Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996
7
Fréttir
Tillaga krata í Reykjanesbæ:
Kamel Foughali frá Alsír sýndi það og sannaði fyrir Sven Þ. Sigurðssyni,
dósent og reiknifræðingi í Háskólanum, á ritstjórn DV í fyrra að hann gat
handreiknað flóknustu reikniformúlur á mettíma. Kamel segist ósáttur við
Útlendingaeftirlitið og hefur óskað aðstoðar í bréfi til forseta íslands.
DV-mynd JAK
Rafeindaverkfræðingur í Alsír vill komast aftur til íslands:
Hefur óskað aðstoðar
Langtimasamning-
ur í uppbyggingu
íþróttamannvirkja
DV, Suðurnesjum
Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í
Reykjanesbæ sem eru í minnihluta
í bæjarstjóm, þeir Ragnar HaUdórs-
son, Kristján Gunnarsson og Anna
Margrét Gumundsdóttir, hafa lagt
til að gerður yrði langtímasamning-
ur við íþróttahreyfmguna í bæjarfé-
laginu um framtíðaruppbyggingu
íþróttamannvirkja til 10 ára. Bær-
inn leggi fram 1500 þúsund kr. á
mánuði næstu 10 árin og segja til-
löguna nýja leið í uppbyggingu
íþróttamannvirkja.
„Mjög mikUvægt er að rofin verði
sú stöðnum og stefnuleysi sem ver-
ið hefur í byggingu íþróttamann-
virkja og að gert verði sérstakt átak
í samvinnu við íþróttafélögin í
sveitarfélaginu. Iþróttahreyfingin
forgangsraði og sjái um uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja með t.d.
80% greiðsluþátttöku bæjarfélags-
ins og iþróttahreyfingin sjálf fjár-
magni 20%, ýmist með eigin fé eða
með framlögum sem þau geta aflað
sér í formi fjár- og vinnuframlaga
frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Með svona fyrirkomulagi sjáum
við fyrir okkur m.a. að bygging
gervigrasvallar, innisundlaugar,
fjölnota íþróttahús ásamt mörgum
aðkaUandi verkefnum verði að
veruleika á næstu 10 árum. Undan-
farin ár hefur rikt stöðnun í upp-
byggingu íþróttaaðstöðu sem hægt
er að fyUyrða að hafi staðið íþrótta-
hreyfmgunni fyrir þrifum. Við telj-
um að íþróttahreyfingin vinni mjög
öflugt forvarnarstarf sem skiptir líf
og framtíð unga fólksins í sveitarfé-
laginu verulegu máli,“ sagði í tU-
lögu kratanna á bæjarstjórnarfundi
nýlega.
TiUagan var feUd með 6 atkvæð-
um gegn 5 atkvæðum minnihlutans,
þrír frá Alþýðuflokki og tveir frá Al-
þýðubandalagi.
-ÆMK
hjá Vigdísi forseta
- er ósáttur við Útlendingaeftirlitið
„Ég tel mig beittan misrétti hjá Út-
lendingaeftirlitinu á Islandi. Dvalar-
og atvinnuleyfi mitt er enn í gUdi en
ég fékk ekki endurkomuleyfið fram-
lengt vegna þess að ég var hættur í
sambúð með íslenskri stúlku. Ég fór
frá Islandi til Spánar í júlí í fyrra og
þaðan tU Alsír í september tU að heim-
sækja fjöldskyldu mína. Ég hafði end-
urkomuleyfi tU 26. nóvember. Viku
fyrir þann tíma hringdi ég í Útiend-
ingaeftirlitið og sagði að mér seinkaði.
Mér var sagt að það væri aUt í lagi,
það þyrfti bara að senda pappíra til
mín út. Síðan kom vinur minn í heim
sókn tU mín í Alsír í janúar og ég æti
aði að koma með honum tU baka tU Is
lands, var búinn að panta flug og aUt.
