Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Er Langholtskirkja í dag kirkja án tónlistar? Marsipan- guðfræði „Varla verður manni láð að verða bumbult af því að frétta af munni sóknarprests í Langholts- kirkju að tónlist Johanns Sebast- ians Bach sé ekkert nema marsipanguðfræði." Thor Vilhjálmsson, í Morgun- blaðinu. Skotið í fótinn „Kaupmennskan hefur gengið út í öfgar og með henni höfum við forráðmenn félaganna verið að skjóta okkur í fótinn." Þórir Jónsson, um rekstur knattspyrnudeilda, í DV. Ummæli Hvert er starfssvið mitt? „Ég þarf aö skoða nánar hvert starfssvið mitt verður.“ Viðar Eggertsson, nýráðinn leikhússtjóri LR, í DV. Frumvörp í læknismeðferð „Þau eru greinilega hjá snyrti- sérfræðingum og lýtalæknum sem eiga að sníða af þeim ein- hverja annmarka." Ogmundur Jónasson, í Alþýðu- blaðinu. Loenard Cohen samdi Chelsea Hotel um Janis Joplin. Sagan á bak við lögin Þær eru margar sögumar sem ganga um hin og þessi fræg dægur- lög, megnið er uppspuni sem verð- ur til við hugleiðingar misviturra manna sem skrifa um dægurtónlist en sumar sögur er sannleikur eins og það að hið þekkta lag Leonards Cohens, Chelsea Hotel, sé óður til þess fræga hótels, en fyrst og fremst til Janis Joplin. Cohen hefur Blessuð veröldin í seinni tíð sagt að hann hafi séð eftir því að hafa látið það út úr sér að Chelsea Hotel væri um Janis Joplin. Meðal þess sem Cohen læt- ur hana segja er að það skipti ekki máli að við séum ljót, við höfum tónlistina. Þú ert svo sjálfumglaður Þegar Carly Simon gaf út met- sölulag sitt, You’re so Vain, var talið nokkuð öruggt að hún væri að semja um einhvem ákveðinn karl- mann og kom lagið af stað miklu fári á öldum ljósvakanna og á síð- um slúðurblaða um það hver þessi sjálfumglaði maður væri. Sá sem oftast var nefhdur var Mick Jagger. Það fór svo að lokum að Carly Simon fékk alveg nóg af þessum lát- um og sagði í viðtali: „Ég hef hitt fleiri sjálfumglaða menn en ég kæri mig um að muna eftir en það er ekkert í texta minum sem ekki á við um Warren Beatty." Veður fer hlýnandi Veðrið kl. 6 í morgun: Um sunnan- og vestanvert landið verður í fyrstu suðaustangola og snjókoma, slydda eða súld en síðan suðvestan stinningskaldi og súld. Um norðan- og austanvert landið suðaustangola eða kaldi með snjó- Veðrið í dag komu en léttir til í nótt með vestan- kalda. Veður fer hlýnandi og sunn- anlands má búast við 2 til 5 stiga hita síðdegis. Á höfuðborgarsvæð- inu verður suðaustangola og rign- ing í fyrstu en síðan suðvestan kaldi og súld. Hiti 3 til 5 stig síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 18.44. Sólarupprás á morgun: 8.34. Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.51. Árdegisflóð á morgun: 4.16 Heimild: Almanak Háskólans. Akureyri snjóél -6 Akurnes Alskýjaó -3 Bergsstaöir snjókoma -1 Bolungarvík snjóél -7 Egilsstaöir snjóél -9 Keflavíkurflugv. rigning 2 Kirkjubkl. alskýjaö -2 Raufarhöfn alsýjaó -7 Reykjavík skýjaö 2 Stórhöföi súld 1 Helsinki þokumóöa -4 Kaupmannah. þokumóöa -2 Ósló heiöskýrt -1 Stokkhólmur snjókoma -0 Þórshöfn léttskýjað -2 Amsterdam hrímþoka -2 Barcelona þokumóóa 6 Chicago skýjaó -9 Frankfurt þokumóöa -0 Glasgow skýjaö 6 Hamborg hrímþoka -2 London heiöskíri -0 Los Angeles hálfskýjaö 10 Lúxemborg heiöskírt 2 Paris þokumóða 5 Róm heiöskírt 3 Mallorca þokumóöa 1 New York heiöskírt 1 Nice heiöskírt 6 Nuuk rigning 2 Orlando léttskýjaö 19 Vín þokumóöa -7 Washington heiöskírt 1 Winnipeg léttskýjaö -21 Hlynur Hallsson myndlistarmaður: Kaffibollar og götur á Akureyri „Þetta eru að vísu nokkuð ólík- ar sýningar en henta hverjum staðnum fyrir sig, segir Hlynur Hallsson myndlistarmaður en um þessar mundir eru þrjár sýningar á verkum hans í gangi, ein á Ak- ureyri og tvær í Reykjavík. Þetta eru ólíkar sýningar, eins Hlynur segir, én bera vott um frumleik og áræði listamannsins og hafa þær vakið verðskuldaða athyli. „Á Ak- ureyri er sýningin Þrjú