Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Spurningin Forðastu að vera úti í sól- inni vegna þess hve óson- lagið er þunnt? Sigrún Bjargey Eðvarð, starfs- stúlka í eldhúsi: Já. Rósa Dögg Flosadóttir nemi: Já, frekar, það getur haft slæm áhrif og ég fer aldrei í ljósabekki. Alda Kjartansdóttir, gerir svo margt: Já, frekar, ég fer aldrei í sól- bað nema á Kanaríeyjum, vegna hættu á húðkrabbameini. Þorbjörg Jóndsóttir hjúkrunar- fræðingur: Nei, ég held að við þurf- um ekki að hafa áhyggjur hérna á íslandi, það er ekki svo mikið sól- skin. Eyleifur Jóhannesson húsgagna- smiður: Nei, ég er ekkert hræddur. Lesendur Altarisgöngur og sjúkdömssýkingar Sigurður Kristjánsson skrifar: Prestar þjóðkirkjunnar auglýstu altarisgöngur við messugjörðir sín- ar um helgidagana og sumir bættu við að bergt yrði á sameiginlegum bikar við athöfnina. í flestum stærri sóknum hafa sóknamefndir keypt litla bikara, ætlaða einum kirkju- gesti, hverjum fyrir sig. Er þessi háttur hafður á t.d. á flestum Norð- urlandanna, nema í einstaka sókn- um 1 Svíþjóð, og þá mjög afskekkt- um, þar sem prestar teljast vera allt að því ofsatrúarmenn og hafa tekið upp kaþólskar siðvenjur í kirkjun- um. Hér hafa nokkrir prestar tekið upp þann sið, að bleyta brauðið (oblátumar) í víni bikarsins og láta brauðið þannig vætt í munn kirkju- gesta. Sætta margir kirkjugestir sig og við þann sið. Nú á dögum vita allir að ýmsir al- varlegir sjúkdómar berast manna á milli við snertingu og þá sérstak- lega með munnvatni. Þess vegna er fólk líka hætt að matast af sama diskinum og drekka úr einum og sama bollanum. - Hvers vegna brjóta menn þá þær almennu heil- brigðisreglur við þessar sérstöku at- hafnir? Þegar tugir manna og jafnvel hundruð drekka úr sama bikarnum eru öll skilyrði fyrir hendi til þess að alvarlegir sjúkdómar berist milli fólks. Eða hver kærir sig um að fá inflúensusýkingu, ófyrirséða, vegna altarisgöngu? Og hvað um enn al- varlegri sjúkdóma, svo sem berkla? Nú, eða þá að fá hugsanlega krabba- meinsveiru eða eyðni af sömu ástæðum? Er ekki tími til kominn að land- læknisembættið banni svo frum- stæðar athafnir sem altarisgöngur með þeim hætti sem víða er enn tíðkaður; að menn dreypi af sama bikarnum? Það er náttúrlega engin vörn, ef einhver heldur því fram að nægilegt sé að prestur „þurrki" af bikarbarminum með klút eða serví- ettusnifsi. Algjört hreinlæti er besta vörnin. - Reglan ætti að vera: Bikar á mann fyrir messuvínið. „Reglan ætti að vera: Bikar á mann fyrir messuvínið," segir Sigurður. Siðanefnd presta - og hreingerning hennar Sólveig skrifar: Nú heyrist manni að nokkrir prestar leggi hart að kirkjuyfirvöld- um að víkja Ólafi Skúlasyni biskup úr embætti. - Langar þá marga tíl að spyrja hvort ekki sé ástæða til að fleiri fari sömu leiðina? Hvað t.d. um séra Flóka Kristinsson þegar stór hluti safnaðar hans fer fram á afsögn hans? Hvað um séra Geir Waage, sem talar um Jón Stefáns- son sem hryðjuverkamann og landskunnan afbrotamann? - Malar svo stöðugt um skriftir og trúnaðar- brot við þær. - Er risinn hér skrifta- stóll og kannski aflátssala í vænd- um? Hvað um séra Sigurð Sigurðarson og svartstakkana og lítilsvirðingar tal hans um undirstöðuatriði krist- innar trúar, kærleik og fyrirgefn- ingu? Ný stofnun, Siðanefnd presta, gerir ótrúlega lítið úr sér með dóm- um og yfirlæti. Henni væri nær að ræða hinn -lútherska sið en að dæma veraldlegar ávirðingar presta. - Til þess hefur hún ekkert vald. Það er meira en tími til kominn að vitibornir menn sem þeir prestar ættu að vera, sem hafa farið ham- fórum gegn Ólafi Skúlasyni, per- sónulega, snúi af þeirri braut, taki sönsum, bæli hatur í hjarta sinu og dæmi ekki einstaklinga með þeim ógnarþunga sem hingað til hefur einkennt málflutning þeirra. Hver stjórnar í Reykjavík? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. - „Ef borgarstjórinn í Reykjavík stjórnar ekki; hver þá?