Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Page 13
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 13 Missti málfrelsis- hetjan málið? Ön stórblöð menntaðra þjóða leggja metnað sinn í að taka virk- an og skapandi þátt í menningar- umræðu lands síns. Þau gera sér ábyrgð sína ljósa og leitast jafnan við að tefla fram færustu höfund- um og fagmönnum á hverju sviði. íslensku stórblöðin/Morgunblaðið og DV, eru undantekningar frá þessari reglu. DV, sem fyrir langa- löngu hafði sérstakan ritstjóra til að sinna listum og fræðmn, heldur nú orðið árlega verðlaunaveislu, sem það auglýsir með fjaðraþyt og söng, en leggur að öðru leyti sjald- an neitt markvert til mála. 1 Morgunblaðinu skortir ekki fréttaflutning af alls kyns listvið- burðum en um hina dýpri umfjöll- un er best að hafa sem fæst orð, a.m.k. þá sem snýr að leiklist og bókmenntum. Um dagskrá ljós- vakafjölmiölanna skrifar hvorugt blaðið lengur en kannski má þakka fyrir það; þar höfðu þau ekki úr háum söðli að detta. Undir högg að sækja Fyrir rúmri viku beindi ég ákveðinni spurningu til Agnesar Bragadóttur sem gegnir stöðu „menningarritstjóra" á Morgun- blaðinu. Henni hefur ekki verið svarað, sem kemur ekki á óvart. Tilefni fyrirspurnarinnar var það að Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að minnast á ritgerð mína um Þorstein Ö. Stephensen sem birtist á síðasta ári i Andvara, tímariti Þjóðvinafélagsins. Ritgerð sú er, eins og ég nefndi í fyrri DV-grein, fyrsta tilraunin til að draga upp heildarmynd af einum mesta listamanni seni þjóð- in hefur eignast. Mér datt ekki í hug að blað, sem hefur svo mikið við menninguna og listimar að það gerir út blaða- mann til að skrifa um leiksýning- ar amatöra, myndi láta slíkt fara fram hjá sér. Þá var mér bent á að bæði Morgunblaðið og DV væru hætt að birta ritdóma um tímarit, einnig þau sem era rekin af fullum menn- ingarlegum metnaði, s.s. Skirni, rit Sögufélagsins, Sögu og Nýja sögu, Tímarit MM, Andvara og Bjart. Agnes Bragadóttir blaðamaður. - „Það er auðvitað skynsamlegast fyrir hana sjálfa að gera sér upp heyrnar- leysi..segir Jón Viðar m.a. í grein sinni. Kjallarinn Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi Er þó vitað að útgáfa sumra þessara rita á nú verulega undir högg að sækja og þarf á öllum stuðningi að halda. Ef þau hverfa glötum við vettvangi fyrir rann- sóknir og skoðanaskipti sem dag- blöð munu ekki bæta upp. Fáheyrð vanræksla Ég skil vel að Agnes Bragadótt- ir treysti sér ekki til að verja svo fáheyrða vanrækslu. Það er auð- vitað skynsamlegast fyrir hana sjálfa að gera sér upp heyrnarleysi og hætta sér ekki út í rökræður um þessa frammistöðu. Kannski var kominn tími til að blaðakon- an, sem hefur leikið stjörnuleik í hlutverki málfrelsishetju og rann- sóknarblaðamanns, kynntist því hvernig er að hafa slæman mál- stað og þurfa að skríða í felur. Jón Viðar Jónsson „Kannski var kominn tími til aö blaðakonan, sem hefur leikiö stjörnuleik í hlutverki mál- frelsishetju og rannsóknarblaðamanns, kynntist því hvernig er að hafa slæman mál- stað og þurfa að skríða í felur.“ Krankleiki Landsbankans Að ýta við sofandi birni kann að þykja óráðlegt. Einkum ef sjáan- legt er að vinstri hrammur hans veit ekki hvað sá hægri gerir. Landsbankinn er voldugur banki með ótal útibú og þrautþjálfað starfslið. Bakland hans er stórt, ekki minna en Ríkissjóður Is- lands, skattgreiðendur sem bíða eftir að fá eignarhlut sinn staðfest- an með kjörgengi á aðalfundi. Landsmenn hafa hins vegar valið fulltrúa sinn í bankaráði með kjöri alþingismanna og þeir ráða stefnu og gengi bankans. Mörgum eigandanum gengur þvi illa að hafa áhrif á stjórn hans. Bankinn þarf lítið tillit að taka til eigenda sinna; þeir leggja ávallt til nýtt fjármagn, möglunarlaust, þeg- ar iila gengur. Við þennan risa, bakhjarl, eiga svo sparisjóðir og einkabankar að keppa. Landsbankinn gekk nýlega á undan með vaxtahækkun, jafnvel þótt æðsti yfirmaður hans, við- skiptaráðherra, teldi vaxtalækkun raunbetri. En eiginfjárstaða bank- ans er slæm og á undanförnum misserum hefur hann fengið millj- arða úr ríkissjóði til að styrkja stöðu sína. En meiri er þörfin ef bankinn á að uppfylla kröfur Evr- ópusambandsins. Bankinn þarf því enn styrkari stjórn eigi hann Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri að getað staðið af sér vaxtalækk- anir. Mörg nágrannalönd hafa nú allt að helmingi lægri vexti og fullvíst