Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 37 \ DV Loftur Erlingsson og Ólafur Vignir Al- bertsson á æfingu fyrir tónleikana. Debut- tónleikar Lofts Erlingssonar Loftur Erlingsson, barítón, og Ólafur Vignir Albertsson píanóleik- ari verða meö tónleika á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30. Myndakvöld Oddur Sigurðsson jarðfræðingur mun halda myndasýningu á vegum Líffræðifélagsins í samvinnu við Húsddýragarðinn i kvöld kl. 20.30 í kaffistofu Húsdýragarðsins. Háskólafyrirlestur Dr. John Siabi Aglo flytur opin- beran fyrirlestur sem nefiiist From the Pure Theory of Law to the Formal Structure of Norms í dag kl. 17.15 í stofu A í aðalbyggingu Há- skólans. Einleikstónleikar Peters Maté í kvöld heldur Peter Maté ein- leikstónleika í boöi Tónlistarfélags Hveragerðis og Öffuss í Hveragerð- iskirkju kl. 20.30. Aðalfundur safnaðarfélags Hjallakirkju í Kópavogi verður í safhaðarsal kirkjunnar i kvöld kl. 20.30. Tónleikar í Keflavíkurkirkju Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari halda tónleika í Keflavíkurkirju í kvöld kl. 20.00. Aðlaðandi er konan ánægð Elsa Haralds- dóttir heldur fyrirlestur og veröur með sýnikennslu á fundi hjá Félagi íslenskra • há- skólakvenna og Kvenstúdentafé- lagi íslands á Hótel Holti kl. 18.00 á morgun. Fundurinn verður með frönsku sniði og er öllum opinn. Félag frímerkjasafnara Aöaffundur verður haldinn í kvöld að Síðumúla 17 kl. 20.30. Siðmennt Aöalfundur félagsins Siðmenntar verður haldinn í kvöld kl. 20.00 i Miðstöð nýbúa í Faxafeni 12. 2. hæð. Auk félagsmanna eru áhuga- menn um starfsemi félagsins vel- komnir. Samkomur Tvímenningur Félag eldri borgara í Reykjavík stendur fyrir tvímenningi f Risinu í dag kl. 13.00. Snúður og Snælda verður meö sýningu á tveimur ein- þáttingum í Risinu í dag kl. 16.00. Gerningur og fyrirlestur Róska verður með geming og fyrirlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, kl. 20.30 í kvöld. Félagsvist Eyfírðingafélagið í Reykjavik verður með félagsvist í kvöld kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Allir velkomnir. Kynningarfundur SVR Síðasti kynningarfundur SVR verður í Félagsmistöðinni Fjörgyn í kvöld kl. 20.30. Er hann ætlaður íbúum Grafarvogs og Árbæjar. Loftkastalinn: Aukadagstónleikar Mezzoforte Mezzoforte hefur ekki haldið tón- leika hér á landi í um það bil eitt og háfff ár. Nú er komið að því að hljómsveitin fari í tónleikaferð og byrjar hún á tónleikum í Loftkasta- lanum í kvöld. Á tónleikunum verð- ur kynnt efni af væntanlegri hljóm- plötu, Monkey Fields, sem kemur út Tónleikar í Evrópu og Suðaustur-Asíu í apríl. Nýr meðlimur hljómsveitarinnar, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, kemur fram í fyrsta skipti á þessum tónleikum.. Mezzoforte mun fylgja útgáfu Monkey Fields eftir með tónleika- haldi víða um heim. Henni hefur verið boðið til Eystrasaltsríkjanna og mun koma fram á djasshátíðum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, 18.-22. apríl. Ekki er gert ráð fyrir Mezzoforte er enn einu sinni á leið út í heim til tónleikahalds. frekara tónleikahaldi á íslandi á þessu ári, meðal annars vegna þess að Friðrik Karlsson gitarleikari er að flytja til Englands, þar sem hann hyggst starfa allt þetta ár. Stoðsveit Mezzoforte á tónleikunum í Loft- kastalanum verður Kombóið. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.00. Unun Hljómsveitin Unum hefur ekki komið fram í nokkurn tíma en Un- unarmeðlimir ætla að bregða und- ir sig betri fætinum í kvöld og halda tónleika í Leikhúskjallaran- um. Ástæða þess að Unun hefur ekki látið heyra frá sér í nokkurn tíma, eða frá því í september, er vegna þess aö sveitin hefur verið erlendis við spilamennsku og kynningu á plötu sinni og hefur Skemmtanir platan fengið ágæta dóma. Eins hafa meiðsli hrjáð hljómsveitar- meðlimi. Unnendumr Ununar er bent á að þetta verða sjálfsagt einu tónleikar sveitarinnar þar til í sumar. Áhugi á tónleikunum i kvöld einskorðast ekki við ísland því til