Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 2
V 2 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Fréttir Samtök iðnaðarins vilja útkljá fyrir dómi innheimtu STEF-gjalda á hárgreiðslustofum: Þvílík pína að þetta er orðið eins og í Rússlandi - segir Lovísa Jónsdóttir, formaður Hárgreiðslumeistarafélags íslands Fyrir hönd Hárgreiðslumeistara- félags íslands hafa Samtök iðnaðar- ins ákveðið að halda uppi vömum og útkljá fyrir dómstólum inn- heimtu STEF-gjalda hjá hár- greiðslustofum. Innheimtubréf hafa verið send til um 10 hárgreiðslu- stofa en Samtök iðnaðarins vilja taka eina stofu út sem prófmál. Stof- urnar hafa sumar fengið mkkun oftar en einu sinni frá innheimtu- lögmönnum vegna STEF-gjalda síð- asta árs. Árgjaldið er í flestum til- vikum 10 þúsund krónur en með dráttarvöxtum og innheimtukostn- aði fer krafan í um 20 þúsund krón- ur. Lovísa Jónsdóttir, formaður Hár- greiðslumeistarafélagsins, sagði í samtali við DV að félagið hefði stað- ið í baráttu við STEF undanfarið ár. „Viö töldum ekki lögfræðilegar forsendur fyrir þessari innheimtu og fengum Samtök iðnaðarins til liðs við okkur. Vinnubrögðin við innheimtuna eru í senn lúaleg og fyndin. Þeir virðast senda rukkun út á stofur eftir geðþótta. Það er ekkert skipulag á þessu,“ sagði Lovísa. Lovísa sagði útvarpstæki á hár- greiðslustofum aöeins hugsuð fyrir starfsfólk, þetta væra öryggistæki til að fylgjast m.a. með hvort vá væri íyrir dyrum. „Mér finnst þetta hrikalega ós- anngjamt gjald. Maður er nú að borga STEF-gjöld í gegnum Ríkisút- varpið. Þetta er orðin þvílík pína að þetta er eins og í Rússlandi. Ég er ekki sátt við að þeir skuii getað komið svona fram við okkur,“ sagði Lovisa. Ein af þeim stofum sem fengið hafa innheimtubréf er Hámý í Kópavogi. Þórdís Helgadóttir hár- greiðslumeistari sagði að útvarpið á hennar stofu væri fyrst og fremst öryggistæki fyrir starfsmenn henn- ar. „Að mínu mati er þetta fáránlegt mál. Fyrst STEF er að þessu á ann- Þórdís Helgadóttir hjá Hárný í Kópa- vogi er einn þeirra hárgreiðslu- meistara sem fengið hafa inn- heimtubréf frá STEF. DV-mynd BG að borð þá finnst mér að þeir eigi að vanda vinnubrögðin. Ekki að taka út einhverjar 10 stofur og skilja kannski eftir um 100. Ég veit um stofur sem eru með hátalara í hverju homi en fá ekki rukkun." Ólafur Helgi Ámason, lögmaður Samtaka iðnaðarins, sagði við DV að innheimtulögmanni STEF hefði verið tilkynnt um vilja samtakanna til málsóknar. Beðiö væri eftir stefnu til greiðslu kröfunnar hjá þeirri stofu sem hugsuð væri sem prófmál. Dómstólaleiðin er sú eina „Það þarf að sanna í hverju til- viki fyrir sig hvort um opinberan tónlistarflutning sé að ræða eða ekki. Samtök iðnaðarins telja eðli- legt og sjálfsagt að láta reyna á hvort lög standast í þessum tilvik- um. Eina leiðin er að fara með mál- ið fyrir dómstóla. Þetta er bara nýtt gjald sem menn era ekki tilbúnir til að greiða,“ sagði Ólafur Helgi. Ólafur benti á að STEF-gjöld væra rakkuð eftir fermetrafjölda en ekki eftir því hvað margir hlustuðu. „Þetta er með ólíkindum og á ystu nöf að maður geti tekið mark á svona kröfum.“ Jóhannes Rúnar Jóhannesson lögmaður hefur séð um innheimt- una fyrir STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann sagði við DV að innheimtan byggð- ist á þeirri grein höfundarlaganna að flutningur í útvarpi á opinberam stöðum teldist sjálfstæð birting á tónverki. Jóhannes minnti á nýleg- an dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem matvörakaupmaður var dæmdur til að greiða STEF-gjöldin. í raun væri um svipað mál að ræða hjá hárgreiðslustofum. „Ef þetta er rými sem almenning- ur hefur greiöan aðgang að þá telst grundvöllur vera til innheimtu gjaldanna. Það er ekki bara bundið við hárgreiðslustofur. Við tókiun ekki út ákveðnar hárgreiðslustofur í okkar innheimtu. Það hlýtur jafnt yfir alla að ganga,“ sagði Jóhannes og bætti við að ekki hefði verið ákveðið hvenær mál yrði höföað gegn hárgreiðslustofunni. -bjb Gömul lagaákvæði taka gildi 1. júní? Kostnaður hækkar og fjölskyldur missa lifibrauðið - segir formaður Rafiðnaðarsambandsins