Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1996, Blaðsíða 47
I>V LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1996 55 Peugeot 205 Junior ‘91 til sölu, 3 dyra, hvítur, spameytinn, skoðaður ‘97, ný nagladeldr. Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 896 2263. km, 88 gírkassi, nýsprautaður, ný sum- ardekk fylgja, skoðaður ‘96, skipti á ódýrari. Úppl. í síma 555 3505. Til sölu Dodge Eagle Talon TSi, turbo, 4x4, árg. ‘91, ekinn 52.000 mílur, 210 hö. Góður bíll í toppstandi. Ásett verð 1.750 þús. Upplýsingar í síma 565 5281. inn 140 þús. km. Ryðlaus, gott eintak. Verð 300 þús., 250 þús. stgr. Upplýsingar í síma 557 2115. sumar- og vetrardekk á felgum, með farinn. Sjón er sögu ríkari, verð að- eins 490 þús. Uppl. í síma 554 1275. ekinn 39 þús. km, mjög fallegur bíll, engin skipti. Uppl. í síma 566 6044. sO Vörubilar Flutningskassi til sölu. Uppi. í síma 852 9626 og hs. 483 3818. Til sölu Volkswagen Golf Syncro, 4x4, árg. ‘86. Uppl. í síma 551 5523. ATH.! Smáauglýsing í helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavfk Sími 563 2700 Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 ____________________ §éttir Fiskmarkaður Vestmannaeyja: Hagnaðurinn 1995 meiri en eigið fé var í árslok 1994 DV. Vestmannaeyjum:________________ Á síðasta ári fóru 12.521 tonn af fiski í gegnum Fiskmarkað Vest- mannaeyja á móti 7.111 tonnum árið áður og hefur magnið aukist um 5.410 tonn, eða um 76%. Verðmætið jókst úr 508 millj. króna í 885 millj- ónir og hefur aukist um 74%. Með aukningunni er FMV í 3ja sæti yfir stærstu fiskmarkaði lands- ins 1995. Þá var FMV stærsti ein- staki móttökustaður fisks á landinu þar sem þeir tveir markaðir, sem náðu meira magni, eru með 35 sölu- staði. Þetta kom fram á aðalfundi FMV fyrir árið 1995 sem haldinn var ný- lega. 1995 var mjög hagstætt í rekstri og var hagnaður rúmar 11 milljónir eftir skatta á móti 1,4 milljóna hagnaði árið áður. Tekjur jukust úr 46,1 milljón í 74,4 milljón- ir á síðasta ári og var hagnaður af reglulegri starfsemi 12,7 milljónir fyrir skatta. Árið 1995 er fjórða starfsár FMV og annað árið sem hagnaður er af rekstrinum. Fyrstu tvö árin var tap um 5 milljónir kr. Upphaflega var hlutafé 10 milljónir en aukið um 2,5 milljónir 1994 og aðrar 2,5 milljónir í fyrra að því er kom fram í ræðu Páls R. Pálssonar framkvæmda- stjóra. „Athyglisvert er að sjá að hagnað- ur 1995 er meiri en allt eigið fé fyr- irtækisins í árslok 1994 eftir 3ja ára rekstur,“ sagði Páll. Eigið fé er nú 21,1 milljón en hlutafé er 15 milljón- ir. Stjórn FMV skipa Sigurður Ein- arsson, Þórður Rafn Sigurðsson, Ás- mundur Friðriksson, Börkur Grímsson og Jóhann Kristján Ragn- arsson. Til vara Viktor Helgason, Óskar Þórarinsson og Þorsteinn Viktorsson. Snorri Jónsson, fráfar- andi formaður, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. -ÓG Ársæll SH 88 við bryggju í Skipavík í Stykkishólmi. DV-mynd Birgitta Nýr bátur DV, Stykkishólmi:________________________ Nýr bátur í eigu útgerðarfélags- ins Sólborgar ehf. kom í heimahöfn í Stykkishólmi nýlega.' Báturinn er keyptur frá Grúndarfirði - hét áður Farsæll - en var smíðaður á Seyðis- firði 1976. í