Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 29 Þjóðfræðilegir munir Bantu- manna eru á sýningunni. Þjóðfræði- legir munir frá Afríku í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú yfir sýning á þjóðfræðilegum munum frá sunnanverðri Afr- íku. Háskóli íslands fékk mun- ina að gjöf árið 1971 frá dönsk- um manni, Jens Nörgaard að nafni. Hann var dýralæknir og dvaldist um tíma í Botswana. Munirnir á sýningunni eru aðallega þaðan en Kalaharí- eyðimörkin nær yfir stóran hluta þess. Búskmennirnir sem þar lifa, frumbyggjar Botswana, eru í dag minnihluti íbúa lands- Sýningar ins. Flestir munirnir á sýning- unni eru frá Búskmönnum en auk þess eru nokkrir munir frá öðrum ættbálkum sem búa inn- an landamæra Botswana og Namibíu og tilheyra Bantu-mál- hópnum. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í lífshætti og menningu sem í dag eru að hverfa og að minna á þann menningarlega fjölbreytileika sem ríkir á jörðinni. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 8.15 til 19 og frá klukkan 10-17 á laugardög- um og stendur fram til 2. maí. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Páskahret Páskahret er nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson sem leikfélagið Hugleikur sýnir. Leikritið Páskahret er í senn fyndið gamanleikrit og með sakamálaívafi þar sem glæpa- sögu í Agöthu Christie-stíl er plantað niður í íslenskt um- hverfi. í leiðinni er skotið á ýmsa þætti í íslensku þjóðlífi. Leikhús Leikritið gerist í skíðaferð milli Þórsmerkur og Landmannalauga í dymbilviku. Páskahret brestur á og upp frá því fara voveiflegir atburðir að gerast. Leikstjóri sýningarinnar er Hávar Sigurjónsson og sýningar fara fram í Tjarnarbíói. Sjálfsálitið Opinn fundur verður haldinn hjá ITC-Melkorku í dag klukkan 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er „Sjálfsálitið er fyrsta skýring velgengni“. Á dagskrá fundarins er meðal ann- ars ísbrjótar. Samkomur Korpa Funaur verður haldinn í Safhaðarheimilinu í Mosfellsbæ á vegum ITC-Korpu klukkan 20 í kvöld. dagsCjfiJj)** Leikarann Alan Rickman þekkja margir úr myndunum Die Hard og Robin Hood, Prince of Thie- ves. Vonir og væntingar Kvikmyndin Vonir og vænt- ingar er byggð á sögu Jane Aust- en sem skrifuð var fyrir 200 árum. Saga Jane Austen birtist þó ekki á prenti fyrr en árið' 1811. Merkilegt þykir að það er taívanski leikstjórinn Ang Lee sem valinn var til að leikstýra þessari hádramatísku sögu. Það hindrar þó ekki Lee í að gera vel, því vel þykir hafa til tekist með leikstjórnina. Kvikmyndahandritið er skrif- að af Emmu Thompson, sem einnig leikur eitt aðalhlutverk- anna. Önnur hlutverk eru í höndum þekktra leikara. Þeirra þekktastur er án efa Hugh Gr- ant, en einnig má telja Alan Kaffi Reykjavík: Sigga og Grétar Á kaffl Reykjavík er lifandi tónlistarflutningur öll kvöld vik- unnar. í kvöld verða það Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvars- son úr hljómsveitinni Stjóminni sem sjá um að halda uppi fjörinu á Kaffi Reykjavík. Þau munu flytja mörg af frægustu Stjórnar- lögunum og einnig þekkt íslensk og erlend lög. Skemmtanir Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir kappkosta að vera meö breytilegt prógramm á hverju kvöldi og eru jafnan fljót að tileinka sér ný og þekkt lög á markaðnum. Grétar og Sigríður hafa skemmt á Kaffl Reykjavík alltaf af og til frá opnun staðarins fyrir um einu og hálfu ári. Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir verða á Kaffi Reykjavík í kvöld. Góð færð víðast hvar Allir aðalvegir landsins eru færir en hálka er víða á fjallvegum á Vest- fjörðum. Sýna þarf aðgát í akstri á Vopnafjarðarheiði og Skálholtsvegi. Færð á vegum Breiðdalsheiði er lokuð vegna vatnsflóða og á Reykjanesi er vegur- inn Sandskeið-Bláfjöll með gróft yf- irborð. Lágheiðin, Öxarfjarðarheið- in og Mjóafjarðarheiðin eru ófærar vegna snjóá. O Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q>) LokaörSt°ÖU ^ Þungfært 0 Fært fjallabílum Dóttir Önnu og Þorvarðar Þetta fallega stúlkubarn fæddist að kvöldi 26. mars síðastliðins klukkan 19.43. Hún vó 3240 grömm Barn dagsins við fæðingu og var 50 sentímetra löng. Foreldrar hennar em Anna Dagbjört Hermannsdóttir og Þor- varður Árni Þorvarðarson. Óskírð Þorvarðardóttir á hálfbróður á sjötta ári sem heitir Bjöm Lyise. Kvikmyndir Rickman (sem þekktastur er fyr- ir skúrkahlutverkin í myndun- um Die Hard og Robin Hood, Prince of Thieves), Kate Winslet (sem margir muna eftir úr myndinni Heavenly Creatures) og Greg Wise. Emma og Kate leika systurnar Elinor og Marianne sem missa föður sinn og þær tapa í fram- haldinu ættarsetri sínu og standa uppi slyppar og snauðar. Elinor verður yfir sig ástfangin _ af Ferrars (Grant) og Marianne' af Willoughby (Wise) og fjallar myndin á rómantískan hátt um samband þeirra. Er ekki að efa að unnendur vandaðra breskra mynda verða ekki sviknir af Gerigið Almennt gengi LÍ nr. 71 10. apríl 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 66,590 66,930 66,630 Pund 101,330 101,850 101,200 Kan. dollar 48,990 49,300 48,890 Dönsk kr. 11,5110 11,5720 11,6250 Norsk kr. 10,2780 10,3350 10,3260 Sænsk kr. 9,8770 9,9310 9,9790 Fi. mark 14,2860 14,3210 14,3190 Fra. franki 13,0540 13,1280 13,1530 Belg. franki 2,1617 2,1747 2,1854 Sviss. franki 54,8800 55,1800 55,5700 Holl. gyllini 39,7700 40,0100 40,1300 Þýskt mark 44,4400 44,6700 44,8700 ít. lira 0,04231 0,04257 0,04226 Aust. sch. 6,3170 6,3560 6,3850 Port. escudo 0,4318 0,4344 0,4346 Spá. peseti 0,5312 0,5345 0,5340 Jap. yen 0,61370 0,61730 0,62540 írskt pund 104,490 105,140 104,310 SDR 96,37000 96,95000 97,15000 ECU 82,9800 83,4800 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 T I c\ L 7 % 1 V 10 OS^ES II F P 7r /r Aj ! 12 1 F ið J t" Lárétt: 1 skaut, 6 umdæmisstafir, 8 aur, 9 skordýr, 10 fargar, 11 gangur, 13 ferming, 15 gangflötur, 17 enduðu, 18 band, 19 gruni, 20 brún, 21 ánægja. Lóðrétt: 1 hlaða, 2 styrki, 3 lána, 4 tala, 5 dáð, 6 lélegur, 7 söngflokkur, 12 svif, 14 gadd, 16 háttur, 19 ofn. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 Freyr, 6 þó, 8 látlaus, 9 óðal, 11 gný, 13 nakinn, 15 ágóði, 16 at, 17 ról, 18 unni, 20 að, 21 fráir. Lóðrétt: 1 flón, 2 ráðagóð, 3 eta, 4 yl, 5 ragni, 6 þunnan, 7 ós, 10 liður, 12 ýtt- ir, 14 kólf, 15 ára, 19 ná.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.