Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 28
i?
Vinningstölur miðvlkudaginn 28.2/96
Vlnnlngar
6X13X14) yS*
20X45X47
2. Sefi j" 1
Í.Saft
At
4.4ofS
29'31 44
» =-----—í ;»*-■■
% 5.3 807
FJöldl
vlnnlnga '
Vinnlngsupphjed
210
Mámooo
597.680
90.170
2.040
220
Heildarvitmbgsupphteó k ískmói
13£354J30 LáZUOÍL
Miðvikudagur
28.2/96
19)(26)(29)
KIN
> C3 O FRÉTTASKOTIÐ
OC CD LLl SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
s: ln <c Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem bírtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo 3
h— LTD 550 5555
Frjálst.óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996
Ögmundur Jónasson:
Verið að
segja okkur
stríð á hendur
„Það er alveg ljóst að ef ríkis-
stjórnin ætlar að keyra þessi rétt-
inda- og kjaraskerðingarfrumvörp í
gegn er kominn sá brestur í grund-
völl kjarasamninganna að ríkis-
stjórnin væri einhliða að segja
kjarasamningunum upp og segja
okkur um leið stríð á hendur,"
sagði Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, í samtali við DV í gær.
Hann átti í gær fund með fjár-
málaráðherra um þessi mál.
„Á þeim fundi kom fram örlítið
undanhald hjá fjármálaráðherra frá
því sem var í fyrstu frumvarpsdrög-
um. Eftir sem áður er ljóst í hvaða
átt er verið að stefr.a með frumvarp-
inu, að skerða réttindi og kjör. Og
þarna er verið að taka á réttindum
og kjörum fólks sem urðu til í kjara-
samningum og gera það á miðju
samningstímabili. Ef þetta hefði
verið gert með tilboði um að opna
kjarasamninga og hefja viðræður
um heildarkjör þá myndum við fall-
ast á slíkt. En með þessu frumvarpi
er kominn brestur í sjálfan grund-
völl kjarasamninganna/. -S.dór
Grænlendings saknað:
Telja sig hafa
fundiö slóð
Björgunarsveitarmenn telja sig
hafa fundið slóð eftir Grænlending-
inn sem saknað hefur verið á Sauð-
árkróki frá því á þriðjudagskvöld.
Slóðin liggur skáhallt yfir Hegranes
sunnanvert, yfir Héraðsvötn og yfir
í Blönduhlíð, að því er lögreglan á
Sauðárkróki greindi frá i morgun.
Grænlendingurinn var búinn að
skrá sig inn til flugs til Reykjavíkur
á þriðjudag og afhenda farangur
sinn. Flugi seinkaði og voru farþeg-
ar fluttir að versluninni Ábæ þar
sem þeir ætluðu að matast á meðan
beðið var. Um hálfellefuleytið á
þriðjudagskvöld hvarf Grænlend-
ingurinn frá staðnum og hefur ekki
sést síðan. -IBS
Stúlkunum ber
ekki saman
Stúlkunum fjórum sem eru ákærö-
ar fyrir stórfellda líkamsárás með
því að ráðast að stúlku á Akranesi
hefur ekki borið saman að öllu leyti
í tveggja daga réttarhöldum sem
hafa verið haldin vegna málsins í
Borgarnesi. Tugir vitna frá Akranesi
voru yfirheyrð í gær. Ljóst þykir
liggja fyrir hver veitti fórnarlamb-
inu kröftugt hnéspark í höfuð. Þol-
andinn, 16 ára stúlka, mun eiga að
mæta í dómsyfirheyrslu á mánudag
ef kostur er. -Ótt
Tvítug íslensk stúlka handtekin í Kaupmannahöfn vegna flkniefnamáls:
Stúlkan er flækt í
alþjóðlegt net fikni-
efnasmyglara
- var tekin á Kastrup með tvö og hálft kíló af kókaíni að verðmæti 50 milljónir króna
Tvítug íslensk stúlka var í sið-
ustu viku handtekin í Kaup-
mannahöfn grunuð um að vera
þátttakandi í umfangsmiklu
smygli á fikniefnum. Er talað um
að málið teygi anga sína til
margra landa og auk dönsku lög-
reglunnar hefur alþjóðalögreglan
Interpol blandast í málið.
