Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 Fréttir Skoðanakönnun DV um viðhorf kjósenda til Hvalíj arðarganga: Þorri þjoðarinnar andvígur göngunum - andstaðan er mun meiri hjá konum en körlum Þorri þjóðarinnar er andvígur göngum undir Hvalfjörð. Konur hafa mun meiri andúð gagnvart þeim en karlar. Þetta eru helstu nið- urstöður skoðanakönnunar DV um viðhorf kjósenda til Hvalíjarðar- ganga. Könnunin fór fram síðastlið- inn laugardag. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli jGylfi Þórðarson: í samræmi viö neikvæða umræðu „Þetta er í samræmi við umræð- una sem hefur verið heldur nei- kvæð undanfarnar vikur, ekki síst í DV. í öllu svona, hvort sem það er biskupinn eða eitthvað annað, þá mótast svörin af umræðunni á hverjum tíma. Hins vegar á þetta eftir að breytast hægt og bítandi þegar frá líður. Kannanir um hvort fólk ætlaði að nota göngin voru mjög jákvæðar á sínum tíma,“ sagði Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar, við DV um skoðanakönnun blaðsins á viðhorfi kjósenda til Hvalfjarðarganga. Gylfi sagði að þessar niðurstöður kæmu ekki á sig. Spölur hefði ekki haldið uppi miklum vörnum á opin- berum vettvangi. „Enda er þetta það flókið verkefni að það eru fái inni í því. Þannig halda mjög margir að ríkið sé að byggja göngin,“ sagði Gylfi. -bjb kynja og eins á milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða and- vígur göngum undir Hvalfjörð?" Skekkjumörk í könnun sem þessari eru tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum allra í úr- takinu sögðust 25,7 prósent fylgj- andi göngunum en 61,5 prósent voru þeim andvíg. Óákveðin reyndust 12,7 prósent og 0,1 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alls tóku því 87,2 prósent aðspurðra afstöðu til spumingarinnar. Ef aðeins eru teknir þeir sem af- stöðu tóku eru 29,5 prósent kjósenda fylgjandi göngum undir Hvalfjörð en 70,5 prósent þeim andvíg. Andstaðan meiri á lands- byggðinni Afstaða kynjanna er mjög mis- munandi. Rétt rúmur helmingur karla í úrtakinu voru Hvalfjarðar- göngum andvígur en 70 prósent kvenna. Svipað hlutfall óákveðinni var eftir kynjum. Sé litið til búsetu kjósenda þá er andstaðan gegn göngunum meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig koma 56 prósent andstæðinga gang- anna af landsbyggðinni. Svipað hlutfall stuðningsmanna kemur af höfuðborgarsvæðinu. -bjb Friðrik Hansen: Niðurstað- an kemur ekki á óvart „Niðurstöður skoðanakönnunar- innar koma ekki á óvart. Almenn- ingur í landinu gerir sér grein fyrir að Spölur hf. hefur staðið með ein- dæmum illa að undirbúningi þess- ara framkvæmda, verið óheppnir með ráðgjafa og hafa ekki haft heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi," sagði Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur við DV um skoðanakönnun blaðsins en hann hefur gagnrýnt mjög gerð og undirbúning á göngunum undir Hvalfjörð, m.a. á opnum fundi sem Verkfræðingafélag Islands stóð fyrir á dögunum. „Spölur hefur valið dýrasta val- kostinn og jafnframt þann áhættu- samasta. Þá hafa forsvarsmenn Spalar verið staðnir að ósannindum varðandi ljármögnun ganganna og því misst allan trúnað meðal þjóðar- innar,“ sagði Friðrik. -bjb Viðhorf til Hvalfjarðarganga Niöurstöður skoðanakönn- Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku unarinnar uröu þessar: afstöðu veröa niðurstöðurnar þessar: Óákv./svara ekki Með og á móti göngum - skipt eftir kynjurn - karlar konur Dagfari Fallist í faðma Enn eru biskupssögur á dagskrá. Sagt er biskup hafi styrkt stöðu sína eftir að hjónin frá Kaup- mannahöfn