Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 16
28 FIMMTUDAGUR 29. FEBRUAR 1996 íþróttir Njáll þjálfar Einherja Njáll Eiðsson hefur verið ráð- inn þjálfari 4. deildar liðs Ein- herja í knattspyrnu en Einheiji kemur frá Vopnafirði. Njáll mun einnig leika með liðinu í sumar og ætla Einherja- menn sér stóra hluti á komandi keppnistímabili knattspymu- manna. Að sögn eins forráðamanna liðsins er stefnan sett á úrslita- keppnina og jafnvel lengra. -SK Ajax meistari meistaranna Hollenska stórliðið Ajax varð í gær meistari meistaranna þegar það vann síðari leik sinn gegn Real Zaragoza frá Spáni, 4-0, og samanlagt, 5-1. Danny Blind skoraði tvívegis úr vítaspymum fyrir Ajax en hin tvö mörkin gerðu Winston Bogarde og Finidi George. Karlsruhe í úrslitaleikinn Það verða Karlsruhe og Kaiserslautern sem leika til úr- slita í þýsku bikarkeppninni. Karlsruhe komst í úrslitaleikinn í gær meö því aö bera sigurorð af Fortuna Dússeldorf, 2-0. PSV komið í undanúrslit PSV tryggði sér sæti í gær- kvöld í undanúrslitum hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. PSV sigraði Twente með þremur mörkum gegn einu. í hollensku 1. deildinni vora tveir leikir á dagskrá. Go Ahead Eagles og NEC Nijmegen gerðu jafntefli, 2-2, og sömu úrslit urðu í leik Doetinchem og Heeren- veen. Fiorentina mætir Atalanta Fiorentina gerir það ekki endasleppt í ítölsku knattspyrn- unni en í gærkvöld sigraði liðið Inter, 1-0, í undanúrslitum bik- arsins. Gabriel Batistuta skoraði sigr- amark Fiorentina og mætir liðið Atalanta í úrslitum keppninnar. Naumur sigur HK gegn Blikum HK vann nauman sigur á Breiðabliki, 25-24, í 2. deild karla í handknattleik i gærkvöldi. Hanna ekki meira með í vetur Nú er Ijóst að Hanna Kjartans- dóttir leikur ekki meira með kvennaliði Breiðabliks í körfu- bolta í vetur. Hanna á við sjóntaugarbólgur að stríða og verður að halda sig inni við næsta mánuðinn. Glasgow Rangers á eftir Dana Dönsk útvarpsstöð sagði í gær að danski landsliðsmaðurinn Erik Bo Andersen væri á leið- inni til Glasgow Rangers fyrir 1,2 milljón punda. Talsmaður Rangers sagði hins vegar að félagið væri ekki að kaupa leikmann þessa stundina en vænta mætti frétta af þeim málum jafnvel í dag. Þessi yfir- lýsing þykir staðfesta að Daninn sé á leiðinni til Rangers. -JKS/GH Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, undirbýr sína menn meðal annars í æfingabúðum á Kýpur fyrir átökin hér heima í sumar. Enska bikarkeppnin: Liverpool mætir Leeds United í 8-liða úrslitum Liverpool mætir Leeds í 8-liða úr- slium ensku bikarkeppninnar i knattspymu. Þetta varð ljóst eftir sigur Liverpool á 1. deildarliði Charlton í 5. umferð keppninnar á Anfield Road í gærkvöldi, 2-1. Robbie Fowler og Stan Collymore skoruðu mörk liðsins. Nottingham Forest og Tottenham skildu jöfn, 2-2, á City Ground og þurfa liðin að mætast að nýju á White Hart Lane. Ian Woan skoraði bæði mörk Forest og það gerði Chris Armstrong einnig fyrir Tottenham. Sigurvegarinn mætir Aston Villa í 8-liða úrslitunum. Huddersfield náði óvænt foryst- unni gegn Wimbledon en það reynd- ist aðeins skammgóður vermir og Wimbledon sigraði, 3-1. Wimbledon mætir Cheslea á útivelli i næstum umferð. Það tók góðan tíma fyrir Cheslea að hrista Grimsby af sér. Michael Duberry skoraði fyrsta markið fyrir Chelsea og mínútu eftir að Mark Hughes hafði komið Chelsea í, 2-0, minnkaði Groves muninn fyrir Grimsby. Tvö mörk á þremur mín- útum frá John Spencer og Gavin Peacock komu sigri Chelsea í ör- ugga höfn. Þá sigraði Southampton lið Swindon, 2-0, og mætir Manchester United á útivelli næstu umferð. í úrvalsdeildinni var einn leikur þegar Aston Villa sigraði Black- burn, 2-0. Julian Joachim, sem Villa keypti á dögunum frá Leicest- er, skoraði sitt fyrsta mark fyrir fé- lagið og Gareth Southagate það síð- ara. í 1. deild voru þrir leikir. Efsta liðið Derby gerði markalaust jafn- tefli við Leicester og sömu úrslit urðu í leik Norwich og Sheffield United en Stoke sigraði Watford, 2-0. -JKS „íslendingamót" í sólinni á Kýpur ÍBV, ÍA, Flora og Sirius á sama móti Óhætt er að segja að hálfgert ís- lendingamót í knattspyrnu fari fram á Kýpur dagana 19.