Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 Spurningin Hver eru helstu áhugamál þín? Kristófer Páll Guðnason skósali: Að komast lengra. Anný Halldórsdóttir húsmóðir: Það eru íþróttir. Elsa Esther Kristófersdóttir, nemi í hárgreiðslu: Skólinn, mað- ur er að læra svo skemmtilegt. Reynir Þór Magnússon verka- maður: Það er svo margt, ekki neitt eitt. Áróra Helgadóttir framreiðslu- maður: Handavinna. Guðjón Pétursson veitingamaður með Bylgju Guðjónsdóttur: Bara barnið. Lesendur Forsetakosn- ingar nálgast Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú styttist óðum í að fólk gangi inn í kjörklefana í landinu til að velja sér nýjan forseta. Tveir fram- bjóðendur hafa komið fram. Annar dró sig fljótlega í hlé. Guðrún Pét- ursdóttir er því ein um hituna eins og sakir standa. Litið hefur heyrst frá Guðrúnu undanfarið og er þess vegna erfitt að vita hvað hún hyggst fyrir í for- setatið sinni, nái hún kjöri. Þó frétti ég á dögunum að hún ætlaði að ganga í það heilaga. Það er auðvitað stórkostlegt. Sú ákvörðun hennar að vilja gifta sig í kirkju gefur henni, að mínu áliti, áukið vægi í þessari baráttu sem framundan er. Svona yfirlýsingar frá manneskju sem sækist eftir jafn stóru embætti og þessu eykur auðvitað og styrkir ímynd hjónabandsins og miklar sess þess í samfélaginu. Veitir sann- arlega ekki af. Og enn velta menn fyrir sér hvort Davíð Oddsson muni gefa kost á sér í forsetaframboð. Ég er þeirrar ein- dregnu skoðunar að hæstvirtur for- sætisráðherra muni ekki sækjast eft- ir stöðunni að þessu sinni og gegni því áfram ráðherraembætti sínu og þingmennsku enn um hríð. Ég tek undir með Einari Oddi og fleirum er hafa sagt að slæmt væri að missa for- sætisráðherrann úr hinu pólitíska umhverfi. Maðurinn stýrir þjóðar- skútunni vel. Og undir hans stjórn hafa þrengingar þjóðarbúsins verið minni en þær ella hefðu orðið. Það hefur líka ríkt sæmileg sátt um Guðrún Pétursdóttir forsetaframbjóðandi og Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Ekkert afgerandi hefur heyrst frá þeim nýlega varðandi forsetafram- boðsmálin. þennan mann í þjóðfélaginu og það er kannski mikilvægast. Fólk hefur nokkuð velt fyrir sér hve mikið vald forsetaembættisins er. Til dæmis er mönnum það ljóst að engin lög öðlast gildi fyrr heldur en forsetinn hefur staðfest þau með eigin undirskrift. Neiti hann hins vegar er hann raunverulega að lýsa vantrausti sínu bæði á réttkjörið þing og ráðherra landsins. Skapist slík staða er ekki annað að sjá en að þing verði rofið og efnt til nýrra þingkosninga. Þannig má sjá að vald forseta Is- lands er vandmeðfarið að þessu leyti og getur skapað ófremdarástand þeg- ar og ef lög frá Alþingi íslendinga taka ekki gildi vegna neitunarvalds forseta. Að baki svona neitun þurfa því að liggja óhrekjanleg rök. Samt finnst mér rétt að hafa þetta ákvæði inni í stjórnarskránni áfram sem hingað tU. það gæti verkað sem ákveðinn hemill á gjörðir þing- manna. Tollgæslan á íslandi Sigurður Sigurðsson skrifar: Það er tilgangslaust hjá fjármála- ráðherra að tala um reglugerðir og réttar boðleiðir í sambandi við Toll- gæsluna, það hefur aldrei verið hlustað á undirmenn á þeim bæ og allt frumkvæði og áhugi verið kæfð- ur niður. Þannig hefur þetta verið í áratugi. Ég ætla ekki að væna þá aðila um heimsku sem hafa staðið að því að lama tollgæsluna með fjársvelti, þeir hljóta að hafa vitað hverjar af- leiðingarnar yrðu. Ekki er hægt að tala um sparnað heldur, það kostar þjóðfélagið ómældar fjárhæðir að bæta úr afleiðingum innflutnings á eiturlyfjum og því spyr maður: Hvað voru þessir menn að hugsa? - Stjórnvöld eru beinlínis að aðstoða við þennan innflutning. Ég vil þakka þessum tollgæslu- mönnum fyrir þörf orð, það ætti að heiðra þá fyrir, en því miður fá þeir illt í staðinn. Þó svo ráðherra segi að málinu sé lokið þá verður fróð- legt að fylgjast með starfsframa þessara manna á næstunni og er vissara fyrir þá að gá aftur fyrir sig við og við. - Svo á að bæta gráu ofan á svart með þessu Schengen-sam- komulagi. Þegar svona er á spilunum haldið þá er það bara hræsni og fals hjá ráðamönnum hér aö tala um að ástandið sé alvarlegt. Það kæmi kannski annað hljóð í strokkinn ef börnin þeirra skyldmenna þeirra ánetjuðust þessum fjanda. Hvað fæ ég fyrir peningana? Hvað fær maöur fyrir peningana til RÚV? spyr bréfritari. Ég fletti