sendu frá sér yfirlýs- ingu í fyrradag um að þau hefðu náð fullum sáttum við þjóðkirkj- una. Þau harma mjög að þetta við- kvæma mál hafi farið í fjölmiðla og þann sársauka sem það hefur vald- ið. Öll kærumál eru dregin til baka. Bíddu nú við. Hvað hafði þetta fólk verið að segja? Jú, eiginkonan hefur látið hafa eftir sér að biskup hafi á sínum tíma gert tilraun til að nauöga henni á opinberu veit- ingahúsi í Kaupmannahöfn. Nú síðast var þessum atburði lýst í smáatriðum í helgarblaði DV. Eig- inmaðurinn staðfesti frásögnina, enda segist hann hafa verið við- staddur þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Þetta mál og önnur tvö tilvitnuð dæmi hafa sett þjóðfélagið á annan endann. Biskup hefur verið bitbein kjaftasagna og mannorð hans rokið út í veður og vind. Ekki koma svo tveir menn saman hér á landi að þeir ræði ekki kynferðishvatir biskupsins yfir íslandi. Prestastétt- in og íslenska þjóðkirkjan loga í heiftarlegum deilum og prestar hafa ekki um annað að hugsa held- ur en það hvernig kristnin lifi þennan biskupsslag af. Allt út af því að þrjár konur koma upp á yfirborðið og saka biskupinn um kynferðislega áreitni og tilraunir til nauðgunar. Þessar konur segjast hittast reglu- lega í Stígamótum til að lina þján- ingar sínar. Konan úr Kaupmanna- höfn hefur verið I þeim hópi. Svo gerist það allt í einu eins og hendi sé veifað að ásakanir þessarar konu og eiginmanns hennar eru dregnar til baka! Allt í plati, við meintum ekkert með þessu, sorry biskup. Þessi hjón, sem segjast hafa hitt biskup á dönskum veitingastað þar sem konan varð fyrir áreitni hans, hafa nú náð fullum sáttum við þjóðkirkjuna og harma þann sárs- auka sem málið hefur valdið. Rétt eins og fólkið hafi alls ekki gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar það fór af stað með sögu sína. Rétt eins og það hafi ekki skipt neinu að saka sjálfan biskupinn um kyn- ferðisofbeldi. Rétt eins og það hafi gert það að gamni sínu að velta biskupnum upp úr pínulítlum óþverra án þess að meina neitt með því. Þau eru ekki aðeins leið yfir söguburði sjálfs sín heldur eru þau núna eftir helgina fullkomlega sátt við þjóðkirkjuna sem ekki verður skilið öðruvísi en að kirkjan sé í finu lagi og biskup sé í finu lagi og guðstrúin sé þeim heilagri en nokkru sinni fyrr. Líklega vegna þess hvernig biskup hefur komið fram í málinu öllu. Af hverju reyna ekki fleiri þessa aðferð til að sættast við kirkjuna og öðlast sína guðstrú? Af hverju ljúga ekki einhverjir fleiri kvenna- farssögum upp á biskup svo þeir geti fundið frið og sátt við þjóð- kirkjuna? Biskup er náttúrlega himinlif- andi og lögfræðingarnir, sem hann hefur ráðið til sín til að standa vörð um kristnina og orðstír henn- ar, hafa unnið mikinn sigur. Spurning hvort kirkjan þurfí ekki að hafa lögfræðinga í fullu starfi framvegis til að snúa upp á hend- urnar á hverjum þeim einstaklingi sem telur sig fara halloka í við- skiptum við kirkjunnar þjóna, til að viðhalda guðstrúnni og sætta þegnana við þjóðkirkjuna? Það sem klerkarnir og biskupinn ráða ekki við taka lögfræðingarnir að sér og þjóðkirkjan verður aftur hafin yfir gagnrýni og blessuð í bak og fyrir af þeim sem segja sín- ar farir ekki sléttar. Og þeir sem eru með efasemdir um kærleiksathafnir biskupsins og annarra guðsmanna geta þá komið skítasögum á framfæri í þeim til- gangi að ná sáttum við þjóðkirkj- una með því að viðurkenna að sög- urnar voru allar í plati. Kirkjan þarf ekki annað en að hóta málssókn og allt fellur í ljúfa löð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.