Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Fréttir Akranesbær skuldar 561 milljón: Bætt staða og skulda- lækkun næstu þrjú árin - segir Gísli Gíslason bæjarstjóri DV; Akranesi: í ársreikningi Akraneskaupstað- ar kemur fram að heildarskuldir kaupstaðarins voru um síðustu ára- mót 561 milljóna króna. Peningaleg- ar eignir þar á móti eru 142,2 millj- ónir og veltufjárhlutfall bæjarsjóðs var um áramótin 0,92 sem er nokkru lakara en um áramótin 1994-1995. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra er aðalástæðan fyrir þessu sú aö samningar við íþróttahreyfing- una komu til gjaldfærslu á árinu sem leið og ný mannvirki voru tek- in í notkun. Greiðslur gagnvart þeim samningum eru umsamdar nokkur næstu ár. Heildargjald- færsla vegna íþróttasamninganna er 96 milljónir og hækka skuldir bæjarins vegna þess og auk þess keypti bærinn Innsta- Vog á 20 milljónir. Ýmsar breytingar þar voru upp á 30 milljónir. Tekjur bæjarins 1995 voru 574,5 milljónir og voru 37 milljónum yfir áætlun. Rekstrargjöld voru 432,7 milljónir. Mismunurinn, 123 millj- ónir, færðist á rekstrar- og fram- kvæmdayfirlit en það nemur 22,6% af tekjum. Frávik frá fjárhagsáætl- un varðandi rekstur nam 52,6 millj- ónum sem er 14% frávik en skýrist af ákvörðun bæjarstjómar á árinu. Þegar tekið er tillit til formlegra breytinga bæjcirstjórnar á fjárhagsá- ætlun ársins nemur frávik í rekstri 40 milljónum. „Eftir sem áður er til viðmiðunar að breyting á árinu er í heild nei- kvæð um 42,8 milljónir sem er nokkru meira en gengur og gerist á Akranesi. Það skýrist fyrst og fremst af breyttri fjárhagsáætlun á árinu og gjaldfærslu íþróttasamn- inga. Staðan mun batna verulega í ár og skuldir lækka á næstu þrem- ur árum,“ sagði Gísli bæjarstjóri. -DÓ Fjöldi björgunarsveitarmanna var við vígsluna. DV-mynd Örn Fimmtán tonna hnúfubakur fastur í trossu „Það er mjög óvenjulegt að svona stór skepna festist í trilluneti. Hann var mjög dasaður en alveg óskadd- aður þegar hann losnaði,“ segir Árni Halldórsson, skipstjóri á Níelsi Jónssyni frá Hauganesi. Árni var kallaður til aöstoðar sex tonna trillu, Sveini EA frá Akureyri sem fengið hafði fimmtán tonna hnúfu- bak í trossuna á miðjum Eyjafirði. Skepnan var frelsinu fegin eftir tveggja klukkutíma baráttu en ann- ar vírinn festist í botninum. Að sögn Árna er Níels Jónsson þrjátíu tonna bátur sem notaður er til hvalaskoðunar á sumrin. Hann seg- ist hafa gert samning við hnúfubak- inn um að sýna sig gestum í sumar. -em Ær og lamb gengu úti í allan vetur Björgunarsveitin Strákar, Siglufirði: Nýtt tækjahús gerbreytir aðstöðu sveitarinnar DV Fljótum Ný tækja- og áhaldageymsla Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði var tekin í notkun 24. mars. Húsið er 140 m2 að stærð og stendur örskammt frá Þormóðsbúð, aðalbækistöð sveitarinnar. Áhaldageymslan er stálgrindar- hús sem byrjað var að reisa fyrir 2 árum og var þá gert fokhelt. Eftir nokkurt hlé var hafist handa af full- um krafti við frágang hússins að innan nú eftir áramótin og var unn- ið flestar helgar og á kvöldin í sjálf- boðavinnu að því. í ræðu formanns Stráka, Birgis Steindórsson, við vígslu hússins kom fram að tilkoma þess mun ger- breyta aðstöðu sveitarinnar og opna henni ýmsa möguleika í framtið- inni. Hann færði þeim sem hafa komið að byggingunni þakkir fyrir fómfúst starf þar sem öll vinna við húsbygginguna frá upphafi hefur verið innt af hendi endurgjalds- laust. Þar eiga björgunarsveitar- menn