Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 36
44 sviðsljós LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 Cindy sér á eftir Richard - sem fundið hefur sár nýja og greindari spúsu Nú er þaö loksins komið á hreint að Cindy Crawford hélt fram hjá Richard Gere - að minnsta kosti ef marka má breska blaðið The Sunday Mirror. Þar kemur fram að Cindy hafi viðurkennt vergirni sína í bréfi sem hún skrifaði Richard en sendi aldrei. Bréfið skrifaði hún á hótelherbergi á Dahid Jaya Hótel- inu í Jakarta í Indónesíu. Þótt sögusagnir séu á kreiki um að Richard hafi verið litlu skárri í kvennamálum en spúsa hans í karlamálum þá sagði Cindy í bréf- inu sem skrifað var í desember árið 1994: „Mér þykir leitt að hafa haldið fram hjá þér. Mér þykir leitt að hafa brugðist trausti þínu. Mér þykir leitt að hafa valdið þér og fjölskyldu minni vonbrigöum." The Sunday Mirror segir enn fremur frá því að Cindy hafi greint frá því í bréfinu að hún hafi óttast að hjónaband sitt færi í hundana vegna framhjáhaldsins með mann- inum sem hún vill ekki nefna. Segir hún málið í raun hið vandræðaleg- asta fyrir sig því í því séu fólgin stærstu mistök lífs síns. Jafnframt segist hún óttast að Richard muni aldrei fyrirgefa sér. „Ég fyrirverð mig fyrir að hafa logið að þér,“ end- ar Cindy bréf sitt. Af Richard, sem er 46 ára, er það annars að frétta að hann á nú í heitu ástarsambandi með fyrrum Bond- stúlkunni Carey Lowell. Slef- ið slitnar nú vart á milli skötu- hjúanna þar sem þau halda sig dag- og næturlangt í margmilljón króna villu Richards við Tjarnarhrygg í New York þar sem hann og Cindy héldu sig tíðum í gamla daga. Carey, sem er 34 ára og á 4 ára gamla dóttur með fyrrum eigin- Auk þess að vera hið fegursta man er Carey hin greindasta, að sögn vina Richards, en hún var bók- menntafræðinemi áður en hún lagði kvikmyndaleik og fyrirsætustörf fyrir sig. Einnig er haft eftir vinum Richards að honum hafi aldrei þótt Cindy andlega uppörvandi þótt fal- leg sé. Cindy sér eftir Richard. manni sínum, lék á móti Timothy Dalton i Bond-myndinni A License to Kill. Kvikmyndahúsagestir muna líklega líka eftir henni úr myndinni Sleepless í Seattle þar sem hún lék eiginkonu Tom Hanks sem dó í upp- hafi myndarinnar. Þá hefur hún se- tið fyrir í auglýsingum fyrir Calvin Garey Lowell og Richard eru hin hamingjusömustu þessa dagana. Klein og Ralph Lauren. Simpson flytur til Brasilíu? Ekki þykir ólíklegt að O.J. Simp- son yfirgefi Los Angeles þar sem hann er orðinn að félagslegu úr- hraki. Enginn vill lengur tala við hann eða umgangast hann, honum er aldrei boðið á frumsýningar og stórverslanir vilja ekki halda versl- unum sínum opnum lengur svo hann geti verslað þar einn. Vinkona hans, Dionne Warwick, sem verið hefur að búa sér nýtt heimili í Rio de Janeiro í Brasilíu, hefur boðið honum að búa á heimili sínu eins lengi og hann telur þörf á. Ættingjar O.J. hafa lagt hart að hon- um að þiggja boðið og er líklegra en ekki að hann láti verða af því. Að minnsta kosti er hann þegar byrjað- ur að læra portúgölsku. O.J. Simpson er þegar búinn að læra nokkur orð í portúgölsku. Ólyginn sagði... . . .að Amy Fisher, sú sem reyndi að drepa eiginkonu kennara síns, væri búin að gifta sig I fang- elsinu sem hún afplánar dóm sinn í. Maki Amy er Yvonne Acevedo, fertug kona sem situr inni fyrir vopn- að rán. Amy mun hafa átt fjölda elskhuga í fangelsinu, þar á meðal fangaverði. . . .að Brooke Shields væri í megrun eftir að ákveðið var að hún léki í nokkrum Friends- sjónvarpsþáttum til viðbótar. Brook lék nýlega gestahlutverk í einum þætti. Þegar hún stóð við hlið stjarnanna Courteney Cox og Jennifer Aniston fannst henni hún líta út sem fíll, svo tálgaðar voru samstarfskonur hennar. . . .að Pamela Anderson væri bálreið út í útgefendur Playboy. í janúarhefti blaðsins er að finna myndir sem ljósmyndari blaðsins tók af strandverðinum léttklæddum með hennar sam- þykki en þar er líka að finna myndir sem teknar voru af Pamelu og eiginmanni hennar, Tommy Lee, á brúðkaupsnótt þeirra hjóna. .. .að Tom Hanks hefði farið að há- gráta við töku á nýj- ustu mynd sinni, That Thing You Do. Myndin fjallar að hluta til um uppvaxtarár Toms og þegar leikar- ar voru að leika í rifrildissenu sonar og foreldra uppgötvaði Tom að hann hafði haft rangt fyrir sér. Hann stöðvaði töku, fór að gráta og hringdi í móður sína og bað afsökunar þar sem hann'hefði haft rangt fyrir sér fyrir 25 árum. . . .að ljósmyndasafn safnara . nokkurs í Los Angeles hefði verið selt á dögunum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi en þarna var að finna safn nekt- armynda þeirra sem reynt hafa fyrir sér í Hollywood. Meðal þeirra sem eiga mynd af sér í safninu er Fred Dryer en hann hefur að sögn þeirra sem til safnsins þekkja lítið að fela á myndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.