Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Viðskipti íslenskt vinnslukerfi, veiöarfæri og búnaður í tvo rússneska verksmiöjutogara: Hundrað milljóna króna viðskiptasamningur - Marel, SH, Hampiöjan og Jósafat gera Rússana klára á Reykjaneshrygginn Marel hf„ Hampiðjan. Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Vél- smiðja Jósafats Hinrikssonar hafa gert 100 milljóna króna sölusamn- ing við rússneska útgerðaraðila í Múrmansk. í samningnum felst aö komið verður fyrir fullkomnum fiskvinnslu- og flokkunarbúnaði í tveimur rússneskum verksmiðju- togurum. Þessi búnaður er frá Marel og verður hann settur í tvo af úthafstogurum hins rússneska fyrirtækis. Auk þess verða togar- arnir búnir trolli frá Hampiðjunni og toghlerum frá Jósafat Hinriks- syni. Aflinn lagður upp á íslandi Togararnir munu veiða á Reykjaneshrygg og víðar og aflinn unninn um borð, honum síðan landað á íslandi og SH tekur að sér að selja hann á heimsmarkaði og verður búnaðurinn greiddur af söluverðmæti afurðanna. „Við höfum um allmargra ára skeið verið að selja tæki og búnað í vinnslutogara, Þá höfum við selt tæki í fiskvinnslufyrirtæki á aust- urströnd Rússlands, m.a. því fyrir- tæki sem á þessi skip,“ segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Marels. Þegar er búið að koma vinnslulínunni fyrir í öðrum togaranum og er hann farinn á karfamiðin á Reykjaneshrygg en á næstu dögum verður hafist handa við þann seinni. Togararnir eru báðir nýlegir, rúmra tveggja ára gamlir en hinar nýju vinnslulínur og bætti búnaður eykur verðmæti afurðanna. Togararnir tveir eru gerðir út af stærsta útgerðarfélaginu í Múr- mansk sem heitir Dolphin. Dolp- hin leigir togarana af fyrirtæki sem heitir Murmansk Trawl Fleet, og er í raun í eigu þess síðar- nefnda. íslensk vinnslukerfi og veið- arfæri Vinnslulínan er fyrst og fremst ætluð fyrir karfavinnslu en auk þess eru settar í skipin hausskurð- arvélar frá Baader. Vinnslulínan er þannig hönnuð að tiltölulega auð- velt verður að aðlaga hana vinnslu á öðrum tegundum. Vinnslulínan í hvorn togara kostar í kringum 30 milljónir króna eða samtals 60 millj- ónir. Þar við bætast þrjú troll, tvö í annan en eitt í hinn, toghlerar, fisk- leitartæki og ýmis búnaður, en alls verða seld tæki í togarana fyrir samtals um 100 milljónir króna sem fyrr segir. Hagstæð viðskipti „Samkvæmt samningnum við Rússana er verðmæti aflans notað til þess að greiða fyrir búnaðinn. Við vonumst til þess að ef þetta gengur vel þá verði fleiri samningar af þessu tagi gerðir. Það er rétt að vekja athygli á því að þessi miklu viðskipti sem eru orðin við veiði- skip sem eru að veiða f úthafinu og koma hingað til lands, annars vegar til að sækja búnað og birgðir, og hins vegar til að landa hér afla, hafa skapað mikil umsvif hér á landi. Það má kannski rekja hluta þess uppgangs og vaxtar sem hefur orðið í íslenskum iðnaði til þessa,“ segir Geir. Hann bendi á að íslensku fisk- sölufyrirtækin annist nú sölu á af- urðum erlendra vinnsluskipa og þannig annist SH sölu fyrir 15 slík skip nú þegar. Þessi aíli kemnur hingað til lands, er seldur gegnum íslensk fyrirtæki og fluttur á mark- að með íslenskum flutningaskipum. Hin erlendu vinnsluskip birgi sig upp hér, kaupi veiðarfæri, vogir og jafnvel vinnslulínur. „Þessi skip Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf„ við hluta vinnslulínu sem brátt verður sett í rússneskan verksmiðjutogara. DV- mynd ÞÖK kaupa hér þjónustu sem þau annars Geir A. Gunnlaugsson, fram- myndu sækja eitthvað annað,“ segir kvæmdastjóri Marels. -SÁ Starfsfólk Miðlunar sem unnið hefur að útgáfu á A til Ö þjónustuskrá