Hólminn Báturinn, sem er 103 tonna stál- bátur, hlaut nafnið Ársæll eða sama nafn og sá bátur sem hann leysir af hólmi. Að sögn Gunnlaugs Árnason- ar, útgerðarstjóra Sólborgar, er ætl- unin að senda bátinn á netaveiðar i febrúar og mars en síðan á rækju í sumar. -BB Leifsstöð: Klór í vatninu af hernaðarástæðum „Klórinu er bætt i vatnið til að koma í veg fyrir að það skemmist í kerfinu og til að drepa gerla. Þetta er viðtekin venja samkvæmt heil- brigðisréglum bandaríska hersins. Ástæðan fyrir því að vatnið er klór- blandað í flugstöðinni er sú að það kemur úr vatnskerfi varnarliðsins sem lagði allar vatnsleiðslur til og frá flugstöðinni,“ sagði Friðþór Ey- dal, upplýsingafulltrúi varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Margir íslendingar eru óhressir með að ekki skuli vera hægt að drekka hreint íslenskt vatn í Leifs- stöð. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðumesja, segir að eina ráðið til að koma í veg fyrir klórið sé að leggja vatnsleiðslur frá Keflavík í Leifsstöð. Samkvæmt heimildum DV er vatnið klórblandað af hernaðará- stæðum. Klórið drepur gerla og kemur því í veg fyrir að hægt sé að setja gerla og eða önnur efni, sem valda hættulegum sjúkdómum, í vatnið. Því er vatnið klórblandað í öllum herstöðvum bandaríska hers- ins vítt og breitt um heiminn. -ÆMK Frá grunnskólanum í Hveragerði Vegna veikindaforfalla vantar kennara við skólann nú þegar. Upplýsingar gefa: GUÐJÓN SIGURÐSSON skólastjóri í síma 483 4195 og 483 4950. PÁLÍNA SNORRADÓTTIR í síma 483 4195 og 483 4635. Skólastjórnendur ER ÞORSKSTOFNINN Á UPPLEBÐ? Fiskifélag íslands boðar til fundar um stöðu þorskstofnsins við ísland. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 12. febrúar 1996 kl. 20.00 á Hótel Sögu, Reykjavík, þingstofu A, 2. hæð. Gunnar Stefánsson, formaður fiskiveiðiráðgjafanefndar Hafrannsóknastofnunarinnar, verður frummælandi. Að loknu erindi hans verða almennar umræður og er öllum frjálst að mæta og taka til máls. Allir áhugamenn um sjávarútvegsmál eru hvattir til að mæta. FISKIFÉLAG ÍSLANDS Útboð Rekstur m/s. Sæfara 1996-1999 Fólks- og vöruflutningar til og frá Grímsey og vöruflutningar til og frá Hrísey Vegagerðin óskar eftir tilboðum í fólks- og vöruflutn- inga til og frá Grímsey og vöruflutninga til og frá Hrísey (rekstur m/s. Sæfara) maí 1996 - maí 1999. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 12. febrúar 1996. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. mars 1996. Verð útboðsgagna er 1.500 kr. Vegamálastjóri Forritið Fjölhugi Arftaki Vaskhuga Fjölhugi er fullkomið bókhaldsforrit sem hentar flestum rekstri. Fjölhugi byggir á Vaskhuga sem er í notkun hjá yfir 1000 fyrirtækjum um allt land. Fjölhugi kemur tilbúinn til notkunar og krefst ekki sérstakrar tölvu- eða bókhaldskunnáttu. Fjölhugi er alhliða bókhaldshugbúnaður, og þú getur fjölgað kerfum eftir þörfum. Meðal kerfa í Fjölhuga eru: sala, birgðir, viðskiptamenn, verkefna- bókhald, launabókhald, tollskýrslukerfi og fullkomið tvíhliða fjárhagsbókhald. Og þjónustan hjá Vaskhuga hf. er pottþétt. KTVaskhugi hf. Skeifan 7 - Sími 568-2680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.