Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 33 Fréttir Leikhús Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Upploginn áburður og óhróður huldumanna DV hefur borist eftirfarandi bréf frá Jóni Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins: „í fimm dálka fyrirsögn DV fóstu- daginn 23. feb. er Alþýðuflokkurinn sagður gjaldþrota, ef hann væri hlutafélag. í uppslætti á bls. 4 er því haldið fram, í texta og fyrirsögn, að Alþýðuflokkurinn hafi fengið „15 milljónir í erlenda styrki og styrki frá unnendum lýðræðis“. Annað í frásögninni, sem að venju byggir á nafnlausum heimildarmönnum, er eftir þessu. Skv. íslenskum lögum er erlendur fjárstuðningur við íslenska stjórn- málaflokka lagabrot. DV sakar því Alþýðuflokkinn um lögbrot. Það er að sönnu grafalvarlegt mál og því ástæða tU að leita allra leiða til að fá upplognum áburði af þessu tagi hnekkt. Vinnubrögð ritstjórnar DV í þessu máli eru blaðinu til háborinn- ar skammar. Blaðamaðurinn hringdi í formann Alþýðublaðsins að morgni föstudags. í því samtali var blaðamaðurinn fullvissaður um að þetta væru ósannindi. Honum var jafnframt sagt að Alþýðuflokk- urinn einn íslenskra stjórnmála- flokka svo ég viti, birti opinberlega efnahags- og rekstrarreikning sinn. Hún gæti nálgast hann hjá Sigurði Arnórssyni, gjaldkera flokksins, eins og hann væri staðfestur af lög- giltum endurskoðanda og kjörnum endurskoðendum. Auk þess var blaðamanni sagt að hún gæti fengið staðfestar upplýsingar frá fyrstu hendi um kostnað Alþýðuflokksins vegna alþingiskosninga 1995, því að þær upplýsingar væru birtar. Að sögn gjaldkera Alþýðuflokks- ins hafði blaðamaðurinn ekkert samband við hann né skildi eftir boð um að óskað væri samtals. Þrátt fyrir þetta birti blaðamaðurinn samsetning sinn, og virti þannig að vettugi grundvallarreglu heiðvirðr- ar blaðamennsku að leita fyrst eftir staðfestum upplýsingum, áður en hún birti óhróður og ósannindi eft- ir heimildarmönnum, sem þora ekki að láta nafns síns getið. Þetta heitir að láta óvandaða heimildar- menn, sem í þessu tilviki reyndust slúðúrberar, nota sig. Óhróður af þessu tagi varðar ekki einungis heiður Alþýðuflokksins heldur einnig heiður Endurskoðun- arskrifstofu Eyjólfs K. Sigurjónsson- ar hf. og kjörinna endurskoðenda flokksins, sem hafa yflrfarið og stað- fest niðurstöður rekstrar- og efna- hagsreiknings og sundurliðað yfírlit um tekjur og gjöld vegna alþingsi- kosninganna 1995. Lesendum DV til upplýsingar skal eftirfarandi tekið fram: Tekjur og gjöld Alþýðuflokksins (á tímabil- 'inu 1.9. 1994-31.8.1995) eru kr. 26.983.902. Útgjöld Alþýðuflokksins vegna alþingiskosninganna námu kr. 28.699.511. Útgjöld fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík vegna alþingiskosninganna námu kr. 8.940.056. Kostnaður vegna kosningabarát- tunnar skiptist þannig: Prentað mál (23%), sjónvarpsauglýsingar (22%), markhópar, bréf og símakostnaður (18%), blaðaauglýsingar (11%), vörukaup (11%), útiauglýsingar (10%), annar kostnaður (5%). Skuldir Alþýðuflokksins skv efna- hagsreikningi (31.8.1995) námu kr. 32.254.667. Síðan hefur skuldastaðan batnað skv. greinargerð gjaldkera, sem lögð hefur verið fram í fram- kvæmdastjórn og þingflokki. Þann 30.1.96 voru skuldir flokksins í kr. 17.257.365. Þrátt fyrir 2 kosningaár að baki (sveitarstjórnarkosningar 1994 og alþingiskosningar 1995) hef- ur skuldastaðan batnað um 6 millj- ónir frá því sem hún var skv. efna- hagsreikningi árið 1992. Ég læt svo lesendum DV eftir að bera saman þessar staðreyndir, staðfestar af löggiltum endurskoð- anda, við slúðrið sem DV hefur eft- ir nafnlausum heimildarmönnum sínum, án þess að hafa haft fyrir því að kanna staðreyndir mála. Vegna endurtekinna tilrauna ónafngreindra huldumanna til að grafa undan trausti á fjárhag Al- þýðuflokksins og koma óorði á gjald- kera hans, leyfí ég