-24. mars. Þar fer þá fram alþjóðlegt mót með þátttöku átta félagsliða en þau eru ÍBV, ÍA, Flora Tallinn frá Eistlandi, Skonto Riga frá Lettlandi og sænsku 1. deildarliðin Gávle, Sundsvall, Motala og Sirius. Teitur Þórðarson þjálfar eist- nesku meistarana Flora Tallinn og með Sirius leikur Einar Brekkan, knattspymumaðurinn efnilegi sem gert hefur það gott í sænsku knatt- spyrnunni síðustu tvö árin. ÍBV, Gavle, Flora og Sundsvall era saman í riðli og síðan eru ÍA, Motala, Sirius og Skonto Riga í hin- um riðlinum. ÍBV leikur við Gávle í fyrstu um- ferð. Sigurliðið mætir sigurvegaran- um úr leik Flora og Sundsvall en tapliðið mætir tapliðinu. Sama fyr- irkomulag er í hinum riðlinum, þar leikur ÍA fyrst við Motala og síðan við Skonto eða Sirius. Síðan er leik- ið til úrslita um sæti. Kristinn dæmir á mótinu Til að bæta við íslendingaflóruna á Kýpur þessa daga verður Kristinn Jakobsson með í för og dæmir á mótinu. -VS 1. deild kvenna í handknattleik: Úrslit eftir bókinni Öll liðin i efri hluta 1. deildar kvenna í handknattleik lögðu and- stæðinga sina í gærkvöldi. Að Hlíðarenda sigraði Víkingur lið Vals, 21-25. Valsstúlkur vora með yfirhöndinni lengstum og það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á leikinn að Víkingur seig fram úr og tryggði sér sigur. í hálfleik höfðu Valsstúlkur yfir, 12-9. Gerður Jóhannsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Val og þær Sonja Jóns- dóttir, Björk Tómasdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir skoruðu allar fjögur mörk hver. Hjá Víkingi skoraði Halla María Helgadóttir alls 12 mörk og Elísabet Þorgeirsdótti 5 mörk. KR-stúlkur veittu Fram harða keppni en í lokin náði Fram að knýja fram eins marks sigur, 19-20. Fram hafði tveggja marka forystu i hálfleik, 9-11. Helga Ormsdóttir skoraði 7 mörk fyrir KR og Anna Steinsdóttir 6. Berglind Ómarsdóttir var atkvæða- mest hjá Fram, skoraði 7 mörk og Arna Steinsen skoraði 4 mörk. I nágrannaslagnum í Hafnarfirði sigraðu Haukar lið FH í Kaplakrika, 15-20.1 hálfleik var staðan, 9-11, fyr- ir Hauka. Björk Ægisdóttir skoraði 6 mörk fyrir FH og þær Hildur Erlingsdótt- ir og Bára Jóhannsdóttir 3 mörk hver. Auður Hermannsdóttir var markahæst hjá Haukum með 8 mörk, Hulda Bjarnadóttir skoraði 4 mörk og Harpa Melsteð 3 mörk. í Árbænum virtist allt stefna í ör- uggan sigur Eyjastúlkna gegn Fylki en Fylkir barðist af miklum krafti i síðari hálfleik og náði að gera leik- inn jafnan en forskotið sem ÍBV náði í fyrri hálfleik var og stórt. Lokatölur, 28-30, fyrir ÍBV, eftir að staðan var, 9-16, í hálfleik fyrir gest- ina. Rut Baldursdóttir skoraði 11 mörk fyrir Fylki og Anna Halldórs- dótir 6 mörk. Andrea Atladóttir gerði 8 mörk fyrir ÍBV og Helga Kristjánsdóttir 7 mörk. -JKS/GH/HS Julian Howard og félagar hans í Washington Bullets máttu þola stórt tap gegn Malone og félögum í Utah Jazz í nótt. Malone skoraði 26 stig. Keflvíkingar deildarmeistarar Keflavík tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með sigri á Breiðabliki, 67-52. Keflavík hafði undirtökin í leiknum allan tímann og sigur liðsins öruggur. Veronika Cook skoraði 25 stig fyrir Keflavík, Anna M. Sveinsdóttir 16 og Björg Hafsteinsdóttir 10 en hjá Blikum skoraöi Betty Harrys 25, Bima Valgarðsdóttir 12 og Inga D. Magnúsdóttir 12. „Þaö var komin tími til að vinna Breiðablik en við höfðum tapað síðustu sex leikjum gegn þvi,” sagði Anna María, fyrirliði Keflavíkur eftir leikinn. . -ÆMK NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Orlando enn ósigraö á heimavelli sínum á keppnistímabilinu Orlando hefur 'ekki enn tapað leik vann góðan sigur. David Wesley á heimavelli sínum i NBA-deildinni skoraði 33 stig fyrir Boston, Dino í vetur. í nótt sigraði Orlando lið Radja og Rick Fox voru með 16 stig Miami Heat og það voru þeir hvor. Larry Johnson skoraði 26 stig Shaquille O’Neal og Penny fyrir Charlotte. Hardaway sem vora í aðalhlutverki, Næsti sigur Atlanta í deildinni O’Neal skoraði 31 stig og Hardaway verður merkilegur fyrir þjálfara 27. Þetta var 29. heimasigur Orlando liðsins, Lenny Wilkens. Sigurinn á tímabilinu. gegn Portland var 999. sigur hans Úrslit leikja í nótt urðu sem hér sem þjálfari i deildinni. Mookie Bla- segir: ylock skoraði 23 stig fyrir Atlanta Boston-Charlotte .frl. 121-116 og Arvydas Sabonis var með 26 stig Orlando-Miami ......116-112 fyrir Portland. Atlanta-Portland..... 90-88 Hroðalegt gengi New York Knicks Minnesota-Phoenix...93-117 ætlar engan endi að taka og þrátt Utah-Washington ...115-93 fyrir að Patrick Ewing léki með lið- Sacramento-New York . 90-85 inu í nótt og skoraði 29 stig, tókst Seattle-Detroit.....94-60 liðinu ekki að vinna Sacramento. Vancouver-LA Lakers. 80-99 Mich Richmond skoraði 22 stig fyr- í Boston var hart barist og Boston ir Sacramento. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.