landsins eru komnir „út- sendarar stórfyrirtækja“ en harösvíraðar samningaviðræður standa yfir um þessar mundir. Leikhúskjallarinn: og Botnleðja Unun heldur í Leikhúskjallaranum í kvöld einu tónleika sína hér á landi þar til í sumar. Á undan Unun leikur hljóm- sveitin Botnleðja en hún fékk þá kosningu að verða útnefnd Bjartasta vonin. Þeir gestir sem mæta tímanlega verða kynntir fyr- ir Mr. Smirnoff. Tónleikarnir hefj- ast kl. 23.00. Mikil hálka þar sem snjór er Fært er um alla helstu þjóðvegi landsins en nú þegar spáð er hláku má búast við mikilli hálku þar sem snjór er á vegum. Á Austurlandi er þungfært um Breiðadalsheiði og Færð á vegum Vatnsskarð eystra. Það er sums staðar skafrenningur, má nefna að á leiðinni norður til Akureyrar var skafrenningur í morgun á Öxna- dalsheiði og í Vatnsskarði. Á Vest- fjörðum eru heiðar viða ófærar, opna átti Mikladal og Hálfdán fyrir hádegi. Ástand vega m Hálka og snjór s Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaðrSt°ÖU ® ÞunSfært © Fært fJallabílum Dottir Sigurbjarg- ar og Litla myndarlega telpan á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- Barn dagsins Karls spítalans 12. febrúar kl. 19.03. Hún var við fæðingu 3.485 grömm að þyngd og 51 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Sigurbjörg Bjömsdóttir og Karl Ágúst Hoffritz og er hún fyrsta barn þeirra. Oliver Platt leikur ungan grínista sem hefur mikinn metnað en tak- markaða hæfileika. Háðfuglarnir Háðfuglarnir (Funny Boes), sem sýnd er á kvikmyndhátíð Sam- bíóanna, fjallar um þá sem starfa sem grínistar. Aðalpersón- an, Tommy Hawkes, er einn slík- ur en gallinn er að hann er hvorki fyndinn né ófyndinn. Það er mikill húmor í þessari mynd sem fengið hefur góða dóma. Að- alhlutverkið leikur Oliver Platt og honum til aðstoðar eru þekkt- ir grínistar. Má þar nefna Ian McNeice og Richard Grifflths og Jerry Lewis, sem leikur hér í sinni fyrstu kvikmynd í langan tíma. Leikstjóri myndarinnar er Kvikmyndir Peter Chelsom. Hann er vel þekktur í heimalandi sínu og hlaut kvikmynd hans, Hear My Song, sem hann gerðir 1991, góða dóma og viðurkenningar á kvik- myndahátíðum. Funny Bones var fyrir stuttu sýnd á kvik- myndahátíðinni í Brussel. Þar var Chelsom valinn besti leik- stjórinn og Funny Bones valin besta kvikmyndin. Nýjar myndir Háskólabíó: Casino Laugarásbíó: Skólaferðalagið Saga-bíó: Dumbo-aðgerðin Bíóhöllin: Bréfberinn Bíóborgin: Heat Regnboginn: Forboðin ást Stjörnubíó: Jumanji Gengið Almennt gengi LÍ nr. 44 29. febrúar 1996 ki. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollaenqi Dollar 65,960 66,300 67,300þþ Pund 101,020 101,530 101,150þþ Kan. dollar 48,030 48,330 48,820þþ Dönsk kr. 11,6240 11,6860 11,683Öþ Norsk kr. 10,3120 10,3680 10,3150þ Sænsk kr. 9,8060 9,8600 9,5980þ Fi. mark 14,5490 14,6350 14,7830þ Fra. franki 13,1050 13,1800 13,1390þ Belg. franki 2,1839 2,1971 2,1985þ Sviss. franki 55,0800 55,3800 55,5000þ Holl. gyllini 40,1100 40,3400 40,3500þ Þýskt mark 44,9200 45,1500 45,1900þ ít. líra 0,04254 0,04280 0,04194 Aust. sch. 6,3850 6,4250 6,4290þ Port. escudo 0,4327 0,4353 0,4343þ Spá. peseti 0,5331 0,5365 0,5328þ Jap. yen 0,63010 0,63380 0,63150 írskt pund 103,940 104,580 104,990þþ SDR 96,77000 97,35000 97,83000 ECU 83,1200 83,6200 82,6300þ Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan •7 5 t 5 r j r É iV J n 1X TT rr RT“ iT FF XI 1 22“ Lárétt: 1 ær, 5 mönduls, 8 spíra, 9 planta, 10 glufa, 11 íþróttafélag, 12 fiskmeti, 15 hrúga, 17 draup, 19 aulana, 21 snemma, 22 gaufar. Lóðrétt: 1 mauk, 2 lykt, 3 kvabb, 4 at- orku, 5 geislabaugur, 6 kvenmannsnafn, 7 hryggð, 13 klampar, 14 gangflöturinn, 16 kaldi, 18 ílát, 20 átt. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 ásjá, 5 pál, 8 baugar, 9 af, 10 rætni, 11 titti, 12 at, 14 ami, 16 rýra, 18 bora, 19 lág, 21 æð, 22 brall. Lóðrétt: 1 ábata, 2 safi, 3 jurtir, 4 ágæb . ar, 5 pati, 6 ámar, 7 lúi, 13 tagl, 15 moð, 1 ýla, 18 bæ, 20 ál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.