má telja að sú verði þróunin hér líka. Engum er greiði gerður ef bankinn fellur á kné eins og Sam- bandið gerði í faðmlögum við Landsbankann. Steinbörnin En bankinn er enn með stein- barn Sambandsins í maganum. Það er haft í gæslu hjá sérstöku dótturfélagi, Rekstrarfélaginu hf. Þar á bæ kalla menn ekki allt ömmu sína og telja það eftirsókn- arvert að leigja út allar fyrrver- andi eignir Sambandsins við Holtagarða. Verðmæti sem væru betur seld og komin í útlán og skiluðu þannig mun meiri tekjum. En bankinn á fleiri eignir. Talið er að hann eigi á bilinu 500-800 eignir óseldar sem hafa verið teknar í uppgjöri við viðskiptavini. Ábyrgð bankanna verði meiri Eftir því sem fjármagnið fjar- lægist upphaflega eigendur sína verður erfiðara að stjórna því. Það er mein bankans númer eitt. Meinsemd númer tvö er að stjórn- endur bankans telja hann svo stór- an að enginn hafi vit á ávöxtun nema þeir. En þriðji veikleikinn sem hrjáir bankann er sameigin- legur öllum lánastofnunum á ís- landi. Ábyrð bankanna á útlánum er í engu hlutfalli við skuldbind- ingar lántakenda. Hinn almenni lántakandi hefur þurft að koma með fasteignaveð og uppáskrift ættingja, síðan hefur vaxtastigið leikið lausum hala. í flestum tilfellum er bankinn tryggður én situr uppi með illselj- anlegar eignir ef illa fer. Hagur bankanna væri meiri ef lánin mið- uðust við greiðsluþol lántakenda í verðbólgu og atvinnuleysi. Útlán sem tækju mið af viðskiptum og eignum lántakenda en ekki vin- veittum ábyrgðamönnum. Sigurður Antonsson „Mörg nágrannalönd hafa nú allt að helm- ingi lægri vexti og fullvíst má telja að sú verði þróunin hér líka. Engum er greiði gerður ef bankinn fellur á kné eins og Sambandið gerði í faðmlögum við Lands- bankann.“ Með og á móti íslensk farskip skráð erlendis Hegningar- skattur hér- lendis á skipa- eigendur „Sú ástæða sem er hvað augljósust fyr- ir því að skrá farskip erlend- is er sú að þeg- ar skráð er undir íslensk- um fána og þegar kemur að sölu verða eigendur að greiða há stimpilgjöld, auk þinglýsingarkostnaðar. Þetta er að mínu mati nokkurs konar hegningarskattur á ís- lenska skipaeigendur fyrir það eitt að vera með skip sín skráö undir íslenskum fána. Þegar ís- lensk farskip sigla á fjarlægum mörkuðum eru þau í óheftri samkeppni við skip sem hafa fullt frelsi um þjóðerni ódýrrar áhafnar. Ef íslensk farskip ætla að standast samkeppni við þau erlendu verða forsendur að vera þær sömu. Ýmsar þjóðir búa við lág laun. Þau skipafélög sem geta nýtt sér slíkar aðstæður og haft á að skipa ódýrri áhöfn búa við lægri rekstrarkostnað., Áhafnir sem skipaðar eru mönnum frá ríkjum þriðja heimsins fá umtal- svert lægri laun en tiðkast ann- ars staðar og slíkt hefur mikla þýðingu fyrir rekstrarkostnað. Með því að skrá íslensk fiskiskip undir íslenskum fána öðlast við það aögangur að auðlindunum. Hið sama gildir ekki um farskip- in og því er um aðrar forsendur að ræða.“ Helv... hart „Hér áður fyrr þótti það stolt þjóðar- innar að ís- lensku skipin sigldu á ís- lenskum fána. Núna eru þau dinglandi sjó- ræningjaflögg- um sem eng- inn veit stund- um hvaðan eru. Okkur hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur finnst það helv... hart að kaupskip í eigu íslendinga, utan fimm þeirra, skuli sigla á sjóræningja- fánum eða svokölluðum henti- fánum. í flestum tilfellum er þetta gert til að losna við skatta og skyldur en önnur ástæðan er há skráningargjöld. Eftir því sem ég veit best eru gjöldin hvergi jafn há og hér. Ef þú skrá- ir flugvél hér heima þá kostar það minna. Þess vegna ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í því að lækka gjöldin í samræmi við hin Norðurlöndin til dæmis. Ég er samt efins að það dugi til að skipafélögin skrái skipin hér heima. Margt annað kemur til, m.a. launin. Þótt laun ís- lenskra háseta séu ekki há þá eru þau lægri víða erlendis og erlendar áhafnir oftast réttinda- lausar. Við höfum barist harðri bar- áttu til að halda störfunum fyrir íslendinga og fengið Norræna flutningasambandið til liðs við okkur. Hér áður þurfti handaflið til. Mér þykir metnaður ís- lenskra kaupskipafélaga, sem skila hundruð milljóna króna hagnaði, orðinn lítill þegar þau sjá ekki sóma sinn í því að sigla undir íslensku flaggi.“ -brh/bjb Birgir Björgvins- son, Sjómannafé- lagi Reykjavíkur. Einar Hermanns- son, framkvæmda- stjóri Samb. fsl. kaupskipaútgerða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.