Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 5 4 DV Fréttir 1» L k 1» k k k Nýbygging Borgarholtsskóla: Gluggar og dyr koma frá útlöndum - verðum að vera samkeppnisfærir - segir verktakinn Helmingur glugga í nýja verk- menntaskólanum í Grafarvogi, Borgarholtsskóla, er innfluttur. Þor- valdur Árnason, verkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu ístaki, segir að nokkrir glugganna í skólanum hafi verið fluttir inn í heilu lagi. í aðra glugga séu notaðir innfluttir ál-list- ar og timbur frá innlendum aðilum en hurðir séu fluttar inn því að fyr- irtækið leiti hagkvæmustu lausna. „Við kjósum helst að skipta við innlenda aðila ef við getum og ger- um það að sjálfsögðu mjög gjarnan en við erum vitaskuld háðir því að vera samkeppnisfærir á markaðin- um, eins og aðrir, og kaupa þá vöru Hrafnista: Fæðiskostn- aður ekki endur- greiddur nema í 15 daga Vistmenn á Hrafnistu fá ekki fæð- iskostnað endurgreiddan nema í 15 daga þótt þeir séu fjarverandi í lengri tíma. Þeir sem hafa til dæm- is lagt land undir fót í nokkrar vik- ur þurfa því að greiða fyrir fæði á Hrafnistu samtímis því sem þeir þurfa að kaupa sér fæði á hóteli eða veitingastöðum erlendis. „Við erum með inni í okkar rekstri allan fastakostnað þrátt fyr- ir að viðkomandi fari í burtu. Við erum með mjög stórt eldhús og hag- kvæmt en það telur ekki þegar einn eða tveir fara burtu. Okkur ber ekki að endurgreiða neitt en við höfum gert það. Á síðasía ári voru þetta 670 krónur á dag,“ segir Ásgeir Ingvarsson fjármálastjóri Hrafnistu. Hann segir vistmönnum endur- greitt til að létta undir með þeim með eins konar farareyri. „Við reynum að gefa fólkinu séns á að spara sér smápening. En til þess að við getum eitthvað leiðrétt þarf maður að hafa sparað eitthvað til þess,“ tekur Ásgeir fram. í eldhúsinu á Hrafnistu í Reykja- vík er eldaður matur fyrir 316 vist- menn dvalarheimilisins og fyrir um 110 vistmenn á Skjóli. í eldhúsi Hrafnistu í Hafnarfirði er eldaður matur fyrir 226 vistmenn og 26 aðila í dagvistun. -IBS Vesturbyggð: Símum lokað í sparn- aðarskyni Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð hafa ákveðið að láta loka fyrir utanbæj- arsímtöl á nokkrum skrifstofum bæjarins þannig hringja verði í 119 til að panta símtöl til annarra lands- hluta. Gísli Ólafsson bæjarstjóri segir að um sé að ræða 17 símtæki í „almenningi," til dæmis í skólum bæjarins, enda hafi símakostnaður verið alltof hár. „Við látum loka fyrir utanbæjar- símtölin eins og hefur verið lengi á öðrum bæjarstofnunum, til dæmis í sundlauginni. Fólk getur notað sí- mana áfram. Ef það þarf að hringja starfsins vegna er það allt í lagi en ef það hringir í einkaerindum þá verða símtölin gjaldfærð," segir Gísli. -GHS sem hægt er að fá á sem hagstæð- ustu verði og með mestu gæðin því að það verður að fara saman. Þá hefur það sýnt sig síðustu árin að markaðurinn hefur því miður færst yfir í að flytja inn glugga og jafnvel dyr líka í vaxandi mæli,“ segir Jónas Frímannsson hjá ístaki. ístak stefnir að því að aíhenda Borgarholtsskóla í sumar en sam- kvæmt samningum við ríkið átti fyrirtækið að afhenda fyrri hlutann 1. júli í sumar og seinni hlutann næsta sumar. Allar líkur eru á því að takist að afhenda skólann allan í sumar. -GHS Helmingur glugga í nýja verkmenntaskólanum í Grafarvogi, Borgarholts- skóla, er innfluttur. Síðustu árin hefur markaðurinn færst yfir í að flytja inn glugga og jafnvel dyr líka í vaxandi mæli segir verktakinn. í gluggunum eru auglýsingar frá erlenda framleiðandanum. DV-mynd S Panasonic S D 2 0 0 m e ð 10 f y r i r m y n d g æ ð i ! Panasonic ' í O 111 I /Y-TY ^ A. I w 4/\ Nú kynnum við myndbandstæki frá Panasonic sem hafa slegið rækilega í gegn i erlendum fagtímaritum. Panasonic SD 200 og HD 600 tækin útskrifuðust með hæstu einkunn (10) fyrir myndgæði. Bæði fengu þau stimpilinn "BEST BUY“ bestu kaupin. Tcölfiö mcíurgreitt Dregið verður úr þeim hópi viðskiptavina sem kaupa myndbandstæki i Japis og fær einn heppinn viðskiptavinur tækið endurgreitt Video Eqúipment ic k -k -k * ■* » * it ft' VIDEOHOLLI LÁCMÚLA 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.