Umhverfisráðherra hefur frestað til 1. júní gildistöku lagaá- kvæða frá 1988 um það að raf- virkjar, rafverktakar og rafiðn- fræðingar megi ekki teikna og skrifa undir rafmagnsteikningar en byggingarfulltrúar um allt land höfðu tilkynnt að ákvæðin tækju gildi 1. apríl. Beðið er end-’ urskoðunar umhverfisnefndar Al- þingis á byggingar- og skipulags- lögum en kveðið er á um þetta í þeim. Guðmundur Gunnarsson, form- aður Rafiðnaðarsambands ís- lands, segir að gildistakan ákvæð- anna muni hækka verulega bygg- ingarkostnað í landinu og kippa fjárhagslegum stoðum undan mörgum fjölskyldum sem hafa haft lifibrauð af vinnu við raf- magnsteikningar. Rafiönaðarsam- bandið hafi brugðist við af fullri hörku og telji breytinguna ólög- mæta. Það sé tilbúið til að láta málið ganga til Mannréttinda- dómstóls Evrópu ef þörf krefur. Guðmundur segir að í námi rafvirkja og rafiðnfræðinga sé gert ráð fyrir að þeir geti skrifað undir rafmagnsteikningar og hafi gert það við minni byggingar. Samkvæmt breytingunni, sem væntanlega tekur gildi 1. júní, halda aðeins þeir, sem höfðu skil- að inn teikningum fyrir 1979, rétt- indum sínum. Hinir missa þau. -GHS Alls hafa komið um 488 þúsund tonn af loðnu á land það sem af er vertíðinni. Eftir er að veiða um 625 þúsund tonn. Mikil læti hafa verið í loðnufrystingunni og keppt af hörku við tímann. Síðustu forvöð eru að frysta loðnuna en talið er að verðmæti frystra loðnuafurða sé komið í um 3 milljarða króna. Myndin er tekin nýlega á loðnumiðunum en veið- in gekk bærilega í nótt. DV-mynd ÞGK Svavar Gestsson um óvirðingu við erlenda þjóðhöfðingja: Er tímabært að afnema hegningarákvæðið? - mun ekki beita mér fyrir því, segir Þorsteinn Pálsson „Tilefni þessarar fyrirspurnar minnar er að nokkra leyti það að fyrir nokkrum vikum skrifaði rit- stjóri eins dagblaöanna allkjamyrt- an leiðara um forseta tiltekins ríkis ekki langt frá okkur. Niðurstaðan varð sú í utanríkisráðuneytinu aö skrifa bréf þar sem leiðarahöfund- urinn og DV vora átalin fyrir það að hafa hagað orðum sinum með þessum hætti um þennan tiltekna þjóðhöfðingja," sagði Svavar Gests- son í fyrirspumatíma á Alþingi i gær. Hann spurði dómsmálaráðherra hvort ekki væri tímabært að nema það ákvæði hegningarlaganna úr gildi sem heimilar að dæma menn í fésektir og fangelsi fyrir að smána erlenda þjóðhöfðingja. Svavar benti á, máli sínu til stuðnings, aö i leiðara Morgun- blaðsins í dag væri Saddam Hussein, forseti íraks, kallaður „samviskulaus harðstjóri“. Hann spurði hvort eðlilegt væri að hafa ákvæði í lögum landsins sem heim- iluðu að tyfta ritstjóra Morgun- blaðsins fyrir að segja þetta. Svavar minnti líka á að Þórberg- ur heitinn Þórðarson rithöfundur hefði veriö dæmdur í fangelsi fyrir harða gagnrýni á Adolf Hitler á sinni tíð. Hann sagði að sumir þjóð- höfðingjar væru þannig að það mætti segja hvað sem væri um þá. Þess vegna taldi hann að þetta hegn- ingarákvæði ætti ekki við lengur. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að taka ætti út hegningar- ákvæði fyrir að smána þjóð eða þjóðhöfðingja opinberlega. Aftur á móti væri ástæða til að vera með vægara hegningarákvæði en nú er eða eins og tíðkast hjá hinum Norð- urlandaþjóðunum. Hann sagðist ekki ætla að beita sér fyrir því að hegningarákvæðið yrði fellt niður. -S.dór Stuttar fréttir Gró&i hjá Skinnaiönaði Skinnaiðnaður hf. á Akureyri skilaði ríflega 68 milljóna króna hagnaöi á síðasta ári. Sæstrengur áfram Ákveðið hefur verið að vinna áfram að undirbúningi lagning- ar sæstrengs frá íslandi til meg- inlands Évrópu á vegum ICENET. Hafbeit á undanhaldi Hafbeitarlaxeldi er á hröðu undanhaldi, samkvæmt RÚV. Aðeins hálfri annarri milljóna seiða verður sleppt í hafbeit í ár. Unglingaheimili stefnt Foreldrar 15 ára stúlku hafa stefnt Unglingaheimili ríkisins fyrir það sem þeir telja ólög- mæta vistun á heimilinu. Stöð 2 greindi frá þessu. -bjb Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. 'á Jj Nel 2] ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á biskup íslands að segja af sér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.