Þór Jónsson, Melgerði 2, Akureyri. Þorbjörg Karlsdóttir, Laufengi 9, Reykjavík. Sveinn Gaukur blikksmiður (á afmæli 12.2), Löngufit 26, Garðabæ. Hann tekur á móti gestum á heim- ili sínu 11. febrúar kl. 16. FRÁ STARFSMANNAFÉLAGINU SÓKN Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Starfsmannafélagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. A-lið 22. greinar félagslaga Sóknar og skv. B-lið 22. gr. til eins árs (gjaldkeri og meðstjórnandi). Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 16. febrúar 1996. Kjörstjórnin S©RPA Fræðslu- og kynningarstarf Starfsmaður óskast til að annast fræðslu- og kynningarstarf, gerð fræðsluefnis og að fylgja því eftir m.a. með heimsóknum í leikskóla og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og skipuleggja skoðunarferðir á athafnasvæði SORPU. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldisfræðilega menntun og reynslu í tölvuvinnslu. Ráðningartími er 18-24 mánuðir. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1996 og skulu umsóknir sendar til Ögmundar Einarssonar framkvæmdastjóra sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS BS GUFUNESI, PÓSTHÓLF 12100 132 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.