herbergi Maður dagsins sem er að mestu leyti unnin upp úr sýningu sem ég var með i Gerðubergi. Um er að ræða inn- setningar inn í herbergin þrjú. Þessi sýning er í nýju galleríi sem verður rekið á sama grundvelli og Nýlistasafnið og verður vettvang- ur listsköpunar sem vekur áhorf- andann til umhugsunar. Á Mokka sýni ég fjöldann allan af kaffiboll- um og eru þetta allt kaflibollar Hlynur Hallsson. sem ég hef drukkið úr og átt siðan við. Þetta eru kaffibollar sem ég hef haft með mér frá ýmsum stöð- um og er þessi sýning sérstaklega unnin fyrir Mokka. í Nýlistasafn- inu eru síðan götumar á Akur- eyri, heimabæ mínum, þar sem ég ólst upp og hef ég skrifað við hveija mynd tilfinningar mínar til þessara gatna og reynslu mína af þeim.“ Hlynur hefur undanfarin tvö ár búið í Hannover í Þýskalandi þar sem hann starfar og er við nám en hann lýkur námi í sumar. Hlynur segist ætla að starfa úti í nokkurn tíma en ætlunin er að koma ein- hvem timann heim og þá helst að búa á Akureyri. „Það er mjög ólíkt að starfa úti og hér heima. Allt er miklu meira lokaðra hér þegar nú- tímalist á í hlut. Úti er mun meiri hefð fyrir galleríum með nútíma- list og svo er einfaldlega miklu ódýrara að vera listamaður í Hannover en á íslandi." Hlynur hóf nám við Myndlista- skóla Akureyrar 1989 og ári síöar fór hann í Myndlista- og handíða- skóla íslands í fjöltækni en hélt svo utan 1993 til Hannover þar sem hann hefur búið siðan. Hlyn- ur hefur haldið einkasýningar og verið með í fjölda samsýninga hér hehna og í Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Hlynur sagði aðspurður að það hefði verið erfitt að fara af stað með þrjár sýningar í einu og sjálf- sagt myndi hann ekki reyna það aftur." Myndgátan Lausn á gátu nr. 1456: Lifandi mál EyþoR— Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði 3Z>V Almenningshlaup eru vinsæl og má búast við að margir verðir með í fyrsta hlaupi ársins. Hlaup- árs- hlaup Máttar Á hlaupársdegi fyrir fjórum árum hélt líkamsræktarstöðin Máttur sitt fyrsta almennings- hlaup og nú er komið að hlaupi númer tvö, enda hlaupársdagur í dag. Máttur býður til hlaups á tveimur vegalengdum, 4,2 km og 8,7 km. Hlaupið hefst kl. 18.30 á Iþróttir hominu á Miklubraut og Skeið- arvogi. Hlaupið er um Elliðaár- dalinn. Þátttökugjald er krónur 500 fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir böm, 12 ára og yngri. Allir þátttakendur fá sérhannaðan verðlaunapening og bol og einnig verða dregin út vegleg aukaverðlaun. í kvöld verður leikin heil um- ferð i úrvalsdeildinni í körfu- bolta; eftirtaldir leikir fara fram: Skallagrímur - KR, Þór - ÍA, Njarðvík - ÍR, Tindastóll - Haukar, Breiðablik -Keflavík og Valur - Grindavík. Bridge Bridgespilurum er löngum tíð- rætt um líkur á því að þessi og þessi lega komi upp við spilaborðið. Um líkurnar á algengustu stöðunum þekkja flestir, einfóld svíning gefúr yfirleitt 50% líkur, líkur á að 6 spil andstæðinga falli 3-3 era rúmlega 35% og svo framvegis. Um hinar óalgengari stöður er heldur erfiðara að spá um. Til dæmis eru stjam- fræðilega litlar líkur á þvi að sömu spil komi upp á allar hendur tvisvar sinnum í sama leiknum. Á Flug- leiðahátíð i sveitakeppni á dögun- * G102 ■* K862 t K85 * G102 K75 * Á1043 X Á102 * K75 um gerðist það að spilaramir tóku upp eftirfarandi hendur: Þetta var fyrsta spilið í leiknum. í fimmta spili fengu spilaramir upp eftirfarandi hendur: Norður var sá fyrsti sem leit á spilin sín og sagði strax: „Við erum búnir að spila þetta spil.“ Hinir spil- ararnir við borðið skoðuðu sín spil og voru strax sammála norðri. En örfáum spilum síðar uppgötvuðu spilaramir að hendurnar voru ekki nákvæmlega eins og þurftu því að spila spilið. Hendur allra era nánast eins, hendi suðurs reyndar alger- lega. Hverjar líkurnar eru á þvi að svona staða komi upp treystir dálkahöfundur sér ekki til að reikna út. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.