Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 5 DV Harðar deilur í Sandgerði vegna fiskimjölsverksmiðju: Fréttir Bæjarstjórnin hótar að loka bræðslunni - bæjarráð krafðist lokunar vegna páska og ferminga DV, Suðurnesjum: „Þaö var allt vitlaust hér í bæn- um út af fiskimjölsbræðslunni, ann- ars hefðum við ekki verið að taka á þessu máli. Það er mikil óánægja meðal íbúanna þegar reyk leggur yflr bæinn frá verksmiðjunni," sagði Sigurður Valur Ásbjamarson, bæjarstjóri Sandgerðis, í samtali við DV. Bæjarbúar í Sandgerði eru ekki Tryggvi Valur Sæmundsson, Harpa Dögg Kristinsdóttir og Arnar Víðir Jóns- son með páskalambið og móðurina. DV-mynd Olgeir Páskalamb í Skorradal dv, Borgarbyggð: lambi Strákarnir á bænum voru --------------- strax bumr að skíra hrútinn Páska Það var gleðidagur hjá krökkun- enda hann páskalamb og heldur um á Hálsum í Skorradal á skirdag fyrr á ferðinni en til stóð. en þá bar ein ærin á bænum hrút- -OHR 66 miUjónum úthlutað úr Menningarsjóði útvarpsstöðva: Mest á Lynghálsinn og Laugaveginn - sótt um 500 milljónir til 212 verkefna Úthlutað hefur verið 66,2 milljón- um króna úr Menningarsjóöi út- varpsstöðva til 57 verkefna. Auglýst var eftir styrkjum í janúar sl. og bárust umsóknir um alls 212 verk- efni. Styrkumsóknirnar námu sam- tals tæpum 500 milljónum króna og heildarkostnaðaráætlanir verkefh- anna námu 1,1 milljarði króna. Af úthlutuðum 66 milljónum var 5,6 milljónum endurúthlutað vegna styrkveitinga á árunum 1988, 1991 og 1995 til verkefna sem hætt hefur verið við. Endurúthlutunin skiptist þannig að Rikissjónvarpið fær 2 milljónir, Stöð 2 1,9 milljónir, Hans Kristján Ámason 1 milljón og rás 1 750 þúsund krónur. Alls var 15 milljónum úthlutað tO 18 verkefna fyrir hljóðvarp, 47,3 mOljónir fóru tO 33 verkefna fyrir sjónvarp og 3,9 mOljónir í 6 undir- búnings- og handritastyrki. Ef aOt er tekið fá Ríkissjónvarpið og -út- varpið mest eða alls 8,4 mOljónir króna. Þar af fær Rikissjónvarpið 6,2 miOjónir til 3 verkefna og Ríkis- útvarpið 2,2 milljónir tO 6 verkefna. Næstmest fer á Lynghálsinn tO Stöðvar 2 og Bylgjunnar eða aOs 7,5 mOljónir. Það skiptist þannig að Bylgjan fær 4,4 miOjónir tO 3 verk- efna og Stöð 2 3,1 miOjón tO 5 verk- efna. Saga film fær 6,3 miOjónir tO vinnslu 3 sjónvarpsþátta, þar af hæsta einstaka styrkinn í úthlutun- inni, 3,5 milljónir, vegna þáttar sem nefnist Fornbókabúðin. Aflvakinn hf„ sem rekur útvarps- stöðvarnar Aðalstöðina, X-ið og Klassík fm, fær 5,5 milljónir úr Menningarsjóði útvarpsstöðva, þar af fara 2,9 miOjónir í þáttagerð á Klassík fm. Af öðrum styrkjum í hærri kantinum má nefna 3 miOjón- ir til kvikmyndagerðarinnar Alvís vegna sjónvarpsþáttarins Tuttug- asta öldin og 3 midjónir fóru einnig tO FILM vegna þáttar sem nefnist Þegar það gerist. -bjb hrifnir þegar reyk frá verksmiðj- unni leggur yfir bæinn. Bæjarráð Sandgerðisbæjar segir að óheimOt sé að bræða í verksmiðjunni þegar ákveðnar vindáttir eru ríkjandi og hafa eigendur fiskimjölsverksmiðj- unnar ekki fylgt þeim fyrirmælum. Bæjarráð sendi skeyti tO Njarðar hf„ eiganda fiskimjölsverksmiðj- unnar, þar sem þess var krafist að ekkert yrði brætt í verksmiðjunni frá 4.