Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Fréttir 3 Hafnarfjörður: Kjaraskerðing starfsmanna fyrir dómstóla Bæjaryfirvöld í Hafnarfiröi hafa ákveðiö að skera niöur bílastyrk hjá 50-60 bæjarstarfsmönnum um 25% frá 1. mars, lækka fasta yfirvinnu og setja nokkra starfsmenn á fljótandi yfirvinnu. Ámi Guömundsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjaröar, segir aö álitamál sé hvort bílastyrkur teljist laun eöa bilastyrkur. Látið verði reyna á þaö fyrir dómstólum. „Raunsparnaðurinn þýðir í mesta lagi um 2,4 milljóna króna spamað hjá bænum eða 0,004 prósent af 900 milljóna króna launakostnaði bæjarins. Þessi sparnaður er alltof dýru verði keyptur. Hann þýðir gjörbreytta starfsmanna- stefnu hjá bænum,“ segir Árni. -GHS með mikla veghæð MITSUBISHI LANCER 4X4 er glæsilegur og ríkulega úlbúinn skutbíll. Staðalbúnaður er m.a. vindskeið með hemlaljósi, toppgrindarbogar, rafdrifnar rúðuvindur framan og aftan, rafdrifnir útispeglar, upphituð framsæti, útvarp og segulband. Hann er rúmgóður, kraftmikill, 113 hestöfl, með mikla veghæð, 18,5 cm og þar af leiðandi traustur í baráttunni við ófærðina. Sóknarnefndir reka organista: Gert að undir- lagi prestsins - segir Jóhann Ólafsson organisti Vertu skrefi á undan með okkur! Viðskipta- og tölvuskólinn býður 6 vikna kvöldnámskeið fyrir aðeins kr. 21.600 vj Windows J Word J Excel Internet Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 <Ö> VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Símbréf 552 8583 skoli@nyherji.is „Það er brotinn á mér réttur. Eg hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta sé gert að undirlagi prestsins og mér er ekki gefið tæki- færi til að kynna mér hans málflutn- ing og svara honum eins og skylt er samkvæmt stjórnsýslulögum," segir Jóhann Ólafsson, organisti í Svarfað- ardal, sem sagt hefur verið upp störf- um af tveimur sóknarnefndum. Hann hefur verið organisti og kórstjóri við Urðarkirkju og Vallakirkju síðan 1990. Jóhann var einnig ráðinn að Tjarnar- kirkju en hætti störfum þar. „Uppsagnarfrestur, sem ég er búinn að ávinna mér með störfum mínum hér, er ekki virtur. Ég tel það alveg ljóst að ég eigi rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti en mér var sagt upp með mánaðarfyrirvara," bætir Jóhann viö. Hann segir engar ástæður gefnar sem gefa tilefni til uppsagnar í bréfinu sem honum barst 13. febrúar. „Sam- starf við kór hefur verið í góðu lagi. Ég hef aldrei verið boðaður á sóknar- nefndarfundi og ekki fengið gagnrýni frá sóknarnefndum." Ástæðu þess að Jóhann hætti að spila í Tjarnarkirkju segir hann vera þá að ekki hafi verið staðið við sam- komulag sem var gert. „Þetta var sam- komulag um greiðslur og þar að auki var sóknarnefndin með ýmis ónot í minn garð. Hinar sóknarnefndirnar stóðu við samkomulagið og ég hef starfað samkvæmt því af heilum hug. Hins vegar er óþægilegt að fá ekki að vita hvenær á að messa fyrr en á síð- ustu stundu. Organistinn er aldrei hafður með í ráðum þegar verið er að skipuleggja messurnar." Jóhann segir að í uppsagnarbréfmu standi að sóknarnefndunum þyki full- reynt að ekki sé hægt að hafa tvo org- anista og einn kór. „Ég hef lýst áhuga mínum á að ræða þessi mál og boðað sóknarnefndir og kórstjórn á minn fund. Málin hafa verið rædd en síðan hefur ekkert meira heyrst. Þegar tveir organistar eru með einn kór þarf að hafa samstarf. Það hefur komið fyrir að hinn organistinn hafi boðað æflng- ar ofan í æfingar hjá mér og svo fram- vegis. Það hefur ýmislegt gerst til að geja manni starfið erfiðara án þess að hlutirnir séu ræddir," segir Jóhann. Formenn sóknarnefndanna vildu ekki tjá sig um málið. -IBS A MITSUBISHI LRNCER 4X4 113 HESTÖFL i Akranes: Félagslegu íbúð- irnar illseljanlegar DV, Akranesi: Lítil eftirspurn virðist vera í sambandi við félagslegu íbúðimar hér á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi Húsnæðisnefnd- ar Akraneskaupstaðar átti nefndin um síðustu áramót 12 íbúðir og fasteignamat þeirra er 41,7 miiljónir króna. í stóru fjöl- býlishúsi á nefndin níu íbúðir. Nefndar- menn eru nú að íhuga að þann möguleika aö taka 27 milljóna króna lán til veru- legra endurbóta á húsinu. Þar þarf að skipta um þak og klæða húsið að utan auk þess sem allir gluggar þarfnast mik- illa endurbóta. -DÓ A MITSUBISHI MOTORS MMC LANCER 4x4 aldrif, tilbúinn á götuna kostar 1.790.000 m HEKLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.