stærstan hlut en einnig hafa fleiri lagt hönd á plóginn. Einnig voru einstaklingum, fyrirtækjum og bæjarfélaginu færðar þakkir fyrir stuðning við sveitina. í tilefni af vígslu hússins bárust sveitinni gjafir, peningagjöf frá bæj- arstjórn Siglufjarðar, tækjabúnaöur frá Jón & Erling vélaverkstæði og sjúkrabörur fyrir snjósleða frá Slysavarnafélagi ísíands sem forseti þess, Einar Sigurjónsson, tilkynnti um við þetta tækifæri. Talsvert af fólki fagnaði þessum áfanga með björgunarsveitarmönnum og þáði veitingar sem konur í slysavarna- deildinn Vörn báru fram að athöfn lokinni. -ÖÞ DV, Borgarnesi: „Við vorum sammála um að þær litu vel út miðaö við að hafa gengiö úti i allan vetur," sagði Ámi Þor- steinsson, bóndi í Fljótstungu, en hann fann tvær kindur um mánaða- mótin skammt framan við bæinn, á með lambgimbur. Árni kannaðist ekki við markið á ánni og fékk aðstoð hjá nágranna Aðalfundur Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni sem haldinn var 25. febrúar sl. itrekar fyrri mót- mæli sín vegna laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1996 sem varða afkomumöguleika aldraðra í þjóðfélaginu. sínum, Magnúsi Sigurðssyni, bónda á Gilsbakka. Þeir komust aö því að kindurnar væm frá Brekku í Húna- þingi. Árni segir veturinn hafa ver- ið mildan ef frá væri talið áhlaupið sem gerði í haust, en þá missti hann tvær til fjórar kindur í fonn. Síðast fann Ámi kind fyrir tíu árum þegar svo langt var liðið á vet- ur, en þá fann hann útigengið lamb á sumardaginn fyrsta. -OHR Félag eldri borgara telur að með aðgerðum í ríkisfjármálum hafi rík- isstjómin rýrt afkomu aldraðra um- talsvert á meðan aðrir þjóðfélags- hópar hafa fengið nokkra kjarabót. -SÁ Félag eldri borgara: Verri kjör aldraðra Aukin samkeppni í millilandaflugi: Breskt flugfélag flýgur milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur Breskt flugfélag, All Leisure Air- lines, byrjar að fljúga frá Kaup- mannahöfn til íslands miðvikudaga og laugardaga frá 15. maí nk. Flugið er í samvinnu við íslenskt hlutafé- lag, Bingó ehf. Aðaleigandi þess er Hilmar Kristjánsson, fyrrverandi ræðismaður íslands í S-Áfríku. Framkvæmd flugsins verður svipuð og gerist um áætlunarbíla, þannig að farþegar kaupa hvern fluglegg fyrir sig. Ekki er hægt að bóka sæti fyrirfram heldur er sæti frátekið um leið og farmiði er keypt- ur og greiddur og kostar bakaleiðin það sama og útleiðin hvort sem báð- ir miðar eru keyptir samtímis eða ekki. Þetta þýðir að ef fólk er ekki ákveðið í hversu lengi það ætlar að dvelja á áfangastað þá kaupir þaö miða aðra leið en miða til baka þeg- ar það ætlar heim á ný. í raun eru því engar hömlur á dvalartíma og farþegar með ígildi opins miða. Verð fram og til baka á leiðinni Kaupmannahöfn-Keflavík er rúmar 20 þúsund ísl. krónur fyrir utan flugvallarskatta og kostar miöinn aðra leiðina helminginn af þeirri upphæð. All Leisure Airlines á og rekur sex Airbus A320 flugvélar sem taka 180 farþega. Farmiðasala er í hönd- um ferðaskrifstofunnar Whilborg Rejser í Kaupmannahöfn en stefnt er að því að opna sölu farmiða á ís- landi einnig. Vélarnar eru staðsett- ar á Gatwickflugvelli við London og hefja flugið þaðan til Kaupmanna- hafnar og áfram til íslands. Frá is- landi verður síðan flogið til baka til Kaupmannahafnar og þaðan til London. Flugleiðin milli London og Kaupmannahafnar báðar leiðir mun kosta um 14 þúsund ísl. krónur án flugvallaskatta. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.