-14. aprO vegna páskahátíðar og ferminga. Bæjarstjórn Sandgerðis sam- þykkti síðan á fundi sínum rétt fyr- ir páska að senda Nirði hf. bréf og var bréfið stOað á Hafliða Þórsson framkvæmdarstjóra. í bréfinu segir m.a.: „Það sem fyOti mælinn endan- lega var framkoma þín þegar fólk var að undirbúa fermingar og halda veislur m.a. í Samkomuhúsi staðar- ins, en þá stóð vindur á norður- byggð og Samkomuhús. Haft var samband og beðið um að stöðva reksturinn en þeirri ósk var ekki sinnt. Bæjarstjórnin er einhuga um að hún mun ekki stuðla að því að verksmiðjan fái starfsleyfi aftur eft- ir þetta tímabO sem rennur út eftir u.þ.b. mánuð, nema tO komi við- horfsbreyting af þinni hálfu í þessu viðkvæma máli. Þar sem þú ert ekki búsettur á staðnum en stjórnar fyr- irtækinu frá skrifstofu í Kópavogi þá hefur það sýnt sig að þú hefur litla tilfinningu til bæjarbúa er varðar rekstur á verksmiðjunni enda sést viðhorf þitt til bæjarfé- lagsins i viðhaldsleysi þeirra eigna sem þú átt eða ert í forsvari fyrir hér á staðnum. Virðingarleysið er algjört þegar bæjarbúar horfa á það dag eftir dag að miklu magni af úr- gangi frá fiskvinnslu er staflað upp á plani fyrir framan verksmiðjuna sem er skýlaust brot í starfsleyfi þínu,“ segir í bréfinu. „Ég kannast ekki við svona skrif og er undrandi á framferði bæjar- stjórnarinnar. Það er búið að vera óhagstætt veður í vor og verið tóm- ar vestlægar áttir sem er nánast óþekkt hér. Það verður að koma hráefninu í gegn, annars verður það ónýtt. Það er aOtaf eitthvert fólk í hverju byggðalagi, og ekki síst í þúsund manna byggðarlagi, sem lít- ur misjöfnum augum á svona hluti og sumum er það heOagt að láta loka svona bræðslum. Þetta bréf kemur mér á óvart vegna þess aö þeir eiga við fleiri mengunarmál að etja. Það eru öO holræsi opin og maður veður mannaskít í öllum fjörum. Það er ekkert klóak sem nær út fyrir fjöruborðið. Á góðviðr- isdögum leggur bæði mannaskíts- og þaralykt yfir bæinn í sömu átt og við eigum í vandamálum með. Þá eru opnir ruslahaugar á Stafnesi fyrir hvaða dót sem Kaninn (innsk. Bandaríkjamenn á VeOinum) kem- ur með og hendir. I 90-95% tilfeOa er fiskimjölsverksmiðjan í gangi þegar vindátt stendur út frá Sand- gerði,“ sagði Hafliði Þórsson, fram- kvæmdastjóri Njarðar hf„ sem hef- ur rekið fiskimjölsverksmiðjuna í Sandgerði frá 1976. -ÆMK og kaupa lítið pekkt vörumerkiP þegar þú geturfengið Sanyo jyrir aðeins: hrÆtiWá Heimilistæki hf SÆTÚN8 SlMI 588 1500 tgr. Verð: 77.666 SANYO 28 EH 85 • NICAM stereo • Svartur, flatur Black Matrix myndlampi • Textavarp með öllum íslenskum stöfum • Allar aðgerðir á skjá • 1 scarttengi með S-VHS inntaki • Tengi fyrir heyrnartól • CTI (ColourTransit Improvement) litaaðgreiningarkerfi • Tengi fyrir videotökuvél framan á Umboðsmenn um land allt I ■ I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.