„Það er rétt að stúlkan er í haldi
hér í Kaupmannahöfn. Hún hefur
ekki beðið um aðstoð sendiráðsins
en verið skipaður danskur réttar-
gæslumaður. Rannsóknarlögregl-
an hér hefur tjáð mér að málið sé
umfangsmikið og jafnframt að
mikil leynd hvíli yfir rannsókn-
inni,“ sagði Róbert Trausti Árna-
son, sendiherra íslands í Dan-
mörku, í samtali við DV i morgun.
Samkvæmt heimildum DV er
um að ræða smygl á tveimur og
hálfu kilói af kókaíni. Það er efni
sem við sölu á götunni gæfi aldrei
minna en 50 milljónir íslenskra
króna í aðra hönd. Róbert Trausti
vildi ekki staðfesta að um svo mik-
ið magn væri að ræöa en sagði að
það væri engu að síöur umtals-
vert.
Stúlkan var handtekin síðastlið-
inn fóstudag á Kastrup-flugvelli
við komu til Danmerkur. Var hún
með efnið á sér. Sendiráðið fékk
vísbendingar um að hún hefði ver-
ið handtekin og aflaði þá upplýs-
inga um mál stúlkunnar.
Hjá dönsku lögreglunni verjast
menn allra frétta af málinu. Rann-
sókn mun enn á frumstigi og enn
óljóst hve víða fikniefnamál þetta
teygir anga sína.
„Þótt ég vissi eitthvað um mál-
ið, myndi ég ekki segja það,“ sagði
Erik Björn, lögreglufulltrúi hjá
fikniefnadeild Kaupmannahafnar-
lögreglunnar, í samtali við DV í
morgun.
Dönsk blöð hafa ekki skrifað
um handtöku stúlkunnar. Þá feng-
ust þær upplýsingar hjá fikniefna-
deild lögreglunnar í Reykjavík í
morgun að þangað hefðu engin
gögn borist varðandi hana. Stúlk-
an fór til Danmerkur í sumar í at-
vinnuleit. -GK
Þeir sem eru fæddir 29. febrúar geta svo sannarlega glaðst yfir því i dag að geta raunverulega haldið upp á afmæli
sitt. Þorsteinn Stefánsson mjólkurfræðingur er eitt þeirra afmælisbarna sem í dag fagna áfanga í lífi sínu. Þetta er
13. afmæiisdagurinn hans en árin sem hann á að baki eru 52. „Þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn á sínum tíma
færðu félagar mínir mér einu sinni Gagn og gaman og aðrar barnabækur að gjöf. Það var á 6. afmælisdegi mínum
en ég var þó orðinn 24 ára,“ segir Þorsteinn. Sjá viðtöl við afmælisbörn á bls. 4 DV-mynd GS
Mál biskups:
Ljómandi
gottaö
hugsa um
á föstunni
- segir formaður siðanefndar
Siðanefnd Prestafélags. íslands
mun ekki taka þrjár kærur á hend-
ur Ólafi Skúlasyni fyrir fyrr en 12.
mars. Séra Úlfar Guðmundsson, for-
maður nefndarinnar, fékk kærurn-
ar í hendur í gærkveldi. Hann vildi
í morgun ekki tjá sig um kæruefnin.
„Þetta er ljómandi gott að hugsa
um á fótunni,“ sagði séra Úlfar.
Hann reiknar með að tala við
kærendurnar áður en úrskurður
verður kveðinn upp. Það eru tvær
konur og ein hjón sem kæra biskup
vegna meints brots á trúnaði þegar
hann sagði frá samskiptum sínum
við konurnar í sjónvarpsviðtali.
Stjórn Prestafélagsins og siða-
nefndin fjallaði um mál biskups á
fundi í gærkveldi. Séra Geir Waage
sagði í morgun að viðræðurnar
hefðu verið gagnlegar og hann
reiknar með að stjórnin komi aftur
saman til fundar á mánudaginn.
-GK
L O K I
Veðrið á morgun:
Víöa stinn-
ingskaldi
Á morgun verður vestan- og
suðvestanátt, víða stinnings-
kaldi og jafnvel allhvásst. Þoku-
súld eða dálítil rigning suðvest-
an- og vestanlands en þurrt og
sums staðar léttskýjað norð-
austan- og austanlands.
Hiti 4 til 9 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 36
Hlaðborð í hádeginu