Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Alfreð stefnir í úrslit á næsta ári. Framtíð KA í handbolta „Ég geri ráð fyrir að vera áfram með liðið og ég ætla að lýsa því yfir að við verðum i úr- slitum á nýjan leik á næsta ári.“ Alfreð Gíslason, í DV. Forsetaslagur Clint- ons og Doles „Kosningarnar ættu að varða okkur, bömin okkar og framtíð- ina. En hún er líklegri til að flalla um fortíðina eða að fanga hjörtu kynslóðar Bobs Doles sem eru krónískir kjósendur.“ Rlchard Thau, í Newsweek. Ummæli Fólksflóttinn úr þjóðkirkjunni Ég er bara afskaplega feginn að sjá hvernig þetta skiptist, en miðað við skiptinguna er aug- ljóst að þetta er ekki af mínum orsökum." • Flóki Kristinsson, í Tfmanum. Sigurlið MR í spurninga- keppninni „Hrokinn er bara gríma sem við setjum upp til að pirra aðra framhaldsskólanemendur." Guðmundur R. BJörnsson, í Tímanum. Forsetaframbj óð- endurnir „Þar við bætist að engin þess- ara persóna virðist hafa alúðleg- an heildarpersónuleika heldur koma þær fyrir sem tækifæris- sinnaðar persónur að eðlisfari en með misþykka sykurhúð þó.“ Tryggvi V. Lfndal, í DV. Munaðarleysingjar Fjölmargar af þekktustu per- sónum sögunnar voru munaðar- leysingjar. Einna þekktastur var Múhameð spámaður sem uppi var á árunum 570-632 e. Krist. Faðir hans dó áður en hann fæddist og móðir Múhameðs dó þegar hann var 6 ára. Frændi hans, Abu Talib, sá um uppeldi spámannsins. Meðal annarra frægra munaðarleysingja má telja Leo Tolstoj, sem missti móður sína tveggja ára og föður sinn á áttunda aldursári, og Edg- ar Allan Poe, sem missti móður sína þegar hann var tveggja ára, en faöir hans, sem var alkó- hólisti, stakk af frá konu og börnum stuttu eftir fæðingu drengsins. Blessuð veröldin Ingrid Bergman Ingrid Bergman (1915-82) var ein af þekkt- ustu munað- arleysingjum sögunnar. Móðir henn- ar dó þegar hún var þriggja ára og þegar fað- ir hennar dó, 10 árum síðar, fór hún í fóstur hjá frændfólki sínu. Sú staðreynd er örugglega ein ástæða þess að þessi fræga leik- kona þótti alla tíð vera hlédræg og feimin og virtist oft lifa í eig- in hugarheimi. Suðaustankaldi í dag er gert ráð fyrir suðaustan stinningskalda eða allhvössu veðri fram eftir degi á landinu en síðan hægari suðlægri átt. Rigning eða skúrir verða víða um land, einkum austan- og suðaustanlands en þurrt Veðrið í dag að mestu á Norðurlandi og Vest- fjörðum síðar i dag. Hiti verður á bilinu 4-12 stig, hlýjast norðan- lands. Sólarlag í Reykjavík: 20.47. Sólarupprás á morgun: 06.09. Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.40. Árdegisflóð á morgun: 12.18. Veóriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 8 Akurnes rigning 9 Bergsstaðir skýjaö 5 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaðir úkoma í grennd 10 Keflavíkurflugv. súld 8 Kirkjubkl. rigning 7 Raufarhöfn skýjað 5 Reykjavík úrkoma í grennd 8 Stórhöfði þoka 7 Helsinki slydda 0 Kaupmannah. þoka 3 Ósló skýjað -0 Stokkhóhnur skýjað 2 Þórshöfn þokumóða 7 Amsterdam þokumóða 9 Chicago heiðskírt 0 Frankfurt þokumóða 4 Glasgow skýjað 10 Hamborg mistur 8 London mistur 9 Los Angeles léttskýjað 14 Lúxemborg þokumóóa 5 Paris þokumóóa 5 Róm þokumóða 8 Mallorca þoka 9 New York snjókoma 2 Nice léttskýjað 12 Nuuk heiðskírt -5 Orlando léttskýjað 14 Vín léttskýjað 5 Washington rign. á síð.kls. 3 Winnipeg heiðskírt 3 Karl Ölvisson, bóndi í Þjórsártúni: Sauðburður og vor- verk fram undan „Ég var að reyna að losa tvo rúllubagga á vörubílspalli og ann- ar þeirra var bundinn. Ég var