Þá var mér tUkynnt að ég kæmist ekki
aftur tU Islands því ég hefði verið of
seinn að sækja um framlengingu á
endurkomuleyfið. Þetta er ekki réttiátt
hjá Útiendingaeftirlitinu," sagði
Kamel Foughali, 32 ára alsírskur raf-
eindaverkfræðingur, þegar hann hafði
samband við DV frá Alsir og var mjög
ósáttur við Útiendingaeftirlitið á ís-
landi. Honum hafi verið gefnar rangar
upplýsingar þegar hann bað um fram-
lengt endurkomuleyfi. Kamel segist
hafa sent Vigdísi Finnbogadóttur for-
seta bréf og óskað eftir aðstoö hennar
í málinu.
„Skýringin sem ég fékk hjá Útiend-
ingaeftirlitinu var sú að ég væri hætt-
ur með kærustu minni. Ég hefði feng-
ið dvalar- og atvinnuleyfi vegna sam-
búðar með henni á sínum tíma. Ég var
löngu hættur með henni, við slitum
samvistum í september á síðasta ári.
Útlendingaeftirlitið hefði átt að segja
strax að ég gæti ekki fengið vegabréfs-
áritun framlengda vegna þessa, í stað
þess að segja að allt væri í lagi. Ég var
ekki spurður þá hvort ég væri hættur
með henni. Hefði mér verið sagt þetta
strax þá hefði ég komið til íslands
þarna í lok nóvember og ekki beðið
um framlengingu. Ég á peninga á ís-
landi og ýmsar persónulegar eigur, til
dæmist nær öll mín fót. Mér finnst
þetta mjög leitt. Þegar ég heyrði suma
vini mína á íslandi segja aö ég hefði
flúið til Alsír þá varð ég mjög reiður.
Ég flúði ekki Island, ég kemst bara
ekki til landsins aftur,“ sagði Kamel.
Kamel komst í fréttir í DV af öðrum
ástæðum í byrjun júlí í fyrra. Þá sýndi
hann og sannaöi fyrir dósent og
reiknifræðingi úr Háskóla íslands aö
hann gat handreiknað flóknustu
reikniformúlur á mettíma, auk þess
sem hann setti fram eigin staðhæfingu
á formúlu heimsþekkts stærðfræðings,
Fermat, sem nýlega hafði verið sönn-
uð. Reiknifræðingnum fannst mikið til
staðhæfingunnar koma.
Kamel segist vilja leggja fram
krafta sína á íslandi og eftir fréttina i
DV í fyrra hefði hann fengið mikil
viðbrögð. Hann segist hafa verið í
góðu sambandi við reiknifræðinginn
íslenska, Sven Þ. Sigurðsson, sem
hreifst mjög af kunnáttu Kamels.
Voru þeir búnir að mæla sér mót í
janúar sl.
Kamel segist búa yfir þekkingu og
hugmyndum sem eigi eftir að bylta
fjarskiptatækninni. Ef hann fái ekki
að koma til íslands þá muni hann
kynna þessar hugmyndir í öðru
landi. Vegna þessarar uppfinningar
m.a. hafi hann tafist í Alsír og beðið
um framlengingu á endurkomuleyfi.
Utlendingaeftirlitið skilur ekki
vandann
Jóhann Jóhannsson, forstöðumað-
ur Útlendingaeftirlitsins, sagðist, í
samtali við DV, ekki skilja vandamál
Kamels. Honum hefði aldrei verið
neitað um eitt eða neitt þar sem eng-
in úmsókn um vegabréfsáritun hefði
borist.
„Alsírbúi getur ekki komið hingað
nema hafa vegabréfsáritun. Kamel
ætti að vita það. Hann hefur bara ekki
sótt um slíkt. Ég átta mig ekki á hvað
hann er að fara. Fyrst hann er enn
með dvalar- og atvinnuleyfi þá ætti að
vera auðvelt að fá vegabréfsáritun eða
endurkomuleyfi,“ sagði Jóhann. -bjb
Opíð alla daga 11-22
y.
Kcntucky Frícd Chickcn
MjaUakraun 15, Mafnarfírði
sínti 55 50 828