sjónvarpsdagskránni dag eftir dag og viku eftir viku og kemst undantekningarlaust að því að tíma mínum er betur varið annars staðar en fyrir framan sjónvarpið. Þetta er vitanlega bæði gott og slæmt. Ég minnist þess þegar fimmtudagskvöldin voru sjónvarps- laus kvöld, oft hápunktur vikunnar fyrir fjölskylduna saman. Sé þessi sjónmengun sem boðið er upp á í Ríkissjónvarpinu ekki vand- lega úthugsuð „pyntingaraðferð" þá hlýtur þetta að vera upphafið að mikilli breytingu - að gera öll kvöld vikunnar að sjónvarpslausum kvöld- um, og væri þá hiö besta mál. Nema þá að hugsa mætti sér að safna því bitastæðasta úr dagskránni og sýna það t.d. á fimmtudagskvöldum. - Af- notagjaldið gæti hugsanlega verið andvirði einnar eða tveggja mynd- bandsspóla. Þá myndi ég og aðrir óá- nægðir skylduáskrifendur greiða af- notagjaldið með bros á vör. - Áfram útvarp allra landsmanna! Birna í Borgarnesi skrifar: Ég er öskureið og vil nú fá útrás fyrir reiði mína opinberlega - svona rétt til tilbreyingar. Hvers eigum við að gjalda sem ekki eigum mynd- bandstæki, gervihnattadisk eða höf- um ekki efni á því að greiða áskrift af Stöð 2, fjölvarpi? Ég greiði skilvíslega afnotagjald af RÚV, því að ég hef fram að þessu verið sammála því að við íslending- ar ættum að eiga saman einn öílug- an gölmiðil, þ.e. útvarp allra lands- manna. En hvað fæ ég fyrir pening- ana? Eintóm leiðindi mestan part. UÍílIRDEM þjónusta allan sólarhringinn 9H1W Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 DV Saltfiskurinn á Spáni HaUur hringdi: Ég hef séð þætti Sigurðar Hall, matreiðslumeistara á Stöð 2, þar sem hann hefur m.a. verið að lýsa saltfiskneyslu Spánverja og mat- reiðslu á þessu ágæta hráefni ís- lendinga sem þeir hafa kannski fengið eitt mesta hrósið fyrir gegn- um tíðina. Spánverjar matreiða hvern glæsiréttinn af öðrum og maður fær vatn í munninn fyrir fram sjónvarpsskjáinn Þennan hvita, vel verkaða fisk, sem hefur aö geyma þykk fiski-„fillet“ á borð við bestu lundir, fær maður ekki. Hér býðst aðeins niðurbrytjaður saltfiskur, mest þunnildi og sporð- ar. Metur kirkjuna ekki mikils Magnús Sigurðsson skrifar: Nú kljúfa loftið í ljósvakamiðlun- um svokölluð biskupsmál. Ég heyrði í morgunútvarpi RÚV í morgun (27. 2.) að biskup íslands hefði rætt við þrjá ráðherra um sin mál, og að hann hefði ekki i huga að segja af sér vegna ásakana umræddra kvenna á hendur sér. Hann telur að það myndi valda upplausn í kirkjunni ef hann hyrfi brott - og á þá sennilega við að hann segði af sér. Ég tel þó að svo myndi ekki fara og mér finnst hann ekki meta kirkjuna mikils með þessari yfirlýsingu sinni. Mál- ið verður einmitt allt flóknara með setu biskups á meðan rannsókn fer fram. Mótmælum Hvalfjarðar- göngum Ágúst Sigurðsson skrifar: Auðvitað eru Hvalfjarðargöngin mikil mistök. Það er hárrétt sem fram kemur i leiðara í DV 27. þ.m. að beinar og óbeinar skattatekjur ríkisins af þessum framkvæmdum munu verða minni en þær tekjur sem ríkið tapar af t.d. minni bens- ínnotkun vegna mrnni umferðar fyrir Hvalfiarðarbotn. - En hér er þó um enn alvarlegri hlut að ræða. Það er að hér er rennt blint í sjó- inn, i þeirra orða fyllstu merk- ingu, með gerð ganganna og þau eiga því miður eftir að verða stór og mikil martröð allrar þjóðarinn- ar á komandi árum. Mótmæli verða því til að koma. Köld eru kvennaráð Áslaug Guðmundsdóttir skrif- ar: Mér finnst nú tími til kominn að umræðan um biskup íslands sé sótt í annan og siðvæddari jarðveg en þann sem nú er sótt í. Konan hjá Stígamótum finnst mér heldur ekki trúverðug eftir að hafa komið fram fyrir alþjóð fyrir hönd ein- hverra ótilgreindra skjólstæðinga sinná sem leita til samtakanna. Mér finnst eins og hún sé haldin eins konar hefndarþörf og tala kuldalega um mál sem eiga þó að vera trúnaðarmál í hennar ranni. Mér finnst mjög lítið gert úr kyn- systrum með að láta í það skina að þær hafi almennt litla lífsreynslu. Þessu er sannarlega ekki þannig farið, þær eru bæði slóttugri og hafa oftar en ekki eyðilagt mann- orð karla að ósekju. Má engum segja upp? Birgir hringdi: Það er skerðing á frelsi og ákvörðunarrétti að mega ekki segja svo upp manni eða mönnum að þeir fari ekki í mál eða haldi uppi málþófi í blöðum i það óend- anlega. Það er nú ekki endirinn á lífinu þótt maður fái uppsagnar- bréf, er það?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.