Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Fréttir Afmælisbörn hlaupársdags eiga loksins afmæli: „Þrettan ara" en i hjona- bandi í þrjá áratugi Þeir sem eru fæddir 29. febrúar geta svo sannarlega glaðst yfir því í dag að geta raunverulega haldið upp á afmæli sitt. í dag er nefnilega hlaupársdagur sem þýðir að þeir sem eiga afmæli áttu síðast afmæh fyrir fjórum árum. Mörgum er dag- urinn því kærkominn og engin ástæða til að ætla annað en að af- mælisböm noti tækifærið og geri sér dagamun. „Hlaupár er fjórða hvert ár nema aldamótaár en nafnið er sennilega komið úr fornensku og dregið af því að dagsettar hátíðir hlaupa þá yfir einn vikudag á milli ára. Hlaupár nefnist það þegar alman- aksárið er degi lengra en venjulega eða 366 dagar í stað 365. Þá verða 29 dagar í febrúar í stað 28,“ segir í bók Áma Björnssonar, Sögu dag- anna. Víða um lönd hafa menn haft nokkra ótrú á hlaupársdeginum, mánuðinum eða jafnvel hlaupárinu öllu. Þá átti allt að ganga öfugt við það sem venjan bauð og flest aö misheppnast. Tvítugur um atdamótin Klemens Jónsson leikari er 76 ára en hann heldur í raun upp á 19 ára afmæli sitt í dag. Hann segir að dag- urinn hafi hingað til reynst sér vel. „Það er afar ljúf tilfinning að ég skuli bara halda upp á 19 ára af- mæli mitt að þessu sinni. En þetta ruglast svo aftur um aldamótin og þá verð ég víst orðinn áttræður. Það verður svolítið stórt stökk frá því aö vera 19 ára. Þegar ég var lítill fannst mér aldrei neitt mál að eiga bara af- mæli á fjögurra ára fresti. Móðir mín reyndist mér svo kær og hún passaði alltaf upp á að halda mér af- mælisboð eins og öllum öðram. Ég gleymdist ekki þrátt fyrir að ég ætti í raun og veru ekki aftnæli og leið aldrei fyrir það. Sem krakki var ég reyndar ekki mikið fyrir að halda upp afmælið mitt og í fyrra t.d. gerði ég ekki mik- Klemens Jónsson leikari segist ætla að halda veglega upp á það þegar hann verður „20 ára“ um aldamótin. ið úr því þegar ég varð 75 ára. En ég vildi þó ekki hafa fæðst annan dag en 29. febrúar, þetta er ágætur dag- ur þó að hann komi bara á fjögurra ára fresti. Og það er aldrei að vita nema ég haldi hressilega upp á tví- tugsafmælið mitt árið 2000. Ef guð og lukka lofar," segir Klemens í samtali við DV. Þegar Björg H. Björvinsdóttir var krakki var alltaf betri matur á boð- stólum á heimilinu þann 28. febrú- ar, nema ef hlaupár var þá var að sjálfsögðu haldið upp á afmælisdag hennar með pomp og prakt. Á hlaupári komu alltaf allir „Ég á víst 52ja ára afmæli í dag en er í raun ekki nema 13 ára, mið- að við fjölda afmælisdaga minna, hef samt verið gift manninum mín- um í 30 ár. Ég var svo sem ekkert mikið fyrir að halda upp á afmælið mitt en ég man að á hlaupári komu alltaf allir, afi og amma og ættin- gjarnir, og fógnuðu deginum með mér. Fyrir mér hefur hlaupársdagur „Það er auðvitað ánægjulegt að geta haldið upp á afmælisdaginn loksins þegar hann kemur,“ segir Björg. alltaf verið ósköp venjulegur dagur og ég man ekki eftir því að mér hafi verið strítt á því að eiga ekki afmæli nema á fjögurra ára fresti. En auðvitað er gaman að geta hald- ið upp á daginn þegar hann loksins kemur og ég reyni að sjálfsögðu að gera mér dagamun með fjölskyld- unni,“ segir Björg sem starfar sém gjaldkeri hjá Pósti og síma við Eiðistorg. Þorsteinn Stefánsson mjólkur- fræðingur fæddist sama dag og Björg og er því 52ja ára í dag. Sem krakki fannst honum það súrt epli að bíta í að eiga ekki afmæli nema stundum. Afmælisveisla var ætíð haldin þann 28. febrúar ef ekki var hlaupár. Fékk Gagn og gaman í 6 ára gjöf „Þegar ég var lítill var stundum sagt við mig að 28. væri nú ekki raunverulegur afmælisdagur hjá mér. Það fannst mér slæmt að heyra og var hálfsár. Foreldrar mínir héldu þó alltaf upp á afmæl- ið mitt en ég er ekki frá því að gjaf- „Mér fannst sárt að bíta í það súra epli að í raun ætti ég ekki afmæli," segir Þorsteinn. irnar hafi verið rausnarlegri í þau skipti sem afmælisdaginn bar upp á hlaupár. Þegar ég var við nám í Kaup- mannahöfn á sínum tíma færðu fé- lagar mínir mér einu sinni Gagn og gaman og aðrar barnabækur að gjöf. Það var á 6. afmælisdegi mín- um en ég var þó orðinn 24 ára. Þarna gerðu þeir góðlátlegt grín að mér og ég held meira að segja að það hafi vérið í fyrsta og eina skipt- ið sem það var gert. Og i dag er konan mín að verða fimmtug en ég er bara 13 ára,“ segir Þorsteinn. Pétur Mikael Guðmundsson ætl- ar að bjóða öllum krökkunum, 15 talsins, sem eru með honum í bekk í Fossvogsskóla í 8 ára afmælið sitt í dag. Þetta er þó bara í annað sinn sem raunverulegur afmælisdagur Pétims lítur dagsins ljós en hann segir að sér sé alveg sama því það sé bara skemmtilegra. „Mér finnst það bara sniðugt," sagði Pétur í spjalli við DV þegar undirbúningur veislunnar stóð sem hæst. Pétri Mikael, sem á 8 ára afmæli í dag, finnst bara skemmtilegt að eiga ekki afmæli nema á fjögurra ára fresti. DV-myndir GS Gervikúkur fyrir afmælis- peningana „Mamma og pabbi hafa leyft mér að halda upp á afmæli mitt þann 28. í staðinn og það hefur alltaf verið gaman en mamma sagði mér að 29. kæmi bara á fjögurra ára fresti. En í dag á ég sko alvöraafmæli, bekkurinn minn fær kökur og pyls- ur og svo ætlum við út í leiki. Ég er búinn að fá afmælisgjöf frá ömmu og afa, þau gáfu mér peninga og ég ætla að kaupa mér gervikúk í Leik- bæ.