Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 íslandsmótið í handbolta: ÍR og FH í úrslit ÍR og FH sigruðu í úrslitaum- ferð B-liða í 4. flokki karla B- riðli og leika því í úrslitakeppn- inni 3.-5. maí. Úrslit leikja urðu þessi: FH-Stjaman...............18-13 FH-ÍR....................17-22 FH-Víkingur..............27-18 FH-Grótta................16-15 Súaman-ÍR................17-18 Stjaman-Víkingur.........24-10 Stjaman-Grótta...........22-12 ÍR-Víkingur..............30-15 ÍR-Grótta................17-16 Víkingur-Grótta..........14-24 Lokastaðan: ÍR FH Stjaman Grótta Víkingur Handbolti, 4. fl. karla: HK og Fram áfram HK og Fram skipuðu tvö efstu sætin í úrslitaumferð í 4. flokki karla A-riðils. Úrslitakeppnin sjálf fer fram 3.-5. maí. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Valur-Fram..............20-20 Valur-HK................13-14 Valur-KR................19-16 Valur-Fram(2)...........20-19 Fram-HK.................14-18 Fram-KR.................15-14 Fram-Fram(2)............30-15 HK-KR...................18-16 HK-Fram(2)..............28-16 KR-Fram(2)..............25-13 Lokastaðan: HK Fram Valur KR Fram(2) Handbolti, 3. fl. karla: KA og KR náðu í úrslitin KA og KR unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni i 3. flokki karla með því að ná 2 efstu sætunum í úrslitaumferð í B-riðli en úrslitakeppnin verður 3.-5. maí. Úrslit urðu eftirfar- andi: KA Lokastaðan: 4 4 0 0 85-59 8 KR 4 2 1 1 72-71 5 Stjaman 4 2 0 2 71-78 4 Haukar 4 1 0 3 63-73 2 FH 4 0 1 3 63-73 1 Handbolti, 3. fl. kvenna: ÍR- og KA-stúlkur beint í úrslitin ÍR og KA unnu úrslitaumferð- ina í 3. flokki kvenna, B-riðli. Þessi tvö lið keppa þvl í úrslita- keppninni sem verður 3.-5. mai. Úrslit urðu þessi: ÍR Lokastaöan: 4 4 0 0 69-36 8 KA 4 3 0 1 63-51 6 Fram 4 2 0 2 50-52 4 Valur 4 1 0 3 5572 2 Fjölnir 4 0 0 4 38-64 0 Handbolti, 3. fl. kvenna: KR og FH í urslit KR og FH sigruðu í úrslitaum- ferð í 3. flokki kvenna, A-riðli, og leika.því í úrslitunum 3.-5. maí. Úrslit uröu þessi: Lokastaðan: KR FH Víkingur Stjaman Haukar Handbolti, 4. fl. kvenna: FH og KR áfram FH og KR urðu í tveim efstu sætum í úrslitaumferð B-liða 4. flokks og keppa til úrslita 3.-5. maí. Úrslit urðu þessi: FH Lokastaðan: 4 4 00 84-52 8 KR 4 3 01 64-46 6 Víkingur 4 1 03 62-70 2 Víkingur(2) 4 1 03 60-75 2 Fram 4 1 03 48-75 2 Iþróttir unglinga Unglingalandslið íslands og Danmerkur í borðtennis eftir verðlaunaafhendinguna. Frá vinstri, íslenska liðið: Peter Nilsson, þjálfari liðsins, Markús Árnason, Guðmundur E. Stephensen og Ingólfur Ingólfsson. Danska liðið: Martin Lundquist, þjálfari liðsins, Mikael Maze, Martin Bræmer og Allan Nielsen. DV-myndir Hson Unglingalandsleikur í borðtennis: Dönsku strákarnir góðir - Ingólfur sýndi styrk en Gummi og Markús langt frá sínu besta fyrir Maze, D, 14-21, 20-22. Ingólfur Ingólfsson, í, sigraði All- an Nielsen, D, 19-21, 21-12, 21-15. Markús Árnason, í, tapaði fyrir Bræmer, D, 14-21,16-21. Ingólfúr Ingólfsson, í, tapaði fyrir Maze, D, 16-21, 21-18, 17-21. Guðmundur Stephensen, í, tapaði gegn Martin Bræmer, D, 19-21, 11-21. Markús Árnason, í, tapaði fyrir Allan Nielsen, D, 13-21, 11-21. Lokastaðan: Ísland-Danmörk 2-7. Mjög óánægður Peter Nilsson, hinn sænski lands- liðsþjálfari íslands, kvaðst vera mjög óánægður með frammistöð- una: Umsjón Halldór Halldórsson „Ingólfur var maður islenska liðs- ins að þessu sinni - byrjaði illa en sótti sig eftir því sem á leið. Gummi sýndi enga baráttu og var ótrúlega slakur. Eins og ég hef áður sagt er það kristaltært að hann verður að þjálfa og spila mun meira gegn betri spilurum, helst að staðaldri. Hann þyrfti helst að flytja til útlanda til þess að bæta sig. Við svona aðstæð- ur í fámenninu bætir hann sig ekk- ert. Hann hefur af þessum sökum slegið aðeins af og æfingar hans hafa engan veginn verið nógu mark- vissar að undanförnu. Guðmundur á mikla möguleika til þess að ná langt í borðtennis en til þess að verða súperspilari má hann ekki slaka á í leikjum og það er mjög mikilvægt í uppbyggingunni að hann sýni það í hverjum einasta leik hvers hann er megnugur. Svo einfalt er það,“ sagði Peter Nilsson landsliðsþjálfari. Borðtennis á uppleið í Danmörku Þjálfari danska liðsins, Martin Lundquist, var að vonum ánægður