mér að birta hér orðrétt umsögn Friðþjófs K. Eyjólfs- sonar, endurskoðanda, um vinnu- brögð gjaldkera flokksins, en hann lætur þessa umsögn fylgja endur- skoðuðum reikningum flokksins. „Á kjörtímabili núverandi gjald- kera hafa orðið mikil stakkaskipti varðandi umgengni og varðveislu gagna; bókhaldsgögn flokkins hafa verið færð reglulega. Frágangur þeirra og merking hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Bókhaldið hef- ur komið á skrifstofu okkar fullfært og afstemmt, sem hefur auðveldað alla frekari úrvinnslu og reikings- skilagerð. ^Væri þess í raun óskandi að fleiri fyrirtæki og stofnanir við- hefðu jafn vönduð vinnubrögð og bókari Alþýðuflokksins." Þessi orð endurskoðandans segja það sem segja þarf um óhróður huldumann- anna.“ Frá flokksþingi Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands í Keflavík 1994. DV-mynd ÆMK Svar blaðamanns: Skjalfestar heimildir DV íjallaöi um tjármál Alþýðu- flokksins í grein á fóstudaginn og greindi frá þvi að flokkurinn væri gjaldþrota ef hann væri hlutafélag og að hann hefði fengið 3 milljónir í erlenda styrki og 12 milljónir í styrki frá unnendum lýðræðis. Þess- ar upplýsingar eru að sönnu grafal- varlegar fyrir Alþýðuflokkinn, sem einn segist birta reikninga sína, en engu að síðar byggðar á öruggum heimildum - skriflegum heimildum úr Alþýðuflokknum sjálfum og því ekki um neina huldumenn, slúður- bera eða upploginn áburð að ræða. I frétt blaðsins á föstudag er heimilda skýrt og greinilega getið og sama gildir um þær fréttir sem hafa fylgt í kjölfarið. í fóstudags- fréttinni er vitnað í greinargerð Sig- urðar E. Arnórssonar, gjaldkera flokksins, og Friðþjófs K. Eyjólfs- sonar endurskoðanda til Rannveig- ar Guðmundsdóttur alþingismanns, dagsett 21. júní 1995, þar sem þeir segja að flokkurinn væri gjaldþrota ef hann væri hlutafélag. Þar er því um innanhússmat alþýðuflokks- manna sjálfra að ræða. í sömu frétt kemur fram að blað- ið hefur skjalfestar heimildir fyrir því að gert hafi verið ráð fyrir er- lendum styrkjum og styrkjum frá unnendum lýðræðis fyrir alþingis- kosningarnar 1995. Vitnað er í kostnaðaráætlun flokksins og leitaö eftir skýringum hjá Guðmundi Oddssyni, formanni framkvæmda- stjórnar, þó að samband við hann hafi rofnað í miðju símtali. Á laug- ardag birtist svo viðtal við gjald- kera flokksins sem kannaðist ekki við neitt. í samtali við formann Alþýðu- flokksins á föstudaginn kvaðst blaðamaður hafa reynt að ná tali af gjaldkeranum, meðal annars gegn- um símboða. Það tókst þó ekki fyrr en eftir samtalið við flokksformann- inn. Blaðamaður óskaði þá eftir því að fá gögn um fjármál flokksins, vitnaði í samtal við formanninn, sem sagði gögnin opinber, og sagð- ist geta látið sækja þau. Gjaldkerinn kvaðst þurfa að ræða fyrst við for- manninn og hafa samband að því loknu. Það hefur hann ekki gert enn og umbeðin gögn því ekki komin í hendur blaðamanns. Guðrún Helga Sigurðardóttir LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lau. 2/3, fáein sæti laus, föd. 8/3, fáein sæti laus, föd. 15/3, fáein sæti laus. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 10/3, fáein sæti laus, sud. 17/3, sud. 24/3. Sýningum fer fækkandi. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 1/3, uppselt, sud. 10/3, fáein sæti laus, laud. 16/3, fáein sæti laus. Þú kaupir einn miöa, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Fd. 29/2, uppselt, föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3, uppselt, sud. 3/3, uppselt, mid. 6/3, fáein sæti laus, fid. 7/3, uppselt, föd. 8/3, uppselt, sud. 10/3, uppselt. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 1/3, uppselt, laud. 2/3 kl. 23.00, fáein sæti laus, föd. 8/3 kl. 23.00, fáein sæti laus, föd. 15/3, kl. 23.00, fáein sæti laus, 40 sýn. laud. 16/3, uppselt. Tónleikaröð L.R. Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30. Þrd. 5/3 Einsöngvarar af yngri kynslóðinni: Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Sigurður Skagfjörð og Jónas Ingimundarson. Miðaverð 1.000 kr. Höfundasmiðja L.R. laugardaginn 2/3 kl. 16.00. Uppgerðarasi með dugnaðarfasi - þrjú hreyfiljóð eftir Svölu Anrardóttir. Miðaverð kr. 500. Fyrir börnin: Linu-ópal, Línu-bolir og Linu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Til3<ynmngar Félagsmiðstöð í Hvaleyrar- skóla í Hafnarfirði Fimmtud. 29.2. kl. 17.00 verður opnuð ný félagsmiðstöð. Af því tilefni er fólki fólki í hverfinu boðið að þiggja veitingar. Um kvöldið verður opið hús milli kl. 20.00 og 22.00 fyrir ungmenni 13-16 ára. Páll Ósk- ar mun skemmta. Aðgangur ókeypis. Hjólreiðafólk Framhaldsstofnfundur Landssambands hjólreiöamanna (LHM) verður haldinn í húsakynnum íþróttasamhands íslands í Laugardal fimmtud. 29.2. kl. 20.00. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA leikverk eftir Þórunni Sigurðardóttur, byggt á bók Ólafs Gunnarssonar. Frumsýning föd. 1/3, nokkur sæti laus, 2. sýn. sud. 3/3, 3. sýn. föd. 8/3, 4. sýn. fid. 14/3, 5. sýn. Id. 16/3. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt., Id. 2/3, uppselt, fid 7/3, laus sæti, Id. 9/3, uppselt, föd. 15/3, uppselt. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 2/3 kl. 14, uppselt, sud. 3/3 kl. 14, uppselt, Id. 9/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 14, uppselt, sud. 10/3 kl. 17, uppselt, laud. 16/3, kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 17/3 kl. 14.00, nokkur sæti laus. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Engar sýningar veröa á Kirkjugarðsklúbbnum fyrri hluta marsmánaðar, sala á sýningar síðari hluta mánaðarins hefst föd. 1/3. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00: Leigjandinn eftir Simon Burke Á morgun, sud. 3/3, föd. 8/3. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. LEIKHÚSKJALLARINN Ástarbréf eftir A.J. Gurney Herdís og Gunnar flytja Ástarbréf með sunnudagskaffinu. Aukasýning sunnudag kl. 15.00. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöfí Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! stund, kafFiveitingar. Sr. Halldór S. Grön- dal. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12.15. Léttur hádeg- isverður á eftir. Háteigskirkja: Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.00. Kvöldsöngur meö Taizé tónlist kl. 21.00. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir hjartanlega velkomnir. Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur- um í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 14-16.30. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-18 í Borgum. TTT starf á sama stað kl. 18. Langholtskirkja: Vinafundur kl. 14.00. Samvera þar sem aldraðir ræða trú og líf. Aftansöngur kl. 18.00. Lestur Passíu- sálma fram að páskum. Laugarneskirkja: Kyrröarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsveröur í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17.30. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni'. Starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17.30. Seljakirkja: KFUM. Fundur í dag kl. 17. Seltjamarneskirkja: Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. Safnaðarstarf Fimmtudagur 29. febrúar Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Daviössálmar lesnir og skýrðir. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: TTT starf í dag kl. 17. Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. Fella- og Hólakirkja: Starf 11-12 ára barna kl. 17. Grafarvogskirkja: Æskulýðsfundur, yngri deild, kl. 20.30. Grensáskirkja: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14.00. Biblíulestur, bæna- Fermingar Höfum sali til leigu fyrir fermingar I1ÓTEL ÍlflND 5687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.