Gulu línunnar. Ný þjónustubók frá Miðlun hf.: Gula línan í bók Samskip meö þjónustu við íslensk skip á Nýfundnalandi: Harbour Grace þriðju hverja viku Stórkaupmenn skilvísir Á aðalfundi Ejárfestingasjóðs stór- kaupmanna, sem haldinn var nýlega, kom fram að hagnaður sjóðsins árið 1995 var 26 milljónir króna. Alls voru lánaðar út 108,8 milljóniur króna og útlánatöp voru engin. Hagnaður jókst milli ára um 30% og nam eigið fé sjóðsins í árslok 250 milljónum króna. Raunávöxtun inn- eigna sjóðsfélaga reyndist 10,1%. Fjárfestingasjóður stórkaup- manna er starfræktur af Félagi ísl. stórkaupmanna í Húsi verslunarinn- ar. Hann hefur starfað í aldaríjórö- ung og eru sjóðsfélagar 83 fyrirtæki sem öll eru innan Félags ísl. stór- kaupmanna. -SÁ Fundir og ráðstefhur Höfum sali sem henta fyrir alla fundi og ráðstefnur HÚTEL Í^LÁND 5687111 Innan skamms er væntanleg á markað þjónustuskrá Gulu línunn- ar frá Miðlun hf„ svokölluð A til Ö þjónustuskrá. í henni verða upplýs- ingar um vörur og þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Skráin er gerð að norskri fyrirmynd og byggir á langri reynslu þarlendra. Allir þjónustuaðilar á höfuðborg- arsvæðinu fá ókeypis skráningu í stafrófsröð á hvítum síðum og í einn þjónustuflokk á gulum síðum. Itarlegur orðalisti léttir síðan not- endum bókarinnar leitina að þeim þjónustuaðilum sem til greina koma. Þá verða sérstakir kaflar með upplýsingum fyrir neytendur og heimfli. Við útgáfu A til Ö þjónustuskrár- innar hefur Miðlun hf. átt samstarf við norska fyrirtækið Telenor Media. Þegar bókin kemur út verð- ur henni dreift í 70 þúsund eintaka upplagi tfl allra fyrirtækja og heim- Oa á höfuðborgarsvæðinu. -SÁ Samskip sigla nú á þriggja vikna fresti til Harbour Grace á Ný- fundnalandi og hafa skip félagsins þegar haft viðkomu tvisvar sinnum. Ástæða þess að skip félagsins hafa viðkomu í Harbour Grace er sú að mörg íslensk skip stunda nú veiðar á Flæmingjagrunni en styst er til hafnar af miðunum til Harbour Grace. Starfsmaður Samskipa á Ný- fundnalandi er Jóhann Bogason og hefur hann aðstöðu á skrifstofu Harbour Grace Coldstore, sem er samstarfsfyrirtæki Samskipa á staðnum og er í eigu kanadískra, norskra og danskra útgerðaraðila. Harbour Grace Coldstore annast skipaafgreiðslu og umboðsviðskipti og fá viðskiptavinir þess og Sam- skipa alla umboðsþjónustu fyrir fiskiskip, löndunarþjónustu, aðgang að vöruhúsum og frystigeymslum og aðstoð við að fyfla út nauðsynleg eyðublöð og skjöl. í Harbour Grace er öll hefðbund- in þjónusta fyrir útgerðir og áhafn- ir skipa sem þangað leita hafnar. Þótt þetta sé lítifl bær þá er þar heilsugæsla og læknisþjónusta og í bænum eru hótel og verslanir. -SÁ Skipasölur 1550 tonn J F M A 1700 1650 Gámaþorskur 112,3 150 Dollar ÞingvtsiL hlutabr. Þingvísit. húsbr. 1722,13 1800 1700 1600 15 ' 140 146 Aldrei meiri flutningar Flutningar með áætlunarskipum Eim- skips til Evrópu voru 22% meiri fyrstu tíu vikur þessa árs en voru á sama tima í fyrra, eða ríflega 65 þúsund tonn. Þetta er einnig 15% meira en var flutt árið 1994 á sömu leiðum. í 10. viku ársins flutti Eimskip alls 8727 tonn til Evrópu og er þetta það mesta sem flutt hefur verið á einni viku í sögu fé- lagsins inn á Evrópuhafnir. Fyrra met var 8500 tonn. Stór hluti þessara miklu flutninga nú eru frystar loðnuafurðir á leið á markað í Asíulöndum. Siglingar á strandleið, nýrri siglinga- leið Eimskips, hófust 23. janúar sl. Skip á strandleiðinni hafa viðkomu á ísaflrði, Akureyri og Eskiflrði á leið til Þórshafn- ar í Færeyjum, Bretlands og meginlands Evrópu. -SÁ DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.