með sigurinn: „Borðtennis er í miklum upp- gangi í Danmörku og hin mikla vinna Borðtennissambands Dan- merkur hefur þegar skilað sér vel og unglingar flykkjast í íþróttina. Koman til íslands hefur verið mjög skemmtileg - ekki síst þar sem ég á skyldmenni hér á landi sem ég mun heimsækja," sagði Martin. Hvað á maður að segja? Guðmundur Stephensen átti svo- ísland tapaði unglingalandsleik í borðtennis gegn sterku liði frá Dan- mörku. Spilað var í TBR-húsinu 4. apríl. Danirnir sigruðu, 2-7, og kom þessi stóri sigur danska liðsins svo- litið á óvart því búist var við nokk- uð tvísýnum leikjum. Annað kom þó á daginn því íslenska liðið átti slæman dag. Guðmundur Stephen- sen var langt frá sínu besta. Hann sigraði þó Allan Nielsen í fyrstu umferð en tapaði síöan klaufalega gegn Maze eftir að hafa haft góða forystu. Gegn Bræmer átti Guð- mundur góða möguleika í fyrstu lotu en tapaði naumlega, 19-21. Markús Árnason, sem hefur verið i mikilli framför að undanförnu, vann ekki leik að þessu sinni. Ingólfur náði oddalotu gegn hinum snjalla Maze en tapaði naumt, 17-21, og tókst ekki að fylgja eftir góðri stöðu undir lokin. Hann sigraði aft- ur á móti Allan Nielsen, eftir odda- leik. Ljóst er að dönsku drengimir Martin Bræmer og Mikael Maze eru nöfn sem eiga eftir að vera áberandi í borðtennis í Evrópu, ef að líkum lætur. Auðvitað er Guðmundur Stephensen i svipuðum ef ekki hærri gæðaflokki en þessir dönsku piltar þó svo illa hafi tekist til að þessu sinni. Úrslit leikja Guðmundur Stephensen, í, sigr- aði Allan Nielsen, D, 21—11, 21-11. Markús Ámason, f, tapaði gegn Allan Nielsen, D, 9-21, 13-21. Ingólfur Ingólfsson, í, tapaði fyrir Martin Bræmer, D, 14-21, 12-21. Guðmundur Stephensen, í, tapaði Ingólfur Ingólfsson stóð sig hvafl best af íslenski spilurunum. Tveir af þeim efnilegustu í Evrópu í borðtennis. Til vinstri er Mikael Maze, 14 ára, frá Danmörku og til hægri er Guðmundur Stephensen, 13 ára, íslandi, en þeir félagar munu leika saman í tvfliðakeppni. í landskeppninni á dögun- um kom það berlega fram að þeir bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum sem borðtennisspilarar. lítið erfitt. Hér er þó engin hætta á ferðum því allir íþróttamenn geta lent i þeirri gryfju að eiga slæman dag: „Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá mér og svo fór ég að láta uppgjafirnar hjá Maze fara í taugamar á mér. En ég verð þó að viðurkenna að hann var betri í þetta sinnið. Það kemur dagur eftir þennan dag,“ sagði Guðmundur. Uppgjafir Mikael Maze eru ekki löglegar Ingólfur Ingólfsson var í góðum málum gegn Maze en allt kom fyrir Körfubolti: Glæsiferð Grindavíkur og KR til Svíþjóðar KR-strákamir í 8. flokki urðu íslandsmeistarar í körfubolta og það urðu Grindavíkurstrákarnir einnig í 7. flokki. Bæði þessi lið tóku þátt í sterku móti sem heit- ir „Skandia" og fór fram í Stokk- hólmi i Svíþjóð um páskana og það sem meira er, bæði þessi lið sigruðu í mótinu og voru því góð auglýsing fyrir íslenskan hand- bolta í Svíþjóð. Myndir af báðum þessum fræknu liðum verða birt- ar við fyrsta tækifæri. ekki, Maze vann á lokasprettinum: „Uppgjafimar hjá Maze eru ekki löglegar að mínu mati því ég sá aldrei boltann þegar hann gaf upp og slíkt er ekki hægt,“ sagði Ingólf- ur. Þegar málið var kannað nánar var það skoðun viturra manna að þetta væri rétt hjá Ingólfi. í beinu framhaldi má því spyrja hvort dóm- gæsla hafi verið nógu góð í land- skeppninni? Opið mót á laugardag Á laugardag var síðan opið mót í TBR-húsinu í einstaklingskeppni, þar sem sterkustu spilarar landsins léku ásamt danska unglingalands- liðinu. í undanúrslitum léku síðan Guðmundur gegn Maze og Ingólfur gegn Martin Bræmer. Ingólfur og Guðmundur biðu lægri hlut gegn Dönunum sem léku síðan úrslita- leik þar sem Bræmer, sem er eldri, sigraði, 2-0. Munu spila saman í tvíiiðaleik á EM í tvíliðakeppninni sigruðu þeir Guðmundur Stephensen og Mikael Maze örugglega og sýndu og sönn- uðu að þeir eru mjög góðir saman. Það var því ákveðið að þeir leiki saman á Evrópumóti unglinga sem fer fram í sumar og á Norðurlanda- móti unglinga og opnum mótum í Evrópu. Þetta er mikill heiður fyrir okkur þar sem Maze er talinn vera bestur I Evrópu í sínum aldurs- flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.