ekki fyrir neðan vörubílspallinn, held- ur til hliðar við hann, þannig að það átti ekki að vera nein hætta. Einhvern veginn atvikuðust þó hlutir þannig að rúllubagginn valt út af pallinum á hliðinni og ofan á mig,“ sagði Karl Ölvisson, bóndi í Maður dagsins Þjórsártúni, sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að lær- brotna og hljóta fleiri meiðsl þegar hann fékk 600 kg þungan rúllu- bagga ofan á sig. Karli tókst að bjfflga lífi sínu með því að taka á öllu sínu og velta bagganum af efri hluta líkamans en lærbrotnaði þegar rúllan kom á fótlegginn. „Ég hef ekki illan bifur á rúllu- böggunum þó að þetta hafi komið fyrir. Rúllubaggarnir eru mikil bót frá þeim böggum sem áður voru notaðir. Menn verða bara að gæta sín í návist þeirra. Maður hefúr heyrt um slys sem tengjast rúlluböggunum en þó ekkert í lík- ingu viö þetta atvik. Það gæti orðið erfitt með bú- störfin hjá mér á næstu mánuðum. Ég er auðsjáanlega ekki til stór- ræðanna á næstunni og eiginkona mín, Jóhanna Hilmarsdóttir, vinn- ur á kjúklingabúinu á Ásmundar- stöðum. Börnin okkar tvö eru enn í bamaskóla og geta því ekki sinnt bústörfunum. Það er sauðburður fram undan og mörg vorverk sem bíða en óljóst hvenær ég rís á legg á ný. Ætli ég verði ekki einhvern veginn að verða mér úti um vinnukraft til að koma í minn stað,“ sagði Karl. -ÍS Erfðavísar Myndgátan hér að ofan lýsir málshætti DV KR og Fram eigast við á Reykja- víkurmótinu. Stórleikur á Reykja- víkur- mótinu í kvöld verður slagur Reykja- víkurrisanna í knattspymu, KR og Fram, á gervigrasinu í Laug- ardal. Leikurinn er liður í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu og hefst klukkan 20.30. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig þeirri viðureign lyktar en báð- um liðum hefúr vegnað vel á mótinu fram að þessu. Iþróttir í dag fer einnig fram A-lands- leikur í handbolta í Japan á milli Bandaríkjanna og íslend- inga. Bridge Hinn kornungi spilari Magnús Magnússon i sveit Antons Haralds- sonar vakti mikla athygli í úrslitum íslandsmótsins í sveitakeppni fyrir hugmyndaauðgi og góða tækni. Spilafélagi hans er Sigurður Vil- hjálmsson, en þeir eru báðir búsett- ir í Súðavík. Magnús hefur senni- lega haft aðferðir Zia Mahmoods í huga þegar hann doblaði lokasamn- inginn í þessu spOi í síðustu umferð mótsins. Spilið kom fyrir í leik sveita Antons og BangSímonar, suð- ur gjafari og AV á hættu: 4 KD10 V Á432 4 D65 4 A72 ♦ 43 ♦ C38b5 N * -- * KD108 -F ÁK3 ♦ 10972 * G98643 S * D105 4 Á972 * G9765 ♦ G84 * K Suður Vestur Norður Austur Stefán Magnús Kristján Sig.V. pass pass lg pass 2* pass 2* pass 4» Dobl p/h Magnús sat með eyðu í hjartanu, vissi að hendi suðurs var takmörk- uð í punktastyrk (suður passaði í upphafi) og var með nokkra vörn sjálfur. Hann ákvað því að dobla tii refsingar í trausti þess að slæm tromplega myndi hnekkja spilinu og einnig í þeirri von að doblið myndi afvegaleiða sagnhafa. Sigurður ákvað að spila út tígultíu í upphafi, Magnús tók tvo hæstu í litnum og spilaði þriðja tíglinum. Stefán Guðjohnsen fékk slaginn á drottn- inguna og ákvað að reyna að spila upp á endaspilun með því að hreinsa upp hliðarlitina. Hann tók á laufkónginn, inn á spaða, tók laufás- inn og trompaði lauf. Hann spilaði síðan spöðum í þeirri von að litur- inn lægi 3-3, en Sigurður trompaði og fékk síöan tvo slagi til viðbótar á tromp. Sveit Antons græddi 10 impa á spilinu, þvi á hinu borðinu voru spiluð 3 hjörtu slétt staðin. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.