“ spyr bréfritari m.a. Magnús Sigurðsson skrifar: Aðpurð hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagst vonast til að skuldaaukningin yrði ekki eins mikil hjá Reykjavíkurborg og sjálfstæðismenn hafa haldið fram. sjálfstæðismenn hafa sagt að Reykjavíkurborg muni skulda alls um 16,7 milljarða króna í lok kjör- tímabilsins. Þá er gert ráð fyrir að R-listamenn ætli að efna kosning- aloforð sín. - Þessi yfirlýsing borg- arstjóra kom fram í viðtalsþætti Rásar 2 flmmtudaginn 28. mars (ef mig minnir rétt), þegar rætt var við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Árna Sigfússon, oddvita sjálfstæðismann, um skuldaaukningu vegna loforða R- listamanna. Að sjálfsögðu er gott að vera já- kvæður og vona hið besta. - Við, óbreyttir skattbcrgarar getum lika vonað að eitthvað gerist og að ein- hver hafi stjórn á borginni. Borgar- stjórinn í Reykjavík getur hins veg- ar ekki lýst því yfir að hún vonist til að skuldirnar verði ekki eins miklar og sjálfstæðismenn segja. Með þessari yfirlýsingu sinni er Ingibjörg Sólrún að segja að hún hafl enga stjórn á fjármálum borg- arinnar eða hafi ekkert um það að segja hver skuldaaukningin verður. Ef borgarstjórinn í Reykjavík stjómar ekki; hver þá? - Hvern eiga kjósendur að draga til ábyrgðar í kosningunum 1998 ef ekki borgar- stjórann sjálfan? Það sem borgarstjórinn sagði raunverulega með þessu var að hún hefði í raun ekki nokkra hugmynd. Hún hreinlega vissi ekki hver kostnaður yrði af efndum kosninga- loforða R-listans. Hafl borgarstjór- inn ekki hugmynd um hvað hennar eigin loforð kosta hvað veit hún þá og hvernig ætlar hún að stjórna borginni? - Svari hver fyrir sig. DV Til óþurftar í Danmörku Kristján Jónsson skrifar: Það ætlar ekki af okkur ís- lendingum að ganga á erlendri grund. Nú er landinn orðinn verulega til óþurftar í Danmörku vegna oftöku fjármagns úr danska kerflnu. Draumurinn bú- inn og íslendingar reknir til síns heima, hver á eftir öðmm, svo fremi að þeir hafi ekki fasta bú- setu og atvinnu að sjálfsögðu. Við munum nú finna fýrir aukn- um útgjöldum vegna framfærslu atvinnulausra, ásamt þeim sem em á dulbúnum atvinnuleysis- bótum handa stórtekjumönnum með fullan lífeyri. Biskup flækir málin Markús hringdi: Mér finnst nú nóg komið af yfirlýsingum biskups íslands. Hann er farinn að flækja málin, sjálfum sér verulega í óhag. í frétt fyrir páskana sagði hann vegna úrskurðar siðanefndar Prestafélagsins að hann hefði engar trúnaðampplýsingar sent tU fjölmiöla. Síðan sagði hánn í nýlegri yfirlýsingu að honum hefði „orðið það á“ að senda yfir- lýsinguna án nokkurra skýringa tU fjölmiðla! Hann hefði beðist fyrirgefningar á þessu en bætir við að þetta hafi svo sem ekki verið neinar trúnaðai-upplýsing- ar. Hvað á maður að halda um svona nokkuð? Matthías Johannessen sem forseta Soffia Jónsdóttir hringdi: Ég er þeirrar skoðunar, að enginn þeirra sem nú hafa gefið kost á sér í forsetaframboö fái meirihlutafylgi. En meirihluta- fylgi vU ég að væntanlegur for- seti hafi á bak við sig. Ég mæli með því að Matthías Johannes- sen gefi kost á sér sem forseta- efni. Við núverandi aðstæður þurfum við sameinað afl tU fylg- is við næsta forseta, og helst ekki persónu sem myndi sitja lengur en eitt kjörtímabU, mest tvö. Matthías er vel þekktur, fróður og skemmtUegur og sómdi sér vel í forsetaembætti. Nafnbirting fermingarbarna E.K.S. skrifar: Ósmekklegir eru nafnalistarn- ir á fermingarbömum í hverri kirkjusókninni eftir aðra. Þetta minnir mann á mannskaðatU- kynningar, en eru einfaldlega áminningar til ættingja um að muna eftir fermingunni og gjöf- unum. Auðvitað ætti Póstur og sími að greiða blöðunum fyrir þessa birtingu, því fólk notar sér listana eins og símaskrána. - En umfram aUt er þetta ósmekklegt í meira lagi. Rússar í frí- helgi til fram- búðar Örn hringdi: Ég er þess fuUviss, fyrir mitt leyti, að nú geta Rússar athafnað sig hjá okkur í eins konar „frí- helgi" viö veiðar sínar tU fram- búðar. Rússneskur togari myndi ekki tekinn þótt hann mældist innan fiskveiðilögsögunnar á morgun. Þetta sýnir einfaldlega að viö erum bæði háðir Rússum og hræddir við þá. Rússafiskur og væntanlegar samnjngavið- ræður eru samt vonarpeningur sem aldrei mun gagnast okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.