“ í Sögu daganna segir að fáir ís- lenskir heimildarmenn, einkum af Vestfjörðum, hafi kannast við að gamalt fólk hefði síður viljað byrja á nýju verki þennan dag og jafnvel haft illan bifur á hlaupárinu. Einnig höfðu sumir heyrt að þeir sem fædd- ust á hlaupársdag yrðu heilsutæpir, minni máttar eða hætt við slysum. Aðrir könnuðust viö þau gamanmál að þeir eltust hægar og yrðu langlíf- ari en aðrir. -brh Dagfari Sameiginlegt Undanfarnar vikur hafa flokk- arnir til vinstri rætt af nokkurri innlifun um hugsanlega samein- ingu. Þetta er að vísu í þúsundasta og fyrsta sinnið sem vinstri flokk- arnir hefja opinbera umræðu um sameiningu en reynslan hefur því miður orðið sú að í hvert skipti sem þeir vilja sameinast hefur þeim fjölgað. Almenningur er fyrir löngu hættur að fylgjast með þess- ari umræðu enda fer hún jaifnan fram innan þröngs hóps sem hefur það fyrir atvinnu að rífast um póli- tík og skiptir þá engu í hvað flokk- um þetta fólk er. Sumt af því hefur skipt um flokk tvívegis eða þrívegis en heldur samt áfam að tala um sameiningu. Þannig minnir Dagfari á að Jó- hanna Sigurðardóttir tók virkan þátt í sameiningarviðræðum þegar hún var í Alþýðuflokknum en klauf sig síðan frá þeim flokki og stofnaði Þjóðvaka til að sameina vinstri menn. Nú er Jóhanna aftur farin að taka þátt í sameiningar- viðræðum og vill gjarnan samein- ast Alþýðuflokknum ef aörir vilja sameinast sér. Á alþingi í vetur hefur það hins vegar gerst að vinstri flokkarnir sem nú sitja í stjórnarandstöðu hafa sameinast í því að halda að sér höndum enda má það til tíð- inda teljast ef heyrist hljóð úr því homi. Raunar má segja það sama um stjórnarflokkana en þeir mega þó eiga það að nú hafa þeir vakið á sér athygli fyrir atlögu að opinber- um starfsmönnum enda engir flokkar eftir til að gera atlögu að. Vonandi geta stjórnarandstöðu- flokkarnir sameinast að baki opin- berum starfsmönnum og kannski kemur að því að opinberir starfs- menn stofna flokk sem vinstri flokkarnir geta sameinast um! Hver veit? Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis gert atlögu að lífeyri fyrrverandi alþingismanna að því leyti að nú er ætlunin að skera líf- eyri eftirlifandi maka þeirra niður við trog. Vonandi tekst samstaða um að afstýra þessari árás og þess vegna gætu makar alþingismanna sameinað flokkana á bak við sig ef makarnir tækju upp á því að stofna flokk um hagsmuni sína! Já, það eru margar leiðir til samein- ingar en sú áhrifamesta er þó sú staðreynd að flokkarnir eru að fara á hausinn. Þeir hafa ekki lengur efni á að vera til. Upplýst er í DV í þessari viku að Alþýðuflokkurinn skuldi tugi millj- óna eftir síðustu þingkosningar og þó man Dagfari ekki betur en að þrotabú flokkurinn hafi beöið afhroð í kosningunum, svo hann hefur greinilega verið að borga með þeim kjósendum sem yfirgáfu hann. Sama má segja um Alþýðubanda- lagið sem nú þarf líka að fækka hjá sér af fjárhagsástæðum. Ekki bara kjósendum heldur líka starfsmönn- um. Alþýðubandalagið er sem sagt að semja við sitt fólk um að yfir- gefa flokkinn svo hann geti lifað pólitíkina af! Þetta eru út af fyrir sig gleðilegar fréttir vegna þess að þær geta stuðlað að því sameigin- lega áhugamáli þessara flokka að sameinast. Þeir geta sameinast í gjaldþrotinu. Þeir geta búið til eitt stórt þrotabú og boðið þrotabúið fram í næstu kosningum! Reynsla þessara flokka beggja er sú að eftir því sem þeir leggja meira í kosningabaráttuna, því meira fylgi tapa þeir. Skítt veri með kjósendurna en það er verra með flokkana því það verður að halda þeim á lífi hvað sem öllum kjósendum líður. Með sameiningu má enn draga úr fylgismönnum og segja fleiri starfsmönnum upp. Hvað þá þegar þeir sameiginlega halda að sér höndum í einu stóru þrotabúi! Forystumenn vinstri flokkanna ættu að hætta að tala um pólitíska sameiningu og snúa sér að fjármálum sínum og sam- eina á rústunum. Það eru síðustu forvöð áður en þeir deyja út. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.